Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Qupperneq 9
1995
Sigurður Kjartansson og Stefán Ámi
skrifa handrit að stuttmyndinni Nautn og
fengu þau til sín Daníel Ágúst, Magnús
Jónsson, Hafdísi Huld, Emilíönu Torrini
og Heiðrúnu Önnu, svo einhverjir séu
nefndir. Þegar verkefnið fór af stað gafst
smátími til að vinna að tónlistinni í
myndinni og fengu þeir þá Birgi Þórarins-
son (Bigga veiru) og Magnús Guðmunds-
son (Magga legó) sem mynduðu dúettinn
t-world. Var þar komin uppskriftin að
hinni upphaflegu GusGus og eftir 10
daga (nætur) upptökusession varð úr
fyrsta afúrð hljómsveitarinnar, sem
nefndist einfaldlega GusGus.
29. OKTÓBER1995
Fyrsta GusGus-platan kemur út.
1996
Bretinn Lewis Jameson komst á snoðir
um hljómsveitina og eftir frumsýningu
Nautnar skrifaði GusGus undir 5 plötu
samning við plötuútgáfuna 4AD. Ekki
allir þeir sem komu að Nautn skrifuðu
undir samninginn og héldu til að mynda
Emilíana og Heiðrún Anna á brott.
7. OKTÓBER 1996
Polyesterday, fyrsta smáskífa GusGus,
kemur út.
4. ácúst 1997
Polydistortion, fyrsta alþjóðlega plata
GusGus, kemur út. Er henni vel tekið og
hefst GusGus-ævintýrið fyrir fullt og allt.
Hljómsveitarmeðlimir voru allir afskap-
lega ánægðir með lífið og tilveruna og ekki
si'st hver annan.
7. júlí 1998
Dr. Gunni fjallar um íslenskar hljóm-
sveitir sem þá eru starfandi. Um GusGus
segir hann: „ „Tilgerð og tækjafikt“ segja
þeir öfundsjúku. Baldur framkvæmda-
stjóri er meistarinn f þessum fjöllistahópi.
Næsta plata sker úr um hvort bandið
meikar’ða stórt eða floppar feitt.“
19. FEBRÚAR 1999 r
Opnu-umfjöllun
um GusGus-sam-
steypuna. Skipurit,
Ifkt og því sem gerð
eru í
stórfyrirtækjum, er
teiknað til að lýsa
umfangssemi
GusGus-
fjöllistahópsins.
23. apríl 1999
Önnur plata GusGus, This Is Normal,
kemur út. Dr. Gunni gefur þrjár stjömur
f Fókus.
„This Is Normal er platan sem freistar
þess að koma GG á kortið í annað sinn.
Ómögulegt er að spá fyrir um niðurstöður.
Lfklega þykir island elckert sérlega merki-
legt f ár og þó GG tjaldi ýmsu ágætu
vantar illþyrmilega það sem bransinn
gengur út á: smellinn gullna.”
Á heimasíðu sveitarinnar, GusGus.com,
lýsir Stephan Stephanson, samstarfi
hljómsveitarinnar um þetta leyti þannig
(þýtt úr ensku): „Þá þegar var GusGus
orðin að flösku. Aðeins smárt gat var út-
streymið fyrir
sköpunargleði 9
manns og voru
sprungur teknar
að myndast á
flöskunni.“
29. APRÍL1999
I lafdís Huld er
formlega rekin
úr GusGus.
~h
Nú fyrir skömmu kom ut 4. platan sem kennd er við GusGus, Attention, í Bandaríkjunum og innan
skamms mun hún líta dagsins Ijós hér á landi og annars staðar í Evrópu. Þrjú ár eru liðin síðan This Is
Normal kom út og hefur bandið gengið í gegnum vægast sagt miklar breytingar síðan þá. Ný söngkona
er gengin til liðs við bandið, Urður Hákonardóttir, og spjailaði Fókus við hana um lífið í GusGus.
