Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 16
32 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Sport DV ^ Gary Naysmith, leikmaður Everton og skoska landsliðsins: Anægður með Vogts - Everton-maðurinn lagði upp fyrsta markið og skoraði það síðara Markaskorarinn Gary Naysmith var vitanlega í skýjunum með sigur sinna manna gegn Skotum. Þetta var þó ekki fyrsta heimsókn hans hingað til lands en hann lék með Hearts þegar liðið mætti ÍBV í Evr- ópukeppni félagsliða árið 2000. „Já, ég er mjög ánægður með okk- ar menn í dag,“ sagði Naysmith við DV-Sport. „Það var mikil pressa á okkur í dag að standa okkur vel, sérstaklega eftir jafnteflið í Færeyj- um, og við verðum því að vera mjög ánægðir með þennan sigur. Við vissum að við þyrftum að hafa mjög mikið fyrir hlutunum í þessum leik, að ekkert væri gefið gegn íslendingum. Sérstaklega þurftum við að hafa auga með Eiði Smára Guðjohnsen, sem við þekkj- um vel til af leikjum hans í ensku úrvalsdeildinni og vitum að hann er mjög góður leikmaður. Og við lögð- um upp með það að þjarma sérstak- lega að honum þegar hann fengi boltann án þess að það væri einhver einn leikmaður á honum allan tím- ann. Við þurftum bara að vera á tánum.“ Margar nýjar hugmyndir Fyrir leikinn var mikið rætt um framtíð Bertis Vogts með skoska landsliðinu en leikmennimir voru þrátt fyrir erfitt gengi ánægðir með hans störf. „Hann er með sinn 4 ára samning og því býst ég viö því að hann verði þjálfari skoska landsliðsins í 4 ár. Ég er mjög ánægður með hans störf, hann er með margar nýjar hug- myndir og hann hefur skapað mjög gott andrúmsloft í kringum liðið og leikmenn hafa mjög gaman af því að mæta á æfmgar og taka þátt i þessu með honum.“ Það hlýtur að hafa verið dýrmætt að eiga sér að baki svona kapps- mikla stuðningsmenn? „Þeir eru alltaf svona og fylgja okkur hvert sem við forum. Þeir styðja liðið af öllu sinu hjarta og það var sérstaklega gaman fyrir þá að koma hingað og sjá liðið leggja það íslenska að velli,“ sagði Naysmith að lokum. -esá Gary Naysmith fagnar hér marki sínu gegn íslendingum ásamt fyrirliða skoska liösins, Paul Lambert. Reuters Berti Vogts. landsliösþjalfri Skota. var einbeittur á svip a rueðan a landsleik íslendinga og Skota stoð a laugardaginn. Vogts fagnaöi sinum fyrsta sigri sem þjalfari skoska liösins i feiknum og var lett eítir leikinn. p DV-mynd ÞOK Skotar léku frábærlega í dag, sagði þjálfarinn Berti Vogts eftir leik: Viö héldum íslendingum niðri Vildtim snúa viö blaöinu „Við vorum ákveðnir í dag en jafnframt rólegir, sem er nauösjm- legt í alþjóðlegri knattspymu," sagði Steven Pressley, vamarmað- ur Skota, við blaöamenn eftir leik. „Sem er mjög góð blanda og ég naut þess að spila í dag. Það sem var þó sérstaklega mikilvægt var að halda hreinu og þegar það tekst á maður alltaf góðan möguleika á sigri. Við fengum einnig með sigrinum ákveðna uppreisn æru, og þá kannski leikmenn eins og Christian Dailly, sem hefur fengið að mínu mati ósanngjama gagn- rýni í fjölmiölum undanfama mánuði. Hann náði svo sannarlega aö svara fyrir sig í dag með frá- bærri frammistöðu. Það sama má segja um Lee Wilkie. Við vildum sjálfír snúa blaðinu við eftir nokkur slæm úrslit í landsleikjum síðustu 3-4 mánaða. En þrátt fyrir sigurinn í dag meg- um viö ekki tapa okkur í sigur- gleðinni heldur halda áfram að standa okkur vel inni á vellinum," sagði Pressley. -esá Ekki hægt að biðja um meira Lee Wilkie átti hreint út sagt frábæran leik í vöm Skota gegn Is- lendingum um helgina og var vit- anlega mjög ánægður með úrslitin, sérstaklega