Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2002, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 2002 Helcjarbloö 33"V" 55 Myndtrnar tvær virð- ast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur fljós að á annarri myndinni hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi og senda okkur ásamt nafni þínu og heimitisfangi. Að tveimurvikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. Verðlaun: Minolta-myndavél frá Sjónvarpsmiöstööinni, Síöumúla 2, að verömæti 4490 kr. Vinnlngarnir verða sendir heim til þeirra sem búa úti á landi. Þelr sem búa á höfuðborgarsvæðinu þurfa að sækja vinningana til DV, Skaftahlíð 24. Tr~']íin~' HrrT'~ Það slitnaði bara sambandið við mömmu þína, ég náði ekki nýja númerinu hennar. Svarseðill Nafn: Heimili:. Póstnúmer: - Sveitarfélag: Merkiö umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? nr. 688, c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík. Verðlaunahafi fyrir getraun nr. 687: það hlýtur að vera ferlega lelðlnlegt að vera ógeð6lega ríkur og lifa þægilegu lífi í stórum kastala? CHfii i o/uwne Tuttugu timar í flugvál til Árið er 1959 og Einár évinidal yngri Háökóllrm í Hrútavík! Tuttugu og eex tímar í ferju til Hrútavíkur. A leiðlnnl sigla þeir fram hjá ýmeu athyglisverðu. e.e. hákörium og halfétnum 6jó- ræningjum. er að fara í Háekólann í Hrútavík. Hann fer á flugvöllinn í Plymouth, árg. 51, áeamt mömmu einni á Puerto Rico. Priðji 6kur til vinetri, gjörðu 'fvovel. fjorum dögum. Flugvöllur 3 km. Hel, ávextlmlr eru farnlr að rotna! Jakobína Jónasdóttir, Hvanneyri, 311, Borgarnes. Lífiö eftir vinnu •Uppákomur BGeðhlaup Geðhjálp gengst fyrir geðhlaupi í dag. Hlaupið hefst kl. 13 og er ráðlagt að þátttakendur mæti 30 mín. fyrr. Allir eru velkomnir til þátttöku. Boðið er upp á 10 km með tímatöku, 2 km skemmtiskokk en það kostar 1000 kr. að taka þátt í hlaupinu en 500 kall í skemmtiskokkinu. Nánari upplýsingar á skrifstófu Geðhjálpar í s. 5701700. MDansleikur til stvrktar veik- um börnum Nýlega var stofnaður styrktarsjóöur Barna- spítala Hringsins og ber hann nafnið Hlynur. Styrktarsjóður þessi er óháður almennum rekstri spítalans. Fyrsta verkefni sjóðsins er að kaupa tæki á vöktunarstofu fyrir alvarlega veik börn sem þurfa á mikilli og nákvæmri gæslu að halda. Einnig mun sjóðurinn stuðla að bættri aðstöðu aöstandenda sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna veikinda barnanna. Nokkrir velunnarar sjóðsins standa nú fyrir söfnunarátaki með þvl að halda styrktardans- leik að erlendri fyrirmynd, I kvöld I sýningarsal Bifreiða- og landbúnaðarvéla að Grjóthálsi 1, Reykjavík. Á dagskrá kvöldins er grillmálsverð- ur, uppboð á veglegum munum, skemmtiat- riði og dansleikur. og Guömundur Ellas Knudsen. Eftir tónleika og ballett I kirkjunni verður gengið I safnaðar- heimiliö þar sem sushi-matargerðarlist verður kynnt. Sem fyrr er miðaverði á Listafléttuna mjög stillt I hóf. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en aðeins kr. 1000 fyrir eldri borgara og skóla- fólk. ■Agorasvningin Agora, fagsýning þekkingariðnaðarins, er I fullum gangi I Laugardalshöllinni. Alls taka 90 fyrirtlæki og stofnanir þátt I sýningunni en þetta erl annað sinn sem þessi sýning er haldin. Sýningin er öllum opin I dag. • F undir ■Bandalag kvenna í Hafnarfirði 30 ára Bandalag kvenna I Hafnarfirði var stofnað 11. október 1972 og er því orðið 30 ára gamalt. í tilefni afmælisins er opið hús I dag frá kl. 14.00 meö afmælisdagskrá og sýningu á handverki kvenna að Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði. Bandalagið samanstendur af átta aðildarfélögum. Bandalagskonur hafa hist 4-5 sinnum á ári. Innan Bandalagsins er starfandi mæðrastyrksnefnd, orlofsnefnd og ræktunarnefnd. Félagskonur hvetja alla aðild- arfélaga og velunnara til að mæta I afmæiið og gleðjast á góðri stund. ■Listaflétta í Langholtskirkiu Fyrsta Listaflétta haustsins á vegum llstráðs Langholtskirkju verðurí húsakynnum kirkjunn- ar og hefst hún kl. 17. Eins og á fyrri Listaflétt- um verður nú ýmsum greinum lista fléttað saman, í þetta sinn af mjög ólíkum toga: org- elbarokki fimm meistara frá fjórum löndum, íslenskum listdansi, austurlenskri