Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Page 34
34
H&lgctrblctdi JZ>'V LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002
Helgctrblaö IZ>V
39
Engin
ofurkona
Sigríður Arnardóttir annast þáttinn Fólk
með Sirrý á Skjá einum sem hefur notið mik-
illa i/insælda. Sirrý er íhugum sumra ofur-
konan sem þeir elska að hata en aðrir sjá
hana sem bjargvætt, engil eða fgrirmgnd. DV
hitti konuna bak við brosið og talaði við
hana um hlutverkin ílífinu, jákvæðni, jafn-
rétti og nöldur.
Sigríður Arnardóttir sýnist ekki bara vera örugg á
skjánum. Hún er það líka þegar maður hittir hana í eld-
húsinu í gamla timburhúsinu í Skerjafirði með marr-
andi gólfunum, panelnum þar sem golfsettið stendur
inni á stofugólfi fyrir framan píanóið. Þar býr Sirrý
með eiginmanni sinum, Kristjáni Franklín Magnús
leikara, og tveimur sonum þeirra, Haraldi og Kjartani.
Þetta er kannski ekkert undarlegt því þetta er mann-
eskja sem hefur haft atvinnu af því að kenna fólki ör-
ugga framkomu á sérstökum námskeiðum. Þar verður
kennarinn að vera öruggur og ef Sirrý er það ekki þá sé
ég það ekki.
Sirrý er umsjónarmaður spjallþáttarins Fólk með
Sirrý sem er á dagskrá Skjás eins en þættinum verður
án efa best lýst þannig að hann er eiginlega séríslensk
útgáfa af Oprah Winfrey svona eins og Oprah i lopa-
peysu.
Sjálfsöryggi Sirrýjar, persónutöfrar og glæsileiki hef-
ur orðið til þess að margir tala um hana sem „ofur-
konu“ en sá merkimiði þýðir að viðkomandi er nánast
fullkomin. Skuggahlið þess álits er að fullkomið fólk fer
í taugarnar á mörgum sem finna sjálfa sig ekki eins
fullkomna.
Sagði upp vegna bamsins
Sigríður eða Sirrý eins og allir kalla hana hefur feng-
ist við fjölmiðlun af ýmsu tagi allt frá því að vera þula
í sjónvarpinu og umsjónarmaður Dægurmálaútvarps
Rásar 2 yfir í að vera ritstjóri Vikunnar. Þar hætti hún
í krefjandi starfi til þess að geta verið heima með yngri
syni sínum, Kjartani.
„Ég var ekki meiri ofurkona en svo að ég treysti mér
ekki til þess að vinna frá barninu og þess vegna sagði
ég upp starfi ritstjóra Vikunnar og fór að vinna heima.
Ég fór í langar gönguferðir með barnavagninn og hugs-
aði mig um fullkominn dag í lífi mínu og hvernig ég
vildi sjá hann. Smátt og smátt varð til hugmyndin að
námskeiðunum sem heita: Að tjá sig af öryggi og ég hef
lengi verið með fyrir konur og karla,“ segir Sirrý með-
an við fáum okkur kaffi og gulrótaköku og sérstaklega
gómsætt hrökkbrauð sem Sirrý segist aka bæinn á enda
til þess að kaupa.
Við tölum mikið um líkamstjáningu og þýðingu
hennar fyrir þá sem koma fram opinberlega og gildi
hennar í mannlegum samskiptum og Sirrý segist hafa
lesið sér talsvert til um þetta merkilega efni.
- En skyldi hún sjá þegar viðmælendur hennar eru
að ljúga að henni?
„Örugglega ekki. En ég trúi því ekki að fólk sé mikið
að ljúga að mér. Ég tala mikið við fólk áður en útsend-
ing hefst og við undirbúum okkur vel og þar finnst mér
myndast ákveðið trúnaðarsamband. Fólk þarf ekki að
koma þama og ljúga heldur af fúsum og frjálsum vilja,"
segir Sirrý og mér finnst að henni sé hálfgert misboðið
með svona spurningum.
