Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2002, Page 46
50 Helqarblctci DV LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2002 Suzuki Baleno GL, 3 d., ssk. Skr. 10/98, ek. 21 þús. Verð kr. 790 þus. SuzukiBalenoGLX 4d.,bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00 ek. 45 þús. Verð kr. 1390 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 11/98, ek. 52 þús. Verð kr. 990 þus. Ford Focus High-series, bsk. Skr. 11/99, ek. 36 þús. Verð kr. 1220 þús. MMC Lancer GLX, bsk. Skr. 6/01, ek. 35 þús. Verð kr. 1130 þús.VW Polo Comfortline, 5 d., bsk. Skr. 7/01, ek. 40 þús. Verð kr. 1050 þús. Alfa Romeo, 5 d., bsk. Skr. 11/98, ek. 34 þús. Verð kr. 890 þus. Isuzu Trooper 3,0. dísil, bsk. Skr. 4/Ö9, ek. 64 þús. Verð kr. 2490 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---///>-------------- SUZUKI BÍLAR HF. > Skeifunni 17, simi 568-5100 Með Ameríku að fótum sér Þegar eru flmmtán keppnir af sautján búnar af mótaröö For- múlu 1 kappakstursins þetta árið og margir eru þegar farnir að huga að næstu keppnistíð. Sext- ándi og næstsíðasti viðkomustað- ur sirkustjaldsins er ekki ómerk- ari keppnisstaður en Indianapolis í Bandaríkjunum. Hjarta kappakstursins í kúrekalandinu stóra.Ý þar sem hestöflin hafa verið tamin í aldanna rás, verður miðpunktur athyglinnar, þó er það ekki víst. Gengi Ferrari hefur verið með ólíkindum þetta árið og margir hafa talað um að vel- gengni liðsins sé farin að minnka áhorf um allan heim. Þrettán keppnir hafa fallið í skaut Ferrar- is á meðan Arrows-liðið situr enn heima fjárvana og bíður þess að einhver olíuprinsinn komi á hvíta hestinum og bjargi þeim frá sömu örlögum og Prost-liðið sál- uga hlaut fyrr á þessu ári. f kjölfar Prost í gjald- þrot? Allt frá því í júlí, er Silversto- ne-kappaksturinn var í undirbún- ingi, varð fyrst ljóst að Arrows- liðið var komið í veruleg fjár- hagsvandræði er það hafði ekki greitt Cosworth-vélarframleið- anda sínum fyrir vélar sínar. Talið var að Tom Walkinshaw, einum eiganda og stjórnanda liðs- ins, tækist að bjarga málunum er hann greiddi verulegar summur úr eigin vasa til að liðinu yrði fært að keppa á heimavelli. En eftir að hafa „ brugöist" í tíma- tökum í Frakklandi og hafandi ekki keppt síðan þá að ráði lög- fræðinga er hugsanlegt að það komi ekki til með að keppa meira á þessu ári eftir að það var ljóst að þeir fara ekki til Indianapolis. Arrows, sem nú þegar hefur tvö stig í stigakeppninni, hefur misst af fjórum keppnum, í Þýskalandi, Ungverjalandi, Belgíu og á Ítalíu, staða þess gagnvart FIA versnar stöðugt og ekki er víst að þeir haldi keppnisrétti sínum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir það hafa téð- ar samningaviðræður verið í gangi við hina ýmsu fjárfesta. Það gekk meira að segja svo langt í byrjun september að liðið mætti til Spa-Francorchamps til að taka þátt í Belgíukappakstrinum og talað var um að tilkynna nýjan fjárfesti frá Bandaríkjunum. Ekk- ert varð þó úr að samningar yrðu undirskrifaðir og liðsmenn fóru sneyptir heim á leið og hafa ver- ið beðnir að halda sig utan vinnu og biða fyrirmæla. „Við höfum ekki frekari fréttir að færa en málin eru enn að þróast og við erum i fullri vinnu að útkljá þau,“ er haft eftir talsmanni liðs- ins sem segir að það séu stöðug fundahöld. Þrátt fyrir allt virðist sem dagar Arrows séu taldir og hringirnir sex, sem þeir Enrique Bernoldi og Heinz Harald