Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Qupperneq 46
3 0 H&lqarblacf 3Z>V LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Suzuki Jimmy JLX, bsk. Skr. 6/00, ek. 32 þús. Verð kr. 1200 þús. Suzuki Vitara JLX, 5 d., bsk. Skr. 6/00, ek. 59 þús. Verð kr. 1380 þús. Ford Focus High-series, bsk. Skr. 11/99, ek. 36 þús. Verð kr. 1220 þús. Toyota Corolla Touring. Skr. 7/97, ek. 125 þús. Verð kr. 860 þus. Renault Mégane RT, bsk. Skr. 3/99, ek. 47 þús. Verð kr. 1090 þús. Galloper 2,5. dísil, ssk. Skr. 9/99, ek. 78 þús. Verð kr. 1490 þus. Suzuki Baleno G, 3 d.. ssk. Skr. 10/99, ek. 21 þus. Verð kr. 790 þus. Isuzu Troo Skr. Verð kr. 2490 þús. •r 3,0. dísil, bsk. , ek 64 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI —✓//>—...... .... SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Nissan Terrano II 2,4, bsk. Skr. 7/01, ek. 43 þus. Verð kr. 2280 þús. Formúla 1 Er Ferrarí að misnota yfirburði sína með leikaraskap? Max Mosley, forseti alþjóða akstursíþróttasambandsins, situr hér blaðamannafund fyrir keppnina í Japan. Það er óhætt aö segja að spennan fyrir síðustu Formúlu 1-keppni árs- ins sé með allra minnsta móti þetta árið í ljósi yfirburða Ferrari og ótrú- legrar uppákomu ökumanna liðsins í síðustu keppni þegar Schumacher og Barrichello fóru samhliða yfir enda- línuna. Ferrari-keppnisliðið, sem hafði ekki unnið heimsmeistaratitil ökumanna í tuttugu og eitt ár árið 2000, hefur nú tryggt sér þriðja öku- mannstitilinn í röð og fjórða liðatitil- inn á jafn mörgum árum. Yfírburðir liðsins hafa verið gífurlegir og eru fjórtán sigrar í höfn á árinu, þar af sjö tvöfaldir. Drottnun Ferrari hefur verið svo mikO að menn eru farnir að hafa af því miklar áhyggjur. Það eru ekki bara áhorfendur heima í stofu eða blaðamenn sem keppast við að skrifa um tilvistarkreppu For- múlu 1, heldur hafa Bernie Ecclesto- ne, súperprímus Formúlunnar, og Max Mosley, forseti FIA, báðir kom- ið með tillögur að breytingum til að jafna leikinn. Eins og staðan er í dag virðist ekkert lið hafa nokkurt svar við ítölsku meisturunum sem er komnir eru með 205 stig og getur það með tvöföldum sigri í nótt endað tímabilið með fleirri stig en öll hin liðin samanlagt. Ekki er hægt að bú- ast við öðru en að Ferrari bæti við enn einni rósinni í hnappagatiö á hinni 5,8 km löngu Suzuka-keppnis- braut í nágrenni Nagoya sem hefur verið Ferrari hliðholl undanfarin ár. Formúla 1 á tímamótum Max Mosley, forseti alþjóða akst- ursíþróttasambandsins, FIA, hefur undanfama mánuði verið með í smiðum tillögur aö breytingum á Formúlu 1 keppnisfyrirkomulag- inu til þess að gera keppnina jafn- ari og ódýrari fyrir keppnisliðin. Þar á meðal eru margar róttækar tillögur sem snúa að keppnisfyrir- komulagi og tæknilegum breyting- um á bílunum. „Við erum á krossgötum, það er engin spuming um það. Við verðum að bæta keppnina og minnka kostn- aðinn ef keppnisliöin og kappakstur- inn á að lifa af í þeirri mynd sem viö þekkjum hann í dag.“ Max segist vera með áætlanir um að spara allt að því 40 milljarða samanlagt í For- múlunni. Á þessu ári hafa Prost- og Arrows-liðin horfið af sjónarsviðinu og Max vill koma í veg fyrir að fleirri fari í kjölfarið. „Vandamálið er að kostnaður hef- ur farið upp úr öllu valdi á meðan innkoman hefur minnkað og nú vilja sjónvarpsstöðvar greiða minna þvi það eru færri áhorfendur. Við þurfum að laga hlutina áður en fleiri lið leggja upp laupana.