Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Brjáluð leyniskytta veldur miklum ótta í Bandaríkjunum: Velur fórnarlömb af handahófi Fórnarlömbin syrgð Sjö manns hafa falliö fyrir hendi leyniskyttunnar það sem af er og óttast aö hún muni halda drápunum áfram. Mikil skelfing hefur því griþiö um sig í Washington og ná- grenni þar sem skyttan hefur níu sinnum látiö til skarar skríöa til þessa. Hvar næst? Mikiö hvílir á lögreglunni Charles Moose, yfírmaöur lögreglunnar í Montgomery-sýslu, sem fer með stjórn rannsókn máisins, brást ókvæða viö því aö starfsmenn hans skyldu leka út uþþ- lýsingum um tarot-spiliö til fjölmiöla. Hann vill fá friö til þess aö vinna sín verk og segir aö uþþlýsingaleki geti haft alvarlegar afíeiöingar. sín Þegar þetta er skrifað standa lög- regluyfirvöld í Bandaríkjunum enn þá ráðþrota frammi fyrir þeirri ráðgátu, hver eða hverjir hafi staðið fyrir níu aðskildum morðárásum á jafnmarga óbreytta borgara í nágrenni Was- hington-borgar síðustu daga - árásum sem leitt hafa til dauða sjö manns og slasað tvo. Engar vísbendingar, utan eitt tarot- spil, liggja heldur fyrir og ekkert sem bent gæti til ástæðunnar fyrir árásun- um eða nokkuð sem tengir fómar- lömbin seunan. Þau virðast hafa verið valin af handahófi og eru eins ólík og þau eru mörg. Um er að ræða konur og karla á aldrinum 13 td 72 ára, sem fátt eiga sameiginlegt, það eina kannski að öll vöru þau að sinna eig- in málum í daglegu amstri þegar þau urðu fyrir árásunum. Fyrsta fórnarlambið 7 Fyrsta fórnarlambið, hinn 55 ára gamli James D. Martin, starfsmaður bandarísku hafrannsóknarstofnunar- innar, var skotinn þar sem hann stóð fyrir utan stórmarkað í bænum Whea- ton í Maryland á sjöunda tímanum á miðvikudagskvöldið í síðustu viku, en þar hugðist hann kaupa inn fyrir söfnuðinn sinn, sem hann starfar mik- ið fyrir í frístundum. Martin, sem var einnig mikill áhugamaður um ætt- fræði og sögu bandarísku borgara- styrjaldarinnar, lætur eftir sig konu og ellefu ára son. Aðeins klukkustund áður en Mart- in var skotinn, eða um klukkan hálf sex, hafði lögreglunni á Aspen Hili- svæðinu verið tilkynnt um að skotið haíði verið að byggingavörumarkaði, en þar hafði enginn orðið fyrir skaða þegar rúður brotnuðu undan skotun- um. Með gott hjartalag Annað fórnarlambið var James „Sonny“ Buchanan, 39 ára sonur fyrr- um lögreglumanns í Montgomery- sýslu. Hann var maður með óvenju gott hjartalag og alltaf tiibúinn til þess að hjálpa öðrum. Hann var mjög virkur í starfi í æskulýðsmiðstöð heimabæjarins, Arlington í Virginíu. Sonny var einng mikill áhugamaður um ljóðlist, orti eitthvað sjálfur auk þess sem hann kenndi börnunum garðyrkju. „Það má með sanni segja að Sonny hafi verið uppalandi 400 bama. Hann kom í æskulýðsheimilið tvisvar til þrisvar í viku og hjálpaði börnunum m.a. með heimaverkefnin," sagði Gre- gory Wims, sem einnig starfar sem sjálfboðaliði með bömunum. Buchanan hafði áður rekið garð- yrkjufyrirtæki en var nýbúinn að selja það þegar hann var skotinn til bana, með skoti í brjóstið, þar sem hann var að aðstoða fyrrum viðskipta- vin sinn við garðyrkju á White Flint- svæðinu í nágrenni Rockville í Mar- yland, snemma á fimmtudagsmorgun, öörum degi skotárásanna. 