Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Fréttir DV Óskiljanlegt hvernig heilleg bein fornmanna frá upphafi kristnitöku hafa geymst: A þriðja tug 1000 ára beinagrinda fannst Hellleg eftir þúsund ár Hér er GuönýZoéga beinasérfræöingur hjá ótrúlega heillegri beinagrind forn- manns sem legiö hefur í vígöri mold í þúsund ár. Ljósmyndara fannst sem beina- grindin glotti viö sér. í Keldudal í Hegranesi i Skaga- firði hafa komið i ljós heillegustu beinagrindur sem fundist hafa í kirkjugarði frá frumkristni hér á landi. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að opna á þriðja tug grafa sem taldar eru frá elleftu öld, enda undir ösku- laginu frá Heklugosinu 1103. Verða beinagrindurnar teknar upp og fluttar í geymslu fyrir vet- urinn. Þessi hluti kirkjugarðsins, sem fylgir stafkirkju sem ekki var áður vitað um í Keldudal, er einmitt á þeim stað sem hjónin í Keldudal eru að fara að reisa hús fyrir ferðaþjónustu. Eins og myndir DV bera með sér er um ótrúlega heilleg bein að ræða og ljósmyndara fannst bein- línis að beinagrindurnar glottu við sér úr gröfunum í gær. Einnig mátti sjá í sneiðingum leifar af trjáviði í kistunum. Ragnheiður Traustadóttír forn- leifafræðingur, sem kom i Skaga- fjörð í vor til að stjórna uppgreft- inum mikla á Hólum, sagði að þessi merki beinafundur yrði rannsakaður nánar næsta sumar, það er sá hluti garðsins sem er vestan kirkjunnar, en greinilega sést neðsti hluti stoðarinnar sem stafkirkjan var reist á. Ragnheiður sagði að reyndar hefði staðið til í upphafi að rann- saka áður fornan kirkjugarð á Hofi í Hjaltadal, næsta bæ við Hóla, og því hefði verið óvænt að lenda í þessum beinafundi í Hegranesinu. Eins og greint var frá í DV fyrir mánuði fundust nokkrar hauskúpur í Keldudal og var það vísbending um kirkju- garðinn foma. Ragnheiður segir að þrír DVÁ1YNDIR ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Grafir fornmanna Unniö var viö uppgröftinn í Keldudal í gær. Fremst á myndinni eru þau Ragn- heiöur Traustadóttir og Þór Hjaltalín en baka tíl bændurnir í Keldudal, Guörún Lárusdóttir og Þórarinn Leifsson. kirkjugarðar frá frumkristni hafi verið rannsakaðir áður, og beinin hefðu verið „smjör“ á þessum stöðum miðað við í Keldudal. Þeir eru á Þórarinsstöðum í Seyð- isfirði, Neðra-Ási i Hjaltadal og Hrísbrú í Mosfellsdal. Skýring- una á því hvers vegna beinin varðveittust svona vel í Keldudal taldi Ragnheiður vera þá að eitt- hvað í jarðveginum varðveitti þau. Það er fornleifavemd ríkisins sem stendur fyrir uppgreftinum i Keldudal og þar vinna einnig við uppgröftinn Þór Hjaltalín, minja- vörður á Norðurlandi vestra, og Guðný Zoega, beinasérfræðingiu- fornleifaverndar. Bændumir i Keldudal, Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir, tóku einnig þátt í uppgreftinum af áhuga. -ÞÁ Prinsessuhryssan utan með næstu ferð - viðræður við Buckinghamhöll um afhendinguna Hin nýja prinsessuhryssa, Snerpa frá Lambanesi, fer til Bretlands með fyrstu ferð sem fellur, að sögn Pét- urs J. Eiríkssonar, stjómarmanns Landsmóts ehf. Hryssan verður not- uð til þjálfunar fatlaðra bama og þeim til yndisauka. Hryssan var sem kunnugt er táknræn gjöf til önnu Breta- prinsessu og fór afhendingin fram á landsmótinu á Vindheimamelum