Þættirnir urðu til þannig að Árni Þór Vigfússon bauð
Sirrý að sjá um þátt þar sem fjallað væri um mannleg
vandamál og viðfangsefni á jákvæðum nótum. En vill
hún helst fá venjulegt fólk í þáttinn?
Enginn er venjulegur
„Það er enginn venjulegur. Það eiga allir sína sögu.
Þetta er frægt og minna frægt fólk, inni, úti, langt og
stutt, rólegar samræður, dans og fjör eða eins fjölbreytt
mannlifsmynd og klukkutima þáttur leyfir. Mér finnst
afskaplega gaman að tala við „venjulegt" fólk sem hef-
ur sigrast á ótrúlegum hindrunum eða býr yfir undar-
legum hæfileikum. Mér finnst vera svo mikið af góðu
og merkilegu fólki sem er ekki verið að hampa."
- Fólk með Sirrý er nútímalegur spjallþáttur að því
leyti að hann er með sína eigin vefsíðu þar sem Sirrý
skrifar pistla og fólk tjáir sig um efni þáttanna og þar
eru spjallþræðir þar sem lesendur skiptast á skoðunum.
„Það setja margir sig i samband við mig beint í gegn-
um síðuna eða senda mér persónulegan póst. Oft kemst
ég í samband við mjög áhugavert fólk með þessum
hætti. En oft er fólk að benda á hluti sem henta ekki i
þáttinn af ýmsum ástæðum."
Gerum það jákvætt
- Þáttur Sirrýjar er jákvæður. Hann virðist snúast
að miklu leyti um að hjálpa fólki eða að minnsta
kosti fjalla um vandamál þess og viðfangsefni á já-
kvæðum nótum. Er þetta skilgreint hlutverk þáttar-
ins?
„Mér finnst mikilvægt ef við erum að tala um eitt-
hvað erfitt og neikvætt að gera það jákvætt. Fjórði
hver íslendingur er á geð- eöa taugalyfjum og það er
margt sem hrjáir fólk. Við viljum fjalla um
sammannlega reynslu sem hefur breiða skírskotun
en enda á jákvæðum nótum. Ég fjallaði til dæmis um
heimilisofbeldi og þá vorum við með fólk sem er
komið með ákveðna fjarlægð á þessa reynslu og hef-
ur unnið úr henni svo það geti gefið öðrum. Þess
vegna vel ég fólk sem hefur jákvæða sýn sem það get-
ur miðlað til annarra þannig að útgangspunkturinn
verði jákvæður."
Oprah og Hemmi Gunn
- Hverjar skyldu vera fyrirmyndir Sirrýjar í gerð
spjallþátta eins og þessa?
„Mér finnst maður ekki hafa mikið af fyrirmyndum
á íslandi. Ég sá Hemma Gunn á sínum tíma og hann var
ágætur. Ég hef horft á mýmarga þætti af þessu tagi í
amerísku sjónvarpi þegar ég var þar í starfsnámi hjá
fjölmiðlarisa. Þar horfði ég mikið á Oprah Winfrey,
Sally Jesse Raphael, Rosie O’Donnell, Ricki Lee og hvað
þær heita nú allar. Ég drakk í mig allar tegundir spjall-
þátta og sumt fannst mér algert rusl en annað alveg frá-
bært. Ég hef líka horft á mikið af skemmtilegum þátt-
um í Frakklandi.
En ég get ekki sagt að neinn einn þáttur sé mín fyr-
irmynd því okkar útgáfa verður fyrst og fremst að vera
íslensk og þess vegna getum við ekki notað erlendar
fyrirmyndir nema að takmörkuðu leyti. Ég er með mjög
góðan pródúsent, Kolbrúnu Jarlsdóttur, en við erum
með litla peninga, fátt starfsfólk, lítið stúdíó enda búum
við i litlu landi.
