Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Side 32
32
Helgarblctö X>V LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Söngvari meðal talibana
Davíð Ólafsson bassasönqvari hefur sleqið í
qeqn sem Bartolo íRakaranum frá Sevilla.
Davíð á ávenjuleqan feril að baki oq hann
seqir DV frá dvöl sinni með talibönum oq
þeim áhrifum sem hann varð fqrir oq hvern-
iq þau breqttu honum.
Davíð Ólafsson er einn af yngstu óperusöngvurum á Is-
landi og tilheyrir nýrri kynslóð þess hóps. Kynslóðirnar
hafa ekki verið mjög margar því þegar Davíð leikur Bar-
tolo í Rakaranum frá Sevilla er hann í sömu buxum og
Kristinn Hallsson notaði þegar hann lék þetta hlutverk.
Davið hefur fengið firnagóða dóma fyrir góðan söng og
húmorískan leik í þessari gamanóperu Rossinis sem nú
nýtur mikilla vinsælda í Islensku óperunni.
Davíð hefur lært óperusöng i háborgum Evrópu og
sungið þar um árabil. Hann er nú kominn heim og er fast-
ráðinn við íslenskum óperuna til tveggja ára. Davíð fór
ekki beint í söngnám á unga aldri því hann hefur marg-
þætta lífsreynslu og starfsreynslu að baki. Hann vann
meðal annars að hjálparstarfi við skólahyggingar og fleira
í pakistönsku borginni Quetta haustið 1990. Borgin er rétt
við landamæri Afganistans og Pakistan og talibanar voru
þá útlagar frá Afganistan.
Grýttur á afmæli Múhameðs
Davíð kynntist sérkennum múslímskra þjóðfélaga,
eymd, blóðhefnd og barnaþrælkun af eigin raun. Hann
rifjaði þessa tíma upp í samtali við DV yfir kaffibolla og
lýsti fyrir okkur kynnum sínum af því frumstæða samfé-
lagi sem síðan hefur sett mark sitt á alla heimsbyggðina.
„Ég lenti í þessu eftir nokkrum krókaleiðum en þær
tengjast allar starfi mínu sem tengist trúarlegu hjálpar-
starfi. Ég var fyrst i Púertó Ríkó við að byggja skóla og
það vakti áhuga minn. Þegar boð barst um að fara og
vinna þarna í mánuð sló ég til. Þetta er tveggja milljóna
manna borg og þetta var einn magnaðasti mánuður sem
ég hef lifað.
Við lentum þarna á afmælisdegi Múhameðs og þá eru
farnar skrúðgöngur og ég ákvað að fara niður í bæ og
taka myndir. Þetta gekk vel og litlir strákar voru stór-
hrifnir af mér og myndavélinni. Svo nálgaðist ég skrúð-
gönguna og ætlaði að mynda hana en þá komu 3-4 logandi
kolamolar fljúgandi í áttina til mín og splundruðust á
gangstéttinni. Ég hélt fyrst að þetta væri óhapp en þegar
naglaspýtur fóru að fljúga á eftir þá forðaði ég mér,“ seg-
ir Davíð þegar hann rifjar upp þennan undarlega tima.
Þarna bjuggu eingöngu múslímar en milljónir af-
ganskra flóttamanna sem í dag eru kallaðir talihanar
dvöldu á þessum slóðum.
„Það var gríðarleg spenna i loftinu vegna yfirvofandi
stríðs og átaka. Þarna halda menn að útlendingar séu
Bandarikjamenn en ég mætti samt alltaf gestrisni. Það
vildu allir gefa manni te í öllum búðum, fólk kom og borg-
aði leigubíla fyrir mann. I öllum vögnum héngu myndir
af Benashir Butto eða Saddam Hussein og ef maður hrós-
aði þeim og sagði: Very good, very good og benti á mynd-
ina slapp maður við að borga.“
Egg með einhverju grænu
- Vinnufélagar Davíðs við skólabygginguna voru Vest-
urlandabúar og iðnaðarmenn þar á meðal. Dagurinn hófst
með morgunverði og fyrsta daginn kom maturinn hressi-
lega á óvart.
„Þetta var spælt egg með einhverju grænu í og þegar ég
beit í það komst ég að því að þetta var heill chilipipar.