25 ára brúðkaupsafmæli Um það bil hálfri stundu síðar, eða upp úr klukkan átta, var hinn 54 ára gamli Prem Kumar Walekar skotinn tii bana á svipuðum slóðum, þar sem hann var staddur á bensínstöð á Aspen Hill-svæðinu og stóð við að setja bensin á bifreið sína daginn sem hann átti 25 ára brúðkaupsafmæli. Hann var leigubílstjóri í hlutastarfi og hefði að venju ekki átt að vera að vinna á þessum tíma, en valdi að taka vaktina fyrr af þvi að hann ætlaði að halda upp á daginn með fjölskyldunni heima hjá sér í bænum Olney. Walekar var fæddur í Indiana og hafði vonast til þess að verja ellinni þar. „Ég vil að allir viti hvernig mað- ur faðir minn var. Hann var besti maður í öllum heiminum og ég þakka guði fyrir að hafa átt hann sem foð- ur,“ sagði sorgmæddur sonur hans, Andrew Walekar. Blóðugur fimmtudagur Þar með hafði leyniskyttan drepið þrjá menn að morgni þessa blóðuga dags. Hann hafði samt ekki enn feng- ið fikn sinni fullnægt og hélt því áfram. Nú var komið að þeim Söru Ramos og Lori Ann Lewis-Rivera sem báðar létu lífið þannan morgun. Sara var 34 ára innflytjandi frá E1 Salvador og hafði helgað líf sitt störf- um fyrir nokkra kirkjusöfnuði, auk þess sem hún vann við heimilishjálp og barnapössun. „Það sem var svo sérstakt við Söru var að þegar hún gekk um húsið þá hafði maður það á tilfinningunni að hún væri ekki alveg ein. Það var eins og einhver yfimáttúrulegur kraftur, eitthvað ljómandi fylgdi henni eftir. Eitthvað sem fyllti húsið hlýju,“ sagði Larry Gaffigan, einn vinnuveitandi hennar. Sara var stödd fyrir utan pósthús í heimabæ sinum, Siver Spring, þegar hún var skotin til bana um klukkan hálfníu, en þar sat hún á bekk og las í bók. Hún lætur eftir sig eiginmann og sjö ára gamlan son. Klukkustund milli morða Rúmri klukkustund síðar, eða rétt fyrir klukkan tíu, var síðan komið að hinni 25 ára gömlu Lori Ann Lewis- Rivera, en hún var skotin til bana þar sem hún var stödd á bensínstöð í heimabæ sínum Kensington við að ryksuga og þrifa bilinn sinn. Hún var alin upp í smábæ í Idaho og hafði nýlega flutt til Washington- svæðisins ásamt eiginmanni sínum og dóttur á forskólaaldri. „Hún var mjög indæl og vinnusöm ung kona og var sífellt á spani. Ég er miður mín og á engin orð til þess að lýsa hræðilegri skelfingu rninni," sagði nágrannakona hennar. Síðasta fórnarlamb fimmtudagsins var Pascal Charlot, 72 ára gamall Was- hington-búi sem flutti til borgarinnar fyrir nokkrum árum frá Haiti, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Charlot var trésmiður á eftirlaunum og sá eini fórnarlambanna sem skot- inn hefur verið innan höfuðborgar- innar, þar sem hann var á gangi á tí- unda tímanum um kvöldið. Hann læt- ur eftir sig aldraða eiginkonu. Tvö lifðu árásirnar af Um tvö næstu fórnarlömb, sem bæði lifðu árásir leyniskyttunnar af, er lítið vitað og hefur lögreglan af ör- yggisástæðum ákveðið að halda nöfn- um þeirra leyndum. Fyrri árásin átíi sér stað eftir hádegi á föstudeginum, en þá fékk 43 ára gömul kona skot í bakið úr riffli leyniskyttunnar, þar sem hún var stödd á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöð í bænum Fredericksburg í Virginíu-ríki um það bil áttatíu kílómetra suður af Washington. Hún særðist illa en fékk að fara heim af spítalanum á þriðju- dag eftir aðgerð. Eftir