Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 2002 Helqarblað I>V N áttúruhamfarir af mannavöldum - stefnt að endurlífgun Dauðahafsins og Aralvatns Á íslandi eru harðar deilur um huort safna megi vatni saman og bgggja stíflur og mgnda ng stöðuvötn. Uppi- stöðulón teljast til náttúruspjalla og þar með eru þau mengun t huga þeirra sem álíta að náttúrubregtingar af mannavöldum séu ósæmilegar. Á öðr- um stöðum eru vötn að hverfa af mannavöldum og fglgir þvímikil mengun auk vatnstapsins. Aralvatn í Mið-Asíu var áður fjórða stærsta Oatn jarðar en er nú ekki nema svipur hjú sjón og er skaðinn ómetanlegur. Dauðahafið íMið-Austurlöndum verð- ur horfið eftir hálfa öld ef ekkert verður að gert og er viðkvæmt milli- ríkjamál hvort og hvernig á að bjarga því. Það er fikt með árnarsem renna í þessi höfsem vandanum valda. Stjórnmálamenn og þeir sem hagsmuna hafa aö gæta greinir á um hvernig bjarga megi vötnunum og síst gerir það málin einfaldari að þau varða hagsmuni fleiri ríka. Á sínum tíma var ekki hlustað á viðvaran- ir náttúrufræðinga þegar framfarahugurinn varð vit- inu yfirsterkari og fljótum í Mið-Asíu var beint í nýja farvegi. Það var ekki fyrr en allt var um seinan að vandamálin voru viðurkennd. 6. þessa mánaðar hófst ráðstefna leiðtoga fjögurra Mið-Asíuríkja um hvernig mögulegt kann að vera að bjara Aralvatni og 9. okt. hófst önnur ráðstefna um vatnsbúskap Dauðahafsins og hvernig hægt verður að bjarga þvi gamla og sögufræga vatni frá því að hverfa. Fulltrúar ísraels, Jórdaníu og Evrópusambandsins taka þátt í þeirri ráðstefnu. Leiðtogar Kasakstan, Úsbekistan, Kirgistan og Tadsjikistan hafa tilkynnt að haldin verði alþjóðleg ráðstefna í Tokyo á næsta ári til að ræða örlög Aral- vatns og þar verður leitað fjárframlaga til að snúa þró- uninni við en náttúruspjöll á borð við þau sem orðin eru vegna hvarfs vatnsins er alþjóðlegt úrlausnarefni en ekki aðeins vandamál þeirra þjóða sem vatnið heyr- ir til. Fyrir 50 árum var Aralvatn fjórða stærsta vatn í Dauðaliafið fer síminnkandi þar seni aðeins 10% af rennsli árinnar Jórdan nær alla leið út í vatnið. Nú hafa ísraelar og Jórdanir tekið höndum saman um að bjarga vatninu og hvggjast leggja leiðslu úr Rauðahafi í Dauðahafið og fífga það þannig við. Skip sem áður sigldu um Aralvatn eru nú langt uppi á landi og ströndin er langt utan við sjónarrönd, enda er yf- irborð vatnsins aðeins um 25% af því sem það var áður en sovétstjórnin lét breyta rennsli fljóta sem í það runnu. Fiskveiðar voru áður miklar og stundaðar á stórum flota vciðiskipa. Jarðvcgur á miklum landflæmuiii um- hverfis það sem áður var vatn er mengaður af saltblönduðu ryki sem fýkur upp á fyrrum vatnsbotni. Er þarna orðið eitt mesta umhverfisslys sögunnar og það vegna framfaraæðis og fyrirhyggjuleysis. heimi. Nú er það í sjötta sæti. Vatnstapið er slíkt að yf- irborðið nær nú aðeins yfir fjórðung þess svæðis sem það gerði áður. Ástæðan er sú að fyrir 40 árum ákvað sovétstjórnin að beina tveim fljótum sem runnu í vatn- ið í aðrar áttir. Hugsunin var sú að nota árnar í áveit- ur til baðmullarakra og voru þeir í Moskvu stórtækir í áætlanagerðinni þegar framfarahugurinn greip þá. Loftslagið í Mið-Asíu er þurrt og vindasamt. Þegar yf- irborð vatnsins lækkaði og botninn kom upp á yfir- borðið rauk saltblandað ryk um nálæg héruð og lönd. Á sjöunda og áttunda áratugnum lét sovétstjórnin stöðva rennsli Amu Darya og Syr Daria og veita þeim í áveitur sem nú koma ekki að neinu gagni. En vatnið heldur áfram að minnka og mun hverfa fyrir árið 2020. Áður voru stundaðar fiskveiðar í Aralvatni og fisk- iðnaður þreifst meö ströndunum. Þarna voru einnig gróskumikil landbúnaðarhéruð sem nú eru eyðilögð, ekki aðeins með fram ströndunum heldur