Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 íslandsmót 3. flokks karla Lokastaðan i A-riðli ÍA 14 13 1 0 49-8 40 Fram 14 12 1 1 43-12 37 Fylkir 14 8 1 5 42-26 25 Fjölnir 14 6 0 8 27-29 18 ÍR 14 6 0 8 24-39 18 KR 13 4 1 8 25-37 13 Breiðablik 14 4 0 10 2141 12 Keflavik 13 0 0 13 16-55 0 FH vann b riðil og HK vann c-riöil. Undanúrslit ÍA-HK......................2-1 Ágúst Örlaugur Magnússon, Kristinn Aron Hjartarson - Bjarki Már Sigvaldason. FH-Fram.....................1-4 Kristján Andrésson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, sjálfsmark Helgi Ólafur Axelsson. Úrslitaleikur Fram-lA . 2-1 (1-1, framlenging) 1-0 Jón Ævar Tómasson (3.), 1-1 Jón Vilhelm Ákason (56., víti), 2-1 Helgi Ólafur Axelsson (94.). Sport Kristján Hauksson tók viö tveimur bikurum á aöeins átta dögum og hefur lyft þremur á loft í sumar sem fyrirliöi hins sigursæla liös Fram í 3. flokki karla. DV-myndir E.ÓI. Framarar eignuðust Islandsmeistara í 3. flokki í 21. sinn þegar Framstrákarnir báru sigurorð af Skagamönnum í fram- lengdum úrslitaleik um síðustu helgi. Þessi tvö lið börðust um báða bikarana í þessum flokki í ár og í bæði skiptin höfðu Framarar betur, fyrst í bikarúr- slitaleik eftir vitaspyrnukeppni og svo aftur átta dögum síðar í úrslitaleiknum á íslandsmótinu sem fór fram á Leiknis- velli í Breiðholti. Framarar voru komnir niður úr skýj- unum eftir bikarsigurinn átta dögum áð- ur og Jón Ævar Tómasson kom þeim yf- ir eftir aðeins þrjár mínútur eftir send- ingu Kristjáns Andréssonar. Jón Vil- helm Ákason jafnaði fyrir Skagamenn úr vítaspymu á 56. minútu. Skagamenn sóttu stíft á lokamínútunum en Framar- ar héldu út og tryggðu sér framlengingu. Helgi Ólafur Axelsson skoraði síðan sig- urmark Framara í framlengingunni. „Helgi átti þetta inni. Hann hefur verið óheppinn upp við markið þrátt fyr- ir að hann sé búinn að skora tæp þrjátíu mörk í sumar. Þetta er búið að vera upp og niður hjá honum en hann er frábær spilari," sagði Lárus Grétarsson þjálfari um Helga Ólaf. Framarar fullkomnuðu þar með sum- arið en þeir urðu íslands-, bikar- og Reykjavíkurmeistarar. Liðið vann 25 af 29 leikjum og tapaði aðeins einum leik. Það tap kom upp á Akranesi og sá til þess að Skagamenn urðu deildar- meistarar en Framarar hefndu tvöfalt fyrir það tap í bæði úrslitaleikjum ís- landsmótsins og bikarsins. Sex meistaratitlar Lárus Grétarsson, þjálfari Framliðs- ins, hefur náð frábærum árangri með yngri liðin hjá Fram. Þetta er fimmti ís- landsmeistaratitill hans hjá félaginu og sá sjötti á þjálfaraferlinum en Lárus þjálfaði einnig fyrstu íslandsmeistara Fjölnis í 5. flokki karla. „Þetta er endalaus vinna en ég held að 90% af þessu liggi í að ég nái að virkja strákana rétt í hausnum og að hann KR-ingar uröu á dögunum Islandsmeistarar í „elsta“ flokki, þaö er á Islandsmóti fertugra og eldri. KR vann Hauka, 9-2, í síöasta leik sínum. Vilhelm Fredriksen, Ólafur Haukur Ólafsson (2), Sigurður Björnsson, Karl Dúi Karlsson, Sæbjörn Guömundsson og Erling Aöalsteinsson (3) skoruöu fyrir KR. DV-mynd Hilmar Þór Þeir Jón Ævar Tómasson (til vinstri) og Helgi Ólafur Axelsson skoruðu mörk Framliösins í úrslitaleiknum gegn ÍA. Helgi Ólafur skoraöi sigurmarkiö. virki rétt. Við vorum búnir að leggja rosalega mikið á okkur, við tókum upp séræfmgar með bestu strákana hjá Fram í sumar og ég tel að þær æfingar hafi hjálpað mikið tfl í þessum úrslitaleikj- um,“ sagði Lárus. „Ég gerði mér ákveðnar væntingar um að við gætum staðið okkur vel í sum- ar en ég bjóst aldrei við þessu. Strákam- ir sýndu mikinn karakter í þessum úr- slitaleikjum. Þegar þessir árgangar voru saman fyrir tveimur árum komust þeir ekki í úrslitin þannig að þetta var algjör kúvending," sagði Lárus í samtali við DV-Sport en hann hrósaði líka Skagamönnum. „Þetta lið Skaga- manna er eitt allra besta þriðja flokks lið sem ég hef spilað á móti og er ég nú búinn að vera lengi í þessum bransa. Þetta er frábært lið og þess vegna fannst mér þetta meiri háttar sig- ur hjá okkur í Fram að vinna þá í tveim- ur leikjum," sagði Lárus. Sigur strák- anna skiptir félagið miklu máli. Miklir félagsmenn „Fólk í félaginu lét mig óspart vita að það væri mjög glatt yfir þessum árangri og taldi að þetta myndi hafa góð áhrif á fé- lagið í framtíðinni. Karakterinn og ein- beitingin sem mínir strákar sýndu áttu mikinn þátt í þessum sigrum og ennfrem- ur hvað þeir voru góðir félagsmenn og miklir Framarar. Þeir vissu að félagið átti í ákveðnum kröggum og Fram þyrfti á sigri þeirra að halda og þeir skiluðu honum. Ég held að þessir titlar hafi verið það besta sem þeir gátu gefið Fram,“ sagði Lár- us að lokum. -ÓÓJ Larus Gret- hinn sigur- sæli þjálfari Framara, faðm- ar hér Helga Ólaf Axeisson sem hafði skömmu áö- ur skorað sigur- mark Framara úrslitaleiknum 3. flokki. Framarar urðu íslandsmeistarar í 21. sinn í 3. flokki karla á dögunum: Þrefaldir meistarar - unnu Skagamenn, 2-1, eftir mikla spennu og framlengdan úrslitaleik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.