“ Ástæða minna áhorfs er ekki síst óheyrilegir yflrburðir Ferrari á þessu ári og það sem hefur skemmt enn meira er að ökumenn liðsins hafa ekki keppt sín í milli og úrslit- um hefur verið hliðrað. Eru Ferrari of góðir? Tímamunur á milli Ferrari og Minardi hefur verið allt að fjórar sekúndur i tímatökum og er það of mikið að margra mati. „Það er al- mennt samkomulag um að við verð- um að gera eitthvað," segir Max sem hefur lagt það til að fyrir hvert stig sem efsti ökumaður hefur i stiga- keppninni, skuli bætt einu kiló- grammi í bíl hans til að jafna leik- inn. „Það er ekki nokkur spurning að sú tillaga aö setja þyngingar í bíl- ana er gegn hefðum Formúlunnar, en stundum finna menn sig í þeirri stöðu að það er haldið fast í hefðirn- ar, en öllum er sama, því það fylgist enginn með.“ Schumacher, sem nú hefur 63 stiga forskot á Barrichello, yrði sennilega 18 sekúndum hægari en félagi hans og varla líklegur til komast í gegnum tímatöku ef þessar tillögur ná fram að ganga. Einnig hefur verið rætt um að festa loft- flæðistillingar bílanna og notkun á einni vél fyrir hálft tímabilið. Fyrir- komulaginu á tímatökum yrði breytt og væri samanlagður tími úr hálftíma tímatökum fóstudaga og laugardaga notaður til að ákvarða rásröð. „Við erum á þeim tíma- punkti að það verður að vega og meta hefðir á móti breytingum og sjá hvað það getur gert fyrir sportið. Við hjá FIA erum með róttækar hug- myndir um að gera keppnina áhuga- verðari og spara mikla fjármuni," sagði Mosley. Ron Dennis ekki sammála Allar þessar tillögur sem Max Mosley talar um og Bernie í grafinu hér til hliðar, verða ræddar á sam- ráðsfundi þeirra aðila sem koma að Formúlu 1 þann 28. október. Þar hafa fulltrúar allra keppnisliðanna neit- unarvald og eru þvi mjög áhrifamikl- ir í ákvörðunum sem snerta framtíð kappakstursins. Ron Dennis, keppn- isstjóri McLaren, hefur sagt að hann komi aldrei til með að kvitta upp á svo róttækar breytingar. „Við hjá McLaren munum ekki samþykkja þyngingar í Formúlu l-bílunum,“ segir Ron. „Ég skil vel áhyggjurnar yfir skorti á sönnum kappakstri um þessar mundir en það er eingöngu vegna þess að Ferrari er að gera frá- bæra hluti,“ segir Dennis sem viður- kennir að lið hans hafi ekki staðið sig nægOega vel á þessu ári. „Það er hins vegar hlutverk allra hinna lið- anna að taka sig saman í andlitinu og við munum gera það. Það vill eng- inn sigra Ferrari, einfaldlega vegna þess að þeir eru með þyngri bíla en allir hinir.“ Paul Cascoyne, tækni- stjóri Renault, er ekki alveg viss um að þetta gangi upp hjá FIA. „Eftir að hafa stillt bílunum upp í hraðaröð í tímatökum þar sem hraðasti bíllinn er fremstur og sá hægasti aftastur, og þegar þeir eru ræstir klukkan tvö á sunnudegi, er harla óliklegt að þeir fari að taka fram úr hver öðrum. Við verðum að krydda þetta svolítið meira," segir hann og vUl einskorða þyngdartakmörkin við tímatökur. „Við viljum sjá Ferrari ræsa af tí- unda rásstað í stað þess fremsta og sjá hvað þeir koma til með að geta unnið úr þeirri stöðu. Þá komum við til með að sjá framúrakstur og spennandi kappakstur," sagði Cascoyne að lokum. Lokakeppnin Japanski kappaksturinn sem háð- ur verður í nótt verður sá síðasti á þessu keppnistímabili líkt og hann hefur verið síðan 1987, með örfáum undantekningum. Suzuka-keppnis- brautin, sem Honda byggði árið 1962 til prófana, hefur þá óvenjulegu sér- stöðu að hún myndar töluna átta. Suzuka-brautin, sem hefur i gegnum tíðina hýst margar sögulegar keppn- ir, er einn af bestu keppnishringjun- um í Formúlu 1 og hefur verið sett á stall með SPA i Belgíu og er í uppá- haldi flestra ökumanna. Reynslan nýtist sérstaklega vel á Suzuka og eru S-beygjurnar mjög erfiðar og erfitt að finna hina gullnu meðalleið þar í gegn þar sem hver hlykkurinn tekur við af öðrum. Michael Schumacher, sem hefur verið snill- ingur í að aka í gegnum þessar beygjur, er heimsmeistari þessa árs ásamt liöi sínu, Ferrari. Yfirburðirn- ir hafa verið slíkir að lengi verður munað eftir. Útsending á RÚV á lokakeppninni verður klukkan 5.10 í nótt og endursýnt á morgun. -ÓSG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.