Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Side 8
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Utlönd X>V Þjóðverjar gera sér vonir um bætt samskipti Þýsk stjómvöld I túlka ummæli ráða- manna í Hvíta hús- inu sem svo að far- ið sé að draga úr spennunni í sam- skiptum ríkjanna. Þau vildu þó ekki I staðfesta fréttir þess efnis í gær að Gerhard Schröder kanslari væri að reyna að koma á fundi með George W. Bush Bandaríkjaforseta. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði á fímmtudag að Bandaríkjamenn og Þjóðverjar gætu jafnað ágreining sinn með tíman- um. Talsmaður Þýskalandskansl- ara, Bela Anda, kallaði orð Fleischers skref fram á við eftir að gagnrýni Schröders á hemaðará- form Bush í írak ollu pirringi í Was- hington. ísraelum tókst ekki að drepa Ijðsmann Hamas ísraelum mistókst að drepa hátt- settan leiðtoga palestínsku skæru- liðasamtakanna Hamas í flugskeyta- árás á Gaza, að því er ísraelskur ráðherra greindi frá í gær. Hamas-liöinn Mohammad Deif, sem stjórnar hemaðararmi Hamas, særðist ekki alvarlega í árásinni, sagði ráðherrann, þvert á það sem áður hafði verið greint frá. Tveir lífverðir Deifs létu lífið í árásinni og um fjörutíu manns særðust. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, var meðal þeirra sem gagnrýndu flug- skeytaárásina. Bandaríkjamenn reyndu að fá Frakka á sitt band í íraksmálinu: Chirac lét ekki undan þrýstingi Jacques Chirac Frakklandsfor- seti lét ekki undan þrýstingi af hálfu Bandaríkjamanna og Breta um nauðsyn þess að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýja harðorða ályktun um írak. Bandarikjamenn lögðu hart að Frökkum í gær að slást í lið með þeim. Chirac sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hins vegar í sim- ann að hann væri enn andvígur nýrri ályktun S.Þ. þar sem sjálf- krafa væri heimilað að grípa til valdbeitingar ef írakar færa ekki að kröfum samtakanna. Talsmaður Chiracs sagði að Frakklandsforseti hefði ítrekað stuðning sinn við eigin tillögur þar sem gert er ráð fyrir ályktun um óheftan aðgang vopnaeftirlits- manna S.Þ., sem eiga að leita að gjöreyðingarvopnum, og samvinnu íraskra yfirvalda. Þeirri ályktun yrði síðan fylgt eftir með annarri þar sem valdbeiting yrði heimiluð ef írakar byðu Öryggisráðinu byrg- inn. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að frekari tafir á því að vopnaeftirlitsmenn færu til íraks væm „ófyrirgefanleg mistök". írösk stjómvöld lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að vopnaeft- irlitsmenn fengju að koma aftur til landsins eftir nokkurra ára hlé. Bandariskur embættismaður er REUTERS-MYND Hlýtt á klerk í moskunni íraskar konur hlýöa á klerk í mosku einni í Bagdad. Klerkurinn hvatti múslíma um allan heim til að mæta hótunum Bandaríkjamanna í garð íraks. væntanlegur til Moskvu í dag til að reyna að telja rússneskum ráða- mönnum hughvarf. Helstu andstæðingar Saddams Husseins íraksforseta sögðu í gær að þeir myndu hittast í Bmssel I októberlok til að koma sér saman um framtíð landsins, fari svo að Saddam verði steypt af stóli, eins og bandarísk stjómvöld stefna að. Bandarískar og breskar orrustu- þotur vörpuðu sprengjum á flug- skeytaskotpalla suður af írösku höf- uðborginni Bagdad í gær, eftir að íraski herinn skaut flaugum að vestrænum flugvélum. Vafasamur félagsskapur John Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og einn ötulasti bar- áttumaðurinn gegn hryðjuverkum, er sjálfur tengdur írönskum skæru- liðahópi sem er á lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðju- verkahópa. Tímaritið Newsweek greindi frá þessu. Osama og Omar lifandi Osama bin Laden og Omar klerk- ur, andlegur leiðtogi talíbana, eru lifandi og við góða heilsu og halda til í Afganistan, að því er fyrrum diplómat talíbana segir. Misheppnaö hryðjuverk Sprengiefni sem fannst um borð í marokkóskri farþegaþotu í Frakk- landi bendir til mislukkaðs hryðju- verks en ekki sprengjuhótunar vegna þingkosninganna i Marokkó. Mótmælendur handteknir Lögregla í Washington handtók á þriðja hundrað manna sem efndu til mótmæla gegn hnattvæðingu og fundi sjö helstu iðnrikja heims. Óttast um líf hundraða Óttast er að hundruð manna hafi drukknað þegar senegalskri far- þegaferju hvolfdi í ofsaveðri undan ströndum Gambíu í fyrrinótt. Ferj- an var á leið frá sunnanverðu Senegal til höfuðborgarinnar Dakar. Vænkast hagur Perssons Hagur Görans Perssons, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, vænkaðist mjög í gær þegar slitnaði upp úr stjórnar- myndunarviðræðum Miðflokksins, græningja, Þjóðarflokksins og Kristilegra demókrata. Alveg einstakt Jiaust tilboð! j §§ ■55-- Gámaverð: 1.490 kr. Gámaverð: 530 kr. . i Cámaverð: 2.900 kr. Rafkaup Ljós & Lampar ■ Ármúla 24 Sími 585 28 00 Hausttilboðiö nær lika tfl: Mosraí Mosfeísbæ, Bafbúöin Álfaskeiði Halnartitði, Geisli Vesfmannaeyjum, Raffjjónusta Sigurclórs AY/anes Reynir Ólafíson Keflawk, Fossraf Ssitassi. Lónið Höin, Sveinn Guðmundsson Egísstððum, Kaupfélag Vopnfirðinga, Johan Rönning Akureyri, Öryggi Húsavík. Rafbær SigtafirS. Rafsjá Sauöartuók, Kaupfélagið Hvammstanga, Rsfatda Neskaupstað. Straumur Ísattrðí, Blömsturveilir Heiiissandi, Guðni E. Hailgríms Grundarfirði, Kaupféiagíð Bíðnduösi. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.