Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2002, Page 22
-» 38 MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2002 Sport i>v Lagnir með netin Á stóru myndinni hér til vinstri má sjá þegar laxinn er kominn í netiö og þá var um aö gera aö hafa snör handtök aö ná fiskinum úr því sem fyrst. Aö neöan má sjá netiö dregið eftir hylnum og skömmu seinna komu laxar í þaö. DV-myndir G. Bender Undir lok veiðitímans veiddust margir vænir laxar í klakveiðinni í Breiðdalsá i Breiðdal og sá stærsti var 25 pund. Margir 20 punda og ennþá fleiri frá 15 upp í 20 pundin. Sá stærsti, 25 punda fiskurinn, var oröin leginn og hefur líklega verið 27-29 pund þegar hann mætti í ána fyrr í sumar. Eitthvað hefur sést af vænum löxum en þeir hafa ekki náðst þó ýmsar að- ferðir hafi verið reyndar. -> _í - gekk vel í Staðarhólsá í Dölum en henni er nú lokið Stangaveiðifélag Reykjavikur opn- aöi nýjan vef fyrir skömmu en mjög fáir sprettir hafa verið á vefnum síð- an hann var opnaður aftur. Landssamband stangaveiðifélaga ítrekar varnaðarorð sín: Varað við sjókvíaeldinu - fjölmiðlar vöktu athygli opinberra eftirlitsaðila á því að lax hefði drepist Stjórn Landssambands stangaveiðifélaga ítrekar varn- aðarorð sín vegna hættunnar sem stafar af sjókvíaeldi á norskum laxi við íslands strend- ur. Til stendur að yfirvöld veiti fiskeldisfyrirtækinu Sæsilfri í Mjóafirði formlega áminningu fyrir brot á ákvæðum starfsleyf- is síns þegar það með ólögmæt- um hætti urðaði lax sem drepist hafði í sjókvium í slæmu veðri. Veröa aö gera fleira En yfirvöld verða að gera fleira. Brot Sæsilfurs staðfestir að opin- bert eftirlit með starfsemi sjókvía- eldis hér við land verður að vera mun strangara en verið hefur. Fjölmiölar á verðinum Fjölmiðlar en ekki fiskeldisfyrir- tækið sjálft vöktu athygli opinberra eftirlitsaðila á því að lax hefði drep- ist og verið urðaður í heimildar- leysi. Sæsilfur braut ekki aðeins reglur starfsleyfisins, það misnot- aði sér einnig traust stjórnvalda sem gáfu því leyfi til rekstrarins þrátt fyrir áköf mótmæli málsmet- andi manna, félaga og stofnana sem viija vernda íslenska laxinn. Stjóm- völd þurfa í ljósi þessa atburðar að endurskoða þetta traust. Framferði fyrirtækisins sýnir að LS hafði fulla ástæðu til að vara við sjókvíaeldinu fyrirfram. Sjóeldi berst i bökkum Sjóeldi á norskum laxi hér við land berst í bökkum. Samkeppni er hörð, markaðssetning fjárfrek og vísbendingar em um að vaxtar- hraði laxins sé minni hér en hjá helstu keppinautunum úti í heimi. Stjóm LS óttast að i shku rekstrar- umhverfi sé freistandi að fara á svig við reglurnar, t.a.m. um til- kynningar til stjórnvalda, ef þær geta falið í sér aukinn kostnaö fyrir fiskeldiö. Sfjórn LS vonast því tU að þessar tilraunir verði gefnar upp á bátinn sem fyrst og áður en verður stórslys sem valdið getur úrkynjun í islenska laxastofninum. G.Bender Hrygna fyrir framtíðina Örn Sigurhansson sést hér til hægri með fallega hrygnu sem á eftir að koma Staðarhólsánni til góða seinna meir en klakveiðin tókst vel í ár. DV-myndir G. Bender Stangaveiðifélagið þarf greinilega að fá einhvem til að halda utan um síðuna svo nýjar fréttir komi inn á hana helst daglega og jafnvel oftar. Veiðisíða vakti athygli fyrr í sumar, það er Agn.is, sem Guðni Ágústsson opn- aði með við- höfn. Eitthvað hafa höfundar hennar flosnað upp og gæði síðunnar minnkað til Guðni muna. son. Ágústs- Gœsaveiðin hefur gengiö vel og margir fengið flna veiði enda eins gott að stunda þann veiðiskap meðan hægt er, því ekki er víst að sama fjör- ið verði þegar rjúpnaveiðin byrjar eft- ir fáa daga. Mjög lítið hefur sést af fugli eins og kemur fram héma á síð- unni. Ein laxveiðiá hefur vakið athygli fyr- ir góða veiði í sumar. Það er Laxá í Nesjum en veiðimenn hafa fengið flna veiði í henni í sumar. Af einum frétt- um við sem lenti í skemmtilegri bar- áttu við 16 punda lax sem tók maðk- inn hjá veiðimanninum sem hafði betur. Litið hefur frést af veiðibókum fyrir þessi jól, nema Stangaveiðiárbókin, en lítið meira. Eitthvað er byijað að vinna bók um Svartá og Blöndu en hún á ekki að koma út fyrr en eftir einhver ár, jafnvel þrjú. Agnar byssusmiður Guðjónsson er víst kominn á nýjan stað. Hann var í Nanok en hefur hætt þar. í næsta ná- grenni viö Sportvörugerðina í Skip- holti hefur hann komið sér fyrir en þeir í Sportvömgerðinni munu víst aðstoða hann eftir þörfum. Veiðin í Miðfjarðará var miklu betri núna í sumar en fyrir ári en hún á langt í land með að ná sínu gamla formi. Veiðifélagið Lax-á hefur leigt ána og mun víst eftir okkar heimildum gera það aftur næsta sumar. Lax-á leig- ir flestar veiðiár landsins eins og stað- an er núna. -G.Bender „Veiðiskapurinn gekk vel hjá okkur, við fengum þá íiska sem við þurftum, fjórar hrygnur og tvo hænga,“ sagði Örn Sigurhansson er við hjá DV-Sport hittum hann og fjóra röska veiðimenn við Staðarhólsá í Dölum fyrir fáum dögum. Klakveiðin í ánni var þá úti þetta árið með góðum árangri. Fleiri fiskar Klakveiðin hefur staðið yfir í veiðiánum síðustu daga með ágætum árangri víðast hvar og flestir fengið þá fiska sem þeir htifa þurft. „Það voru fleiri fiskar hérna í hylnum, eina hrygnu fengum við sem var búin að hrygna fyrir nokkru og síðan voru fleiri laxar hérna,“ sagði Örn um leið og hann dró inn netið. Klakveiðinni var lokið í þessari veiðiá, seinna um daginn var haldið í Hrútafjörðinn og þar veiddist meðal annars 23 punda lax í Ármótahylnum. -G. Bender. Veiðivon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.