Eins og að vera
í 6 ara bekk
Það kunna ef til vill margir að hafa lyft annarri
augnabrúninni þegar þeir heyrðu að GusGus
væri að gefa út nýja plötu, hvað þá með nýja
söngkonu við hljóðnemann. Sem er kannski
ekkert skrýtið miðað við það sem á undan hafði
gengið. Sögu hljómsveitarinnar í grófum drátt-
um má lesa hér til hliðar og er það merkilegt að
sú hljómsveit sem gekk í gegnum slíkt ferli skuli
enn vera á lífi.
,Áður en ég byrjaði í GusGus hafði ég lítið sem
ekkert gert mér til framdráttar í tónlistinni," út-
skýrir Urður og þarf það ekkert að koma á óvart
því ef eitthvað hefur einkennt GusGus í gegn-
um árin, er að sveitin hefur aldrei verið hrædd
„Ég var að vinna sem þjónn
á Kaffibarnum þar sem þeir
komu iðulega til þess að fá
sér hádegismat. Og í
grunnatriðum er þetta hin
klisjuiega saga um þjón-
ustustúlkuna sem gerist
söngkona fyrir tilviljun."
við að fára ótroðnar slóðir. Urður bætir því reynd-
ar við að hún hafi á sínum yngri árum verið í tón-
listamámi en náði aldrei almennilega að festa sig
í því. „Eftir ákveðinn tíma, þegar mér fór að leið-
ast, hætti ég einfaldlega. Eg var mikið þannig að
ef mér finnst ekki enn þá gaman eftir nokkra
mánuði tekst mér ekki að halda athyglinni við
verkefnið og dett úr því smám saman." Við skul-
um vona fyrir hönd GusGus að slíkt endurtaki
sig ekki í þessu tilviki. Það mun líklega þó ekki
gerast þar sem hún segist nú vera þar sem hana
hafi alltaf langað til að halda sig.
„Mig hefur alltaf langað mjög mikið að syngja
og var til að mynda t þremur hljómsveitum í
gaggó en þorði aldrei að gera neitt meira úr þvf‘.
Þannig er til dæmis Attention fyrsta þreifanlega
afurðin sem Urður hefúr lagt hönd á plóg við gerð
þess.
Waitress turns singer-klisjan
En hvemig skyldi það hafa komið til að þessi
21 árs gamla stúlka lenti í slagtogi við hina sjó-
uðu eftirlifandi GusGus-meðlimi, þá Birgi Þórar-
insson (Bigga veiru, Buckmaster), Magnús Guð-
mundsson (Magga legó) og President Bongo
(Stephan Stephensen)? „Ég var að vinna sem
þjónn á Kaffibamum þar sem þeir komu iðulega
til þess að fá sér hádegismat. Ög í grunnatriðum
er þetta hin klisjulega saga um þjónustustúlkuna
sem gerist söngkona fyrir tilviljun. Málið var að
ég kannaðist aðeins við þá og langaði að gera eitt-
hvað með þeim. Ég bað þá því um hjálp við að
gera demó fyrir mig eða eitthvað slíkt og byrjuð-
um við þvf að vinna saman. Það gekk svo vel að
lagið sem við vorum að vinna að endaði svo á
plötunni sem var að koma út,“ segir Urður.
Og nú, eftir mikið húllumhæ, er bandið greini-
lega búið að finna langþráð listrænt jafhvægi á
meðal meðlima sinna. „Andrúmsloftið hjá okkur
er mjög afslappað og gott. Ef einhver fær hug-
mynd þá vinnum við f henni og ræðum hana.
Þetta er í sjálfu sér eins og að vera í 6 ára bekk
þar sem maður getur allt í einu ákveðið að fara í
mömmó eða teikna og þarf ekkert endilega að
vera að læra. En samt er maður í skólanum. Sama
má segja um þessa vinnu. Maður er í vinnunni
en samt ekki.“
Stressuð fyrir Bandaríkjareisu
Eins og gefúr að skilja mátti sjá á Urði að
* '-es
Urður Hákonardóttir, eða Earth eins og hún kallast á
alþjóðlegum vettvangi, er greinilega mikill hugsuður.
