Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 19
18 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 23 ; - ' Stórsöngvarinn Bjarni Arason meb fimmtu sólóplötuna - og syngur dúett meb eiginkonu sinni: Látúnsbarki á beinni braut „Ef til vill má segja að ég sé söngvari minna sígildu dægurlaga, ef hægt er að nota einhverja slíka flokkun í tónlist. Mest er ég fyrir melódíur og lög sem hafa góða laglínu. Ég tel lika að nýja platan mín sé einmitt í þeim anda,“ segir Bjarni Arason söngvari. Fyrir fá- einum dögum kom út hans fimmta sólóplata, Er ástin þig kyssir. Þar er að finna lög úr ýmsum áttum, meðal ann- ars allmörg erlend lög með innlendum textum. Einnig eru á plötunni tvö lög eftir söngvarann sjálfan sem nú lætur í fyrsta sinn kveöa að sér sem lagahöf- undur. Einnig sætir tíðindum að í tveimur lögum á plötunni syngur með Bjarna eiginkona hans, Silja Rut Ragn- arsdóttir; það er í rómantískum lögum vel að merkja. Ekki strákur úr Keflavík Fimmtán ár eru liðin síðan fyrst heyrðist opinberlega til Bjama Arason- ar sem söngvara. Það var sumarið 1987. Þá var hann fulltrúi Reyknesinga í Lát- únsbarkakeppni Stuðmanna sem hald- in var í Tívolíinu í Hveragerði og sýnd í Sjónvarpinu. „Þá var hann Bjami litli nú bara fimmtán ára og óharðnaður strákur. Ég hef mikið lært síðan,“ segir viömæl- andi okkar og bætir við að enn í dag sé fólk að tala um keppnina frægu við sig. „Ég kom þarna inn sem fuiltrúi Reykjaness þar sem ekkert pláss var fyrir mig í keppninni í Reykjavik þar sem ég átti þó heima. En fyrir vikið töldu margir mig vera strák úr Kefla- vík og halda jafnvel enn,“ segir Bjarni, þegar við sitjum og skröfum saman á mánudagssíðdegi í Reykjavík. Það er stund milli stríða hjá annars önnum köfnum söngvara og útvarpsmanni, sem hefur á þessum tíma árs i mörg horn að líta. Erfitt a& höndla álagið ungur „Reynslan sem ég fékk af frægðinni og því að verða vinsæll söngvari svona kornungur er ekkert endilega góð,“ segir Bjarni og heldur áfram frásögn sinni. „Hlutirnir hefðu gjarnan mátt þróast öðruvísi. Álagið var mikiö og erfitt fyr- ir mig aö höndla það. í tónlist tók ég síðan aö mér fullt af verkefnum og söng inn á plötur lög sem ég hefði í dag viljað sleppa. En í einhveiju ungæði tók maður allt sem bauðst og taldi öll tækifæri vera stóran happdrættisvinn- ing. Þannig held ég að hollt sé fyrir unga tónlistarmenn sem eru að hasla sér völTað hafa sér reyndari menn til að bera sínar bækur við og geta sótt til þeirra ráð og leiðbeiningar. Að minnsta kosti er slíkt aldrei til skaða,“ segir Bjarni. Sukk og skuggahliðar Velgengni Bjama í tónlistinni haföi sínar skuggahliðar. „Maður sukkaði heilmikið og það vatt upp á sig. Innst inni vissi ég alltaf að ég yrði að taka mér tak. Það var óumflýjanlegt. Þegar ég var 23 ára fór ég í meðferð, þá algjör- lega búinn, hvort heldur var andlega, peningalega eða likamlega. í meðferð- inni ákvað ég strax að taka þeirri leið- sögn sem mér stóð til boða og fara eft- ir henni, fremur en að vera í meðferð á eigin forsendum eins og sumir gera