Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.2002, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2002
27
DV
Sport
Bland i nolca
Ef Fylkismenn sigra KR-inga í Síma-
deild karla á sunnudag er ljóst aö
þeir hafa þar með tryggt sér Islands-
meistaratitilinn i knattspymu. Ef svo
fer hefur veriö ákveöið aö afhenda
þeim íslandsbikarinn að leik loknum,
enda eru þeir á heimavelli sínum.
Forsvarsmenn Spænska knatt-
spyrnuliðsins Villareal hafa rekiö
þjálfara sinn, Victor Munoz, en
hann kom hingað til lands með liði
sínu og mætti FH í Toto-keppninni í
sumar. Brottreksturinn kom eftir tap
liðsins gegn 3. deildar liði Hercules í
bikarkeppni. Liðið hafði auk þess
leikið einn leik í deildinni en gerði þá
jafntefli við Osasuna. Þessi árangur
var meira en forsvarsmenn þoldu og
því ráku þeir hinn geðþekka þjálfara
sinn.
Enn aukast vandræði Skotlands-
meistara Celtic, keppnistímabilið hef-
ur ekki farið vel af stað hjá liðinu.
Liðið varð af sæti í meistaradeild
UEFA eftir tap gegn Basel og tapaði
fyrsta leik i deildinni fyrir Mother-
well. Nú hefur komið í ljós að Johan
Mjallby, sem hefur leikið stórt hlut-
verk í vörn Celtic, verður ekkert með
næstu þrjá mánuði vegna meiðsla á
hné og þarf hann að gangast undir að-
gerð.
Knattspyrnudómari frá Equador hef-
ur verið dæmdur í 20 leikja bann í
efstu deild í heimalandi sínu. Ástæðan
er sú að hann framlengdi leik um 13
mínútur sem gerði það að verkum að
liðið sem var undir í leiknum náði að
skora tvö mörk á þessum tíma og
vinna leikinn. Grunur leikur á að
hann hafi gert þetta viljandi þar sem
hann hyggi á framboð til borgarstjóm-
ar i heimaborg liðsins sem stóð uppi
sem sigurvegari að lokum. Dómarinn
var einfaldlega á atkvæðaveiðum.
Enska knattspyrnusambandið hef-
ur tUkynnt að það muni ekki hegna
Thierry Henry vegna atviks sem
upp kom í leik Arsenal og Man. City
á mánudag. Þegar Henry fagnaði
marki tók hann keppnistreyju sína og
togaöi hana upp fyrir höfuð, þannig
að í ljós komu skilaboð á peysu sem
hann hafði undir keppnistreyjunni.
Þar var hann að tUeinka markið
barni vinkonu sinnar, eða eins og á
bolnum stóð „For the new bom kyd“.
Enska sambandið mun veita leik-
manninum tUtal, það er þó spuming
hvort ekki ætti að fylgja létt ensku-
kennsla með þar sem stafsetningin á
orðinu kyd er örugglega ekki sam-
kvæmt bókinni.
1. deildar lið Vals í handknattleik er
komið heim frá Spáni þar sem liðið
tók m.a. þátt í fjögurra liða móti í
Barcelona. Valsmenn léku þar gegn
GranoUers frá Spáni og frönsku lið-
unum Toulouse og Cretei. Valsmenn
töpuðu öUúm leikjum sínum en að
sögn Geirs Sveinssonar, þjálfara
Vals, tókst ferðin engu að síður vel í
aUa staði.
Gylfi Orrason dæmdi leik KA og
Fylkis í bikarkeppninni I gærkvöldi.
Það líður ekki á löngu þar til hann
mætir Fylkismönnum að nýju þvi
hann dæmir leikinn gegn KR í Síma-
deUdinni á sunnudag.
Haukum og ÍBV er spáð íslandsmeistaratitlum í handknattleik:
Stefnum hátt
- segir Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, sem hafa titilinn að verja
Handknattleiksvertíðin hefst fyr-
ir alvöru á fostudaginn kemur en þá
verður flautað til leiks í 1. deild
kvenna og daginn eftir hefja liðin í
1. deild leik sinn. Á kynningarfundi
með íþróttafréttamönnum i gær var
kunngerð spá sem fyrirliðar og
þjálfarar í karla- og kvennaflokki
tóku þátt í og kom í ljós að Haukum
er spáð íslandsmeistaratitli í 1.
deild karla og ÍBV í 1. deild kvenna.
