Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 4
20 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Sport DV Þýski handboltinn: Magdeburg vann Kiel Magdeburg vann um helgina góöan sigur á meisturum Kiel, 30-29, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ólafur Stefánsson var markahæstur hjá Magdeburg með níu mörk en lið- ið er nú í ööru sæti deildarinnar með 12 stig. Tuttugu mörk Guöjóns Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum í liði Essen sem bar sig- urorð af HCBerchem frá Lúx- emburg, 35-21, i fyrri leik lið- anna í Evrópukeppninni. Guðjón Valur skoraði tólf mörk í leikn- um og var markahæstur hjá lið- inu. Hann var litlu síðri í seinni leiknum í gær og skoraði þá átta mörk í sigri Essen, 39-22. Wallau, lið Einars Arnar Jóns- sonar, burstaði Wetzlar, 31-15, á útivelli eftir að hafa unnið siðari hálfleikinn, 18-6. Wilhelshaven, lið Gylfa Gylfa- sonar, tapaði á útivelii, 31-24, fyrir Lúbbecke. -ósk Franski bilaframleiðandinn Citro- en mun taka þátt í Bretlandsrallinu sem undirbúningi fyrir heimsmeistara- keppnina á næsta ári en þá mun Citroen í fyrsta sinn vera með í öllum 14 keppnum ársins. Breski ökuþórinn Colin McRae, sem varð heimsmeistari árið 1995, hefur ákveðið að ganga til liðs við Citroén og mun aka fyrir liðið á næsta ári. Spœnska knattspyrnusambandið hef- ur ákveðið að banna 1. deildar liðinu Sevilla að spila Qóra næstu heimaleiki sína á heimavelli liðsins, Sanchez Pizjuan-leikvanginum, eftir að áhorf- andi hijóp inn á völlinn í leik liðsins gegn Real Betis fyrir rúmri viku og sló markvörð Betis, Toni Prats. Forseti fé- lagsins sagðist ætla að áfrýja banninu og kvaðst þess fullviss að áfrýjunar- nefnd sambandsins myndi fella bannið úr gildi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ólæti koma upp í leikjum þessara ná- grannaliða því að Sevilla fékk tveggja leikja heimaleikjabann í mars þegar þessi lið áttust síðast við. Að auki fékk féiagið tæplega 300 þúsund króna sekt. Finnska landsliöið í knattspymu lék með sorgarbönd í leiknum gegn Aserbaidsjan í undankeppni EM á laugardaginn í minningu sjö fómar- iamba sprengjuárásarinnar í verslun- armiðstöð i miðborg Helsinki á fóstu- daginn. Það var einnig mínútuþögn fyrir leikinn í virðingarskyni við fóm- arlömbin. Enska liðið Team Bath, sem er ein- göngu skipað námsmönnum í Bath-há- skólanum, getur oröið fyrsta háskóla- liðið til að komast inn í aðalkeppni ensku bikarkeppninnar síðan lið frá Cambridge-háskólanum tók þátt keppn- istímabilið 1879-1880. Team Bath vann góðan sigur á Newport County, 3-0, á laugardaginn og er aðeins níutíu mín- útum frá því að komast í aðalkeppnina. Það kemur í ljós í dag hverjum liðið mætir í íjórðu umferð undankeppninn- ar. Enska 1. deildar liðinu Ipsuiich, sem landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðars- son leikur með, var um helgina synjað um að fá að ræða við Ronnie Moore, knattspyrnustjóra Rotherham, en félag- ið rak sem kunnugt er George Burley úr starfi á fóstudaginn. Forráðamenn Rotherham eru lítið hrifnir af þessari beiðni Ipswich en Moore sjálfur, sem hefur farið með Rotherham úr þriðju deildinni í þá fyrstu á fimm árum, er meira en lítið til í að tala við Ipswich. „Ég hef átt fimm stórkostleg ár hjá Rotherham en þegar félag eins og Ipswich sýnir manni áhuga þá finnst mér það eiga skilið að maður tali við þá,“ sagði Moore. Forráðamenn Rotherham hafna þvi og segja að Moore eigi þrjú ár eftir af samningi sínum og muni halda áfram því frá- bæra starfi sem hann hefur unnið hjá félaginu. Einn frœgasti leikmaóur í sögu Real Madrid, Alfredo Di Stefano, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldo þurfi að létta sig til að geta spilað með Real Ma- drid. „Hann þarf að létta sig um fimm til sex kíló. Hann heldur aldrei út heilt tímabil í þessu ásigkomulagi," sagði Di Stefano við blaðamenn um helgina. -ósk Auðvelt hjá HK Eyjamenn tóku á móti HK á laug- ardaginn en leiknum hafði verið frestað frá því kvöldið áður vegna veöurs. Gestimir mættu mjög ákveðnir til leiks, þrátt fyrir fjarveru Vil- helms Gauta Bergsveinssonar náöu þeir fljótlega undirtökunum og héldu þeim allt þar til flautað var til leiksloka. Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að skora fyrstu mörkin en gestirnir komust tveim- ur mörkum yfir um miðjan hálfleik- inn og héldu því til loka fyrri hálf- leiks. Heimamenn í ÍBV gleymdu hins vegar hugarfarinu í búningsklefan- um þegar þeir gengu til leiks í síð- ari hálfleik. Gestimir áttu ekki í miklum vandræðum með að verjast bitlausum sóknarleik ÍBV og fengu fyrir vikið auðveld hraðaupphlaup. Sóknamýting Eyjamanna var afar slök fyrstu fimmtán minútumar, aðeins tvö mörk úr fhnmtán til- raunum á meðan gestimir skomðu sex og komust þar með sex mörkum yflr, 12-18. Eftir það voru Eyja- menn hins vegar beittari, þeir skiptu inn minni spámönnum og varamennimir komu mjög ákveðnir til leiks. Eyjamenn hleyptu smá- spennu í leikinn undir lokin þegar þeir minnkuðu muninn niður í þrjú mörk, 17-20, en lengra komust þeir ekki og HK fagnaði sigri í lokin, 21-24. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, sagði eftir leikinn að fyrri hálfleik- ur hefði verið þokkalegur framan af. „Svo dettum við bara í það að skjóta i vömina hjá þeim, þeir eru mjög hávaxnir og þess vegna ekki sama hvemig sótt er gegn þeim. Upp úr því fá þeir hraðaupphlaup sem þeir vinna leikinn á. Við sýnd- um reyndar ágætan karakter undir lokin með að ná þessu niður en munurinn var bara orðinn of mik- fll. Þeir skoruðu tæplega íjörutíu mörk í síðasta leik þannig að vam- arleikurinn i dag var þokkalegur en sóknarleikurinn er það sem klikk- ar, sagði Sigurður við DV-Sport eftir leikinn." Kollegi Sigurðar hjá HK, Alex- ander Amarson, var hins vegar á því að sigurinn hefði verið nokkuð öruggur. „Það sat svolítið í okkur þetta ferðalag þannig að undirbúningur- inn fór fyrir lítið en Eyjamenn eru með ungt og efnilegt lið sem á fram- tíðina fyrir sér. Við vinnum þetta má segja í upphafl seinni hálfleiks en þá náum við að keyra vömina saman. Vörnin var slök hjá okkur í fyrri hálfleik. Ég hafði það alltaf á tilflnningunni að við myndum vinna leikinn, þó svo að Eyjamenn hafi sótt aðeins á okkur undir lokin, þá fannst mér þetta nokkuð öruggt," sagði Alexander í leikslok. -jgi Línumaðurinn sterki hjá FH, Svavar Vignisson, sést hér á fleygiferð en Daði Hafþórsson hjá Aftureldingu reynir að stöðva hann. DV-mynd Hari IIIV HK21 M 0-1, 5-5, 9-11, (11-13), 11-14,12-18,17-20, 21-24. ÍBV: Mörk/viti (skot/viti): Robert Bognar 8/2 (14/3), Siguröur Ari Stefánsson 4/1 (18/2), Michael Lauritsen 3 (3), Davíö Þór Óskarsson 3 (9), Kári Kristjánsson 2 (4), Siguröur Bragason 1 (4), Sindri Ólafsson (4), Sindri Haraldsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 1 (Bognar) Vitanýting: Skorað úr 3 af 5. Fiskuö víti: Sigurður Ari 2, Sindri Ólafsson, Kári, Davíð. Varin skot/viti (skot á sig): Viktor Gigov 11/2 (35/4, hélt 4, 31%, eitt víti yfir). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverr- isson (3). Gœói leiks (1-10): 3. Áhorfendur: 90. Maöur leil Arnar Freyr Reynisson, HK. HK: Mörk/viti (skot/viti): Jaliesky Garcia 6/2 (11/4), Samúel ívar Arnarson 6 (8), Ólafúr Víöir Ólafsson 5 (6/1), Alexander Arnarson 2 (2), Brynjar Valsteinsson 2 (3), Atli Þór Samúelsson 2 (4), Jón Bessi Ellingsen 1 (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 6 (Samúel 3, Jón, Brynjar, Garcia). Vitanýting: Skorað úr 2 af 5. Fiskuö víti: Alexander 3, Brynjar, Ólafur. Varin skot/viti (skot á sig): Amar Freyr Reynisson 18/2 (39/5, hélt 10, 46%). Brottvísanir: 6 mínútur. 