Það hreinsaði vel höfuðið og má segja að ég hafi séð ljós-
ið. Þetta var fyrsta matarsjokkið af mörgum."
- I hverfinu sem Davíð bjó í var holræsakerfið ekki
neðanjarðar heldur í opnum rennum.
„Þegar maður kom snemma út og allir voru að fara á
fætur þá flæddi klóakið algerlega yfir götuna. Lyktin var
ekki góð. Þessi daunn er eitthvað sem situr í minninu."
Það var hjálparstofnun ADRA sem stóð fyrir byggingu
skólans en hún er á vegum aðventista. Þessi samtök hafa
látið til sín taka mjög víða og leggja áherslu á menntun
og heilbrigðismál. Hvernig tóku múslímar hinum kristnu
verkamönnum?
„Þeir virtust halda að velgengni Vesturlanda væri því
að þakka að við fylgdum kennisetningum okkar trúar ná-
kvæmlega. Sjálfir biðjast þeir fyrir fimm sinnum á dag.
Með reglulegu millibili leggst öll borgin á bæn þar sem
hún stendur og göturnar eru þaktar krjúpandi fólki eins
langt og maður sér.
Þegar ég sagði að hjá okkur væri trúfrelsi en kristin
gildi væri aðeins sá grunnur sem samfélagið byggði á þá
urðu menn reiðir og vildu ekki trúa mér.“
Bamaþrælkun á næstu lóð
Skólinn var ætlaður múslímabörnum og kristnum
bömum og var einfalt hús í byggingu. Það var til ein göm-
ul steypuhrærivél en annað var unnið í höndum. I 150
metra fjarlægð frá skólanum var tígulsteinaverksmiöja
sem brenndi tígulsteina með 2000 ára gömlum aðferðum
þar sem sólþurrkaðir leirsteinar voru brenndir í gryfjum
i jörðinni.
„Það voru eingöngu 6-8 ára börn sem unnu eins og
þrælar í þessari tígulsteinaverksmiðju og það var átakan-
legt að horfa upp á þessa barnaþrælkun en þá sá maður
tilganginn með skólabyggingunni."
Davíð kynntist ungum Afgönum bæði varðmanni á
byggingarsvæðinu og vini hans sem var lögreglumaður.
Varðmaðurinn lenti í smáslysi sem Davíð fannst sýna
hugarfar hans vel.
„Hann missti framan af fingri í dælu sem við vorum að
nota. Búturinn hékk enn við þegar hann sagði okkur
hlæjandi frá þessu og þegar hjúkrunarkonan tók hann af
þá brosti hann og lofaði Allah.“
Davíð Ólafsson bassasöngvari segir
að eftir að hann dvaldi meðal tali-
bana skipti hann ekki máli hvaða
bíltegund hann ekur.
DV-mynd ÞÖK
Davíð fór með lögreglumanninum í ýmsa leiðangra,
meðal annars á kjörstaði vegna þess að hann ætlaði að
skrifa um kosningar í Pakistan fyrir íslensk blöð.
„Ég fór meðal annars með honum heim til hans en
hann bjó í úthverfi þar sem ættbálkar réðu lögum og lof-
um og á kvöldin var hann sem sagt að skjóta á óvelkomna
gesti við landamerkin milli borgarhverfa. Hann var að
sýna mér ólöglega hluti sem hann átti eins og myndband
meö Michael Jackson og leyfði mér að skjóta úr Kala-
snikov hríðskotariffli.
Þessi maður sagði mér stoltur að hann hefði skotið tvo
menn sem voru að sniglast fyrir utan húsið í myrkrinu.
Þeir voru þjófar og því réttdræpir þótt þeir hefðu ekki
stolið neinu frá honum enn.
Daginn eftir kom hann svo til mín með tvö giftingartil-
boð frá konum sem hann sagði að hefðu séð mig þegar ég
kom í heimsókn."
Viltu sprengja geit?
- I þessu samfélagi tíðkast íjölkvæni og frumstæð ætt-
bálkalög ráða í samskiptum fólks. Ólögleg ástarsambönd
eins og framhjáhöld geta verið upprætt með því að eigin-
maðurinn tekur konuna af lífi en karlinn fær að lifa eftir
samningaviðræður ættbálkanna. Manngjöld tíðkast enn
og hægt að semja um það verði manni það á að verða
mannsbani. Morð eru tíð og morðinginn getur samið við
fjölskyldu þess sem hann drepur um gjald sem er greitt í
peningum eða búsmala eins og úlföldum eða geitum.