Það má ljóst vera að keppnin í 1.
deild karla verður spennandi ef
marka má spána. Haukamir fengu
bestu kosninguna með 304 stig í
efsta sætinu. Valsmönnum er spáð
öðru sæti og fengu 298 stig í spánni.
Gróttu/KR er spáð þriðja sætinu, ÍR
því fjórða og í næstu sætum koma
ÍR, HK, FH, Þór, KA, Afturelding,
Fram, ÍBV og Stjaman. Víkingur og
Selfoss vo/u sett í tvö neðstu sætin.
Flest liðin hafa farið í gegnum tölu-
verðar mannabreytingar og KA,
sem er núverandi íslandsmeistari,
hefur ekki farið varhluta af því og
er liðinu spáð áttunda sætinu.
í kvennaflokki er því spáð að bar-
áttan um titilinn komi til með að
standa á milli ÍBV og Hauka. Eyja-
stúlkur fengu 159 stig í spánni en
Haukar koma i humátt á eftir, þeir
fengu 151 stig. Vikingar hreppa
þriðja sætið samkvæmt spánni og
Stjaman það fjórða. í næstu sætum
koma FH, Grótta/KR, KA/Þór,
Fram og Fylkir.
Halldór Ingólfsson, fyrirliði
Hauka, sagði í samtali við DV gam-
an að sjá að liði þeirra væri spáð
góðu gengi í vetur en þetta væri þó
meira til gamans gert.
„Það er ekkert launungarmál að
við Haukarnir stefnum hátt og langt
í vetur og við ætlum að reyna að
uppfylla þær kröfur sem gerðar eru
til liðsins. Mér sýnist þó á öllu að
deildin gæti orðið jafnari i vetur en
oft áður en nokkur lið mæta nú til
leiks þó nokkuð öflugri en á síðasta
tímabili. Ég reikna með skemmti-
legu móti og hlakka mikið til að al-
varan hefjist. Ég held að áhuginn
fyrir handboltanum í vetur eigi eft-
ir að verða töluverður og auk deild-
arinnar eigi heimsmeistaramótið
eftir að ýta undir mikinn áhuga,“
sagði Halldór Ingólfsson, fyrirliði
Hauka.
Eyjastúlkum er spáð toppsætinu
en fyrir utan Allan Gorkorian eru
þrjár nýjar erlendar stúlkur gengn-
ar til liðsins.
Stefnum leynt og Ijóst á
toppinn
Unnur Sigmarsdóttir þjálfar ÍBV
í vetur og er þetta fyrsta árið henn-
ar með liðið. Hún sagði við DV að
spáin kæmi sér ekki ýkja mikið á
óvart en liðið yrði þó að standa und-
ir þeim væntingum sem gerðar
væru til þess.
„Við mætum til leiks með tölu-
vert breytt lið frá því á síðasta tíma-
bili en við þurftum að sjá á eftir
fjórum leikmönnum úr byrjunarlið-
unu frá því vor. Við höfum aftur á
móti góðan grunn sem saman stend-
ur af leikmönnum með mikla
reynslu og svo í bland yngri en jafn-
framt efnilegar stúlkur. Við höfum
fengið til okkar þrjá nýja erlenda
leikmenn og svo að auki Allan Gor-
korian frá Gróttu/KR. Þegar öllu er
á botninn hvolft erum við kannski
ekki með lakara lið en í fyrra en
það á eftir að koma í ljós hvað við
förum langt á þessum mannskap.
Við stefnum þó leynt og ljóst á topp-
inn og ég get ekki annað séð en að
deildin verði þrælskemmtileg í vet-
ur,“ sagði Unnur Sigmarsdóttir,
þjálfari kvennaliðs ÍBV, í spjalli við
DV.
1. deild karla hefst með fjórum
leikjum á laugardag og leika þá
Stjaman-FH, HK-Þór, KA-Selfoss,
Valur-ÍR og Víkingur og Aftureld-
ing. Á sunnudag lýkur 1. umferð
með leikjum Hauka og ÍBV og
Gróttu/KR og Fram.
1. deild kvenna hefst á fostudags-
kvöldið með leikjum Fram og
Hauka og ÍBV og KA/Þórs. Á laug-
ardag leika Valur-FH, ÍBV-KA/Þór,
Víkingur-Stjarnan og Grótta/KR og
Fylkir/ÍR. -JKS
Fyrirliðar liðanna í Essó-deildum karla og kvenna en þeir komu saman í Smáralind til að spá fyrir um gengi liðanna f vetur
DV-mynd ÞÖK
í úrslitaleik KR og Fylkis í Símadeild karla
24 sinnum a toppnum
Fylkismenn sitja nú í toppsæti Símadeildar
karla í 24. sinn á síðustu þremur árum en Ár-
bæingar eiga þó enn eftir að halda sætinu í
sfðustu umferð og vinna titilinn.
