Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Helgorhlaö IOV 27 ,Ég gef einföld ráð því þá er líklegra að fólk fari eftir þeim.“ DV-mynd E.Ól Fer eftir sínum eigin ráðum Bandaríski rithöfundurinn Victoria Moran hjálpar fólki að láta drauma sína rætast. Hún gaf blaðamanni DV nokkur ráð og sagði honum íleiðinni frá ferli sínum, spjalli við Paul McCartney og af hverju konur lesi bæk- urnar hennar en ekki karlar. „Ég segi fólki hvernig þaö geti tengst sinni innri visku,“ segir Victoria Moran, höfundur bókanna Láttu ljós þitt skína og Fegraðu líf þitt. Bækurnar innihalda ráð um hvernig þú getir komið skipulagi á líf þitt og þar af leiðandi náð þeim markmiðum sem þú setur þér. Þetta eru ekki háfleygar predikanir heldur einföld heil- ræði eins og búa um rúmið sitt og fara í bað á laugardögum. „Ég gef einföld ráð þvi þá er lik- legra að fólk fari eftir þeim,“ segir Victoria og brosir á mjög bandarískan hátt. „Þarf virkilega að minna okkur á þetta?“ spyr ég. „Já,“ svarar Victoria. „Við erum alltaf að flýta okkur og stundum finnst okkur eins og líf okkar sé eilíf óreiða. Þegar þú byrjar daginn á því að slaka á í tíu mínútur með þvi t.d. að búa um rúmið og fá þér gott kaffi þá tekurðu þessa minningu með þér i vinnuna. Ég hef farið víða um heiminn og alls staðar eru þessi daglegu vandamál að einhverju leyti eins. Við höfum ekki tíma til að njóta lífsins. Við viljum vera bestu mæðurnar, við viljum hjálpa vinum okkar en við viljum líka eignast peninga. Hvert sem ég fer í heiminum verð ég vör við þessa togstreitu." Einfoldu ráðin sem Victoria gefur eiga smátt og smátt að gera manneskjunni kleift að uppfylla alla sína drauma. „Þú vilt fá ýmislegt út úr líf- inu en móðir þín segir kannski við þig: „Þú ert í dásamlegu starfi, átt yndisleg börn og eigin- mann sem gerir hvað sem er fyrir þig.“ Ég vísa þessu á bug. Ef þú reynir ekki að láta drauma þína verða að veruleika ertu að fara á mis við lífið. Sumir eiga sér drauma og hugsa sem svo að þeir séu ekki nógu gáfaðir til að láta þá verða að veruleika. Ég segi við þetta fólk að það á sér einungis drauma af því að það getur látið þá ræt- ast. Ég hef tvisvar sinnum farið í uppskurð á hnjám og þess vegna dreymir mig ekki um að verða ballettdansmær en draumur minn var að gera það sem ég er að gera núna, þ.e. að sitja hérna á kaffihúsi í Reykjavík og halda fyrirlest- ur um bækurnar mínar.“ „Ferðu eftir þínum eigin ráðum?“ spyr ég. „Ég reyni það en auðvitað er ég ekki fullkom- in. Ég reyni t.d. að slaka á fyrstu tíu mínútur dagsins og ég skrifa dagbók. Fólk þarf ekki að fara eftir öllu sem ég segi. Dóttir mín fer bara eftir þeim ráðum sem henta henni og ég held að það sé algilt. Fólk tínir úr bókunum það sem hentar hverju sinni.“ Karlmenn þora eltki að kaupa bækumar mínar Einhverra hluta vegna eru það fyrst og fremst konur sem lesa bækur eins og Victoria skrifar. „Það skrifa mér margir karlmenn sem hafa lesið bækurnar mínar og spyrja mig af hverju ég skrifi ekki bækur fyrir karla. Staðreyndin er sú að níutíu og sex prósent þeirra sem kaupa svona bækur eru konur og þeir karlmenn sem skrifa mér eru eflaust mjög hugrakkir því flestir myndu ekki láta sjá sig með svona bók i fartesk- inu. Ég held hins vegar að þessar bækur eigi al- veg erindi til karla og margar konur segja mönn- um sínum frá því sem þær eru að lesa. Þannig að karlar lesa bækurnar óheint þó að þeir kaupi þær ekki.