Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
_______um sem hér segir:_______
Ástún 14, 0101, þingl. eig. Húsnæðis-
nefnd Kópavogs, gerðarbeiðandi
íbúðalánasjóður, mánudaginn 16.
september 2002, kl. 14.00.
Digranesheiði 15, þingl. eig. Undína
Sigríður Sigmundsdóttir, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður, íslandsbanki-
FBA hf., Lífeyrissjóðir, Bankastræti 7,
Sameinaði lífeyrissjóðurinn og SP
Fjármögnun hf., mánudaginn 16. sept-
ember 2002, kL 16.00.
Hamraborg 22, 0303, þingl. eig. Jó-
hanna Guðmundsdóttir, gerðarbeið-
endur Ingvar Helgason hf., íbúðalána-
sjóður og Sparisjóður Rvíkur og nágr.,
útib., mánudaginn 16. september
2002, kl. 13.30.
Holtagerði 61, þingl. eig. Kristinn
Skæringsson, gerðarbeiðendur Búnað-
arbanki íslands og Búnaðarbanki ís-
lands hf., mánudaginn 16. september
2002, kl. 14.30.______________
Kársnesbraut 83, 2. hæð, þingl. eig.
Hermann B. Jóhannesson, gerðarbeið-
andi Kópavogsbær, mánudaginn 16.
september 2002, kl. 11.00.
Víðihvammur 17, þingl. eig. Benedikt
Þór Guðmundsson og Guðrún Péturs-
dóttir, gerðarbeiðandi Hilmar H.
Bendtsen, mánudaginn 16. september
2002, kl. 16.30.______________
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
UPPBOÐ
Uppboð mun byrja á skrifstofu
embættisins aö Skógarhlíð 6,
Reykjavík, sem hér segir á eftir-
_________farandi eign:________
Laufásvegur 17, 0101,1. hæð, Reykja-
vík, þingl. eig. Ingibjörg Matthíasdótt-
ir, Ragnhildur Matthíasdóttir og
Matthías Matthíasson, gerðarbeiðend-
ur Eignarhaldsfélag Alþýðubankans
hf., Kreditkort hf., Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis, útibú,
Sparisjóður vélstjóra, útibú, og Toll-
stjóraembættið, mánudaginn 16. sept-
ember 2002, kl. 16.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
_______um sem hér segir:______
Gyðufell 8, 0101, 2ja herb. íbúð á 1.
hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Elín Björg Cabaluna, gerðarbeiðandi
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn-
is, útibú, mánudaginn 16. september
2002, kl. 14.30.______________
Hraunbær 114, 0301, 5 herb. íbúð á 3.
hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig.
Ásdís íshólm Ólafsdóttir, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og íslands-
banki hf., mánudaginn 16. september
2002, kl. 11.00.______________
Jöklasel 21, 0103, 2ja herb. íbúð á 1.
hæð, Reykjavík, þingl. eig. Bergur
Ólafsson, gerðarbeiðendur fbúðalána-
sjóður og Tryggingamiðstöðin hf.,
mánudaginn 16. september 2002, kl.
14.00.
Klapparberg 21, Reykjavík, þingl. eig.
Jóhanna Sigríður Magnúsdóttir og
Páll Þ. Pálsson, gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður, mánudaginn 16. septem-
ber 2002, kl. 15.00.
Kríuhólar 2,0303,59 fm 2ja herb. íbúð
á 3. hæð, önnur t.v. m.m., Reykjavík,
þingl. eig. Pálína R. Guðlaugsdóttir,
gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn, mánudaginn 16. september
2002, kl. 13.30.______________
Miðhús 40, Reykjavík, þingl. eig. Þóra
Valdís Valgeirsdóttir, gerðarbeiðendur
Fjárfestingarfél. Straumur hf. og
Landsbanki fslands hf., aðalstöðvar,
mánudaginn 16. september 2002, kl.