Menn eru hengdir fyrir þjófnað og smávægileg misferli á
vestrænan mælikvarða eins og ólöglega áfengissölu.
„Lögreglumaðurinn sagði mér frá því hvernig hann
notaði áfengi sem mútur til að koma upp um sprúttsala
sem hann lét síðan hengja. Hann bauð mér í ferð til Pes-
hawar sem er mesta heróínbæli og vopnasmyglsmiðstöð
heimsins. Þar sagði hann að hægt væri að fá að skjóta af
sprengjuvörpu fyrir 50 dollara en fyrir 150 máttirðu
sprengja geit með henni.“
Davíð segist oft hafa orðið var við mikla andúð á út-
lendingum og eitt sinn var skotið á hann á heimleið að
næturlagi. Þegar stúlka án blæju fór með honum í göngu-
ferð var almennt hrækt á hana og ýmislegt í samskiptum
manna fannst honum framandi.
„Ég sá aldrei konu á almannafæri, aðeins karlmenn og
þeir leiðast yfirleitt. Þegar ég var í skoðunarferðum með
þessum lögregluþjóni þá fannst mér það frekar óþægilegt
að hann vildi alltaf leiða mig en þetta tíðkast milli karl-
manna þarna og þeir kyssast á almannafæri.
I leigubílum var manni oft boðið upp á vændi og skylda
þjónustu sem oftast innifól nakta karlmenn. Leigubilstjór-
ar reykja allir hass í vinnunni þarna sem gat gert umferð-
ina dálítið sérstaka."
Bæklun og úrkynjun
Davíð segist hafa undrast það þegar hann var búinn að
vera þarna nokkra hríð hvað hann sá mikið af undarlega
bækluðu fólki sem ekki leit út eins og það hefði lent í
stríði.
„Svo var það læknir sem benti mér á að í þessu ætt-
bálkasamfélagi væri gríðarlega mikið af alls kyns
bæklunum, vansköpunum og úrkynjun vegna skyldleika-
ræktunar og fullyrti að verstu tilfellin sæjust aldrei á al-
mannafæri."
Herinn réð þarna lögum og lofum og hershöfðingjar
búa í sérstökum hverfum sem Davíð sagði að hefðu minnt
á einbýlishúsahverfi í Los Angeles. En á kosningadegi
stóðu skriðdrekar á hverju horni.
„Það verður aldrei hægt að koma neinni vestrænni
menningu eða hugsunarhætti inn í þetta samfélag. Til
þess eru þessar þjóðir of ólíkar og vilja ekki breyta siðum
sínum.“
Davíð segir að þegar hann yfirgaf þetta framandi og
undarlega samfélag eftir rúmlega mánaðardvöl þá brotn-
aði hann saman og grét þegar hann settist um borð í flug-
vélina frá British Airways. Svo mikið var spennufallið
þegar hann vissi sig vera á heimleið.
Brosið nær ekld til augnanna
Það hlýtur að vera þroskandi fyrir hvern sem er að
kynnast framandi samfélögum hversu mikil fátækt og
eymd sem þar ríkir. Davíð hefur búið í Bandaríkjunum,
Sviss, Austurríki, Bretlandi og Þýskalandi. En hvernig
sér hann sitt eigið samfélag eftir þessa reynslu?
„Þegar ég kom heim og heyrði Þjóðarsálina kvarta um
hraðahindranir þá lofaði ég sjálfum mér að kvarta aldrei
framar.
Eftir þetta hafa bíltegundir ekki skipt mig máli og ég
sneri baki við ákveðinni efnishyggju. Ég kenndi um tíma
hérna heima eftir þetta. Þar sá ég óhamingjusöm börn
sem foreldrarnir sinntu ekki nógu vel. I Pakistan var ég
að bjarga börnum í þrælkunarvinnu en hérna eru börnin
okkar og við í annars konar ánauð. Ég sé ekki að við
séum neitt sérstaklega hamingjusöm þrátt fyrir alla vel-
megunina. Við erum ekki hætt að brosa en brosið er hætt
að ná til augnanna." -PÁÁ