víst. Þetta kom mér á beinu brautina og ég hef ekki drukkið síöan,“ segir Bjarni sem í dag er hamingjusamur fjölskyldufaðir og býr i Hafnarfirði. Eiginkona hans er áður nefnd hér til sögunnar og eiga þau saman tvær dæt- ur, Thelmu Ósk sem er sjö ára og Kamillu Rós, þriggja ára. „Stelpumar era famar að syngja mikið, enda áhersla lögð á tónlist svo sem i leikskólanum. Dætumar hafa líka orðið til þess að breyta sýn manns á veröldina á ýmsan hátt, maður verð- ur auðmýkri og þakklátari fyrir tilver- una, hafandi þessa sólargeisla í kring- um sig,“ segir Bjami. Grunsamlega vel inni í tón- list Niu ár eru að verða liðin síðan Bjami og Silja Rut, eiginkona hans, rugluðu saman reytum sínum. Hann segist lengi vel hreint ekki hafa haft nokkra hugmynd um þá ágætu söng- hæfileika sem Silja hefur, eins og vel heyrist í lögunum tveimur á plötunum þar sem þau syngja saman dúett. „Reyndar fannst mér stundum grun- samlegt hversu vel hún var inni í tón- list og þekkti til laga. Oft gaf hún mér finar leiðbeiningar um ýmsa hluti þeg- ar ég var að fara að syngja. Hún kom mér í opna skjöldu þegar hún söng i þrítugsafmælinu mínu í júlí á sl. ári. Einmitt við það tilefni bað ég hennar og saman sungum við síðan saman fyr- ir gesti í kirkjunni, í brúðkaupinu okk- ar í sumar.“ Set mig í spor syrgjenda Á seinni árum hefur Bjami sungið minna á öldurhúsum en áður en þeim mun oftar við ýmis hátíðleg tækifæri. Þar má nefna brúðkaup og slíkar at- hafnir og gjarnan hefur hann verið fenginn tO að syngja við jarðarfarir. „í fyrstu þegar ég var beðinn um slikt neitaði ég því alltaf og sagðist ekki treysta mér í það. Síðar lét ég und- an. Oft getur söngur við slíkt tækifæri tekið á, sérstaklega þegar í hlut á fólk sem hefur farið í slysum eða látist um aldur fram. Það er útilokað að koma fram við jarðarfarir nema maður nái sambandi við sig sjálfan og hjartastöðv- amar og setji sig í spor þess fólks sem syrgir. Þetta hvorki á né má verða eins og maður sé að syngja upp úr síma- skránni," segir Bjami. í þessu tilviki nefnir hann meðal annars þegar hann söng við útfór skip- verja af bátnum Svanborgu SH sem fórst við Öndverðames á Snæfeilsnesi fyrir um ári síðan. Lík þess eina fannst en þrír fórust í þessu slysi. „Þessi athöfn var í Ólafsvíkurkirkju og var mjög átakanleg - og fólkið sem þama syrgði tengist fjölskyldu Silju. Lítill drengur grét fööur sinn og ég skynjaði mig í hans sporum því sjálfur var ég aðeins þriggja ára gamall þegar ég missti pabba minn í sjóinn þegar . hann, ásamt tyeimur öðrum, tók út af Guðbjörginni ÍS frá ísafirði, en ég til- einka fóður mínum eitt lag á nýju plöt- unni. Því upplifði ég þessa athöfn mjög sterkt," segir Bjami Arason. Rúmbur oq seiðandi sambatakfur Auk þess að syngja einn og sjálfur við ýmis tækifæri er Bjami söngvari Milljónamæringanna, stórsveitinni sem best er þekkt fyrir dillandi rúmbu- slagara og sambataktinn seiðandi. „Við erum að spila allt árið en þó minnst á sumrin. Hjá okkur eru tvö böll alltaf árviss. Annars vegar annan í jólum og síðan helgina eftir