Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002
27
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
, eftir leikinn gegn Skotum:
Of miklar væntingar
- ráðum ekki við að vera í hlutverki sigurstranglegra liðsins
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari
íslands, var með sært stolt þegar DV-
Sport ræddi við hann eftir tapleikinn
gegn Skotum á Laugardalsvelli á
laugardaginn.
Hvernig lagðir þú leikinn upp?
„Við vissum að þeir væru gífur-
lega sterkir í loftinu í vörninni og því
var hugsunin sú að reyna að koma
boltanum á bak við varnarmenn
skoska liðsins. Þess vegna stillti ég
upp Helga Sigurðssyni og Hauki Inga
Guðnasyni í framlínunni. Helgi átti
aö vera fremstur og fá boltann í
svæðin. Hann er óútreiknanlegur og
þefar upp færin. Haukur Ingi er
einnig gífurlega fljótur og ég er sann-
færður um það að við hefðum fengið
mun fleiri tækifæri ef þeir hefðu
ekki skorað svona fljótt.
Við náðum aldrei að koma boltan-
um í þessi svæði og það má bara
segja það að sendingargetan hjá okk-
ur í þessum var leik var hræðileg.
Við vorum að klikka á öllum tegund-
um af sendingum, stungusendingum,
fyrirgjöfum og jafnvel einföldustu
sendingum aftarlega á vellinum.
Aldrei fleiri feilsendingar
„Ég held að landsliðið hafi aldrei
átt fleiri feilsendingar í landsleik
undir minni stjóm heldur en í dag.
Það segir sig sjálft að þegar svo er þá
er erfitt að vinna leiki. Við fáum
mark á okkur snemma og eftir það er
á brattann aö sækja fyrir okkur.
Skotarnir lögðust til baka og fengu
sjálfstraust. Menn yfirspenntust og
þá fóru sendingarnar að klikka. Þaö
sem skilur á milli er að þeir nýta fær-
in en við ekki.
Við fáum mörg færi í leiknum sem
era betri en það sem þeir skora ann-
að markið upp úr en við náum ekki
að nýta þau. Við getum ímyndað okk-
ur hvað hefði gerst ef við hefðum náð
að jafna en það er stórt orð þetta ef.
Það sem mér svíður mest er að við
náðum ekki að nýta okkur það þegar
markvörðurinn þeirra missti boltann
í þrígang. Þá eram við ekki tilbúnir
á tánum og það var svekkjandi."
Frábær stemning fyrir leik
Voru menn klárir í leikinn?
„Stemningin inni í klefa fyrir leik-
inn var frábær. Menn voru svo til-
búnir í slaginn og ég horfði í kring-
um mig í klefanum fyrir leikinn og
hugsaði að þetta gæti ekki farið illa.
Ég get ekki takið undir þá gagn-
rýni manna að strákarnir hafi veriö
andlausir. Ég vil frekar segja að það
hafi gripið um sig vonleysi í liðinu
þegar Skotar skoraðu annað markið.
Það er stór munur á andleysi og von-
leysi. Við vorum alveg við það að
jafna skömmu áður en þeir skora
annað markið og það er mannlegt að
vonleysi grípi um sig.
Hafói fjölmiðlaumrœöan fyrir leik-
inn áhrif á lióið?
„Það er ég ekki í nokkram vafa
um. Ég vissi það að þessar vænting-
ar væra of miklar og það er nákvæm-
lega það sama og Berti Vogts sagði á
blaöamannafundinum eftir leikinn.
Hann þakkaði fjölmiðlum í Skotlandi
fyrir þaö að taka þann pól í hæðina
að skrúfa væntingamar niður og
setja pressuna yfir á íslendinga sem
heppnaðist alveg fullkomlega.
Hér á íslandi eru væntingamar
alltof miklar og kröfurnar einnig. Ég
er með ungt lið í höndunum, meiri
hlutinn spilaöi hjá mér í U-21 árs
landsliðinu fyrir nokkrum árum.
Þetta er nýtt lið, það era margir nýir
leikmenn sem eru að koma inn í
þetta.
Viö eigum erfitt með að axla þá
pressu sem fylgir því að hver einasti
leikur eigi að vinnast, að annað sé
skandall og sú pressa sem sett er á
liðið, bæði af fjölmiðlum og almenn-
ingi, er ekki að hjálpa því. Það er
erfitt að þurfa að eyða orkunni síð-
ustu þrjá daga fyrir leik gegn Skotum
í það að telja strákunum trú um að
þetta verði erfiður leikur.
Ég vissi að Skotarnir ættu fullt
inni og hefðu ekki sýnt sitt rétta and-
lit gegn Færeyingum.
Þeir þurftu að sanna sig því að við
vorum gerðir að stóra liðinu. Fjöl-
miðlar á íslandi verða að vera tilbún-
ir að vinna með okkur í stað þess að
vinna á móti og ættu að taka skoska
fjölmiðla sér til fyrirmyndar í því
sambandi."
Læt ekki hrekja mig úr starfi
Hefur þú íhugaó aó hœtta sem
landsliósþjálfari?
„Nei, það hef ég ekki gert. Ég er
með samning út þessa keppni og ég
hef aldrei verið sá maður sem
hleypst undan merkjum. Það era aðr-
ir sem ráða því og ef það era einhver
mál sem þarf að ræða þá ræði ég það
við knattspyrnuforystuna en ekki út
á við. Á meðan ég er ráðinn í þetta
verkefni þá sinni ég því.