Skrautlegir GusGus-meðlimir. Frá vinstri eru þeir President
Bongo, Maggi legó, Earth og Biggi veira.
Svona lítur hin listræna kápa á nýrri plötu
GusGus, Attention, út.
henni stóð nú ekki á sama um yfirvofandi tón-
leikaferð um Bandaríkin. „Jú, ég er nokkuð
stressuð," segir hún brosandi. „Ég er nú bara
þannig að ég á það til að ofgera hlutunum fyrir
mér og keyra þá svolítið upp. Stundum gleymi
ég því að maður á bara að hafa gaman af hlutun-
um.“ Ástæðan fyrir því að þau eru á ferð um
Bandaríkin í þessum mánuði er eins og áður seg-
ir að plata þeirra kom þar út í lok ágúst. „Það var
Moonshine sem gaf hana þar út og þeir stjóma
öllu því sem við kemur markaðsmálum þar og
það sama má segja um Evrópu þar sem platan
kemur út undir merkjum Underwater."
Ferðalagið hófst fyrir alvöru á mánudaginn var
með tónleikum í Los Angeles og voru þeir víst
teknir upp á myndband og því aldrei að vita að
þeir verði gefnir út. Það er síðan þétt prógramm
fram undan og er búist við því að ljúka þessari
ferð í New York þann 30. september. Þau eru
reyndar ekkert ókunnug ferðalögum og hafa
verið dugleg við að ferðast um Evrópu undan-
fama mánuði. Þau hafa til að mynda verið með
mánaðarlegt „gigg“ í Nitsa-klúbbinum í
Barcelona og svo að spila hér og þar um álfuna,
svo sem í Berlfn og á Ibiza. Þar sem þau eru
svona sjóuð í klúbbabransanum hljóta þau að
hafa skoðanir á klúbbamenningu íslands?
„Skemmtanalífið hér á landi er ömurlegt,"
segir Urður og hristir hausinn af hneykslan. „Það
er bara ekki til sá staður á íslandi sem starfar sem
klúbbur þar sem maður getur farið til þess eins að
dansa. Það vantar algerlega svoleiðis staði enda
eru einu staðirnir þar sem eitthvað er dansað á
skemmtanalífinu á miðju gólfi á einhverjum bar.
Fólk er greinilega miklu meira upptekið af því að
drekka sig fullt á bamum og spáir ekki mikið í
annað,“ segir hún.
Bara venjulec huómsveit
Hin gamla GusGus titlaði sig ávallt sem fjöl-
listahóp og leiðrétti þann sem dirfðist að kalla
hann hljómsveit. Þar voru 9 einstaklingar á ferð
sem voru sífellt að vasast í hinu og þessu. „Það
„Það má segja að þetta
hafi verið frekar snobbað.
Ég myndi segja að GusGus
í dag væri bara venjuleg
hljómsveit."
má segja að þetta hafi verið frekar snobbað. Ég
myndi segja að GusGus í dag væri bara venjuleg
hljómsveit þótt svo að stundum tökum við að
okkur verkefhi sem tengjast ekki beint tónlist-
inni.“
En þó virðist sem að öll tengsl séu ekki rofin
við fortíðina. Daníel Ágúst, gamall söngvari
bandsins, syngur eitt lag á plötunni sem gesta-
söngvari og ber Urður honum söguna vel.