- Gera konur öðruvísi þætti af þessu tagi en karl-
menn myndu gera?
„Ég sá fleiri þætti með konum og fannst þeir betri.
Það er kannski tilviljun. Ég geri ráð fyrir að svona
þættir höfði meira til kvenna og konur horfi meira á þá
en mér finnst ég fá mikil og gríðarlega fin viðbrögð frá
karlmönnum á öllum aldri. Kannski er það mamman
eða eiginkonan sem ræður því að það er horft á þáttinn
og þá horfa karlmenn með þeim.“
- Stutt er síðan gestur Sirrýjar var Victoria Moran,
frægur amerískur höfundur sjálfshjálparbóka sem kon-
ur hafa keypt í miklum mæli. Victoria hefur tvisvar
verið gestur Oprah Winfrey.
Við erum ekki ein
Fólk hefur mismunandi álit á sjálfshjálparbókum.
Sumir kalla þær biblíur nútímamannsins, bækur sem
bjarga lífi fólks, meðan öðrum finnast þær vel markaðs-
sett safn af sjálfsögðum hlutum. Eru þessar bækur eink-
um skrifaðar af konum fyrir konur?
„Ekki alfarið," segir Sirrý.
„Ég las bók eftir Dalai Lama mér til mikillar ánægju
í fyrra. Á náttborðinu mínu liggur meðal annars bók
sem heitir Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl
sem er karlmaður og geðlæknir. Þar er lika bók eftir
Victoriu Moran en þessi þrjú eiga öll eitt sameiginlegt.
Þau eru að tala um að maður verði að hafa eitthvert
æðra takmark í lífinu en það eitt að láta sér líða vel í
dag. Maður á að hjálpa öðrum.
Mjög margir vilja sjá og vita hvað annað fólk er að
ganga í gegnum. Þrátt fyrir þann flotta ramma sem er
utan um okkur þá erum við öll að glima við eitthvað
svipað. Það er ekki endilega hjálp sem fólk sækir 1 þess-
ar bækur heldur vitneskjan um að við erum ekki ein.“
Berst við kvíðann
- Sirrý er i fullu starfi við gerð þáttarins en vinnur
mikið heima því hún vill vera heima og taka á móti
syni sínum þegar hann kemur heim úr skólanum. Við
beinum talinu að ímyndinni um ofurkonuna sem er
fullkomin í starfinu, fullkomin í hjónabandinu og full-
komin móðir.
Öll viljum við vera mínus aukakíló í vellaunuðu
draumastarfi og farsælu hjónabandi í fallegu húsi með
heilbrigð og gefandi áhugamál. Fæstum tekst þetta allt
því við erum ekki fullkomin og þess vegna verður okk-
ur oft starsýnt á fólkið sem virðist takast þetta allt.
Slíkar konur kallar fólk ofurkonur. Margir telja sig sjá
þessa „ofurkonu" i Sirrý. Er þetta rétt?
„Ég er ekki ofurkona frekar en ég veit ekki hvað. Ég
er kvíðafíkill og finn mér alltaf eitthvað til að kvíða fyr-
ir. Þetta er órökræn árátta sem ég verð að berjast við
og verð það áreiðanlega alla ævi. Til þess eru sem bet-
ur fer margar leiðir og regluleg hreyfing, góð hvíld,
hugleiðsla og jákvæðar hugsanir og staðhæfingar eru
þar á meðal. Ég verð líka pirruð á börnunum, sef illa og
er ófullkomin eins og allir aðrir.
