Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Síða 4
Þeir eru ekki af baki
dottnir, aðstandendur
Bíó Reykjavíkur:
Bio-
maraþon
Hefur þú einhvem tíman heyrt um 44
tíma stanslaust kvikmyndamaraþon á ís-
landi? Ef svo er skaltu tala við aðstandend-
ur Bíó Reykjavíkur sem eru ábyggilega vís-
ir til að gera betur en þeir ætla að gera nú
um helgina. Yfir helgina verða sýndar 27
myndir, sú fyrsta er The Wolf Man frá
1941 sem sýnd verður á miðnætti í kvöld
og sú síðasta er Inn Like Flint frá 1967, sögð
áhrifavaldur við Austin Powers-myndirnar,
sem lýkur klukkan 20.30 á sunnudags-
kvöld.
Þaulsetnasta fólkið fær verðlaun á mara-
þoninu, þ.e. sá hópur fólks sem sér flestar
myndimar verður gerður ódauðlegur á
heimasíðu félagsskapsins.
Kvikmyndamaraþonið fer fram í Kvik-
myndaskóla íslands, Laugavegi 176 (gamla
Sjónvarpshúsinu), þar sem gengið er inn á
bakvið vinstra megin við húsið. Aðgangur
er ókeypis og verður boðið upp á popp og
aðrar veitingar. Allar nánari upplýsingar
má finna á www.bioreykjavik.com.
Jakob Halldórsson er einn
aðstandendanna.
Stuttmyndadögum iauk síðastlidið sunnudagskvöld þegar hátíðin var
haldin í tíunda sinn. Að vanda mátti vel sjá gróskuna sem er í þessum
geira hérlendis á hátíðinni þó framkvæmd hennar hafi ekki þótt boðleg
þetta árið. Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni var listahópurinn
Lortur með myndina Marokkó: leitin að heiðarlega arabanum sem tekin
var í Marokkó árið 2000, sama ár og hópurinn sigraði á Stuttmyndadög-
um í fyrsta skiptið.
„Þessi mynd er bara eitt af þeim verk-
efnum sem eru í gangi hjá Lortinum um
þessar mundir. Flestir okkar eru í út-
löndum og við sem erum heima
komumst ekki á hátíðina um síðustu
helgi. Sigurinn kom ánægjulega á
óvart,“ segir Halldór V. Sveinsson, sem
gerði Leitina að heiðarlega arabanum
ásamt Kristjáni L. Pálssyni, Hafsteini
G. Sigurðssyni og Matthíasi Kristjáns-
syni. Myndin var tekin upp á einni viku
í ágústmánuði 2000 í Marokkó. Lýsir
hún ferð þeirra fjögurra um landið og
kynnum þeirra af innfæddum.
Teppasali oc hassbóndi
„Þetta er auðvitað írónískur titill," seg-
ir Halldór. „Við komum
þama, bleikir piltamir, og
töldum okkur vita allt og
vildum láta teyma okkur á
ásnaeyrunum af pretturum.
Að, sjálfsögðu féllum við í þá
gryfju að pirrast, umburðar-
lyndið er ekki meira en svo
að við bugumst á endanum
og finnúm ökkur griðarstað,
einn af fáum McDonalds-
stöðum í Marokkó, og önd-
um léttar f úrkynjuðu vest-
rænu umhverfi." Myndin
gefur nokkra innsýn f menn-
ingu Marokkó. Fyrst og
ffemst lýsir hún þó ferðalagi
fjórmenninganna um landið
þar sem þeir reyna á árang-
urslausan hátt að falla inn í
hópinn. Að sjálfsögðu hittú
þeir mikið af skemmtilegu
fólki sem kemur fram í
myndinni.
„Já, já, þar má meðal ann-
ars nefna teppasalann
Larbie sem kættist mjög yfir
því að við tækjum viðtal við
hann og færum með það
heim til fslands, það væri góð Kristján
auglýsing fyrir hann. Svo
tók hassbóndinn Abdul okkur opnum
örmum. Hann bauð okkur te, sýndi
plantekruna sína og verksmiðju en mis-
skildi aðeins tilganginn hjá okkur.
Hann ætlaði að selja okkur einhver kíló
af hassi til að smygla og við þurftum að
fara diplómatískar leiðir til að kveðju-
stundin væri friðsæl," segir Halldór.
Loksins á Ríkisskjáinn
Eins og áður segir er þetta í annað sinn
sem listahópurinn Lortur sigrar á Stutt-
myndadögum. Árið 2000 sigruðu þeir
með Georg: lifandi lag og síðan þá hafa
þeir verið virkir í kvikmyndagerð. Nú
síðast gerðu þeir Grön: mottan talar
sem sýnd var við góðar undirtektir í
Vesturporti fyrr í sumar. Alls hefur hóp-
urinn unnið til fjögurra verðlauna á
þessum tveimur árum. Þrátt fyrir það er
Lorturinn ekki sáttur við hvemig hlúið
er að unga fólkinu í þessari grein. Það er
erfitt að standa í þessu.
„Við sóttum um styrk hjá Kvik-
myndasjóði til eftirvinnslu á Arabanum
en það er svipað því að berja hausnum
við stein. Við reyndum að selja hana til
Sjónvarpsins en án árangurs. Við hljót-
um bara að vera svona déskoti lélegir.
Þetta er auðvitað hundleiðinlegt því við
vildum sýna myndina. En nú er biðin á
enda og Islendingar eiga í vændum gott
kvöld fyrir framan Ríkisskjáinn seinna í
vetur.“
L. Pálsson, Halldór V. Sveinsson og Hafsteinn G. Sigurðsson toku sigurmyndina a Stutt-
myndadögum þegar þeir voru á ferðalagi í Marokkó.
-------------
Fólk sem missir aðra höndina er hvorki með hægri eða vinstri hönd eftir.
Awi/nMl'f'í'í
KOMINN INfSTÖ VERSIUN
DKElFINu
iig
MYNDFOKM
S:S55-0400
f ó k u s
4
13. september 2002