Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002
11
DV
Útlönd
Við munum Ijúka því
sem óvinurinn byrjaði á
— sagði Bush Bandaríkjaforseti í ávarpi til bandarísku þjóðarinnar í gær
Bush Bandaríkjaforseti sagði í
ávarpi sínu til bandarísku þjóðar-
innar í gær, þegar þess var minnst
að ár var liðið frá hryðjuverkaárás-
unum á World Trader Center og
Pentagon, að stjórn sín myndi
ekkert gefa eftir í baráttunni gegn
hryðjuverkunum fyrr en öryggi
þjóðarinnar hefði verið tryggt. „Við
hófum baráttu sem reyndi á styrk
okkar og ennþá meira á þrautseigju
okkar,“ sagði Bush sem beindi orð-
um sínum einnig að Iraksmálinu og
sagði að Bandaríkin myndu hvorki
líða hryðjuverkamönnum né ein-
ræðisherrum að ógna siðmenning-
unni með gjöreyðingarvopnum.
Hann sagði að síðasta ár hefði
reynt mjög á þjóðina og hún hefði
upplifað miklar þjáningar og fórnir.
„Við höfum upplifað mikla sorg,
Bush og frú Laura við komuna til Manhattan
Bush Bandaríkjaforseti og frú Laura Bush koma til minningarathafnarinnar í
New York og ganga hér fram hjá rööum ættingja fórnarlamba árásanna.
tómleika og foðurleysi þeirra ný-
fæddu barna sem misstu feður sína.
En við sönnuðum samstöðu okkar
og við munum ekki láta bugast.
Árásimar sönnuðu okkur að við
eigum okkur ákveðna óvini og get-
um aldrei verið óhult fyrir árásum
þeirra. Við munum þó aldrei gefa
neitt eftir í baráttunni gegn hryðju-
verkunum fyrr en réttlætinu er
fullnægt og við höfum tryggt öryggi
okkar. Við munum ljúka því sem
óvinurinn byrjaði á,“ sagði Bush.
Hann skoraði einnig á þjóðina að
sýna yfirvegun og ítrekaði að frelsið
væri henni fyrir öllu. „Við munum
aldrei fóma frelsinu fyrir ógnina og
aldrei láta utanaðkomandi kúgunar-öfl
taka það frá okkur. Við munum ekki
láta ofstækismenn ná yfirhöndinni
með illskuverkum," sagði Bush.
REUTERSMYND
Minningarathöfn í dómkirkju heiiags Páls
Karl Bretaprins, Harrý sonur hans og William Farish, sendiherra Bandaríkjanna, heilsa upp á klerka eftir minningarat-
höfn um fórnarlömb árásanna 11. september í fyrra í dómkirkju heilags Páls í London.
Atburðanna minnst víða um heim
REUTERSMYND
Ómyrkur í máli
Harðlínuklerkurinn Abu Hamza al-
Masri var ómyrkur í máli í London
þegar hann gagnrýndi Bush Banda-
ríkjaforseta á ársafmæli árásanna.
Róttækir múslím-
ar í Bretlandi
vara við árásum
Róttækir múslímar í Bretlandi
héldu í gær uppi vörnum fyrir árás-
armennina frá 11. september í fyrra
og sögðu umheiminum að búa sig
undir fleiri svipaðar árásir.
„Bandaríkin verða að þjást meira
svo þau geti lært hlýðni," sagði
Muhammad al-Masari, sádi-arabísk-
ur andófsmaður sem hefur bæki-
stöðvar sínar í London.
Harðlínumúslímar héldu fund í
London í gær þar sem þeir ræddu
,jákvæðar“ hliðar hryðjuverka-
árásanna á Bandaríkin fyrir ári.
Klerkurinn Sheikh Omar Bakri
Muhammad, sem fæddur er á Sýr-
landi, sagði fréttamönnum að al-Qa-
eda samtök Osama bin Ladens, sem
kennt hefur verið um árásimar,
væru enn óbuguð og öflug.
Klerkurinn Abu Hamza al-Masri
sagði eftir fundinn að svo virtist
sem bandaríska þjóðin hefði heyrt
skilaboð bin Ladens.
„Þið eruð hvergi óhult," sagði
harðlínuklerkurinn.
Atburðanna í Bandaríkunum var
í gær minnst með ýmsum hætti
víða um heim en þó hvergi eins
innilega og í Bretlandi þar sem fram
fór minningarathöfn í dómkirkju
heilags Páls í Lundúnum að við-
stöddum helstu forystumönnum
þjóðarinnar og kóngafólki. Á mínút-
unni klukkan 13.46, eða á sama tíma
og fyrri vélin flaug á norðurtum
World Trade Center í New York,
var þagnarstund um allt Bretland
eins og reyndar í mörgum öðmm
löndum Evrópu.
í Frakklandi var fjölmenn minn-
ingarathöfn í garði bandaríska
sendiráðsins í París og sagði Chirak
forseti í ávarpi að Frakkar vissu vel
hvað þeir skulduðu Bandaríkja-
mönnum.
í Þýskalandi var minningar-
athöfn í troðfullri dómkirkjunni í
Berlín en áður hafði Schröder
vottað virðingu sína.
