Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Síða 38
^2 Helqarblað X>V LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Pétursborg - perlan við Eystrasalt Þegar Sönqsveit Fílharmóníunnar fór ímikla sönqför austur til Pétursborqar í Rússlandi á döqunum slóst blaðamaður DV með íför. Þar mátti fqlgjast með siqri íslenskra radda íháborq menninqar en einniq sjá niðurníðslu, eqmd, fátækt oq finqraför mafíunnar. Pétur mikli er einn frægasti einvaldurinn í sögu Péturs- borgar og sá sem borgin er kennd við. Þessi sérkenni- lega stytta stendur í virki hans rétt við greftunarstað síðustu keisarafjölskyldunnar. Hún var gerð fyrir rúmum tíu árum og myndhöggvarinn segist hafa stuðst við sain- tímalýsingar af útliti og líkamsbyggingu Péturs. Söngsveit Fílharmóníunnar syngur lag Þorkels Sigur- björnssonar, Hcyr himnasmiður, í fsakskirkjunni í Pét- ursborg undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Það er mikið starf að halda gyllingunni á Katrínar- höllinni flekklausri og þessi verkakona lét ekki sitt eftir liggja. Söngsveitin Fílharmónía réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar sveitin ákvað aö þekkjast boð um að fara austur til Pétursborgar, fyrrum Leningrad, og halda þar tónleika í stóra sal Fílharmóníunnar ásamt Filharmóníusveit Péturs- borgar. Þetta ferðalag hafði verið um tvö ár í undirbún- ingi, einkum fyrir tilstilli Péturs Óla Péturssonar sem er einn þriggja íslendinga sem búsettir eru í þessari fornu höfuðborg rússneska keisaraveldis- ins. Söngsveitin fékk Selkórinn til samstarfs við sig og þannig varð hópur söngfólks alls 104 sálir en svo skemmtilega vill til að Jón Karl Einarsson sem er söngstjóri Selkórsins er jafnframt starfsmaður Úrvals- Útsýnar sem annaðist framkvæmd ferðar- innar. Stjórnandi Fílharmóníunnar er Bernharð Wilkinson. Með í förinni voru síðan alls kyns áhangendur, áhugamenn og aðrir ferðalangar svo það voru tæp- lega 200 farþegar um borð í flugvélinni sem yfirgaf Keflavík seint á fimmtudagskvöldi. Það er tæplega fjögurra stunda flug til Pétursborgar en flogið er á móti tímanum svo þegar vélin lenti var klukkan að nálgast sex að staðartíma og þessi mikla horg að rumska eftir nætursvefn. Handaverk Péturs mikla Pétursborg er fyrir margra hluta sakir merkileg borg. Hún var stofnuð af Pétri mikla eftir að hann hafði hrakið Svía burt úr vígjum þeim sem þeir höfðu komið sér fyrir í. Þær orustur voru háðar 1703 eða um sama leyti og verið var að taka fyrsta manntalið á íslandi. Borgin óx hratt og skipulag hennar ber mjög keim af evrópskum stórborgum en er óneitanlega heildstæðara en margra annarra. París var helsta fyrirmyndin og hver sem sér hinar breiðu og heinu götur Pétursborgar sér strax tengslin. Um aldir var Pétursborg höfuðborg lista og menningar í Rússlandi. Þama voru sumar- og vetr- arhallir keisaranna, helsta hafnarborgin í norðri og greiðar samgöngur um árnar til Moskvu og helstu staða inni í landinu. Þama áttu frægustu tónskáld Rússlands óðul sín. Þarna var Tsjajkov- skí, Shostakovich, Mussorgsky, Rimsky-Korsakoff og fleiri. Þarna var Púshkín og fleiri stórskáld. í Vetrarhöllinni létu keisararnir safna saman lista- verkum eftir alla helstu stórsnillinga rússneskrar listar og ekki síður verkum evrópskra meistara. Borgin var auk þessa sögusvið rússnesku bylt- ingarinnar því þarna var keisurunum steypt af stóli og byltingin lagði undir sig Rússland. í virki Péturs og Páls eru líkamsleifar siðustu keisaranna grafnar eftir að þær fundust eftir áratugaleit. Borgin fékk nafnið Leningrad eftir byltinguna og umsátrið um Leningrad i seinni heimsstyrjöldinni varð gríðarlegur harmleikur því það var í senn barist um borg en ekki síður um anda rússnesku þjóðarinnar sem lagði allt í sölurnar til þess að hin fomfræga höfuðborg þeirra félli ekki í hendur nas- istum. í dag eru íbúar Pétursborgar sem óðast að hrista af sér ok kommúnistatímans og koma borginni sinni í það horf sem þykir mannsæmandi