í Ijósi þess að síðasta árið hefur verið mjög erfitt fyrir hann persónulega, þar sem hann hefúr átt mikið í meiðslum. „Ég bjóst nú við að þeir myndu ógna okkur meira en þeir gerðu, sérstaklega með leikmenn eins og Eið Smára Guðjohnsen, en hann náöi ef til vill ekki aö sýna sitt rétta andlit í dag og þaö var okkur vitanlega í hag,“ sagði Wilkie. „En vömin stóö sig vel og kom mjög vel út á heildina litið. Sér- staklega fyrir mig persónulega var þaö frábært að hafa gengið svona vel. Maður var auövitað varkár í upphafl leiks en eftir því sem á leið gat maður leyft sér ýmislegt og um leið jókst sjálfstraustið jafnt og þétt,“ sagði Wilkie. „Ég hafði nú aldrei leikið gegn íslensku liði áður, hvorki með fé- lags- né landsliöi. En ég vissi að þeir væm líkamlega mjög sterkir og gott liö í heildina. En Berti Vogts lagði mikla áherslu á það fyrir leikinn að stöðva Eið Smára Guðjohnsen, hann væri hættuleg- asti leikmaður íslands, og að halda pressunni uppi allan leikinn og verjast vel. Ef það gengi eftir myndum við ná góðum úrslitum, sem og við gerðum. Það var hrein- lega ekki hægt að biðja um meira en 2-0 sigur í dag,“ sagði Wilkie í samtali við DV-Sport eftir leik. -esá Á blaðamannafundi eftir lands- leik íslands og Skota var greinilega mjög létt yfir þjálfara skoska liðs- ins, Þjóðverjanum Berti Vogts, sem hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við liðinu fyrr á þessu ári. „Það hefur verið frábært andrúms- loft í kringum liðið undanfarna viku og mig langar sérstaklega að koma á framfæri þökkum mínum til þeirra sem hafa fylgt okkur hingað, bæði stuðningsmönnum og frétta- mönnum," sagði Vogts. „Ég er vitanlega mjög ánægður að fara héðan frá íslandi með þrjú stig í farteskinu. Leikmenn liðsins léku hreint út sagt frábærlega í dag, þar sem þeir náðu að halda stöðum sín- um vel ásamt því að setja mikla pressa á íslensku leikmennina. Með þessum sigri erum við nú komnir í fjögur stig og á fullt skrið í þessari forkeppni." Hann var svo spurður um sjálfs- traust liðsins, og hvort það hefði ekki stórbatnað við þennan sigur eftir magurt gengi að undanfómu. „Ég sagði í síðustu viku að það þyrfti aðeins einn sigur til að koma sjálfstraustinu á fullt og var þessi sigur í dag vissulega stór og mikill gegn þessu mjög svo sterka íslenska liði. Ég get þó ekki tekið út einstaka leikmenn í liðinu, þeir stóðu sig all- ir með afburðum vel og sýndum við hversu góðir við getum verið á al- þjóðlegum vettvangi. Nú þurfum við bara að halda þvi áfram í hinum leikjum keppninnar. Það sem er næst á dagskrá em nokkrir æfmgaleikir þangað til við mætum íslendingunum aftur í marsmánuði á næsta ári.“ Þvi næst var hann spurður hvort léleg frammistaða íslenska liðsins hefði komiö honum á óvart. Mikil pressa á íslendingum „Nei, síður en svo. Það sem ég held að hafi gerst er að skosku leik- mennimir náðu að setja mikla pressu á Islendingana sem varð til þess að þeir náðu sér aldrei al- mennilega á strik. Viö vorum mjög einbeittir í dag, sem er lykilatriðið í leikjum sem þessum, og strax frá byrjun þegar við skoruðum fyrra markið, til leiksloka héldum við fullri einbeitingu sem gerði gæfumuninn." Að síðustu var hann inntur eftir því hvort hann hefði talið að starfið sitt væri í hættu fyrir leikinn. „Nei, ég er með minn fjögurra ára samning og er nú í því verkefni aö byggja upp liðið. Það er að mörgu að hyggja í skoskri knattspymu og ég er rétt að byija á mínu starfi hjá skoska knattspyrnusambandinu," sagði Berti Vogts eftir leikinn. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.