tveggja daga hlé á laugardag og sunnudag lét leyniskyttan aftur til skarar skríða á mánudagsmorgun, en þá særði hún þrettán ára gamlan dreng illa með skoti i kviðarholið. Drengurinn var staddur fyrir utan skólann sinn í Prince George-sýslu í Maryland og var nýstiginn út úr bíl frænku sinnar, sem keyrt hafði hann í skólann, þegar hann varð fyrir skot- inu. Hann var fluttur með sjúkraþyrlu tO Washington þar sem hann gekkst undir erfiða skurðaðgerð, en fiarlægja þurfti miltað, brisið og hluta af mag- anum. Hann liggur nú á gjörgæslu í öndunarvél og mun ekki enn úr lífs- hættu að sögn lækna. Hvítur sendibíll sást tvisvar Síðasta fórnarlambið, hinn 53 ára gamli Dean Harold Meyers, frá bæn- um Gaithersburg í Maryland, var skotinn til bana á níunda tímanum á miðvikudagskvöldið, þar sem hann var að dæla bensíni á bifreið sína á bensínstöð í bænum Manassas í Vir- giníu, um fimmtíu kílómetra suð-vest- ur af Washington. Meyers er níunda fómarlamb leyniskyttunnar og það sjöunda sem hún skýtur til bana. Hann mun hafa fengið kúlu í höfuðið og skotinn aðeins einu skoti eins og öll hin fómarlömbin og mjög líklega af löngu færi sem í öllum tilfellum er talið vera um eða vel yfir 100 metrar. Af þessari upptalningu má sjá að það eru engin sjáanleg tengsl á milli fómarlambanna og eins og áður sagði auðséð að þau eru valin af handahófi. Einn eða tveir Sumir halda þvi fram að tveir menn hljóti að vinni saman að árás- unum, annar sem skytta en hinn sem bUstjóri sem auðveldi þeim að komast óséðir í burtu af vettvangi. í tvígang hafa lögreglunni borist fregnir af því að sést hafi tU tveggja manna á hvít- um sendiferðabU í nágrenni morð- staðanna, núna síðast þegar síðasta fórnarlambið var skotið í Manassas og þykir það styðja tUgátuna um að tveir menn séu saman að verki. Lögreglan viröist þó hafa horfið frá þeirri tUgátu og virðist írekar telja að um einn og sama manninn sé að ræða. Þá hafa einnig heyrst kenning- ar um það að hugsanlega gæti verið um hryðjuverk í kjölfar umræðunnar um hernaðaraðgerðir gegn írökum, að ræða, en af sérfræðingum þykir það ólíklegt og fátt sem bendi tU þess. Þarf ekki að vera góð skytta Þrátt fyrir að vera ýmsu vanir hef- ur mikUl ótti gripið um sig meðal íbúa í Washington og nágrenni og þá sérstaklega meðal foreldra ungra barna og unglinga eftir árásina á skóladrenginn á mánudaginn. Þar tel- ur lögreglan sig hafa fundið bæli tU- ræðismannsins í grasbarði í rúmlega hundrað metra fiarlægð frá skólanum og nærri því tarot-spU með handskrif- uðum skUaboðum tU lögreglunnar á bakinu. Þar segir: „Kæri lögreglu- þjónn, ég er Guð.“ SpUið er fyrsta haldbæra sönnunar- gagniö í málinu fyrir utan kúlur og skothylki sem hugsanlega gæti leitt lögregluna á sporið og hjálpað sér- fræðingum við að greina persónuleika tilræðismannsins, en um persónu- leika hans hafa verið skiptar skoðanir þó flestir séu á því að hann sé haldinn brjálsemi. „Hann gæti verið hermað- ur, veiðimaður eða markskytta. Hann gæti í raun verið hvað sem er og ekk- ert víst að hann sé einu sinni góð skytta. Það sem þarf til er góður riffUl í bland við brjálsemina og af hvoru tveggja er víst nóg í Bandaríkjunum," sagði einn sérfræðingurinn. Erlendar fréttir vikum Bush fær að fara í stríð Bandaríkjaforseti hef- X'* y ur fengið leyfi beggja deUda þingsins tU að H| EjS Saddam Hussein ■yiS íraksforseta, ef ekki tekst að afvopna hann með friðsamlegum leiðum. Bæði fuU- trúadeUdin og öldungadeUdin sam- þykktu heimildina tU forsetans með miklum meirihluta atkvæða á fimmtudag. Þreifingar halda svo áfram í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um að fá það tU að samþykkja nýja harðoröa ályktun um Irak. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór tU Moskvu á fimmtudag tU að reyna að fá Rússa á band sitt og Bush um nauðsyn hernaðaraðgerða. Rússar hafa verið tregir í taumi. Leyniskyttan ófundin Sjö manns liggja nú í valnum eftir leyniskyttu sem hefur skotið af löngu færi á fólk í nágrenni Washington DC, höfuðborgar Bandaríkjanna, í á aðra viku. Síðasta fómarlambið, maður á sextugsaldri, var drepið á miðviku- dagskvöld. Tveir tU viðbótar hafa særst af völdum skyttunnar. Lögregl- an stendur ráðþrota frammi fyrir ódæðisverkunum og mikUl ótti hefur gripið um sig meðal almennings. Eng- in vitni eru að skotárásunum sem hafa átt sér stað á almannafæri. Fjöldamannfall á Gaza Ariel Sharon, for- sætisráðherra ísraels, hélt í vikunni uppi H vörnum fyrir árásir gsjH ísraelska hersins á I bæinn Khan Younis á r "/1 Gaza í upphafi vik- / M JM unnar. Sextán manns L—: ~ ká féUu í skriðdrekaárásinni, sem gerð var um miðja nótt. Palestínsk yfirvöld köUuðu aðgerðirnar fiöldamorð. Shar- on harmaði mannfaU úr röðum óbreyttra borgara en sagði það aðeins sanna að hryðjuverkamenn væru hvergi óhultir, jafnvel ekki innan um allan almenning. Tíu ný ríki samþykkt í ESB Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins tUkynnti í vikunni að ákveð- ið hefði verið að ljúka aðUdarviðræð- um fyrir áramót við tíu ríki sem hafa sótt um að komast inn í sambandið. Ef áUt fer samkvæmt áætlun verða nýju ríkin tekin inn í helgidóminn á árinu 2004. Þá verða aðUdarriki ESB orðin tuttugu og fimm. Ríkin sem nú voru samþykkt eru Eistland, Lettland, Litháen, PóUand, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Kýpur og Malta. Á sama fundi var tUkynnt að ekkert hefði enn verið ákveðið um að- Udarviðræður við Tyrki, þrátt fyrir þrýsting Bandaríkjamanna um að þessir bandamenn þeirra í NATO fái inngöngu í ESB. Borgarstjóri stunginn ---yHBRPHH Bertrand Dela- I noé, borgarstjóri I Parísar, liggur enn á sjúkrahúsi eftir að ■ að myrða hann um ;™ síðustu helgi. Geð- I truflaður maður veittist að borgarstjóranum í ráðhús- inu og stakk hann í kviðinn. TUræðis- manninum mun hafa verið í nöp við bæði stjórnmálamenn og homma en Delanoe tUheyrir báðum fylkingum. Líklega hryðjuverk Rannsóknarmenn sögðu undir vikulok að margt benti tU þess að sprengingin um borð í franska risaol- íuskipinu Limburg undan ströndum Jemens síðastliðinn sunnudag hefði verið hryðjuverk. Meira að segja ráða- menn í Jemen hafa ljáð því máls að svo gæti verið, þótt þau hafi lengi haldið sig fast viö þá skýringu að um slys heföi verið að ræða. Brak úr litl- um báti hefur fundist á Limburg og þykir það styðja kenninguna um hryðjuverk. Ráðamenn í Jemen hafa um nokkurt skeið reynt að hrista af sér orðspor um að land þeirra sé grið- arstaður fyrir hryðjuverkamenn úr röðum al-Qaeda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.