Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 21 DV Tilvera fflM Ian Holm 71árs WBf Breski leikarinn Ian Holm á afmæli í dag. Holm, sem hefur verið aðlaður, á að baki mörg eftirminnileg hlutverk í kvikmyndum og hefur oftar en ekki verið sá leikari sem athyglin beinist fyrst og fremst að. Hann hafði að mestu leikið á sviði þegar hann fékk tilnefningu til óskarsverðlauna í Chariots of Fire. Hef- ur hann síðan nánast eingöngu leikið í kvikmyndum og nú síðast í Lord of the Rings og From Hell. Holm er þrígiftur og á fjögur böm. Núverandi eiginkona hans er leikkonan Penelope Wilton. Gildir fyrir föstudaginn 13. september Vatnsberinn (20. ian.-i8. febr.r ■ Best er að tala hreint út um mál sem angrar þig. Vinur þinn er eitthvað afundinn við þig og þú veist ekki hver ástæðan er. Fiskarnlr (19. febr.-20. mars): Gefðu þér góðan tíma Itilað íhuga tillögur að breytingum sem lagðar hafa verið fram. Best er að láta sem ekkert sé ef vinur þinn er ekki eins og hann á að sér. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú verður í aðal- Ihlutverki í dag og nýtur þess að allir _ hlusta á þig. Þessu fylgir töluverð ábyrgð en þú getur alveg tekið hana á þig. Nautið (20. april-20. maí); Einhver er að reyna • að fá þig til að gera eitthvað sem þú ert verulega hikandi við. : bara meiri tíma til að hugsa þinn gang. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): V Hætta er á misklið X^^milli vina og þú — X / lendir í hlutverki sáttasemjara. Þú skalt athuga að sjaldan veldm- einn þá tveir deila. Krabbinn (??. iúní-??. íúií): Þér hættir til svartsýni | ef á móti blæs. Gefðu ' einhverjum hlutdeild í hugsunum þínum • hagnast á því. Happatölur þíanr eru 7,18 og 29. Llónið (23. iúli- 22. áeúst): , Þú ert í undarlegu skapi í dag. Trúlega er best fyrir þig að halda þig til hlés og láta aðra um allar meiri háttar ákvarðanatökur. Meyjan f23^ágú?t-22. sept.); Ástvinur þinn veldur þér vonbrigðmn og þú ^^^lLreynir að komast að * f þvi hver ástæðan sé. Það kann að vera að þú takir hlutina fullnærri þér. Vogln (23. sept.-23. okt.): J Þú tekst á við erfitt Cyy og flókið verkefni og \ f leysir það með r f miklum ágætum. Fyrir það færðu hrós og þetta er mjög gott fyrir sjálfstraustið. Snorðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.i: [Þú berð þig saman við kunningja þina jjog ert ekki alls kostar ánægður með útkoniuna’ Vinur þinn gleður þig í kvöld. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.): |Þú færð senda rsmágjöf og verður I nýög undrandi á gefandanum. Breytingar eru fram undan í einkalifinu og spennandi timar. Steingeitin (22. des.-19. ian.): Þú skalt ekki trassa skylduverkefni því að það kemur bara niður á þér seinna. Ef þú hefur verið duglegur undanfama daga getur þú slappað af í kvöld. Skil ekki af hverju ég er látin tóra - segir Sólveig Pálsdóttir, 105 ára „Ég skil ekkert í af hveiju ég er látin tóra lengur en allir aðrir,“ seg- ir Sólveig Pálsdóttir og hlær við. Hún er 105 ára gömul og ein örfárra ís- lendinga sem lifað hafa tvenn alda- mót. Hún dvelur á hjúkrunardeild Skjólgarðs á Höfn en var áður hús- freyja í Svínafelli í Öræfúm. Þótt sjón, og þó einkum heyrn, sé farin að gefa sig þá er heilmikiil töggur í henni enn. Hún leggur sig til dæmis aldrei á daginn en pijónar fram á kvöld. Svo er hún minnug, einkum á það gamla og því er freistandi að for- vitnast um hennar löngu lífsgöngu. „Mér hefur yfirleitt liðið vel,“ segir hún, jákvæð. í framhaldinu rifjar hún upp fyrstu árin sín sem flestum þættu þó fremur