Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 22
22
Helqarblað JOV LAUGAIiDAGUR 12. OKTÓBER 2002
...kíkt í snyrtibudduna
Óniissandi meik
„Ég er meö meik frá La Praire í snyrtibudd
unni. Elín Reynisdóttir sminka benti mér ein-
hvern tíma á þetta meik og ég hef notað það síð-
an. Það er ómissandi ef ég ætla á annað borö að
vera förðuð.“
Gott fyrir baugana
„Ef ég vil vera voða fm og sæt þá gríp ég stund-
um til baugahyljarans. Þessi er frá Make Up For-
ever Professional. Hann virkar vel þegar maður er bú-
inn að læra að nota hann. Elín kenndi mér þetta líka.“
Grábrúnn augnskuggi
„Uppáhaldsaugnskugginn minn núna er grábrúnn
að lit. Hann er frá Chanel en ég nota. alltaf
augnskugga í því merki - þeir eru einfaldlega best-
ir. Grábrúni liturinn er flottur hversdags en maður
leikur sér stundum meira með liti á kvöldin.“
Mjúkur blýantur
„Svo er ég með „eyeliner" frá Estée
Lauder. Systir mín benti mér á þennan blýant
fyrir löngu. Hann er mjúkur og flottur. Svo er víst
hægt að fá áfyllingu - það er ekki komið að þeim timapunkti
hjá mér enda mála ég mig ekki svo mikið.“
Punltturinn yfir i-ið
Flottur einn og sér
„Maskarinn minn er frá Yves Saint Laurent og er alvt
frábær - lengir og þykkir. Það er gott að hafa hann
meðferðis. Hann er líka flottur einn og sér.“
„Glossið mitt frá Lancöme er svo punkturinn
yfir i-ið. Það er bleikt og með jarðarberjabragði -
bragðið er mjög gott.“
Fallegra líf
Metsöluhöfundurinn Victoria Moran var stödd hér á landi
nýleqa þarsem hún hélt námskeið fyrir konur sem vildu feqra líf
sitt oq láta Ijós sitt skína. Blaðamaður DV qluqqaði íbækur
hennar oq pikkaði út nokkur af þeim fjölmörqu ráðum sem finna
má ísjálfshjálparbókum hennar oq eins oq sést hér að neðan eru
þau fjölbreqtt oq koma inn á hin ýmsu svið lífsins.
v
I tek
Samgleðstu öðrum
Það er nóg til af fegurð, vel-
gengni og gleði. Enginn getur
tekið þína frá þér, svo þú getur
líka glaðst yfir velgengni annarra.
Y st
l liðil
Heilsusamlegt nudd
Nudd hjá fagmanneskju
styrkir ónæmiskerfið, gerir
liðina sveigjanlegri, bætir blóð-
rásina og ónæmiskerfið og dreg-
ur úr stressi. Talið er að áhrif nudds
á ónæmiskerfið séu virk í 21 dag.
*
J hl
í um
Málning með lykt?
Til þess að hvílast sem best skaltu losa þig við þá
hluti í svefnherbergi þínu sem standa í vegi fyrir góð-
um svefn. Hlutir sem kalla á hreyfingu, eins og tölva,
sjónvarp og æfingatæki, ættu ekki að vera í svefnherberg-
inu. Veldu gluggatjöld sem halda birtunni frá. Myrkur sendir
heilanum skilaboð um að nú sé timi til að fara að sofa. Róandi
ilmur gerir einnig sitt gagn. Hugsanlega má bæta ilmkjarnaol-
íu út í málninguna næst þegar svefnherbergið er málað?
r
Gjöf handa gæludýrinu
Þegar þér er boðið í mat gætirðu í staðinn fyrir hina
venjulegu vínflösku eða blóm komið með eitthvað handa
gæludýrinu á heimilinu, eins og t.d. lúxus hundakex.
Veldu þér skemmtun
Ef þér finnst þér líða illa af einhverju sjónvarps-
, efni, bíómyndum eða bókum þá ættirðu ekki að sækjast
' í slíkt efni. Sumir eru einfaldlega sterkari en aðrir og
þola meira. Forðastu það sem eyðileggur daginn fyrir
þér, það er ekki þess virði. Ef þú ferð í bíó og þér líður illa í
miðri mynd, þá skaltu fara út. Þú ert meira virði en einn
bíómiði.
Uppörvandi orð
Falleg orð geta haft upp-
örvandi áhrif og því er ekki
I óvitlaust að leggja uppörvandi
orð á minnið. Þetta geta verið
tilvitnanir, ljóð, söngtextar, bænir
eða annað. Skrifaðu þetta hjá þér í
dagbók, eða sérstaka stílabók.
þessa daqana eins oq alltaf. Auk þess að
leika íþremur sýninqum oq bíómqnd um
þessar mundir er hún að æfa hlutverk íleik-
verkunum Sölumaður deqr oq Púntila bóndi
oq Matti vinnumaður. Bæði leikritin verða
frumsýnd íhaust. Þá er nýkomin út qeisla-
platan Söqur afsviðinu þar sem Jóhanna oq
Selma Björnsdóttir sqnqja saman sönq-
leikjatónlist. Þær troða upp íÁsbqrqi á
Broaduvaq síðla á lauqardaqskvöldum oq
sqnqja löqin af plötunni. Jóhanna seqirallan
qanq á hvort oq hversu mikið hún er förðuð
- en snqrtibuddan er aldrei lanqt undan.
Y
i sen
Betra líf með dýrum
Kannanir sýna að þeir sem eiga gæludýr
lifa lengur og eru heilsuhraustari en þeir
sem aðeins háfa fólk í kringum sig. Dýr hafa
róandi áhrif á okkur og elska skilyrðislaust.
Gjöf handa gæludýrinu
Þegar þér er boðið í mat gætirðu í
j staðinn fyrir hina venjulegu vínflösku
\ eða blóm komið með eitthvaö handa
gæludýrinu á heimilinu, eins og t.d.
lúxus hundakex.
Öðruvísi tannkrem
Dagur sem byrjar á nýju bragði hlýtur að hafa
y eitthvað gott i fór meö sér. Hugsaðu þvi um þá ör-
1 litlu ánægju sem þú gætir fengið út úr hverjum
morgni ef þú veldir einhverjar áhugaverðari tann-
kremstegundir en þessa klassísku með mentólbragðinu.
Heilsubúðir bjóða oft upp á tannkrem með óteljandi
bragðtegundum frá fjarlægum heimshlutum.
Föt í samræmi við persónu-
leikann
7 Þegar þú stendur í búningsklefanum í
' fataverslun og mátar flík, ekki hugsa hvort
þú sért grönn í henni eða ekki. Hugsaðu frek-
ar hvort þessi föt passi við persónuleika þinn eða
ekki. Ert þetta þú? Ef ekki, ekki kaupa flíkina.
Fleiri ráð sem þessi má finna í bókunum
„Fegraðu líf þitt“ og „Láttu ljós þitt skína“.