Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002 19 DV Tilvera íí f iö E F T I R V I N N IJ Spænsk kvikmyndahátíð í dag hefst Spænsk kvikmynda- hátíð í Regnboganum sem stendur til 22. sept. Margt verður á boðstól- um. M.a. verður endurvakið Menningarfélag áhugamanna um hinn spænskumælandi heim. Meðal áhugaverðra mynda á hátíð- inni er Hable con ella, sem er nýjasta mynd Pedros Almodóvars, og spænsk-argentínska myndin E1 hijo de la novia, sem var tilnefnd til óskarsverðlauna 2002. Á undan hverri mynd býðst gestum lystauki, eitthvað í gogginn - eins konar for- réttur. •Krár ■Snake & Tiger á Prikinu Plötusnúðamir Snake & Tiger eru í miklu rokkskapi á Prikinu í kvöld. Gaman gaman. •Klassík ■Kór Flensborgar i Hafnarborg Kór Flensborgarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika í Hafn- arborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld klukkan 20. Allur ágóði af tónleikunum rennur í sjóð til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur og börnum hennar er lentu í mjög alvarlegu bílslysi fyrir skemmstu. Stjómandi Kórs Mensborgarskólans er Hrafnhildur Blomsterberg. •Leikhús ■Bevglur í Iftnó Beyglur með öllu verða sýndeir í Iðnó i kvöld kl. 21. Miðapantanir í síma 5629700. ■Sellófon Sellófon er sýnt í Hafnarfjarð- arleikhúsinu í kvöld kl. 21. ■Fullkomið brú&kaup Framhaldsskólasýningin Full- komið brúðkaup er sýnd í Loft- kastalanum kl. 20 í kvöld. Miðasala i sima 5523000. •Opnanir ■Haustdúé í Úmbruglugganum í dag verður opnuð í Úmbru- glugganum sýning á textílverkum ínu Salóme og tágarverkum Mar- grétar Guðnadóttur. ína Salóme sýnir stóra handmálaða dúka og Margrét, sem vinnur í tágar og trjá- greinar, sýnir körfur og ljós. Ina Salóme og Margrét setja saman fal- lega og stilhreina hauststemningu í sýningarrýminu Úmbmglugganum. Úmbruglugginn og sýningin er op- inn út að Lindargötunni allan sólar- hringinn fram í miðjan október. •F undir og fyrirlestrar ■Símenntun I fvrlrtækium Símenntunardagur fyrirtækja er í dag og eru fyrirtæki hvött til þess að tileinka daginn fræðslumál- um starfsmanna. Daginn geta fyrir- tæki notað t.d. til að kynna starfs- mönnum fræðslustefnu sína, haldið námskeið fyrir starfsmenn eða feng- ið fræðsluaðila til að kynna það nám sem í boði er. Þetta er einnig kjörið tækifæri fyrir fulltrúa stétt- arfélaga til að heimsækja fyrirtæki og kynna með hvaða hætti þau styðja við og stuðla að símenntun félagsmanna sinna. Tilvera á Hótel Loftlelðum Tilvera, samtök gegn ófrjósemi halda aðalfund sinn í kvöld á Hótel Loftleiðum í Bíósal hótelsins. Fundurinn hefst kl. 20.00 og eru all- ir velkomnir sem áhuga hafa á mál- efnum félagsins. Aðgangur er ókeypis. Krossgáta Lárétt: 1 rómur, 4 mildu, 7 hæglát, 8 heiðarleg, 10 uppspretta, 12 gljúfur, 13 áður, 14 karlmannsnafn, 15 aftur, 16 sterki, 18 vögguvísa, 21 alda, 22 geð, 23 truflun. Lóðrétt: 1 rölt, 2 frestaði, 3 skilningur, 4 mjólkurgrautur, 5 sjó, 6 sár, 9 prófa, 11 krydd, 16 dans, 17 grip, 19 trylla, 20 tré. Lausn neðst á síðunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Heimsliðið er yfir, 41,5-38,5, þegar einn dagur er eftir f atskákkepninni viö Rússland. Það eru aðallega heims- meistaramir 3 hjá Rússum sem hafa gefiö eftir. Kasparov og Karpov tefla báðir illa og eru undir 50% og Vla- dimir Kramnik var settur út úr lið- inu tímabundið eftir þetta tap. Ef Rússarnir eiga að sigra þá verður heimsmeistaraliðið aö hrökkva í gang á sfðasta degi. En þetta er keppni ungra og vel þjálfaðra skákmanna og þeir hirða alla vinningana á 25 mín. umhugsunartímanum. Hér er Kramnik illa beygður en reynir mannsfóm sem rennur út f sandinn. Hvítt: Vladimir Kramnik (2807) Svart: Hja Smirin (2676) Kóngsindversk vöm. Heimsliðið - Rússland, Moskvu (7), 10.09. 