10.30.________________________
Víkurás 8,0201, íbúð á 2. hæð, Reykja-
vík, þingl. eig. Rafn Guðmundsson,
gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og
Tollstjóraembættið, mánudaginn 16.
september 2002, kl. 11.30.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Útlönd
DV
íraksmálið:
|M
Sameinuðu þjóðirnar ein-
ar hafa leyfi til aðgerða
- segir Kofi Annan sem ásamt Bush ávarpar allsherjarþing SÞ í dag
Búist er við því að Bush Banda-
ríkjaforseti muni leita eftir stuðningi
alþjóðasamfélagsins þegar hann
ávarpar allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna í höfuðstöðvum SÞ í New
York í dag og er talið að hann muni
þar þrýsta á að Öryggisráðið setji
frökum ákveðin tímatakmörk um að
hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ aft-
ur inn í landiö.
Að áliti stjórnmálaskýrenda mun
Bush líklega vara allsherjarþingið við
því að verði ekkert að gert muni
Bandaríkin grípa til einhliða aðgerða
og þykjast menn skynja alvöru máls-
ins eftir að bandaríska herráðið, sem
ferð með stjóm aðgeröa í Afganistan
og Suðvestur-Asíu, tilkynnti í gær að
600 manna herlið yrði brátt sent tO
Qatar til æfmga.
Þá er búist við því að Kofi Annan,
sem mun ávarpa allsherjarþingið á
undan Bush, muni itreka fyrri skoðun
sína um að Sameinuðu þjóðimar séu
eini aðilinn sem hafi leyfi til aðgerða
gegn írökum og þá aðeins að það hafi
Kofi Annan.
áður verið samþykkt í Öryggisráðinu.
Bandarísk stjómvöld segjast hafa
sannanir fyrir því að írakar ráði þeg-
ar yfir efnavopnum og séu langt
komnir með að koma sér upp kjama-
vopnum, en miklar efasemdir em um
þær fullyrðingar og hefur stjómar-
andstaðan oftar en einu sinni gagn-
rýnt að bandaríska leyniþjónustan,
CIA, skuli ekki enn hafa lagt fram
nein haldbær sönnunargögn.
í raun eru Bretar þeir einu sem
taka undir áform bandarískra stjórn-
valda um einhliða aðgerðir og hefur
Blair forsætisráðherra þegar lofað
Bush fullum stuðningi þrátt fyrir
miklar efasemdir heima fyrir.
Bandarísk stjómvöld eru þó á því
að flestir helstu bandamenn þeirra
muni á endanum styðja einhliða að-
gerðir gegn írökum i viðleitni þeirra
til að koma Saddam frá völdum og
fundaði Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, með starfs-
bræðrum sínum frá Ástralíu, Kina,
Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi í
gær I tilraun sinni til að afla stuðn-
ings.
REUTERSMYND
Fálkar gegn öðrum fuglum
Franski fátkatemjarínn Andre du Val sleppir ríér einum fálka sinna lausum á vínekrunum í Saint Emilion-vínhéraöinu í Suður-
Frakklandi. Vínbændur þar hafa ráöiö du Val og fáika ríans tii aö verja vínekrur sínar gegn ágangi annarra fugla.
Ríkisstjórn Arafats sagði
af sér eftir heitar umræður
Kosningar ráða úrslitum
Gúnther Ver-
heugen, sem fer með
stækkun Evrópu-
sambandsins innan
framkvæmdastjórn-
ar þess, sagði í gær
að þingkosningarn-
ar í Slóvakiu síðar í
þessum mánuði myndu ráða úrslit-
um um hvort landið yrði tekið
bæði í ESB og NATO. Evrópuþjóðir
hafa áhyggjur af því að Vladimir
Meciar, fyrrum forsætisráðherra,
nái góðri kosningu.
Háhýsi rýmt í París
Liðlega tvö hundruð metra hár
turn í miðborg Parísar var rýmdur
um stund í gærkvöld eftir að þang-
að barst dularfullt símtal sem síðar
kom í ljós að í fólst engin hótun.
Leitaö að sjómönnum
Björgunarsveitir leituðu í morg-
un í sjónum undan Guangdong-hér-
aði í Kína að tveimur sjómönnum
sem voru á olíuskipi sem strandaði.
Morð eykur spennu
Indverjar hafa kennt Pakistönum
um morðið á ráðherra í Kasmír og
fer ótti manna vaxandi um aukna
spennu í samskiptum landanna
vegna þessa umdeilda héraðs.