Næstu leikir
gegn KR og ÍA
ráða öllu um hvort
titillinn kemst í
fyrsta sinn í Árbæ-
inn en það eru
einmitt liðin sem
hafa orðið meistar-
ar síðustu þrjú ár-
in.
Fylkismenn
hafa verið á toppn-
um eftir 46%
þeirra umferða sem spilaðar hafa verið á
nýrri öld en KR-ingar, sem koma þeim næstir
með 13 setur í toppsætinu, hafa unnið tvo
meistaratitla á þessum tíma og stefna eflaust á
að ná toppsætinu af Fylki í þriðja sinn í loka-
umferðunum tveimur í ár.
Lið á toppnum á
nýrri öld, 2000-02
Fylkir ......................24
KR (2 meistarartitlar) ......13
ÍA (1 meistaratitill).........7
Keflavík .....................6
Valur ........................3
Grindavík.....................1
ÍBV...........................1
Fylkismenn hafa verið átta sinnum í efsta
sætinu í sumar en KR-ingar hafa verið á
toppnum eftir sex umferðir. Suðurnesjaliðin
Grindavík og Keflavík eru siðan hin liðin tvö
sem setið hafa í toppsæti deildar-
innar, Keflvíkingar eftir þriðju
umferð og Grindvíkingar eftir 4.
umferð.
Sumarið 2000 voru
Fylkismenn nlu
sinnum á toppn-
um en urðu síð-
an að gefa eftir í I
lokin eftir að
hafa verið á
toppnum frá 8.
til 16. umferöar.
KR-ingar náðu toppsætinu í 17. umferð og
héldu því í lokaumferðinni en urðu samtals á
toppnum i sjö umferðir það ár.
Sumarið 2001 voru Fylkismenn sjö sinnum
á toppnum eða jafnoft og meistarar Skaga-
manna ofan af Akranesi. -ÓÓJ
Skora mörkin sem telia
Það má segja að KR-ingar hafi skorað mörk-
in sem hafa skipt máli i sumar því ekkert lið
í Símadeild karla hefur skorað fleiri stiga-
mörk og eins hefur ekkert lið
fengið færri stigamörk á sig.
Til að skýra hugtakið
stigamark aðeins nánar þá er
stigamark mark sem breytir
úrslitum leiks.
Það er ann-
aðhvort
sigurmark
sem trygg-
ir liðinu
sigur og
þrjú stig eða
mark sem
tryggir liðinu jafntefli og um
leið eitt stig.
KR-ingar hafa skorað níu stigamörk í Síma-
deildinni í sumar, flmm sinnum hafa KR-ing-
ar tryggt sér jafntefli og flórum sinnum hafa
þeir skorað sigurmark. Á sama tíma hafa and-
stæðingar þeirra aðeins skorað eitt stigamark
en það gerði Litháinn Valda Trakys er hann
tryggði FH 1-0 sigur í lok maí. Síðan hafa KR-
ingar skorað átt stiga-
mörk án þess að fá á
sig slíkt mark.
Sigurður Ragnar
Eyjólfsson hefur reynst
KR-liðinu sérstaklega
vel á þessu sviði, hann
hefur skorað sex stiga-
mörk í sumar, þar af
hafa þrjú verið sigur-
mörk. Enginn leikmað-
ur í deildinni hefur
skorað fleiri slík mörk.
Það er því aldrei að
vita hvort tíunda stiga-
markið gæti verið það
Sf igamörk 2002
Skoruð - - fengin á sig (nettó)
KR 9-1 (+8)
KA 8-3 (+5)
Fylkir .... 5-2 (+3)
FH 5-4 (+1)
Fram 5-4 (+1)
Þór, Ak. . . 4-4 (0)
Keflavík . . . 4-6 (-2)
Grindavík . 2-5 (-3)
ÍBV 2-8 (-6)
ÍA 0-6 (-6)
sem færir KR-ingum svo gott sem
íslandsmeistaratitilinn í leiknum gegn Fylkis-
mönnum en það verður að koma í ljós í Ár-
bænum á sunnudaginn. -ÓÓJ