raunaleg. Heimilið leyst upp „Ég fæddist á Keldunúpi á Síðu árið 1897 og flutti ung þaðan með fjöl- skyldu minni að Prestbakkakoti en þar veiktist faðir minn af lungnabólgu á miðjum vetri og dó. Móðir mín stóð ein uppi með fimm börn, það yngsta fárra nátta. Hún varð að koma okkur í fóstur og fara sjálf 1 vinnu- mennsku austur í Ör- æfi en fékk að hafa ungbamið hjá sér. Ég var á níunda ári og elst í hópn- um. Mamma hafði skrifað systkinum sínum í Hreppunum og spurt hvort þau gætu tekið mig. Eftir að hún var farin austur yfir sand kom bréf um að þau treystu sér ekki til þess þvi þau væru að hætta búskap. Þaö varð því úr að ég fór líka í Öræfin. Þetta var vorið 1906, einhvern tíma milli heys og grasa. Það kom Öræfingur út á Síðu og ætlaði að sækja eldavél. Vélin var ekki komin frá Vik svo ég var sett á hestinn og bundin ofan á skinnpjötlu. Öræfingurinn gekk sjálfur yfir mest- allan Skeiðarársand og rak hestana og við Gígjukvísl v£ir á mörkunum að hann næði þeim áður en þeir drifu sig f ána. Ég man ekki til að hann tæki mig ofan af hestinum allan daginn en hann fór sjálfur bæði heim aö Svfna- felli og Sandfelli og fékk sér hress- ingu. Mér þótti biðin löng eftir að hitta mömmu mína.“ Atti ekki marga kjóla Sólveigu var komið fyrir hjá Oddi Sigurðssyni, ekkjumanni á Hofi, og tveimur bömum hans og þar var hún uppvaxtarárin. „Mér leið vel hjá þessu fólki. Ég man ekki eftir fátækt og held að alltaf hafi verið til nægur matur,“ segir hún. Móðir Sólveigar átti heima í nágrenninu en ekki var um daglegan samgang að ræða. Hún gat þó fylgst með dóttur sinni og þegar Sólveig eignaðist sitt eigið heimili tók hún móður sína til sín. Sólveig kveðst líka muna vel eftir annarri ferð yfir Skeiðarársand, haustið 1922, er hún var á leið f vist til prestsins í Vík. Þá var Skeiðará nýbúin að hlaupa og víða voru bleyt- ur. „Ég var í fylgd með póstinum og við riðum innan um stóra jaka sem voru um allan sand,“ rifjar hún upp. Sólveig giftist Gunnari Jónssyni í Svínafelli en kveðst ekki hafa þekkt hann mikið þegar hún flutti til hans. „Hann var einn af fylgdarmönnum mínum þegar ég var á heimleið frá Vík,“ segir hún kankvís. Þau Sólveig og Gunnar eignuðust 8 börn en það yngsta dó. Hin lifa öll. „Það var svo sem engin auðsæld hjá okkur fyrstu búskaparárin og ég átti ekki marga kjóla þá en allt bjargaðist," segir Sól- veig. „Búið var lítið í upphafi en börnin voru dugleg og keyptu stærri jörð og þá fór allt að ganga miklu bet- ur.“ Hún kveðst alltaf hafa haft meira gaman af útiverkum en inni- verkum en auðvitað slapp hún ekki við þau, fremur en aðrar hús- mæður. Mann sinn missti hún 1967. Elsti sonurinn haföi tekið við búinu og nú eru dóttir hans og tengda- sonur ábúendur á jörðinni. Vill nýja húð! Sólveig reynir að fylgjast með fréttum þó heymin sé farin að gefa sig. Henni finnst gott að kúra fram eftir á morgnana en mætir alltaf í hádegis- mat. Hún er afskap- lega sátt við lífið og tilveruna en segist samt í spaugi ekkert skilja i honum Guði - fyrst hann sé að láta hana lifa svona lengi af hverju hann endurnýi þá ekki húðina á henni því hún þurfi svo lítið til að fá mar- bletti..