Ég hef aldrei fengið frið þessi þrjú
ár sem ég hef stjórnað landsliöinu en
ég tel samt að ég hafi gert góða hluti.
í síðustu undankeppni þar sem allt
var að verða vitlaust fyrir og eftir
hvern einasta leik þá náðum við
samt að hækka okkur um styrkleika-
flokk og komast upp i þann þriðja í
fyrsta sinn í sögunni. Það hlýtur aö
sýna að það hefur eitthvað verið gert
rétt í þeirri undankeppni.
Það var og er ákveðinn minni-
hlutahópur sem hefur allt á homum
sér gagnvart mér en við höfum aldrei
staðið betur í sögu íslenskrar knatt-
spymu þannig að menn geta sjálfir
séð hversu mikið vit er oft í þessari
gagnrýni. Ég er í fótbolta af lífi og sál
og læt ekki nokkra menn sem hafa
horn í síðu mér og finna mér allt til
foráttu hrekja mig burtu úr starfi
sem ég elska,“ sagði Atli Eðvaldsson
i samtali við DV-Sport.
-ósk
Sport
Landsleikir
undir stjórn
Atla 2000-2
2000
1) 31/1 Noregur (-, NM).....0-0
2) 2/2 Finnland (-, NM) .....1-0
Ríkharður Daöason.
3) 4/2 Færeyjar (-, NM) .....3-2
Ríkharður Daðason 2 (2 víti), Bjarki
Gunnlaugsson.
4) 27/7 Malta (h, vin.) .....5-0
Helgi Sigurðsson 3 (1 víti), Eyjólfur
Sverrisson, Heiðar Helguson.
5) 16/8 Svíþjóð (h, NM) .....2-1
Rikharður Daðason, Helgi Sigurösson
(víti).
6) 2/9 Danmörk (h, NM, HM) . 1-2
Eyjólfur Sverrisson.
7) 7/10 Tékkland (ú, HM) . ... 0-4
8) 11/10 Norður-lrland (h, HM) 1-0
Þórður Guðjónsson.
9) 15/11 Pólland (ú, vin.) .... 0-1
Árið 2000: 9 leikir, 5 sigrar, 1
jafntefli, 3 töp, markatalan: 13-10.
2001
11) 11/1 Urúgvæ (-, vin.) .... 1-2
Þórhallur Hinriksson.
12) 13/1 Indland (ú, vin.) .... 3-0
Tryggvi Guðmundsson 3.
13) 20/1 Chile (-, vin.) ...0-2
14) 24/3 Búlgaria (ú, HM) ... 1-2
Hermann Hreiðarsson.
15) 25/4 Malta (ú, HM)......4-1
Tryggvi Guömundsson, Helgi
Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen,
Þórður Guöjónsson.
16) 2/6 Malta (h, HM) ......3-0
Tryggvi Guömundsson, Ríkharður
Daðason Eiður Smári Guðjohnsen.
17) 6/6 Búlgaría (h, HM) .... 1-1
Ríkharður Daöason.
18) 15/8 Pólland (h, vin.) .... 1-1
Andri Sigþórsson.
19) 1/9 Tékkland (h, HM) .... 3-1
Eyjólfur Sverrisson 2, Andri
Sigþórsson.
20) 5/9 Norður-íriand (ú, HM) 0-3
21) 6/10 Danmörk (h, HM) ... 0-6
Árið 2001: 11 leikir, 4 sigrar, 2
jafntefli, 5 töp, markatalan: 17-19.
20Q2
22) 8/1 Kúvæt (-, vin.) ....0-0
23) 10/1 Sádí-Arabía (ú, vin.) . 0-1
24) 8/3 Brasilía (ú, vin.)..1-6
Grétar Rafn Steinsson.
25) 22/5 Noregur (ú, vin.) ... 1-1
Jóhannes Karl Guðjónsson.
26) 21/8 Andorra (h, vin.) . . . 3-0
Ríkharður Daðason 2, Eiður Smári
Guðjohnsen.
27) 7/9 Ungverjaland (h, vin.) 0-2
28) 12/10 Skotland (h, EM) . . 0-2
Árið 2002: 7 leikir, 1 sigur, 2
jafntefli, 4 töp, markatalan: 5-12.
íslenska landsliöiö hefur ekki
skorað í 227 mínútur í landsleikjum
og ekki i 285 mínútur í landsleikjum
í undankeppni HM eða EM.
Landsliðsþjálfarar
íslands:
Besta sigurhlutfall:
Guðjón Þórðarson (1997-99) . . 56,0%
Gudni Kjartansson (1980-81,1989) 50,0%
Atli Eðvaldsson (2000-) ..... 46,3%
Ásgeir Elíasson (1991-95) .... 45,7%
Bo Johannsson (1990-91) .... 43,3%
Tony Knapp (1974-77, 1984-85) 40,0%
Flestum leikjum stjórnað:
Tony Knapp (1974-77, 1984-85) ... 40
Siegfried Held (1986-1989) . 37
Ásgeir Elíasson (1991-95)... 35
Atli Eðvaldsson (2000-).... 27
Guðjón Þóröarson (1997-99)...25
Flestum sigurleikjum
stjórnað:
Tony Knapp (1974-77, 1984-85) 13 (40)
Ásgeir Elíasson (1991-95) ... .12 (35)
Guðjón Þórðarson (1997-99) .. 11 (25)
Atli Eðvaldssson (2000-) . . 10 (27)
Bo Johannsson (1990-91).. 6 (15)
Guðni Kjartansson (1980-81,1989) 6 (16)
Siegfried Held (1986-1989) .... 6 (37)