Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 2
18
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
Sport
Fastir starfsmenn:
Jón Krisöán Sigurðsson (jks.sport@dv.is)
Óskar 0. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hrafii Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurðsson (pjetur@dv.is)
Mánudagurinn 14. október 2002
Efni DV-
Sports í dag
0 Utan vallar, formúla
0 Haukar í Evrópukeppni
© Essodeild karla
© Essodeild karla
© Essodeild kvenna
© Essodeild kvenna
© Intersportdeild karla
0 Kjörísbikar karla
© Kvennakarfan
0 Viötal viö Atla þjálfara
/ Landsleikur íslands og /0 Skotlands
© Viötöl viö strákana
0 Viötöl viö strákana
© Viðtöl viö Skotana
© Ísland-Skotland
© Undankeppni EM
© Undankeppni EM
© U-21 árs leikurinn
0 Rallsíöa
© Veiöisíða
© Torfærusíöa
© Fréttasíða
Michael Schumacher sló enn eitt metið um helgina: (Jrslitin í Japan
A pallinum i
öllum kep
- vann ellefta sigurinn i ár
og heimsbikarinn með 67 stigum
Michael Scumacher lauk keppnis-
tímabilinu í Formúlu 1 með enn ein-
um sigrinum, þeim ellefta á árinu, í
Japan um helgina. Félagi
Schumachers hjá Ferrari, Rubens
Barichello, kom annar í mark og
eru úrslitin dæmigerð fyrir yfir-
burði Ferrari-liðsins á árinu.
Schumacher lauk tímabilinu með
144 stig eða helmingi meira en
Barichello sem endaði með 77 stig. í
stigakeppni bílasmiða sigraði lið
Ferrari með yfirburðum, fékk alls
221 stig, en lið Williams kom næst
með 92 stig.
Michael hefur slegið hvert metið
á fætur öðru i undanfómum keppn-
um og kappaksturinn í Japan var
engin undantekning. Með sigrinum
náði Schumacher ekki aðeins að
komast í mark í hverri einustu
keppni á tímabilinu heldur var
hann á verðlaunapalli í þeim öllum.
Það var sannarlega ótrúlegur árang-
ur þar á ferð hjá Þjóðverjanum.
Annars voru úrslitin nokkuð eftir
bókinni um helgina en það var helst
frammistaða heimamannsins
Takuma Sato hjá Jordan sem lenti í
fimmta sæti og náði þar með að
koma liði sínu upp fyrir leið BAR
íþróttadeild DV, Skaftahlíö 24
Beinn sími: ............. 550-5880
Ijósmyndir:.............. 550-5845
Fax:..................... 550-5020
Netfang:.............dvsport@dv.is
og Jaguar í keppni
bílasmiða.
Ætla aö
njóta vetr-
arins
„Sú stað-
reynd að við
höfum klárað
allar keppnir
sýnir hæfi-
leika bifvéla-
virkja liðsins.
Þeir hafa ver-
ið hreint
ótrúlegir. Nú
ætla ég að
njóta vetrar-
ins, slaka vel á
og koma sterk-
ari til leiks á
næsta ári,‘
sagði
Schumacher eftir
kappaksturinn 1
gær.
Rubins Barichello
tók í sama streng.
„Ég er svo stoltur og
ánægður með að vera
hluti af þessari fjöl-
skyldu sem starfslið
Ferrari er. Að sigra
tvisvar í síðustu
þremur keppnum árs-
ins þýðir að þetta hef-
ur verið frábært
keppnistímabil fyrir
mig,“ sagði
Barichello.
-vig
10-11
1. Michael Schumacher, Ferrari
2. Rubens Barrichello, Ferrari
3. K. Raikkonen, McLaren
4. Juan Pablo Montoya, Williams
5. Takuma Sato, Jordan
6. Jenson Button, Renault
Lokastaða ökumanna
1. M. Schumacher, Ferrari . 144 stig
2. R. Barrichello, Ferrari ... 77 stig
3. J.P. Montoya, Williams ... 50 stig
4. R. Schumacher, Williams . 42 stig
5. D. Coulthard, McLaren ... 41 stig
6. K. Raikkonen, McLaren ... 24 stig
7. Jenson Button, Renault ... 14 stig
8. Jamo Trulli, Renault.....9 stig
9. Eddie Irvine, Jaguar.....8 stig
10-11. Nick Heidfield, Sauber . 7 stig
G. Fisichella, Jordan . 7 stig
12. J. Villenueve, BAR ... 4 stig
13. T. Sato, Jordan .... 2 stig
Staða bílasmiða
1. Ferrari .......221 stig
2. Williams........92 stig
3. McLaren .......65 stig
4. Renault.........23 stig
5. Sauber ........11 stig
6. Jordan..............9 stig
Sigurbros
Michael Schu-
macher var að sjálf-
sögðu sáttur eftir sfð-
ustu keppnina í For-
múlu eitt en hann
vann elleftu keppni
sína í Japan um helg-
ina.