0-2, 2-6, 4-S, (5-11), 9-11, 9-14, 11-18, 13-18, 15-19. Aftureldine: Mörk/viti (skot/viti): Daöi Hafþórsson 4 (11), Jón Andri Finnsson 3/2 (6/3), Haukur Sigurvinsson 3/1 (10/2), Atli R. Steindórsson 3 (3), Emir H. Amarsson 1 (3), Sverrir Bjömsson 1 (6), Ásgeir Jónsson (1), Hrafn Ingvarsson (1), Erlendur Egilsson (5). Mörk úr hraöaupphlaupum: 3 (Haukur 2, Atli 1). Vitanýting: Skoraö úr 3 af 5. Fiskuö vitU Atli 3, Daöi, Jón. Varin skot/viti (skot á sig): Ólafur H. Gíslason, 20/1 (38/5, hélt 10, 53%), Reynir Þ. Reynisson, 0 (1/1, hélt 0, 0%). Brottvisanir: 10 mínútur. Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson, Anton Gylfi Páls- son (6). Gœöi leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 150. Maður Magnús Sigmundsson, FH. FH: Mörk/víti (skot/viti): Björgvin Rúnarsson 9/4 (11/5), Andri Berg Haraldsson 3/1 (7), Magnús Sigurðsson 2 (8), Heiðar Amarsson 1 (1), Svavar Vignisson 1 (3), Araar Pétursson 1 (4), Eiríkur Jónsson 1 (5), Sigurgeir Ámi Ægisson 1 (8), Ingólfur Pálmason (1), Ólafur Bjömsson (1), Hjörtur Hinriksson (1). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Björgvin 2, Magnús, Svavar). Vitanýting: Skorað úr 5 af 6. Fiskuö viti: Magnús 3, Svavar 2, Sigurgeir. Varin skot/viti (skot á sig): Magnús Sigmundsson, 19/2 (31/4, hélt 10, 61%), Jónas Stefánsson, 1 (4/1, hélt 0, 25%). Brottvisanir: 10 mínútur. Frábær vörn - gerði útslagið hjá FH-ingum sem unnu öruggan sigur á Aftureldingu í gær FH sigraði Aftureldingu mjög örugg- lega, 15-19, að Varmá í Essó-deild karla í handknattleik í gærdag. Gest- imir voru áberandi sterkari allt frá byrjun, léku öfluga 6-0 vöm með Magnús Sigmundsson í fantaformi í markinu. Baráttan og leikgleðin var þeirra og þótt sóknarleikur liðsins hafi ekki verið neitt sérstakur var hann þó hátíð miðað við sóknarleik gestanna. Þeir skoruðu aðeins fimm mörk i fyrri hálfleik og slíkt hefur líklega ekki áð- ur gerst hjá Aftureldingu í efstu deild. Staðan hefði verið mun verri hjá lið- inu hefði Ólafur H. Gíslason ekki hald- ið sínum mönnum á floti með stórgóðri markvörslu. Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureld- ingar, hefur líklega geflð sínum mönn- um góða yfirhalningu í leikhléinu því allt annað var að sjá til liðsins í upp- hafi sfðari hálfleiks. Fyrstu fjögur mörkin vom þeirra og stemningin og baráttan virtist hafa farið yflr til þeirra rauðklæddu. Það stóð þó ekki lengi yfir. FH-ingar gyrtu sig í brók og svömðu með þremur mörkum í röð og gerðu í raun þá endanlega út um leik- inn þótt mikið væri eftir. Leikurinn nánast fjaraði út og var ekki sérlega skemmtilegur á að horfa. FH-ingar gerðu það sem þurfti að gera, spiluðu öfluga vöm og áður- nefndur Magnús var mjög góður í markinu og þótt sóknarleikurinn hefði ekki verið neitt augnayndi þá gekk hann alveg nógu vel upp; góður sigur staðreynd. Hjá Aftureldingu var Ólaf- ur markvörður þeirra langbestur, Atli Rúnar Steinþórsson sýndi af sér góða baráttu og af og til sáust glæður hjá Daða Hafþórssyni. FH-liðið lék vel sem heOd með Magnús Sigmundsson fremstan í farar- broddi og þá var Björgvin Rúnarsson öflugur. Greinilegt er að Einar Gunnar Sigurðsson, þjálfari FH, er á réttri leið með liðið og hann hafði þetta að segja eftir leik: „Við vildum gjaman kvitta fyrir tapið f bikarnum hérna um dag- inn og það tókst vel. Þetta var ekkert fallegur handbolti en við náðum að vera á hærra plani og sér í lagi var ég ánægður með vömina og markvörsl- una. Við erum búnir að vinna mikið í varnarleiknum og sóknarleikurinn kemur smám saman i kjölfarið, and- inn er góður, baráttan frn og liðið er á uppleið, það er engin spurning," sagði Einar Gunnar Sigurðsson. -SMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.