Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2002, Síða 14
Ingólfur Júlíusson hefur unníð hjá flestum fjölmiðlum landsins við Ijósmyndun, kvikmyndatöku og umbrot. Nú hefur hann, ásamt bróður sínum, tekið ástfóstri við Færeyjar eftir að hafa heyrt Orminn langa með hljómsveitinni Tý í útvarpinu fyrr í sumar og eru þeir bræður nú langt komn- ir með heimildarmynd um landið og þjóðina og þá ríku menningu sem þar þrífst. Sa aldrei „Ég fékk algjöra Færeyjamaníu eftir að hafa heyrt Orminn langa sem tröllreið öllu hér á landi í vor. Svo þegar hljómsveitin Týr kom hingað til lands setti ég mig í samband við Kidda kanínu sem flutti hana inn og fékk að hanga með þeim á meðan þeir voru hérna. A þeim tíma tókum við upp myndbandið við lagið sem er nú þegar komið í spilun í færeyska sjónvarpinu,“ segir Ingólfur. „Svo nokkru eftir að hljómsveitin fór aftur heim hafði hún samband við mig og ákvað ég þá að skella mér þangað til að taka upp annað myndband með þeim og fylgjast með Ólafsvöku sem er stærsta hátíð ársins þar í landi.“ Ingólfur ásamt nokkrum meðlima Týs auk annarra velunnara. Frábært land Lagið sem Ingólfur er nú að vinna myndband við heitir „Hail to the Hammer“ og var það, eins og áður segir, tekið í Færeyjum. Þar nýtur stórkostleg náttúra eyjanna sín til hins ýtrasta og fengu Ingólfur og félagar meðal annars afnot af þyrlu í atriði þar sem gítarleikari sveitarinnar tekur sóló- ið af stakri snilld á barmi klettabrúnar. „Þessir menn eru frábærir, sem og Færeyingar allir. Þetta er afskaplega vinalegt fólk og landið slagsmál Ingólfur mundar hér myndavélina á tónleikum Týs í Færeyjum. sjálft er alveg brillíant. Það var einmitt þegar ég fattaði hversu lítið ég vissi um landið að ég ákvað að gera heimildarmynd um það. Eg er viss um að margir íslendingar vita sömuleiðis afskaplega lítið um Færeyjar." Fékk lánaðan bíl konunnar Ólafsvakan markar hápunkt færeyska sumars- ins. Henni er nokkurn veginn hægt að líkja við verslunarmannahelgina hér heima hvað hátíða- höld varðar. „Ég sá aldrei slagsmál þegar Ólafsvak- an var í fúllum gangi,“ segir Ingólfur. „Þar eru all- ir samlyndir og glaðir og koma saman til að skemmta sér. Ég spurði einmitt mann sem heitir Christian Blak, stærsta plötuútgefanda eyjanna, hvemig stæði á því að menningarlífið væri svona ríkt í jafnlitlu landi. Hann sagði að einmitt vegna smæðar landsins yrðu allir að leggja hönd á plóg og úr þvf myndast rosalega góð stemning." Blak þessi reyndist svo verða einn besti vinur Ingólfs á ferð hans í Færeyjum en þeir höfðu áður ekkert þekkst. „Hann lánaði mér bíl konu sinnar þegar ég þurffi að komast á milli staða. Hann bjargaði mér alveg.“ Annar færeyskur tónlistarmaður sem hefur vak- ið athygli hérlendis er söngkonan unga, Eivpr Pálsdóttir, en hún er einnig meðlimur í hljóm- sveitinni Clickhaze (sem í framburði þýðir klikk- haus á færeysku) sem spilaði á Hróarskelduhátíð- inni f sumar og fékk afar góða umfjöllun í dönsku pressunni í kjölfarið. Ingólfur segir sjálfstraust hljómsveitarinnar fylgja sjálfstæðishug Færeyinga sem er vitaskuld eitt altalaðasta mál landsins. Ingólfur og Ámi Daníel Júlíussynir eru langt komnir með heimildarmynd sína þar sem jafht verður tekið á sjálfstæðisbaráttunni og menningu landsins og hafa bæði íslenska og færeyska sjón- varpið sýnt áhuga á verkinu. Vondir Netið er hafsjór nytsamlegm upplýsinga. Fjölmargir nýta sér kosti Netsins til fulls og miðla jafhvel til annarra ýmsum góðum ábendingum. Svo eru til þeir sem hafa greinilega ekki hugmynd