„Hann var f góðu stuði. Það var alveg frábært að
vinna með honum að þessu.“
Urður segir að Attention hafi verið tvö ár í
vinnslu. „Við byrjðum á því að gera tvö lög, Dav-
id og Unnecessary sem eru reyndar mjög sterk
og einkennandi fyrir plötuna alla.“ Og skyldi
hún vera ánægð með útkomuna? „Ég hef ekki
tekið hana af geislanum síðan ég fékk plötuna í
hendumar fyrir nokkrum mánuðum," segir hún
fremur vandræðaleg. „Já, ég er mjög ánægð með
hana.“
Næsta spuming: Hafðir þú hlustað mikið á fyrri
GusGus-plötur áður en þú fórst sjálf í bandið?
„Nei...,“ svarar hún með rólegum tóni. „Ég byrj-
aði eiginlega ekkert að hlusta á GusGus fyrr en
ég byrjaði í henni...“
Ágæt lokaorð.
30. aprÍl 1999
DV-Fókus ffamkvæmir skoðanakönnun
um 10 bestu hljómsveitir íslands allra
tfma. GusGus fær eitt atkvæði en hringt
var í 600 manns.
7. maí 1999
Hafdís Huld segir í viðtali við Fókus frá
sinni hlið. Þar er tekið á hversu utanvelta
hún var „enda allir strákamir miklu eldri
en ég“, segir hún. „Sunnudagastúlka með
sukkuðum poppboltum" var meðal annars
skrifað til að lýsa ástandinu. Viðbrögð utan
úr heimi eru blendin og efúðust margir um
ffamtíð GusGus án Hafdísar Huldar.
14. maí 1999
Fram kemur í Fókus að This Is Normal fær
víðast hvar ágæta dóma. Gagnrýnandi
NME lýsir hljómsveitinni sem „sálar-
lausri".
21. MAÍ1999
Frétt um velgengni GusGus á tónleikum
vfða um heim birt í Fókus. „Allir söknuðu
þó Hafdísar, bæði áhorfendur og hljóm-
sveitarmeðlimir," segir í fféttinni.
10. DESEMBER1999
í viðtali við Daníel
Ágúst sem birtist í Fók-
us þennan dag útskýrir
hann hvemig það stóð á
því að GusGus breytt-
ist úr fjöllistahópi í
„venjulega" hljóm-
sveit. „Okkur fannst
nauðsynlegt að hafá
þetta þannig að allir
yrðu hamingjusamir og
sáttir við breytingamar sem voru óhjá-
kvæmilegar til að GusGus gæti haldið
áfram.“ Og þeir hamingjusömu voru, auk
Daníels sjálfs, Stephan Stephanson, Biggi
veira og Sigurður Kjartansson.
30. DESEMBER 1999
Fókus fær sérffóða menn til að tilnefna 5
bestu plötur ársins sem var að líða. This Is
Normal varð 10. stigahæsta platan.
10. MARS 2000
Ladyshave af This Is Normal var tilneffit
til íslensku tónlistarverðlaunanna sem
besta lagið. Platan sjálf var þó ekki til-
nefnd.
24. APRÍL 2000
Þriðja plata undir merkjum GusGus kem-
ur út, öusGus vs. t-world. Platan er sam-
ansafn af lögum t-world (Maggi legó og
Biggi veira) frá árunum 1994-1996.
2001
Daníel Ágúst ákvað að yfirgefa hljómsveit-
ina til að einbeita sér að sólóferli sínum.
Sigurður Kjartansson hélt einnig á brott
og varð að listamanninum Celebrator. 1
stað þeirra kom Maggi legó aftur inn f
bandið og söngkonan Urður Hákonardótt-
ir (Earth) var „uppgvötuð" og tekin inn í
bandið þegar hún þjónaði þeim reglulega á
Kaffibarnum.
27. ÁCÚST 2002
Fjórða GusGus-platan,
Attention, kemur út f
Bandaríkjunum. Platan
verður eefin út í Evrópu,
þ.m.t. lslandi, f byrjun
október.
Texti: Eiríkur Stefán Ásgeirsson - Myndir: E.Ól. &. GusGus
f ó k u s 13. september 2002
13. september 2002 f ó k u s
+