“ „En af hverju kaupa konur þessar bækur?“ spyr ég. „Ég held að ástæðurnar séu tvær. í fyrsta lagi þá gera konur öðruvísi kröfur til lifsins en karl- ar. Karlmenn eru frekar sáttir ef þeir eru í góðu starfi og í góðu sambandi. Fyrir margar konur er þetta einungis grunnurinn að öllu hinu sem hægt er að gera í lífinu og þær vilja góð ráð sem leiðbeina þeim til að ná þessum markmiðum. I öðru lagi þá líður mörgum konum mjög illa. Ég átti við offituvandamál að stríða i mörg ár og mér leið skelfilega því það eru gerðar mjög skýr- ar kröfur til kvenna um það hvernig þær eigi að líta út. Margar konur eru í sömu sporum og ég var í. í mínum bókum er ég ekki endilega að reyna að bæta konur heldur er ég frekar að segja þeim að þær séu finar og flottar í dag.“ Paul McCartney breytti lífi mínu Victoria er fædd í Missouri í Kansas og byrj- aði snemma að skrifa. Fjórtán ára gömul skrif- aði hún um tónlist fyrir unglingatímarit og draumur hennar var að taka viðtal við Bítlana. „Ég fór á minn fyrsta blaðamannafund með Bítl- unum þegar ég var fjórtán ára gömul og síðan aftur ári síðar. Þar hitti ég umboðsmann þeirra og okkur varð ágætlega til vina. Svo flutti ég til London og þar hittumst við aftur og hann hauð mér að taka viðtal við sjálfan Paul McCartney á kaffihúsi í London sem ég þáði að sjálfsögðu. Ég hitti Paul og hann bauð mér í glas og við spjöll- uðum lengi saman. Þessi reynsla kom mér í skilning um að ég gat gert hvað sem var i lífinu. Það voru milljón stelpur alls staðar í heiminum sem vildu vera i mínum sporum en mér tókst þetta. Ég tók eitt skref í einu og komst að lokum þangað sem ég vildi. Grunnurinn að þessu er að trúa á sjálfan sig.“ Foreldrar Victoriu voru báðir útivinnandi sem var mjög óvenjulegt í Kansas fyrir fjörutíu árum. „Sú manneskja sem mest áhrif hafði á mig var fóstran mín. Hún þekkti trúarbrögð viðs veg- ar um heiminn og þannig öðlaðist ég mjög víð- tækan skilning á hugmyndaheimi fólks sem var af ólíku bergi brotið. Faðir minn var læknir og vann í hverfi þar sem margir kynþættir voru saman komnir og við vorum oft við giftingar eða jarðarfarir hjá fólki með mjög ólíkan menning- arlegan bakgrunn. Ég segi stundum að ég hafi verið alin upp hjá Sameinuðu þjóðunum," segir Victoria brosandi. Hún fékk sinn skerf af erfiðleikum í lífinu en foreldrar hennar skildu þegar hún var ung. Móð- ir hennar flutti með öðrum manni til Spánar og hún ólst upp hjá föður sínum í Bandaríkjunum. Á sumrin heimsótti hún móöur sína og kynntist þar lífsháttum á Spáni. „Sautján ára flutti ég að heiman og fór til Bretlands. Aðallega út af Bítl- unum en lika vegna þess að ég vildi standa á eig- in fótum. Það er svolítið sniðugt að á leið minni til Bretlands millilenti ég í Keflavík. Þannig má segja að fyrsta landið sem ég kem til einsömul sé ísland. Ég man alltaf eftir því hvað mér þótti ís- land sérstakur staður. Þegar fólk spyr mig hver sé mest framandi staður sem ég hef komið á svara ég hiklaust ísland - mér fannst eins og ég væri á tunglinu." -JKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.