um til hvers Net- ið er og halda úti ömurlegum heimasíðum sem hafa engan annan tilgang en að pirra fólk. Þessar heimasíður eru lítið annað en upphafning einhverra aula sem eiga ekki kærustu, bíl né hund og halda að þeir verði rosalega vinsælir með því að sýna sig hálf- bera á illa hönnuðum heimasfðlingum. Héma má sjá nokkrar ömurlegar heimasíð- ur sem ætti að fjarlægja af Netinu strax. II Kjöthattar ná vinsældum http://www.hatsofmeat.com/Hatsof- Meat/index.html Segir allt sem segja þarf, óþarfi að gera þeim það til geðs að reyna að útskýra þetta. Frekar hrá síða! MMM Þér að kenna-kort http://www.oooers.com/ Ertu að fara að hætta með elskunni þinni? Á þessum vef eru alls kyns kort þar sem HENNI er kennt um hvemig fór. Frábær kort, mæli með hundinum. Að auki er fullt af öðrum öðruvísi kortum sem má nota við önnur mis-geðsleg tækifæri. vefir, ekki fyrir viðkvæma! MMM Matarlítill hálfvitavefur http://food-rules.com/ Þessi stórfurðulegi vefúr er gerður í kringum mat- reiðsluþátt sem er hannaður með þarfir hálfvita að leiðar- ljósi. Þessi vefur á engan tilvistarrétt og er svo mikið kraðak að hópsamkoma í Kína myndi skammast sín. Þeir sem vilja eyða tímanum í algeran óþarfa er bent á þennan vef sem er að sanni vefur fyrir hálfvita. Fyrir þá sem viua prumpa meira http://www.whitetrash.nl/pmf/ Þessi er í eðli sínu ekki alslæmur, hann er eiginlega súrrealískur með prumplegu ívafi. Maður á að toga í putta á síðunni og þá heyrist prumphljóð. Algerlega ger- sneyddur tilgangi en fyrir skemmtanagildi fær hann auka hauskúpu. MMM Þessi er líkleca á lausu http://www.members.aol.com/champbroh/ Þessi hillabillí, white trash, ég á ekki séns á að kom- ast á stefnumót-ná- ungi, er egóíski vef- ur vikunnar. I stað- inn fyrir að skrá sig á einkamála-heimasíðu þá heldur hann úti sinni eigin. Við gefum honum eitt stig fyrir viðleitnina að halda að einhverjum finnist hann kynþokkafullur, nema þá kannski blindar hvítrusls-merar. Þessi er ekki fyrir þær sem eru að koma sér í gír fyrir blint stefnumót. MMMM Elvis-aðdáendur í losti http://extremeelvis.com/ Þessi er viðbjóður. Héma er minning Elvis Presleys trcð- in fótum og hoppað á. Vefurinn er allsvakalega ljótur og er tónlistin sem heyrist undir sú mesta nauðgun á lagi sem til er. ÞESSA SÍÐU AF VEFNUM STRAX! MMMM Spock étur salsa http://www.lnsemsf.com/ Vefúr tileinkaður tilgangnum að Le- onard Nimoy (Spock úr Star Trek) borði meiri salsa-sósu. A vefn- um er sýnt línurit um hvaða hæfi- leika hann fengi með meiri neyslu af salsa- sósu. Það besta er að það eru samtök sem helga sig þessum tilgangi og er hægt að velja um sjö tungumál. A vefnum má finna fjölmargar salsa-uppskriftir, sem er gott. Gagnslaus, eða hvað? LNSEWSFCOM t fcií. Mmm. II Karate-kjaftæði http://www.martialart.org/ Ef einhverjum datt í hug að hingað væri gott að sækja upplýsingar um sjálfsvamarfþróttir er það RANGT. Þetta er mesta sam- ansullsuða sem um getur. Ef einhverjum tekst að skilja tilgang vefsins ætti sá hinn sami að fá nóbelsverðlaun. MMMMM Tilgangur=enginn http://www.kafka.net/ Algjör misnotkun á góðu vefnafni. Eng- inn tilgangur. Lög- sækið eigandann! MMM RUSLl http://www.filthymess.com/ Þessi hefúr tileinkað rusli á víðavangi líf sitt. Hann ferðast um, myndar og skrifar um rusl í umhverfinu. Giska á að þetta sé manískur geðsjúklingur sem á slæmar minningar um ruslið í herberginu sfnu úr æsku. Maður dáist af ákafanum en finnur hvergi tilganginn. f ó k u s 13. september 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.