matar- gerðarlist og íslenskri bjórgerðarlist. í flétt- unni í dag leikur Hörður Áskelsson verk eftir ýmis tónskáld barokktímans. Verkin eru valin með tilliti til þess að íslenski dansflokkurinn tekur þátt i fléttunni en þrjú verkanna eru í dansformi. Fjórir dansarar úr íslenska dans- flokknum dansa í verkinu, Katrín Ágústa John- son, Katrin Ingvadóttir, Guðmundur Helgason ■Aðalfundur Hellas í Korn- hlöftunni Grikklandsvinafélagiö Hellas heldur aöalfund sinn i Kornhlöðunni við Bankastræti i dag kl. 14.30, en að loknum aðalfundarstörfum, eða um kl. 15, verðurtekinn upp þráðurinn frá síð- asta fundi á liðnu vori þar sem tveir gestir frá Grikklandi héldu erindi um krítverska rithöf- undinn Níkos Kazantzakís. Kristján Árnason mun rifja þau upp stuttlega i inngangsorðum, en siöan verður hin umdeilda skáldsaga ,Sið- asta freisting Krists" á dagskrá. Sigurður A. Magnússon fjallar um verkið og Hjalti Rögn- valdsson les kafla úr því i óprentaöri íslenskri þýðingu. Á eftir verður efnt til umræöna um verkið og höfundinn og eru allir velkomnir á fundinn. Bridge Bikarkeppni BSÍ 2002: Leiðin á toppinn var löng og ströng Nýkrýndir bikarmeistarar Bridgesambands íslands, sveit Guðmundar Sveins Hermannsson- ar, lagöi margar sterkar sveitir á leið sinni á toppinn. Heppni réð því að hún fékk yfir- setu í fyrstu umferð en í þeirri annarri lagði hún sveit FSVG með 133 stigum gegn 65. í þriðju um- ferð sigraði hún sterka sveit Strengs með 100 stigum gegn 90 og í þeirri fjórðu sveit Skeljungs, sem ávallt er í fremstu röð, með 143 stigum gegn 66. Þar með hafði sveitin tryggt sér sæti í undanúrslitum og andstæð- ingarnir voru sterk sveit norðan- manna undir forystu Þórólfs Jón- assonar. Sveit Guðmundar tókst að vinna þótt mjótt væri á munun- um, 130 stig gegn 112. Þar með var sveitin komirr í úrslitaleikinn gegn þáverandi bikarmeisturum, sveit Orkuveitu Reykjavíkur. Það benti margt til þess að Orkuveitan mundi verja titilinn. Hún hafði lagt sterka sveit Subaru, undir for- ystu Jóns Baldurssonar, nokkuð örugglega með 114 stigum gegn 89. Sveit Orkuveitunnar var hins vegar með nokkuð breytt lið frá því hún vann titilinn í fyrra og má vera að samæfing nýrra para hafi ekki verið sem skyldi. Alla vega vann sveit Guðmundar einvígið mjög örugglega með 161,5 stigum gegn 95,5. Skoðum eitt spil frá einvíginu sem Björn Eysteinsson þrælaði heim eftir nokkuö harðar sagnir fyrirliðans, Guðmundar Sv. Her- mannssonar. N/N-S 4 Á2 ÁD4 4 ÁD9632 4 105 * G7 V K1085 4 GIO 4 ÁD874 4 D109863 V 632 ♦ 4 4 KG6 *G97 4 K875 4 932 Með Guðmund og Björn í n-s en Bjarna og Sigurbjörn í a-v gengu sagnir á þessa leið: Noröur Austur Suöur Vestur 14* 2 lauf dobl** pass 2 4 pass 24 pass 34 pass 3 4 pass 44 pass pass pass *16+Precision **5-7 punktar Geim á hættunni eru eftirsókn- arverðari og því ákvað Guðmund- ur í skjóli ásanna þriggja að hnykkja á fjórða spaðanum. Það reyndist farsæl ákvörðun, þegar Björn, með svolítilli heppni, var vandanum vaxinn. Ef Sigurbjörn hefði hitt á hjarta- útspil hefði vandi Björns verið töluvert meiri en eðlilega spilaði Sigurbjörn út laufatvisti. Bjarni drap á ásinn og spilaði meira laufi. Það kemur til greina að svína gosanum og Björn lá aöeins yfir því. Að lokum drap hann á kónginn, spilaði tígli og svínaöi drottningunni. Þegar kóngurinn lá rétt var vissum áfanga náð og Björn tók næst ásinn og kastaði hjarta heima. Næst spilaði hann tígli úr blindum, Bjarni trompaði með gosanum og Björn yfirtromp- aði með drottningunni. Nú tromp- aði Björn laufgosann með tvistin- um í blindum og spilaði meiri tígli og trompaði. Þá kom spaði á ás- inn, síðan hjartaás, svo tígull og hjarta kastað að heiman. Sigur- björn trompaði, tók síðan tromp- kóng, en Björn átti afganginn af slögunum, slétt unnið. Á hinu borðinu spiluðu Her- mann Lárusson og Aron Þorfinns- son spaðabút og unnu þrjá. íslandsmót í einmenning íslandsmótið í einmennings- keppni verður haldið dagana 18. og 19. október í höfuðstöövum Bridgesambandsins við Síðumúla. Spilað verður sama sagnkerfiö af öllum keppendum og er hægt að nálgast það hjá Bridgesamband- inu. Hægt er að skrá sig á vefnum, www.bridge.is Stefán Guðjohnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.