Tímabiliö hefur veriö
ein endalaus sigurganga
hjá Schumacher og Ferrari-
liöinu sem vann keppni bíla-
smiða með miklum yfirburðum.
Þeir Schumacher og Rubens
Barrichello unnu saman 15 af
17 keppnum, þar af unnu þeir
níu sinnum tvöfaldan sigur og
þaö í síöustu sex keppnum
keppnistfmabilsins.
Reuters
Utan vaílar
Ef marka má orð Atla Eðvalds-
sonar eftir leikinn gegn Skotum á
laugardaginn þá tapaðist leikurinn
gegn Skotum ekki á Laugardals-
vellinum heldur í fjölmiðlum, í
heitu pottunum, strætisvögnum og
hvarvetna þar sem íslenska lands-
liðið var umræðaefni meðal al-
mennings á íslandi vikuna fyrir
leikinn.
„Það spilaði enginn með okkur,“
sagði Atli eftir leikinn. Atli vísaði
þráfaldlega í þá staðreynd að það
heföu verið skoskir fjölmiðlar sem
unnu leikinn fyrir Skotana meö
því að gera engar kröfur til skosku
leikmannanna og þyrla ryki í augu
fjölmiðla og almennings á íslandi
um ágæti íslenska liðsins og skelfi-
legt ástand skoska liðsins. Með
þessum orðum er Atli að gera lítið
úr skoska landsliðinu, sem vann
leikinn af því að það var mun betra
en það íslenska, og fjölmiðlamönn-
um og almenningi á íslandi sem
þurfa ekki að lesa það í skosku
blaði eða öðrum erlendum miðlum
hversu góðir leikmenn íslenska
liðsins eru.
Atli stóð hins vegar uppi einn
gegn öllum og þurfti ekki aðeins að
berjast við Skotana heldur líka
ósanngjarna fjölmiðla og kröfu-
harðan landslýð sem hafði þó að-
eins sér til saka unnið að hafa trú
á liðinu.
Af hverju Atli fer þessa leið skil
ég ekki. Ég trúi því ekki að það sé
betra fyrir leikmenn íslenska liðs-
ins að lesa og heyra það í íslensk-
um fjölmiðlum hversu lélegir þeir
eru og hversu mikið formstriði það
verði fyrir andstæðinga okkar
hverju sinni að valta yfir okkur en
að heyra og lesa að allir hafi trú á
þeim. Það getur varla hjálpað sál-
artetrinu né sjálfstraustinu hjá
leikmönnum og ekki þætti sálfræð-
ingum mikið til þess koma sem
hluta af uppbyggingu fyrir leik.
Atli verður að finna aðrar leiðir
að því að ná upp stemningu fyrir
leik en að benda leikmönnum sin-
um á að lesa íslensku blöðin þar
sem gert er lítið úr leikmönnum
liðsins í þeim eina tilgangi að æsa
þá upp.
íslendingar eru stoltir af leik-
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
íþróttafréttamaöur
a DV-Sporti
mmmzm
mönnum sínum. Þeir hafa tröllatrú
á þeim og gera þess vegna kröfur
til þeirra. Ekki af mannvonsku eða
til að gera þeim erfitt fyrir heldur
vegna þess að þessir strákar hafa
staðið sig vel með sterkum liðum í
sterkustu deildum Evrópu og sýnt
á stundum með landsliðinu að þeir
geta unnið alla.
Það að segja að skoskir fjölmiðl-
ar hafi unnið með skoska landslið-
inu er fáránleg fullyrðing. Það
skyldi þó aldrei vera aö skoskir
fjölmiðlar hefðu gefist upp á lands-
liðinu og ekki með nokkru móti
getað gert kröfur tU þess eftir
frammistöðuna í landsleikjum að
undanfomu.
Fjölmiðlar á íslandi hafa hingað
tU reynt að gera aUt sem i þeirra
valdi stendur tU að styðja landslið-
ið. Það er spurning hvað muni
heyrast þegar þeir hafa misst trúna
á landsliðinu. Það verður varla
mikU ánægja með það. -ósk
J