Ég er einfaldlega forréttindakona að því leyti að ég
get verið heima og unnið jafnframt. Þegar ég var uppi
á Rás 2 þá vann ég óheyrilega langan vinnudag i lokuðu
húsi og vinnan og íjölskyldan voru tveir óskyldir heim-
ar. Mér fannst það ekki skemmtilegt en í dag get ég
leyft mér að blanda þessum tveimur heimum saman. Ég
hef tíma til að spjalla við son minn þegar hann kemur
heim úr skólanum og get haldið síðan áfram að vinna
en ég fæ líka færi á að vinna með fullorðnu fólki að
krefjandi og skemmtilegum verkefnum. Ofurkonurnar
eru þær sem ég sá í gamla daga i fyrsta strætó á morgn-
ana. Þær voru á leiðinni í fiskvinnsluna eða verksmiðj-
una og voru áreiðanlega búnar að sinna heimilinu áður
en þær fóru. Þetta eru hinar sönnu ofurkonur og ég tala
ekki um þær sem eru einar með barn og vinnu og glíma
við mikið álag.
Ég er svo heppin að vera með fullt af góðu fólki í
kringum mig. Mín kynslóð hefur borið gæfu til að axla
sameiginlega ábyrgð og við sinnum heimilinu til jafns
og það og fjölskyldan er sameiginlegt verkefni og sam-
eiginlegt áhugamál. Mér finnst lífið leika við mig.“
Er ekki fullkoxnin og reyni það ekki
- Eiginmaður Sirrýjar er leikari sem hlýtur að kalla
á undarlegan vinnudag. Hvernig gengur að sameina
þetta tvennt?
„Það hefur núna lengi þýtt að hann er aldrei heima á
föstudags- og laugardagskvöldum en við reynum í stað-
inn að nýta þann tíma sem við höfum saman. Hvað er
svona ofurkonulegt við að vera í skemmtilegu starfi, eiga
frisk börn og geta sinnt þeim sómasamlega og eiga fjöl-
skyldu og mann sem sinnir þessu með manni? Ég er ekk-
ert fullkomin og er ekki einu sinni að reyna að vera það.
Ég var að vinna langan vinnudag úti í bæ með bull-
andi samviskubit og fannst ég hafa alltof lítinn tíma
heima hjá mér. Ég bar gæfu til þess að finna hvað mig
langaði til að gera og staldra við og stokka upp hlutina
og er að uppskera af því núna.“
- Þegar maður virðir fyrir sér þessi fallegu hjón sem
búa í gamla uppgerða húsinu í Skerjó og taka sameig-
inlega ábyrgð á uppeldinu þá hlýtur maður að spyrja
hvort þetta sé dæmi um vel heppnað hippakynslóðar-
uppeldi?
Sirrý hlær að þessum vangaveltum.
„Ég fékk reyndar hálfgert hippauppeldi enda var
móðir mín frekar ung þegar hún átti mig. En þetta
blessast miklu fremur af því að við erum svo samhent
og eigum vel saman, tvíburi og ljón. Ég er ljónið.“
Um óhamingjuna
- Það stendur í Morgunblaðinu í dag að íjórði hver ís-
lendingur sé á geðlyfjum eða taugalyíjum. Af því mætti
ráða að íslendingar séu í rauninni óhamingjusöm þjóð.
Þú heldur úti þætti sem fjallar um hlutina frá jákvæð-
um sjónarhóli og hvetjandi. Sérðu mikið af óhamingju
í þessu starfi?
„Já, ég geri það. Ég sé margt og heyri og miklu stærri
mynd en birtist á skjánum. En ég leita að fólki sem hef-
ur komist farsællega frá sínum erfiðleikum og getur
miðlað öðrum."
- Sumir segja að á íslandi sé afar auðvelt að verða
frægur. Finnur þú mikið fyrir því að fólk víki sér að
þér á förnum vegi og tjái sig um þáttinn?
„Mér finnst ég ekkert vera neitt fræg og ég tala við
fólk alls staðar þar sem ég kem en ég gerði það líka
áður en ég fór að vinna í fjölmiðlum og myndi gera það
þótt ég væri ekki í þessu starfi. Það eru kóngar alls
staðar og það er fullt af frægu fólki í hverju plássi úti
um allt land og við erum öll kóngar."