2002 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. RÍ3 0-0 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Rh5 10. Hel a5 11. bxa5 f5 12. Rd2 Rf6 13. c5 Hxa5 14. cxd6 cxd6 15. a4 Bh6 16. Ba3 Bxd2 17. Dxd2 fxe4 18. Bb5 Bf5 19. h3 Ha8 20. g4 Bc8 21. Rxe4 Rxe4 22. Hxe4 Bd7 23. Bfl Bxa4 24. Bb4 b5 25. Ha3 Hc8 26. Hc3 Db6 27. Bg2 Hxc3 28. Bxc3 Bb3 29. Hel Bc4 30. Ba5 Db7 31. Hdl Hf4 32. Bc3 Bb3 (Stöðumynd- in) 33. Bxe5 dxe5 34. d6 Dd7 35. Hcl Bc4 36. Db4 Rc8 37. Dc5 Rxd6 38. Dxe5 Hf8 39. Hdl Rf7 0-1 mmmm . •ijse oz ‘ujæ 61 ‘unrn Ll ‘iaeJ 91 ‘fnSau tl ‘euAej 6 ‘pun 9 ‘t3æ g ‘jnSuinaA \ ‘purajSuiop g ‘ojp z ‘J?J I niaJOÓT ijsej £z ‘punj zz ‘Jnuun iz ‘BjæS 81 ‘iurei gt ‘uua gt ‘iSui tt ‘jjAj st ‘n§ Zl ‘puij 01 ‘uiojj 8 ‘Sajoj i ‘nSæA \ ‘ppoj t újajpi DV-MYND GVA Lauf og skuggar Fátt er notalegra en göngutúr í síöasumarblíöunni þegar haustlitanna fer aö gæta. Hér eru þrír ættliöir á ferö. Pagfari Beint á ská Nýlega dreymdi mig skemmti- legan draum. Mér fannst ég vera staddur í veiðiferð við fagran fjallalæk. Ég var einn á ferð og sat á þúfu úti fyrir gamla góða Seglagerðartjaldinu mínu og gerði veiðistöngina klára. Við hliðina lá gamall frethólkur sem ég kannað- ist strax við frá því í sveitinni í gamla daga en umræddur liólkur er reyndar gömul kindabyssa og hlaupið svo skakkt eftir átök við gamlan hrút að hægt væri að skjóta úr honum beint á ská svo ég taki mér orð hrein- dýrakonunnar að eystan í munn. Mér er það reyndar hulin ráð- gáta af hverju þessi gamli fret- hólkur var með í ferðinni, því ekki hef ég byssuleyfi og hef aldrei stundað skotveiði. En hann átti svo sannarlega eftir að koma í góðar þarflr. Þarna sit ég á þúfunni og er að þræða orm á öngulinn þegar ég sé allt í einu mér til mikillar skelf- ingar að stór hreintarfur kemur æðandi að mér. Nú voru góð ráð dýr og ekki um annað að ræða en grípa til hólksins. Ég gríp hann eldsnöggt á loft og skýt í áttina að tarfinum, eða það hélt ég alla vega. En svo var ekki. Skotið hafði farið beint á ská og lent á oddhvössum steini þar sem það klofnaði alla vega í þrennt. Til allrar hamingju lenti einn parturinn í tarfinum og lá hann steindauður eftir. Ekki nóg með þaö því bróðir hans og systir sem komu í humáttina á eftir lágu lika dauð, því kúlubrotið fór í gegnum þau bæði. En sagan er þar með ekki öll sögð, því kastið á rifflinum var svo mikið að ég kastaðist aftur fyrir mig og steyptist beint ofan í lækinn. Þegar ég er aftur skriðinn upp á bakkann verð ég var við það að veiðistígvélin eru full af silungi og laxi og sá stærsti svo stór að hann náði frá stórutá og upp undir hendur. Þegar ég lit svo upp sé ég þrjár gæsir og eina önd hrapa dauðar til jarðar og eitthvað brúnt bak við þúfu sem reyndust vera tvær dauðar tófur og rétt hjá henni dauðan mink. Já, gerði aðrir betur. Erlingur Kristensson blaöamaöur Myndasögur Talandi um Jólaanda- lauet bæj- arfélag!... RAFVEITAN V n Tilkynning: Armstrong er í fríi og þess vegna astla Margeir og Tannl að teikna söguna -fyrir hann. Vá hvað þessi teikni- myndaeaga var teiknuð vel í vikunnil! Já, oq hún var miklu ekemmti- legri! I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.