Annars staðar í heiminum var at-
burðanna minnst með ýmsum hætti
og t.d. í Ástralíu klæddu um 3000
manns sig í rautt, blátt og hvítt, og
mynduðu bandaríska fánann á Gull-
ströndinni.
í Kína var haldin ljósmyndasýn-
ing og í Líberíu fyrirskipaði forset-
inn almennan frídag þó að fólki
væri ætlað að mæta til vinnu en það
var um leið hvatt til að hugleiða til-
gang „frídagsins".
REUTERSMYND
Haider á fund
Jörg Haider var kampakátur þegar
hann kom til fundar framkvæmda-
stjórnar Frelsisflokksins í gær.
Haider aftur fyrir
Frelsisflokknum
Framkvæmdastjóm Frelsisflokks-
ins í Austurríki var einhuga um
það í gær að fá hægriöfgamanninn
Jörg Haider til að leiða flokkinn fyr-
ir þingkosningamar í nóvember.
Haider gegndi formennsku í flokkn-
um í 15 ár eða til ársins 2000.
Haider sagðist fallast á að leiða
flokkinn gegn því skilyrði að hann
yrði kosinn til verksins á lands-
fundi flokksins.
Boðaö var til kosninganna eftir
að Haider fór fyrir uppreisnarseggj-
um innan Frelsisflokksins vegna
skattastefnu stjórnarinnar. Haider
og fylgismenn hans voru andvígir
áformum stjómvalda um að fresta
fyrirhuguðum skattalækkunum.
Uppreisnin varð til þess að Sus-
anne Riess-Passer, varakanslari og
formaður flokksins, neyddist til að
segja af sér. Og þar með var ríkis-
stjórn Austurríkis fallin.
Sænski Þjóðar-
flokkurinn í sókn
Allt bendir til að Þjóðarflokkur-
inn verði sigurvegari þingkosning-
anna í Svíþjóð sem fara fram á
sunnudag. Skoðanakannanir benda
til að flokkurinn muni tvöfalda fylgi
sitt og fá tólf til þrettán prósent at-
kvæða.
Þjóðarflokkurinn, undir forystu
Lars Leijonsborgs, hefur náð at-
hygli kjósenda með tillögum sínum
og umræðu um málefni innflytj-
enda, án þess þó að grípa til fjand-
samlegs orðfæris í garð útlendinga.
Kratar hafa þó gagnrýnt flokkinn
fyrir að innleiða stefnu danska þjóð-
arflokksins í sænsk stjómmál. Um
flmmtungur íbúa Svíþjóðar er kom-
inn af innflytjendum
Meintir liðsmenn
al-Qaeda gripnir
Lögreglan á Sikiley hefur hand-
tekið fimmtán Pakistana sem talið
er að séu liðsmenn al-Qaeda hryðja-
verkasamtaka Osama bin Ladens.
„Við höfum fundið athyglisverð
skjöl sem færa sönnur á ásakanirn-
ar,“ sagði Santi Giuffre, háttsettur
lögreglumaður í Caltanissetta hér-
aði, í samtali við fréttamann
Reuters í Palermo í morgun.
Pakistanarnir komu til Sikileyjar
með kaupskipi í síðasta mánuði.
Lögreglan skipaði svo fyrir á laug-
ardag að mennimir skyldu vera
áfram í gæsluvarðhaldi.
-
Hringitónar, topp 10
Til að panta hringitón sendir þú skeytið: fokus tone merki.
T.d.: FOKUS TONE FRSD, til að velja Friends lagið, og sendir
á þitt þjónustunúmer. 99 kr. stk.
Flytjandi lag merki
1 Shakira Whenever ever
2 Austin Powers Bíómynd aust
3 Björk Hidden Place hidd
4 Queen We Are the Champions quch
5 Jessica Simpson Resistible jere
6 EMINEM With out me emwe
7 Lord Of The Rings Bíómynd lors
8 James Brown 1 feel good igoo
9 Creet Arms Wide open arms
10 Friends ÞáttuL.„. .w**:. frsd
fyrir
|\|OKlA '■
Enski boltinn
Enski boltinn, beint í símann þinn.
Það eina sem þú þarft að gera er að senda
SMS skeytið is england á þitt þjónustu-
númerog þú munt fá allt um enska boltann.
Hérna færðu fréttirnar og slúðrið um liðin
og leikmennina sem enginn annarfær.
Til að stöðva þjónustuna sendu
is england stop.
Að móttaka hvert skilaboð kostar 49 kr.
NýTT!
Sendu skeytin á 1415 Tal eða 1848 Síminn eða Íslandssími: Glugginn>Nýtt>Smart
kr./stk.
joj Mömmu brandarar
/£j beint í símann þinn.
Sendu SMS skeytið: Smart
Mamma, á þitt þjónustunúmer
og fáðu frábæra Mömmu
brandara beint í farsímann þinn.
Hver brandari kostar 99 kr.
SmartSMS býður
Íslandssímanotendur
velkomna í hóp þeirra
sem geta sótt tóna
og skjámerki.
Íslandssími f '
flautt
smant sms
www.smartsms.com