- JI/Gun/ST Á hundrað og fimm ára afmællnu „Mér hefur yfirleitt liöiö vel, “ segir Sólveig Pálsdóttir, fyrrum húsfreyja í Svínafelli í Öræfum. MYND BJORN SIGFINNS Bíogagnrýni Háskólabíó/Sambíóin - 24 Hour Party People Á ystu nöf Hilmar Kartsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Tony Wilson á tónleikum Tony (Steve Coogan) og Lindsay (Shirley Henderson) á tónleikum hjá Sex Pistols í Manchester. Þegar pönkið leysti diskóið af hólmi varð einhver róttækasta breyt- ing poppsögunnar, tónlistarlega séð. Lífsstíllinn breyttist einnig. Þeir ein- staklingar sem aðhylltust pönkið þann stutta tíma sem það réð ferð- inni í poppheiminum lifðu villtu lífi og aðhylltust meðal annars anark- isma auk þess sem dópneysla v£ir gegndarlaus. Það lifðu ekki allir af þessa byltingu segir sagan okkur, af- föll á tónlistarmönnum hafa sjálfsagt aldrei orðið eins mikil á jafn stuttum tíma. Við verðum vitni af þessum lífsstíl í magnaðri lýsingu á pönk- tímabilinu í kvikmynd Michaels Winterbottoms, 24 Hour Party People, þar sem hann tekur fyrir tímabil í Manchester þegar ungur sjónvarpsmaður, Tony Wilson, varð fyrir köllun eftir að hafa farið á tón- leika með Sex Pistols, 4. júní 1976. Tony Wilson er skrautlegur ná- ungi, lifir hröðu og villtu lífi, er ein- lægur aðdáandi þeirra tónlistar sem hann velur sér að koma á framfæri, stofnar fyrirtæki án þess að gera samninga, fyrirtæki sem verður stór- veldi og kemur á framfæri nokkrum af þekktustu pönksveitum Breta og stofnar næturklúbbinn Hacienta, sem verður sá vinsælasti í Manchest- er. Klúbburinn er þó alltaf rekinn með tapi þar sem áfengissala er lítil sem engin, allir eru í dópinu sem bannað er að selja. Allan þann tíma sem Wilson stendur í þessum bransa er hann einnig með sjónvarpsþátt og flytur fréttir af „öðruvísi" fólki. Wil- son fellur i kramið hjá pönkliðinu þó hann sé yfirleitt með bindi og vilji líta út sem lærður Cambridge-há- skólamaður, sem hann og er. Það er vegna þess að hann er einlægur í því sem hann er að gera að hann er við- urkenndur í heimi pönktónlistarinn- ar þótt hann sé enginn pönkari sjálf- ur. Peningar skipta hann litlu máli, hann eyðir þeim um leið og hann fær þá og er ekkert að stökkva upp á nef sér þó allar áætlanir fari úrskeiðis. Þennan skrautlega mann túlkar Steve Coogan snilldarlega. Hann sannfærir okkur um að Tony Wilson hafi verið svona og fær okkur til að trúa að allt sem við verðum vitni að í myndinni sé sannleikur. Staðreynd- in er samt sú að veruleikinn er ýktur til ná fram sem mestum áhrifum. Leikstjórinn Michael Winterbottom er heldur ekkert að leyna því. Hann fær til að mynda eina persónuna sem túlkuð er í myndinni til aö koma fram í eigin persónu og neita því að hlutirnir hafi verið á þann veg sem sýnt er í myndinni. Þá segir Tony Wilson í myndinni að ef velja eigi á milli sannleikans og þjóðsögunnar eigi að velja þjóðsöguna. Þar er stærst sú fullyrðing að Factory Records gerði aldrei neina samninga. Wilson hefur sagt að auðvitað hafi þeir gert samninga, þeir hafi aftur á móti viljað láta líta út sem þeir gerðu enga samninga og ýtt undir sögu- sagnir um að slíkt væri gert. 24 Hour Party People er því blanda af staðreyndum og þjóðsögum og frá- bærlega framsett af Michael Winter- bottom, sem í dag er einn áhugaverð- asti kvikmyndaleikstjóri Breta. Ég held að það hafi verið eftir að ég sá Welcome to Sarajevo að ég fór fyrir alvöru að fylgjast með Winterbottom, sem í mörgu minnir mig á landa hans, Alan Parker, hvað varðar fjöl- breytni. Og ekki hefur hann valdið vonbrigðum enn sem komið er. 24 Hour Party People er gott dæmi um kraftmikinn og hugmyndaríkan stíl sem einkennir kvikmyndir hans. Lelkstjóri: Michael Winterbottom. Hand- rit: Frank Cottrell Boyce. Kvlkmyndataka: Robby Muller. Aðalhlutverk: Steve Coog- an, Sean Harris, Shirley Henderson, Lennie James og Paddy Considane.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.