Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 20
20
Helqarhlac) X>‘Vr LAUGARDAG U R 12. OKTÓBER 2002
Iiildur Rúnu Hauksdóttir hefur
verið á sjötta dag í hungurverkfalli
þegar þetta birtist. Með því vill
hún sýna andstöðu sína við virkj-
unaráform á Austurlandi.
DV-mvnd ÞÖK
Hildur Rúna Hauks-
dóttir er íhunquruerk-
falli gegn fqrirhuquð-
um framkvæmdum
við Kárahnjúka og
Amma sveltur
gegn virkjunum
virkjunarframkvæmd-
um og bgggingu ál-
vers á Austurlandi. DV
hitti ömmuna sem
sveltur fgrir málstað-
inn.
íslendingar eru ekki vanir að fara í hungurverkföll.
Kannski er það vegna þess að við hjörðum um aldir við
hungurmörk og lífsbarátta vor snerist um það fyrst og
fremst að fá að borða að slík verkföll eru okkur fram-
andi þó þau séu ekki óþekkt. Einhvern veginn finnst
mér að það séu bara erlendar baráttuhetjur gegn mann-
réttindabrotum sem fara í hungurverkfall. Eina for-
dæmið sem ég man er 10 daga hungurverkfall Guð-
rúnar Evu Mínervudóttur og Elínar Öglu Briem á jóla-
aðventunni 1998 til að mótmæla virkjun við Eyjabakka.
Hildur Rúna Hauksdóttir er svo þriðja manneskjan.
Hún er í hungurverkfalli gegn framkvæmdum við
Kárahnjúka, gegn virkjunum á Austurlandi og þeim
náttúruspjöllum sem að hennar mati felast í þeim.
DV hitti Hildi í bækistöðvum mótmælenda á horni
Baldursgötu og Skólavörðustígs en þar hefur Hildur
lánað húsnæði undir starf þeirra hreyfingar sem beitir
sér gegn umræddum framkvæmdum. Þótt samtökin
heiti ekkert ennþá og séu í rauninni ekki til í hefð-
bundnum skilningi þess orðs þá er birtingarform
þeirra sá hópur fólks sem hefur mótmælt á Austurvelli
daglega í sjö vikur þegar þetta er ritað. í framhaldi af
því hafa verið haldnir fræðslufundir á Grand Rokk tvo
undanfarna laugardaga og í dag er sá þriðji í röðinni af
átta fyrirhuguðum. Þar flytja erindi Þorsteinn Sig-
laugsson rekstrarhagfræðingur, Roni Horn listakona
og Hafdís Hanna Ægisdóttir líffræðingur.
Innan skamms verður opnuð vefsiða sem ber nafnið
raddir.is og þar verður hægt að fylgjast með hungur-
verkfalli Hildar ásamt öllum þeim atburðum sem tengj-
ast mótmælum og fræðslu hvað varðar Kárahnjúka-
virkjun og Þjórsárver. Allir landsmenn sem áhuga hafa
á geta tjáð sig til þessarar bækistöðvar og sent póstfang
á info@raddir.is
Þótt tengsl hennar við hópinn séu augljós vill Hildur
ítreka að hún er ekki í hungurverkfalli í nafni neinna
samtaka eða hóps heldur eingöngu í eigin nafni. Hún
segir það henta sér vel að hafa bækistöð
grasrótarhreyfingarinnar á Skólavörðustígnum því þá
sé alltaf einhver með henni og veiti henni stuðning og
eftirlit.
Ekkert „heilsufrík“
Hildur neytir vatns meðan á hungurverkfallinu
stendur en drekkur jafnframt te af íslenskum jurtum
sem hún hefur sjálf tínt og lagað drykk af. Hún segir að
blöndunin sé mismunandi en þegar samtal okkar fer
fram drekkur hún te úr birki, mjaðarjurt og hvannar-
fræjum. Þegar við hittumst hefur verkfallið varað í
rúma fjóra daga og því eðlilegt að spyrja hvernig henni
líði.
„Mér líður betur en ég átti von á. Ég finn ekki fyrir
neinum svima eða höfuðverk og finn ótrúlega lítið fyr-
ir svengd. Ég þakka það íslensku jurtunum."
- Er Hildur vön að svelta sig með þessum hætti?
„Ég er ekkert sérstakt heilsufrík en reyni að borða
lífrænt fæði og forðast að mestu unnar matvörur og ég
borða bæði fisk og kjöt. Ég fastaði eitt sinn fyrir um 10
árum en það var í tengslum við svitahof að hætti
Indíána og varði í 4 sólarhringa. Þá neytti maður
einskis enda var þetta í sérstökum íhugunartilgangi.
Þá fer manni fljótlega að líða eins og maður sé veikur
og með óráði.“
- En hve lengi hyggst Hildur vera í hungurverkfalli?
„Ég geri ráð fyrir því að það vari í nokkrar vikur eða
þar til tilganginum er náð.“
Sauður eða ljón?
- Og hver er tilgangurinn?
„Hann er að benda fólki á þá óráösíu sem ríkið og
Landsvirkjun standa að með þeim skelfilegu náttúru-
spjöllum sem Kárahnjúkavirkjun mun valda. Þetta eru
óafturkræfar aðgerðir sem munu spilla landinu okkar
fyrir lífstíð. Þarna myndast stór foksvæði, lónið fyllist
upp og ómetanlegar náttúruperlur hverfa undir vatn,“
segir Hildur og fær sér vatnssopa en það er óneitanlega
sérkennilegt hvernig vatn er þungamiðja þessa alls.