Jafnréttíð og glerþakið
- Ertu femínisti?
„Mér finnst ég ekki vera neitt sérstakt sem kenna má
við isma. Stundum finn ég femínistann í mér þegar
karlar taka meira pláss á kostnað kvenna en þeir ættu
að gera en oft finnst mér málin einfaldlega vera í af-
skaplega flnu jafnvægi. Mín kynslóð karla og kvenna
finnst mér standa jöfnum fótum í tilverunni."
- Ójafnvægi karla og kvenna hefur sérstaka birting-
armynd í fjölmiðlum þar sem oft er fjallað meira um
karla en konur. Fjölmiðlungar verja sig gjarnan með
því að erfitt sé að fá konur til að tjá sig eða koma í við-
töl. Hver er þín reynsla?
„Það er ekkert mál að fá konur í viðtöl og mér hefur
aldrei fundist það neitt mál. Það er kannski eitthvað
annað í gangi í hörðum fréttum en ég hef ekki reynslu
af því. Mér finnst ekkert erfitt að fá konur og ekki held-
ur karla.
Ég var eitt sinn að safna á myndband dæmum um
það hvernig karlar og konur tjá sig í umræðuþáttum og
ég minnist þess hve illa gekk að finna dæmi um kon-
urnar. Þess vegna er ég stolt af að vera kona með sjón-
-varpsþátt og ég býð mörgum konum í þáttinn til mín.
Ekki veitir af.“
- Er þá fullkomið jafnrétti í þínum heimi?
„Ég er orðin svo leið á þessu harmakveini um að kon-
ur beri alla ábyrgð á heimilunum og börnin séu alltaf í
tölvunum og allir séu að vanrækja skyldur sínar. Ég sé
ekki betur en að menn og konur sinni uppeldi og heim-
ilum til jafns og börn séu að fást við uppbyggilega og
skemmtilega hluti. Kannski er ég bara svo heppin með
umhverfi."
- Það er stundum talað um „glerþakið" milli karla og
kvenna í þeim skilningi að það haldi launum karla
hærri en kvenna og hindri konur í að ná frama i stjórn-
unarstöðum. Hefur þú orðið vör við þetta þak?
„Ég hef rekist á það þannig þegar konur tala um
stöðu sína og laun. Við erum alltof hógværar. Við van-
metum kosti okkar og gerum minni launakröfur en
karlar. Þetta „glerþak" er þess vegna til.“
Kann eldd að telja kaloríur
- Það er stundum sagt að myndavélin bæti 10 kílóum
á alla sem sjást á skjánum. Er þetta satt og stressar
þetta þig til þess að telja kaloríur?
„Þetta stressar mig ekkert og ég tel ekki kaloríur og
kann það ekki. Ég borða mikið af góðum og hollum mat
og hreyfi mig mikið. Það er þó fyrst og fremst fyrir
sjálfa mig. Ég þarf að hreyfa mig til að geta sofið á nótt-
unni og tekist á við verkefni dagsins. Ég þarf að hreyfa
mig úti, fara snemma að sofa og fá fullt af súrefni í
lungun. Ég fer í gönguferð á hverjum degi til að hreinsa
hugann og fylla mig orku. Þetta er einfaldlega það sem
ég verð að gera.“
- Aðdáendur Sirrýjar segja að síðan hún fór að birt-
ast reglulega á skjánum hafi hún færst frá því að vera
settleg „þulutýpa" yfir í að vera meiri kynbomba í að-
skornari fötum. Er þetta tilfellið?
„Ég á einfaldlega meira af fötum núna en þegar ég
var þula. Svo held ég að tískan í dag henti mér vel og
klæði mig betur en víða tískan áður. Svo einfalt er
það,“ segir Sirrý og nefnir hvorki þulu né kynbombu í
svari sínu.
-PÁÁ