Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 32
32 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Helgarblacf DV „Ég neita því ekki hins vegar að mér finnst oft vanta ástríðu í Ijóð þeirra allra yngstu. Fólk vrkir ekki ljóð nerna því liggi eitthvað á hjarta. En þetta kann að vera öldunganöldur." DV-inyndir E.Ól. Ljóðið heldur velli „Starfsfélagar mínir ákváðu að heiðra mig af því að ég er öldungur," segir Eysteinn en bókin er gef- in út í tilefni af sjötugsafmæli kennarans og bók- menntafræðingsins. „Ég er hættur að kenna og menn hætta yfirleitt í síðasta lagi á þeim aldri. Fé- lagar mínir Þórður Helgason og Baldur Hafstað völdu efnið i bókina í samráði við mig og niður- staðan var sú að velja eingöngu greinar er fjölluðu um ljóðagerð. Ég var sammála því. Það er mjög lit- ið gefið út af bókum sem fjalla um ljóðagerð, verið svolítil lægð í þeim efnum undanfarið." Líklega er ekki ofsagt að Eysteinn hafi eytt stór- um hluta starfsorku sinnar í rannsóknir á atóm- skáldunum sem gjörbyltu hugmyndum manna um hvernig ljóð eiga að vera. Þetta voru menn eins og Hannes Sigfússon, Einar Bragi, Sigfús Daðason og Stefán Hörður Grímsson. Ég spyr Eysteinn hvern- ig áhugi hans á atómskáldunum hafi kviknað. „Ég var ungur maður í Menntaskólanum í Reykjavík þegar þessi skáld komu fram,“ svarar Eysteinn. Ég hafði verið að lesa Stein Steinarr og hafði miklar mætur á ljóðum hans en að öllu jöfnu var ég ekki ánægður með þann skáldskap sem við vorum látin lesa í skólanum sem var mikið til nítj- ándu aldar bókmenntir og þaðan af eldri. Þegar atómskáldin byrjuðu að gefa út sínar bækur í kringum miðja síðustu öld drakk ég þær í mig. Auðvitað skildi ég ekki allt sem skáldin voru að yrkja en ég fann að þarna var að koma fram eitt- hvað nýtt og ég og félagar mínir vorum sannfærð- ir um að þetta væri spennandi og nauðsynlegt. Ekki voru allir sammála þessum nýjungum því miklar deilur urðu um þennan skáldskap, sumum fannst þetta hættuleg starfsemi. t mínum rann- sóknum hef ég mikið fjallað um þessar deilur og um skáldskap módernista. Atómskáldin sýndu að það var bæði mögulegt og réttmætt að yrkja á annan hátt en hefðbundið var. Sumir gátu ekki ímyndað sér að hægt væri að yrkja án ljóðstafa en þessi ungu skáld sýndu að nýjar leiðir voru færar.“ Ung skáld sjálfliverf Eysteinn fylgist vel með ungum höfundum og reynir að komast yfir flestar ljóðabækur sem koma út. „Ég hef alla tíð verið forvitinn um nýjungar og leitast við að fylgjast með ungum skáldum og reyni að skilja hræringarnar hjá nýjum kynslóðum." Það hefur verið sagt að ung skáld séu of sjálf- hverf til að hinn almenni lesandi geti sett sig inn í skáldskapinn. Með öðrum orðum að mörg ungskáld tali ekki til fólks. Eysteinn er sammála þessu að hluta til. „Ég hef sagt það áður að mér finnst margt gott í skáldskap ungra skálda og ljóð- in þeirra eru talsvert öðruvísi en þau sem ég las þegar ég var ungur. Ég held að það sé rétt að oft eru þau ansi sjálfhverf en auðvitað eru áhugamál og yrkisefni ungra skálda öðruvisi, þau breytast með árunum. Það er ekki hægt að segja að það séu mikil átök í ljóðum ungskálda nú um stundir en það má ekki gleyma því að átök geta verið sjálf- hverf. Skáldin eru að skoða sinn hug og sitt líf sem getur markast af átökum. Ég neita því ekki hins vegar að mér finnst oft vanta ástríðu í ljóð þeirra allra yngstu. Fólk yrkir ekki lífvænleg ljóð nema því liggi eitthvað á hjarta. Hafa ber í huga að ung skáld eiga eftir að þroskast og öðlast meiri víð- sýni.