„Við sjáum hvernig jöklar minnka og framburður
eykst sem gerir alla útreikninga Landsvirkjunar á
áhrifum þessarar framkvæmda marklausa. Það er ver-
ið að leggja gríðarlegar víðáttur, sem í dag eru óspillt-
ar, undir vegi, uppistöðulón, jarðvegsnám, skurði og
mun víðtækari framkvæmdir en aðeins Kárahnjúka-
virkjunina sjálfa. Og spilla öllu fuglalífi og öðru lífríki
frá jökli til sjávar.
- En er þetta ekki tilgangslaust? Er ekki búið að
veita öll leyfi og framkvæmdir hafnar?
„Það er allt of algengt viðhorf að handhafar valdsins
fái öllu ráðið. Þeir sækja vald sitt til almennings og
eiga allt undir honum. Það hafa ekki verið veitt önnur
leyfi en til undirbúningsvinnu. Eina leyfið sem hefur
verið veitt er til vegagerðar á þessu svæði og það er alls
ekki of seint fyrir fólk að láta í sér heyra. Við getum
enn staðið upp og látið rödd okkar heyrast og undir-
tektir fólks hafa verið sérstaklega góðar. Maður á ekki
að vera sauður frekar en maður vill. Ef maður vill vera
ljón þá getur maður vel verið ljón og það er skylda okk-
ar að standa upp og láta álit okkar i ljós og láta rödd
okkar heyrast."
Yfirgangur Landsvirkjunar
- Hildur segist hafa tekið þátt i mótmælum gegn
Eyjabakkavirkjun á sínum tíma en kveðst hafa orðið
ljóst strax þegar Kárahnjúkamálin voru rædd á Alþingi
að hún yrði að mótmæla en vissi lengi ekki með hvaða
hætti það ætti að vera. En þekkir hún vel þetta land-
svæði sem hún vill bjarga?
„Ég hef alltaf verið náttúruunnandi og hlynnt nátt-
úruvernd. Ég hef ferðast mjög víða um ísland þótt enn
eigi ég eftir Hornstrandir og ýmis svæði vestan Vatna-
jökuls ókönnuð. Ég kom að Kárahnjúkum sjálfum fyrst
í sumar en hafði oft ferðast um nágrenni þeirra. Það
getur enginn maður trúað því að þessi framkvæmd sé
fjárhagslega hagkvæm. Það er þvílíkt bull að ekki er
hægt að taka mark á því.“
- En ætti þá að láta þetta svæði algerlega ósnortið?
„Það hefur verið sýnt fram á að ef þetta svæði sem
spillist við virkjun Kárahnjúka og alls sem henni fylg-
ir yrði gert að þjóðgarði í óspilltri náttúru þá myndu
skapast við það 400 varanleg störf sem er miklu væn-
legri kostur en sú atvinna sem skapast í skamman tíma
þegar verið er að þjösna upp svona virkjun."
- Hildi fmnst að íslendingar lifi ekki lengur í lýðræð-
isríki heldur landi þar sem stjórnvöld fari sínu fram og
valti yfir skoðanir almennings.
„Það er ekki bara almenningur því við höfum heyrt
vlsindamenn tala um hvernig Landsvirkjun túlkaði
niðurstöður þeirra og líktu því við skáldskap sem jaðr-
aði við fölsun. Þetta er yfirgangur sem fólk á ekki að
láta líðast."
Amma sem sveltur
- Eins og margir vita er Hildur móðir Bjarkar Guð-
mundsdóttur, söngkonu og tónlistarmanns, og varð
amma þann 3. okt. þegar Björk eignaðist annað barn
sitt, litla stúlku sem Hildur hefur enn aðeins séð á
mynd. Fyrir á Hildur annað barnabarn sem er Sindri
Eldon, sonur Bjarkar.
„Það er yndislegt að vera amma þótt það sé auðvitað
erfitt að hafa þau í útlöndum. Sindri minn hefur verið
mikið hjá mér og ég hjá honum þegar hann bjó erlend-
is.“
- Nú hljóta erlendir fjölmiðlar að hafa áhuga á öllu
sem tengist Björk. Hafa þeir haft sambandi við þig
vegna hungurverkfallsins?
„Þeir fylgjast með mér og vita af þessu en það er ekk-
ert sem ég hef talað um ennþá."
- Hildur segist að hluta til vera að gera þetta fyrir
börriin sín og barnabörnin og alla þá sem eiga að erfa
þetta land.
„Stuðningurinn sem ég hef fengið er gríðarlegur og
hann er frá alls konar fólki um allt land, það er þakk-
látt mér fyrir að vekja athygli á málstaönum. Fólki
finnst sorglegt að börnin okkar eigi ekki að erfa neitt
nema skemmdarverk af völdum virkjana og stóriðjú
sem skila ekki öðru en skuldum og hreinni eyðilegg-
ingu. Að virkja jökulvatn er ekkert annað en skemmd-
arverk. Ef fáránlegar hugmyndir Landsvirkjunar um
Kárahnjúkavirkjun og Norðlingaölduvirkjun verða að
veruleika verður það ekki aftur tekið og þess vegna
verðum við að mótmæla." PÁÁ