síðastliðið sumar. Að vísu var önn- ur hryssa afhent þar, hryssan Blökk, en hún sýndi af sér ósæmi- lega hegðun við afhendinguna og var hún því afskrifuð og leit hafin að öðru hrossi sem myndi henta betur. Pétur sagði að enn væri ekki vit- að hvar Snerpu yrði búinn dvalar- staður til framtíðar í Bretlandi. Við- ræður stæðu nú yfir við Bucking- hamhöll um það hvemig móttök- unni yrði háttað og hvemig hryssan nýttist sem best til þess hlutverks sem henni væri ætlað í hinu nýja heimalandi. Snerpa, sem keypt var af Holts- múlabúinu, hefur undirgengist mjörg ströng próf með reiðhjólum, hjólbörum og bömum og stóðst hún þau öll með prýði. „Þetta er mjög fallegur og góður gripur með mikla hæfileika," sagði Pétur. „En hún hefur einnig þá eig- inleika að vera mjög þægileg í um- gengni og þæg, sem er höfuðatriði i því hlutverki sem henni er ætlaö.“ -JSS Búist við fjölmenni Mesta stóðréttarhelgi ársins í Skagafirði er um helgina, Lauf- skálarétt i Hjaltadal sem um mörg undanfarin ár hefur verið fjöl- sóttasta stóðrétt landsins. Búist er við gríðarlegum mannfiölda í rétt- ir og á tvo dansleiki kvöldsins enda veðurspá hagstæð. í fyrsta skipti verður haldinn dansleikur i reiðhöllinni. Þarf að gera nokkrar breytingar til að það sé framkvæmanlegt. Sett verður gólf í reiðsalinn og þar komið fyr- ir borðum og stólum. Gólfið er úr plasteiningum sem er smellt sam- an og fljótlegt að leggja það og fiarlægja. Að sögn Hafsteins Lúð- víkssonar umsjónarmanns reið- hallarinnnar er mjög erfitt að áætla hvað margir muni leggja leið sína á dansleikinn en undir- búningurinn miðast við að þangað komi allt að tólf hundruð manns. Það eru Upprekstrarfélag Hóla- og Viðvíkurhrepps og Reiðhöllin Svaðastaðir sem halda dansleik- inn í höllinni en Ungmennafélagið Neisti og Hestamannafélagið Svaði standa fyrir dansleiknum í Höfðaborg. -ÖÞ Níu yfirmönnum sagt upp Eimskip mun nú um mánaða- mótin segja níu yfirmönnum upp störfum, aðallega stýrimönnum. Hjördis Ásberg, starfsmannastjóri Eimskips, segir að félagið sé að bregðast við breyttum kringum- stæðum. Félagið hafi nýverið gert breytingar á skipastóli og haft óvenjumarga starfsmenn undanfar- iö. í raun hafi verið um aukamann- skap að ræða eftir aö félagið seldi tvö skip, þ.e.a.s. Lagarfoss og Bakkafoss. „Þetta sveiflast svona til og frá. Við vorum með 130 starfsmenn fýr- ir fimm árum en höfum verið með um 150 undanfarið vegna þess að við vorum meö aukaskip sem dróst að selja,“ segir Hjördis. Jónas Garðarsson hjá Sjómanna- félagi Reykjavíkur hafði ekki feng- ið neinar upplýsingar um það i gær aö til stæði að segja upp óbreyttum sjómönnum hjá félaginu. -BÞ Drengur fyrir bíi Ekið var á dreng á Skálaheiði á móts við Álfhólsveg í Kópavogi skömmu fyrir kl. fimm í gærdag. Dengurinn var að koma úr strætis- vagni sem staðnæmst hafði við bið- skýli. Hann hljóp fram fyrir vagn- inn og út á götuna. í sömu svifum var bifreið ekið fram hjá vagninum og varð drengurinn fyrir honum. Drengurinn var fluttur á slysadeild en hlaut minni háttar meiðsl. -JSS Opii: Smiriliid iíi. - fist. kl. 11-19 • lai. kl. 11-11 • m. 13-18 Blæsibc níi. - fist. kl. 10-18 • lau. kl. 18-18 Sniralinl - Blaesibae SÍDÍ 54515501| 5451500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.