Ákærður fyrir morðtilraun
Hálfþrítugur maður, sem skaut úr
haglabyssu sinni i Þórshöfn í Færeyj-
um í gærmorgun, hefur veriö ákærð-
ur fyrir tilraun til að myrða tvo lög-
regluþjóna. Maðurinn neitaði sök
þegar hann kom fyrir dómara.
Khatami heimsækir Sáda
Mohammad
Khatami, forseti
Irans, kom til borg-
arinnar Medínu í
Sádi-Arabíu í gær
þar sem hann mun
fara í minni háttar
pílagrímsferð áður
en hann hefur við-
ræður við sádi-arabísk stjómvöld
um spennuna milli Bandarikjanna
og íraks.
Norðanmenn suður fyrir
Á fjórða tug Norður-Kóreumanna
kom til Suður-Kóreu í morgun eftir
fífldjarfan flótta inn í sendiskrifstof-
ur erlendra ríkja í Kína.
Kosovo-kaflanum lokið
Merkum áfanga i
stríðsglæparéttar-
höldunum yfir
Slobodan Milosevic,
fyrrum Júgóslavíu-
forseta, lauk í gær
þegar Kosovo-kafla
þeirra var lokið.
Milosevic er meðal
annars ákærður fyrir þjóðemishreins-
anir i Kosovo. Þá er eftir að tjalla um
glæpi hans í Króatíu og Bosníu.
Ríkisstjórn Yassers Arafats sagði
af sér í gær eftir að forseti Palest-
ínumanna boðaði til kosninga þann
20. janúar næstkomandi. Með af-
sögninni var komist hjá uppgjöri
vegna vantraustsyfirlýsingar sem
hætta var á að Arafat myndi tapa.
Ráðherrar heimastjómarinnar
sögðu af sér eftir tveggja daga
stormasamar umræður í palest-
inska þinginu þar sem umbótasinn-
ar eru í meirihluta. Þingmenn úr
Fatah-samtökum Arafats sögðu í
umræðunum að þeir myndu greiða
atkvæði gegn uppstokkaðri stjóm.
Arafat mun skipa nýja stjórn eft-
ir tvær vikur og mun hún fara með
stjóm palestínsku heimastjórnar-
svæðanna fram aö kosningunum.
Embættismenn sögðu að bráöa-
birgðastjórnin þyrfti ekki að hijóta
blessun palestínska þingsins.
Þingmönnum fannst sem Arafat
REUTERSMYND
Heitt í hamsl
Ahmed Qureia, forseti palestínska
þingsins, lætur í sér heyra viö um-
ræöur um umbætur á stjórn Arafats
á þingfundi f Ramallah í gær.
hefði ekki gert nóg í umbótum sín-
um á stjómkerfinu.
„Markmið okkar var að fella
stjórnina og núna er stjómin fall-
in,“ sagði Jamal al-Shobaki, einn
þingmanna Fatah, sem sagðist ætla
að greiða atkvæði gegn stjóminni.
Arafat, sem almennt er búist við
að verði endurkjörinn forseti Palest-
inumanna í janúar, hefur verið
harðlega gagnrýndur fyrir upp-
stokkun sem hann gerði á stjóm
sinni í júní. Mörgum þingmönnum
þótti sem ekki hefði nægilega verið
gengið að kröfum þeirra um umbæt-
ur til að binda enda á spillingu og
kröfum um aukna dreifingu valds.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti hvatti í júni til þess að nýir leið-
togar tækju við stjóm palestínsku
heimastjórnarsvæðanna, menn sem
ekki hefðu verið ásakaðir um
hryöjuverkastarfsemi.
Sendiráði lokað
Breska sendiráðið á Filippseyjum
var rýmt í morgun vegna sprengju-
hótunar. Sendiráðinu var í kjölfariö
lokað þann daginn.
Meiri sársauki í vændum
Faðir myrtu bresku skóla-
stúlkunnar Holly Wells er farinn að
búa fjölskylduna undir réttarhöldin
yfir ákærðum moröingja hennar og
Jessicu Chapman þegar fram koma
sársaukafullar upplýsingar um sið-
ustu augnablik lífs þeirra.