Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 2
2 ________________________________________________________________LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Fréttir I>‘V Mestu rigningar í manna minnum á Suðausturlandi: Aldrei séð neitt þessu líkt - sagði Þorsteinn Sigfússon, bóndi á Skálafelli Þjóðvegur eitt i Suðursveit rofn- aði skammt frá Skálafelli þegar mikið hlaup kom í ána Kolgrímu seinni hluta fimmtudags og náði hámarki um kl. 4 á föstudagsnótt. Vatnselgurinn rauf um 100 metra skarð í veginn um 500 metra vest- an við brúna. Þorsteinn Sigfússon, bóndi á Skálafelli, segir að ekki sé vitað til þess að svona stórt hlaup hafi áður komið í Kolgrímu og aldrei hafi hún flætt vestur yfir túnin neðan við bæinn og alltaf haldið sig í far- veginum. „Ég hef aldrei séð hér neitt þessu líkt og það var einn fjörður um allt hér vestan við bæ hjá okk- ur,“ sagði Þorsteinn í samtali við DV. Hann telur að dýpt vatnsins á túninu hafi verið um einn og hálf- ur metri. Um 8-10 hektarar af tún- inu hafa farið undir vatn og eru girðingar ónýtar. Þar sem vall- lendi var í gær eru klappir, grjót, aur og ísjakar í dag því jarðvegur- inn hefur sópast burt af túninu í hlaupinu og ljóst er að tjón er mikið. Ekki er vitað hvaðan hlaupið hefur komið í ána. Þegar flogið var yfir Vatnsdal fyrir tveim vik- um, en þaðan hafa hlaup í Kol- grímu komið, var þar ekkert vatn að sjá eða neitt sem bent gæti til hlaups. Ekki hefur verið hægt að fljúga yfir svæðið vegna slæms veðurs. Það sem er óvenjulegt við þetta hlaup er hvað áin óx snöggt en venjulega hefur hún verið nokkra daga að ná hámarki. Síð- asta stórhlaup varð í ánni 1994 og Létust í bílslysi Mæðgurnar sem létust af völd- um áverka, sem þær hlutu í um- ferðarslysinu á Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði siðastliöinn sunnu- dag, hétu Þórdís Anna Pétursdótt- ir, fædd 5. júlí 1965, Elín ísabella Kristinsdóttir, fædd 12. ágúst 1993, Mirra Blær Kristinsdóttir, fædd 18. september 1994. Mæðgurnar voru búsettar að Dynsölum 16 í Kópavogi.________________-aþ er talið aö það hafi verið mesta hlaup sem komið hafi fram að þessu. Þorsteinn segir aö það hafi ekkert verið í líkingu við þetta hlaup sem nú er. Gert verður við veginn til bráða- birgða í dag og ætti umferð að komast í lag undir kvöldið. Varnargarðar Hólmsár í hættu Unnið var að því að styrkja varnargarða austan við Hólmsá á Mýrum í gærdag og undir kvöldið var talið að búiö væri að koma í veg fyrir að áin bryti sér leið til austurs. Gífurlegt vatn var í ánni í gær og var hún sem sjór yfir að líta. Mátti ekki hækka mikið í ánni svo hún flæddi yfir hringveg- inn. Ný brú var byggð yfir Hólmsá á þessu ári og er hún ekki talin í hættu. Allar jökulár á Suðaustur- landi eru í miklum vexti vegna mikilla rigninga síðustu daga og óvenju mikillar bráðnunar á jöklunum. -JI - Sjá fréttaljós á bls. 14 DV-MYND JÚLÍA Vegurinn í sundur Um 100 metra skarð kom í hringveginn við Skálafell í Suðursveit þegar hlaup kom í ána Koigrímu. Leyniskyttan í Bandaríkjunum: Lamandi hræðsla vegna launmorðanna - segir Sigríður Lucas í Maryland „Maður hugsar sig tvisvar um að fara út í búð og fer ekki út úr húsi aö gamni sínu,“ segir Sigríður Lucas, sem búsett er í borginni Rockville í Maryland-ríki í Banda- ríkjunum, á sama svæði sem óþekktur launmorðingi hefur skotið tíu manns síðustu daga. Morðing- inn velur fómarlömb sín af handa- hófi og skýtur fólk þegar það er við hversdagslega iðju utandyra. Ein kona var skotin i gegnum höfuðið á bekk fyrir utan verslunarmiðstöð, annar maður var myrtur þegar hann sló garöinn sinn og þrir hafa faliið í valinn þar sem þeir voru að dæla bensíni á bílinn sinn. „Hugarfarið hefur breyst mikið og fólk hefur sífellt í huga að þaö gæti orðið fyrir skoti úr launsátri. Ég vel mér núna bensínpumpu sem næst bensínstöðinni, flýti mér að setja dæluna í og sit inni í bíl þar til hann fyllist," segir Sigríöur, sem hefur búið í Bandarikjunum frá