Frentzen tóku í tímatökunum í Frakklandi í sumar, hafi verið þeir síðustu í sögu liðsins. Of mikil velgengni? Áður en Formúla 1 kom fyrst fyrir sjónir íslenskra sjónvarpsá- horfenda árið 1997 hafði þorri landsmanna nánast enga þekk- ingu á kappakstrinum og þekkti hvorki haus né sporð á þeim mönnum sem þar kepptu. Nánast ekkert hafði verið fjallað um þessa íþróttagrein í fjölmiðlum og fáir þeirra sem þeim miðlum stjómuðu höfðu trú á að þetta sport ætti möguleika gegn vinsæl- um boltagreinum. Annað kom al- deilis á daginn. Með hverju árinu sem leið urðu vinsældir Formúlu 1 í sjónvarpi meiri og meiri og menn stóðu gapandi yfir áhorfs- tölum. Það var líka margt sem hjálpaði til. Stanslaus barátta og gífurleg spenna milli tveggja keppinauta varð til þess að þjóðin skiptist í tvo hópa. Hákkinen- eða Schumacher-fylgjendur. í nokkur ár kepptust þessir snillingar um heimsmeistaratitla sína til síð- ustu keppni og fólk á öllum aldri vaknaði um miðjar nætur til að ____— fylgjast með úrslitakeppninni i Japan. Þetta var jafnvel of gott til að vera satt og viðbúið að það kæmi ofurlítil lægð eftir svona bylgju. Mika Hákkinen er hættur og Schumacher hefur unnið þrjá titla í röð keppnislítið og margur eldharður Formúlu 1-aðdáandinn farinn aö huga að garðinum í stað þess að horfa á Ferrari hringa alla keppinauta sína og dóla siðan í mark. „Það ætti að banna þessa rauðu eða taka Schumacher úr umferð," eru algeng ummæli um þessar mundir og ekki ómerkari menn en Frank Williams hafa í kimni látið hafa eftir sér orð sem þessi. Velgengni Ferrari er að verða vandamál Formúlunnar. Þrettán irnnar keppnir af fimmt- án, Schumacher emn með ellefu sigra, heimsmeistaratitlar tryggð- ir á miðju tímabili og Barrichello hársbreidd frá því að tryggja sér annað sætið á stigalistanum. Er þetta spennandi? Það finnst ekki öllum en Formúlan mun lifa þetta af og þeir sem nú fylgjast með hveiju metmu á fætur öðru falla eins og spilaborg munu þegar tím- ar líða mmnast þess með stolti aö hafa orðið vitni að einu mesta sig- urtímabili eins liðs í sögu For- múlu 1. Musteri kappaksturshetj- anna Indianapolis mun á morgun hýsa þriðju Formúlu 1-keppni sína í röð í einu glæsilegasta kappakstursmusteri í heiminum er byggt var af bilaframleiðend- um upp úr þarsíðustu aldamótum af stórhug sem erfitt verður að endurtaka. Síðan hefur Indy, eins og brautin er kölluð, verið nánast heimastaður helgiathafna fyrir amerískar kappaksturshetjur Indy 500 og NASCAR og allt að 250.000 áhorfendur mæta til að fylgjast með. Ekki er búist við svo mörgum í stúkurnar til að fylgjast með Formúlu 1-keppn- inni á morgun en keppnishaldar- ar gera ráð fyrir allt að 175 þús- und manns og eru sáttir við. Ástæður eru aðallega taldar vel- gengni Ferrari og það að Formúla 1 hefur aldrei átt neitt sérstak- lega upp á pallborðið hjá Kanan- um i gegnum tíðina. Ekkert bandarískt lið né ökumaður er í Formúlunni þó fólk kannist við menn eins og Villeneuve og Montoya sem báðir hafa unnið Indy 500. Saga Formúlu 1 spann- ar nokkur ár og hýstu Dallas, Detroit og Las Vegas nokkrar keppnir á níunda áratugnum en ávallt skorti áhorfendur. Rétt eins og David Coulthard segir hér á opnunni þá er ekki hægt að kalla Formúlu 1 heimsmeistara- keppni án þess að keppt sé í USA og vona allir að Indy komi til með að standa á keppnisdagatalinu um ókomna framtíð." -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.