einnig á stóru svæði í mörgum löndum. Sem gefur að skilja er hvergi lífvænlegt á svæðum þar sem auðlegð náttúr- unnar stóð undir viðamiklum atvinnuvegum. Fólks- flótti fylgdi í kjölfar náttúruskemmdanna. Daglega fjúka 200 þúsund tonn af saltblönduðu ryki upp úr vatnsbotninum sem áður var og dreifist yfir gróðurlönd í að minnsta kosti 300 km radíus. Það þýð- ir að rykmökkurinn nær yfir mun stærra svæði en nemur flatarmáli íslands. Saltmengun eyðir bithaga kvikfjár, eitrar ræktunar- hæft land og er heilsuspillandi fyrir fólk sem býr á svæðinu en því fer óðum fækkandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa látið þetta mál til sín taka enda eru viðkomandi ríki illa í stakk búin til að snúa dæminu við. Það fyrsta sem gera þarf er að veita fyrr- nefndum fljótum óskertum f Aralvatn aftur en það er ekki einfalt verk eða auðunnið. Það þýðir einnig að þau svæði sem njóta áveitnanna breytast enn á ný og valda röskun á lífrikinu þar og því mannlífi sem þar hefur þróast. Fær skynseniin að ráða? Dauðahafið er á landamærum ísraels og Jórdaníu og hluti af yfirráðasvæði Palestínumanna liggur að því. Yfirborð þess er á lægsta þurrlendisstað jarðar, eða um 400 metra undir sjávarmáli. Vatnið er hið saltasta í heimi. Yfirborðið hefur lækkað verulega af mannavöldum, eins og yfirborð Aralvatns. Sífellt er tekiö meira og meira af vatnsrennslinu í vatnið til áveitna og sem drykkjarvatn. Áin Jórdan rennur í Dauðahafið en nú skipta ísraelar og Jórdaníumenn með sér 90 af hundraði flæðisins til eigin þarfa. Því kemst ekki nema lítill hluti árinnar alla leið niður í vatnið. Evrópska geimfarastofnunin hefur gert athuganir á vatnsbúskap Dauöahafsins og nágrennis með aðstoð gervihnatta. Á árunum 1992 og 1999 hefur vatnsyfir- boröið lækkað verulega og vatnasvæðið allt látið mik- ið á sjá. Samtök umhverfisverndarsinna vara við þvi að Dauðahafið hverfi alveg á næstu 50 árum ef haldið verður áfram að tappa eins freklega úr ánni Jórdan og nú er gert. Á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var i Jóhannesarborg í september sl., tilkynntu ísraelar og Jórdanir að þeir stefndu að því að leggja leiðslu frá Rauðahafi til að dæla þaðan sjó í Dauðahaf- ið. Leggja þjóðirnar til milljarð Bandaríkjadollara til verksins. Áður voru ísraelar búnir að ráðgera að leggja leiðslu frá Miðjarðarhafi og láta það renna í Dauðahaf en nágrannaþjóðirnar vildu ekki fallast á þá tilhögun, enda munu þær hafa lítið kært sig um að ísraelar ein- ir réðu yfir rennslinu í þeirra sameiginlega og brim- salta vatn. Afnot af vatni, aðallega úr ánni Jórdan, hefur löng- um verið bitbein þjóðanna sem búa á því landsvæði sem áin rennur um og telja Dauðahafið sina eign. Það ágreiningsefni er ekki nýtt af nálinni en með tilkomu Ísraelsríkis og illindanna sem það olli mögnuðust deil- ur um vatnið og urðu illskeyttari. Fyrir botni Miðjarð- arhafsins er vatn flestum auðlindum dýrmætara og er skipting þess meðal þeirra ágreiningsefna sem hvað erfiðast er að semja um í bróðerni. Ef úr því verður að leggja leiðslu úr Rauða hafinu til Dauðahafsins er áætlað að nota fallhæðina til að koma upp raforkuverum. Þá mun verða hægt að tappa af leiðslunni til að nýta vatnið á þeim svæðum þar sem hún liggur um. Það mun enn minnka álagiö á Dauða- hafið og flýta fyrir að vatnsborð þess hækki á ný. Salt er hægt að vinna úr sjónum eins og vatninu í lægöinni miklu á milli ísraels og Jórdaníu og standa góðar vonir til að vatnsbúskapur á þessum slóðum verði meiri og betri á komandi tímum ef þjóðirnar koma sér saman um skynsamlegar lausnir til að bæta úr vandanum og láta sameiginlega hagsmuni ganga fyrir illindum og ósamkomulagi. (Meðal heimilda: BBC-fréttir)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.