“ „Er ljóðið ef til vill endanlega að deyja?“ spyr ég. „Hvers mega sín orð ljóðsins?" spurði Hannes Pétursson fyrir fjörutíu árum og menn hafa spurt sömu spurningar jafnvel lengra aftur. Það er búið spá dauða ljóðsins í meira en hundrað ár. Ljóðið er hljóðlátur og hæverskur miðill. Afþreyingariðnað- urinn er hávær, ásækinn og rekinn af miklu fjár- magni. Það er svo margt annað en ljóð sem vill eiga frístundir fólks og margir vilja gjaman láta mata sig heldur en að lesa ljóð sem krefjast ein- hverrar hugsunar. En að það verði undir í hörðum heimi hefur aldrei gerst. Ljóðið mun halda velli jafnvel þó að fólki fækki sem lesi þau. Ljóð búa yfir þeim galdri að tengjast mannshuganum lengst aft- ur i aldir og það mun ekki hverfa svo auðveld- lega.“ Staurblankur í Austur-Þýskalandi Eysteinn byrjaði snemma að lesa og pæla í ljóð- um. Hann orti ljóð sjálfur þegar hann var í skóla. „Þetta voru bemskubrek og síðan hef ég látið það öðrum eftir að yrkja,“ segir Eysteinn. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugar- vatni og síðar i Menntaskólanum í Reykjavík. „í Menntaskólanum hafði ég góðan aðgang að bókum og kynntist fólki sem hafði áhuga á kveðskap og þá Eysteinn Þori/aldsson ís- lenskukennari var nefndur „atómskálda skjól og vörn“. Nglega var gefin út bókin Ljóðaþing sem er safn rit- gerða og útvarpserinda £y steins. Hann segir DV frá til- urð bókarinnar, námsdvöl í Austur-Þýskalandi og kennsluferlinum. ekki eingöngu því sem var á námskránni. Heilu dögunum eyddi ég í bókabúðum og las þar einkum nýjar bækur.“ Eysteinn var orðinn þrjátíu og fimm ára gamall þegar hann hóf nám við Háskóla íslands en áður hafði hann farið til Austur-Þýskalands í þýsku- nám. Þetta var á sjötta áratugnum, fyrir daga Berlínarmúrsins. „Ástæðan fyrir því að ég fór var einfaldlega sú að ég var staurblankur sveitapiltur og hafði ekki efni á því að læra annars staðar. Þó að það hafi verið margt gallað við kerfið í landinu þá buðu þeir námsmönnum góða styrki." „Dvölin þar eystra var mjög fróðleg en mér varð fljótlega ljóst að ég myndi aldrei ljúka náminu. Námið krafðist mikillar pólitískrar trúar og ég gerði mér grein fyrir að ég myndi aldrei svara hin- um pólitísku verkefnum eins og ætlast var til. Þeg- ar ég kom heim var ég öðruvisi vinstrimaður." Kvíði ekld aðgerðaleysi Eysteinn hefur kennt íslensku á öllum skólastig- um síðust fjörutiu árin. Hann lætur nú af störfum sem prófessor í Kennaraháskóla íslands eftir tutt- ugu og fimm ára starf. „Það hefur átt afskaplega vel við mig að kenna, sérstaklega háskólakennslan því ég hef mjög gaman af rannsóknum. Og hef líka haft sérstaka ánægju af því að þjálfa grunnskóla- kennara og reynt að stuðla að því að börnin sem þeir kenna fái öðruvísi bókmenntakennslu en ég fékk sem barn.“ „Ertu sáttur að kveðja?" spyr ég. „Já, þetta er búið að vera ágætt og alveg nógu langt. Ég þarf ekki að kvíða aðgerðaleysi því ég ætla að halda áfram þessu grúski mínu.“ -JKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.