árinu 1996 og hefur aldrei upplifað annað eins. Þegar DV hafði samband viö Sig- ríði var hún að sækja ellefu ára son sinn í skólann, en nú liggur 13 ára drengur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir aö hafa verið skotinn á leiðinni úr bíl foreldra sinna í skólann. Lög- reglumenn vopnaðir rifflum halda nú vakt við alla skóla á svæðinu. „Fólk verður að halda áfram, það er ekki annað að gera,“ segir Sigríður. Víðtæk leit er nú gerð að morð- ingjanum í Virginíu og Maryland, en óttast er að um sé að ræða fleiri en einn mann. -jtr Nánari umfjöllun um laun- morðingjann á bls. 8 og 12. „Ef þú œttir að lesa eina bók óður en |>ú deyrð þú er það Don Kíkóti“ Bcn Okri rilhöfundur SKEMMTILEGASTA OG VINSÆLASTA SKÁLDSAGA VERALDAR Valln af 100 frægum höfundum frá 54 löndum áriö 2002. Miguel de Cervantes Don Kíkóti ★ ★★★ tima Bræðraborgarstíqur 7 Sími 575 5600 DV-MYND ÞÖK Hörmungar hversdagslelkans Nú þegar hafa 28 manns farist í umferðarslysum á árinu og eru fórnarlömb um- ferðarinnar ellefu fleiri í ár en á sama tíma í fyrra. Leita þarf aftur til ársins 1988 til að fmna viölíka umfang banaslysa á íslandi og er áriö enn ekki á enda. E3BaiK Ingibjörg styöur Bryndísi Á fundi stuðnings- manna Bryndísar Hlöðversdóttur í gær sagðist Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgar- stjóri styðja Bryndísi í fýrsta sæti listans í öðru Reykja- víkkjördæminu en Jóhanna Sigurðar- dóttir sækist einnig eftir því sæti. Síminn í hugbúnaöinn Landssíminn og íslenski hugbúnað- arsjóðurinn undirrituðu í gær samn- ing um kaup Símans á 16 prósenta eignarhlut í hugbúnaðarsjóðnum. Samningurinn felur i sér 140 miiljóna króna beina fjárfestingu Símans og er hann nú orðinn stærsti hluthafmn í sjóðnum. Ókeypis viöskiptavefrit Viðskiptaskrifstofa utanrikisráðu- neytisins hefur gefið út fyrsta tölublað vefrits síns sem hlaut naftiið Stiklur. Síöasti dagur fagsýningar Agora, fagsýningu þekkingariðnað- arins, lýkm- í dag. Sýningin er opin ai- menningi frá klukkan 11 til 19. Peningalykt yfir Grindavík Kvörtunum hefur rignt yfir yfirvöld vegna óþefs sem leggur af fiskimjöls- verksmiðjunni i Grindavík undanfar- ið. Bræðslu kolmunna lauk í gær en fnykurinn af honum mun vera stækari en af loðnu og sOd. Víkurfréttir greindu frá. Hjörvar vill á þing Helgi Hjörvar, vara- borgarfúlltrúi R-listans í Reykjavík, hefur til- kynnt um framboð sitt til forkosninga Sam- fylkingarinnar fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Helgi var áður oddvití R-listans. Þjófár gripu í tómt Brotist var inn i tölvuverslunina Samhæfrii/Tækniiausnir í Keflavík í fyrrinótt. Ekki var snert við tölvubún- aðinum en hins vegar var hafður á brott tómur kassi. Líklegt er að styggð hafi komið á þjófana. Árekstrar í Eyjum Harður árekstur varö í Vestmarma- eyjum í gær og þurfti að draga báðar bifreiðimar á brott með kranabíl. Þetta er annar harði áreksturinn í Eyj- um í vikunni, sem er afar fátítt. Ekki hafa orðið alvarleg meiðsl á fólki. Árekstur viö Selfoss Tveir bílar skuliu saman á Eyravegi á Selfossi í gær með þeim afleiðingum að þeir stórskemmdust báðir. Tildrög slyssins voru þau að annar bílstjórinn gleymdi sér í akstrinum og rásaði yfir á rangan vegarhelming. Báðir bílstjór- amir em á sextugsaldri og geta þcdrk- að bílbeltanotkun sinni fyrir að ekki hlutust nema smávægileg eymsli af samstuðinu. -jtr I myndatexta á forsíðu DV í gær, föstudag, sagði að Sindri Sindrason væri fjármálastjóri Pharmaco. Hið rétta er að Sindri er forstjóri fjár- festingarsviðs Pharmaco. Sagði enn fremur að þar mætti sjá Sverri Hauk Guðjónsson en hið rétta er að Sverrir Haukur er Gunnlaugsson. Ekki að hætta Ofsagt var í þættinum Árinu eldri í DV-Magasíni á fimmtudag aö Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, sem verður 65 ára nk. mánudag, væri að láta af störfum. Bergur situr enn sem fast- ast - og allar sögur af starfslokum hans eru stórlega ýktar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.