á Vestur- löndum. í borginni búa um 5 milljónir manna og þar er mikil gróska í atvinnulífi og hröð uppbygg- ing. Þarna komu umtöluðustu menn íslensks við- skiptalífs, Björgólfsfeðgar, undir sig fótunum með uppbyggingu og rekstri Bravó-bjórverksmiðjunn- ar. Margir segja að þéssi borg njóti einnig þess vafasama heiðurs að vera höfuðvígi rússnesku mafiunnar. Eru biðraðir skemmtilegar? Fyrsta andlit rússnesks þjóðfélags sem íslending- ar sjá eru langar biðraðir við smásmugulegt vega- bréfaeftirlit í undarlegra þröngri flugstöð sem er Þessi sérkennilega kirkja sem minnir svolítið á pipar- kökuhús ævintýranna er yfirleitt kölluð Blóðkirkjan en hún stendur þar sem Alexander III var myrtur um miðja 19. öld. Kirkjan var teiknuð í kringum 1880 en vígð rétt eftir aldamótin 1900. Sagt er að María guðsmóðir hafi hirst arkitektinum í drauini og sagt fyrir um gerð kirkjunnar. undarlegt að trúa að eigi að þjóna svona stórri borg. Búralegir verðir í þröngum klefum gaum- gæfa vandlega vegabréfsáritun sem kostaði 25 doll- ara í reiðufé i sendiráðinu við Garðastræti. Þegar við rennum inn í borgina í gráu morg- unsárinu fer ekki hjá því að manni finnist sá litur fara henni býsna vel. Bækistöðvar hópsins eru á Hotel Sovetskaja sem er í tíu mínútna fjarlægð frá miðborginni. Það er margt i rekstri hótelsins sem minnir á sovéskt skrifræði. Allir afhenda vegabréf- in í einni röð og fá lykla í annarri röð. Enginn brosir. Herbergin er ágæt en það er alveg sama hvað heita vatnið rennur lengi. Það verður aldrei hreint. Úr glugganum sér yfir holóttar götur með pollum eftir rigninguna og ryðgaða sporvagna sem hökta áfram innan um Lödur, Moskvitsa og her- trukka en fjöldann allan af „venjulegum" bílum í bland. Alls ekki drekka vatnið Það er algerlega bannað að drekka vatnið svo það verður aö drekka flöskuvatn. Það er allt sæmi- lega hreint og þrifalegt en margt sjúskað og slitið á göngum hótelsins. Það eru hraðbankar mjög víða en þeir afhenda aðeins rúblur. Það er hægt að skipta dollurum í sérstökum klefa á hótelinu en það er sá gjaldmiðill sem fólki er ráðlagt aö hafa meðferðis fyrir utan rúblur. Flestir veitingastaðir og verslanir taka dollara en víða varð vart vand- ræða við að borga með kortum því símakerfið er augljóslega í lamasessi. Við ökum til hallar Katrínar miklu og þegar við sjáum hina tignarlegu sali þar sem hver ómetan- legi listmunurinn rekur annan, gullið í loftunum er talið í hundruðum kílóa og heilu veggirnir eru þaktir rafi og filabeini þá fara menn að skilja hvað rak menn til þess að gera byltingu. Þrælahald var við lýði í Rússlandi fram til 1861. Keisarinn átti allt, bæði land, hús, dýr og fólk og enginn var raunverulega frjáls nema nokkrir auðmenn og stórbændur. Það þýöir væntanlega að þegar bylt- ingin var gerö lifðu enn heilar kynslóðir sem þekktu þrælahald. Það hefur eflaust átt sinn þátt í því hve vel byltingin gekk. Kannski kann þessi þjóð ekki að vera frjáls. Á frjálsum veitíngastað Um kvöldið snæðum við hefðbundinn rússnesk- an mat á veitingastaðnum Podvorija sem er merki- legur fyrir þær sakir að þegar Gorbatsjov innleiddi það tímabil þíðu sem kallað var perestrojka var þetta fyrsti einkarekni veitingastaðurinn sem opn- aður var í gervöllum Sovétríkjunum. Sú bylting hófst sem sagt líka hér. Meðan við borðum syngja og spila þarlendir listamenn og okkur verður ljóst að þó Rússar sýnist luntalegir og sparir á brosið þá býr söngur í hjarta þessa fólks. Þegar maður ferðast í 50 ára gamalli Volgu sem leigubíl og sér Benza og BMW á miiijónatugi á und- an sér á götunni og horfir á betlarana fyrir utan dýru merkjabúðirnar á Nevsky Prospekt og sér flækingshundana og pollana á götunum verður manni ljóst að frelsið er dýrkeypt og rússneska þjóðin er ekki enn farin að hugsa um hvort verðið sé alveg rétt. Það er sjaldgæft að sjá byggingu sem ekki þarfn- ast sárlega viðgerðar en ljóst að undir niðurniðsl-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.