verslunarmanna- helgi. Hvorutveggja eru böll sem draga marga að og eru skemmtileg." Bjarni segir að í önnum daganna hafi hann aldrei eignast sérstök áhuga- mál, utan tónlistarinnar, fjölskyldunn- ar og daglegrar vinnu. „Ég er að minnsta kosti ekki eins og sumir félaga minna sem era komnir í golfið og fara og taka kannski nokkrar holur milli sjö og átta á morgnana áður en þeir fara i vinnu,“ segir Bjami ög kímir. Hans daglega starf er dagskrárstjórn Bylgjunnar og kveðst Bjarni una sér ákaílega vel á þeim vettvangi. Útvarps- mennska og fiölmiðlun sé heillandi starfsvettvangur, ekki síst þegar vel gangi. 'Æj&. 'fM v -••. ^0r: V > m t ■ - t* ■v ■ •>*'', ,lA ■ . „Þessi athöfn var í Ólafsvíkurkirkju og var mjög átakanleg - og fólkið sem þarna syrgbi tengist fjölskyldu Silju. Lítill drengur grét föbur sinn og ég skynjabi mig í hans sporum því sjálfur var ég abeins þriggja ára gamall þegar ég missti pabba minn í sjóinn þegar hannf ásamt tveimur öbrum, tók út af Gubbjörginni IS frá lsafirbif en ég tileinka föbur mínum eitt lag á nýju plötunni. Því upplifbi ég þessa athöfn mjög sterktf" segir Bjarni Arason. Magasín-myndir E.ÓI. \ \ \______ Söíiœaí'í M agasm DV DV M agasm ^'l|a1SÍ, *?e? Þ'í! tónHstarfólki sem er aö láta aö sér kveöa í dag,“ segir Bjarnl. „Margt af þessu listafólkl er líka alveg frábært, hljómsveitir eins og tll dæmis írafár, Land og synlr og í svörtum fötum svo ég nefni nú elnhveria úr þessum hopl. Mlðað vlð hoföatoluna viöfrægu er Ijoldl goöra listamanna her otrulega miklll. Og þessu folkl eigum viö auövitaö að gefa aukin tækifæri, tll dæmls til aö koma hugverkum sínum á framfærl erlendis. Þar heföi ég viljaö sjá stuöning af hálfu stjórnmálamanna meö einhveri- um aögeröum," segir Bjami meöal annars í viötallnu. Bylgjan á gó&ri siglingu „Við erum á góðri siglingu með Bylguna í dag,“ segir Bjami. „Kapp- kostum að leika gæðatónlist fyrir alla aldurshópa og það virðist fólk kunna vel að meta enda mælist hlustun á stöð- ina í dag í sögulegu hámarki. í dag eru Norðurljós með einar sex útvarpsstöðv- ar í loftinu og hver þeirra einbeitir sér að ákveðnum markhópum eða tónlist- arstefnu. Þetta eru einsog véitingahús- in, þau eru sérhæfð hvert á sínu sviði. Sum bjóða upp á hamborgara og franskar, önnur eru með fiskrétti og enn önnur eru fín steikhús. í mínum huga er Bylgjan alveg fyrsta flokks veitingahús," segir Bjami og kveðst vera stoltur af sinni útvarpsstöð. Dagskrársfióm á útvarpsstöð gefur tónlistarmanni gott tækifæri til þess að fylgjast með kviku íslenskrar dægur- tónlistar, en óhætt er að segja að hún hafi veriö í mikilli þróun á undanfóm- um árum. Margir nýir og athyglisverð- ir listamenn hafa veriö að stíga fram á sviðið og náð góðum árangri. Bjami kveðst í starfi sínu njóta þess að fylgj- ast með íslensku tónl istarfólk i. A& vera sáttur vi& verlc sín „Mér hefur fundist mjög gaman að fylgjast með því tónlistarfólki sem er að láta að sér kveða í dag,“ segir Bjami. „Margt af þessu listafólki er líka alveg frábært, hljómsveitir eins og til dæmis írafár, Land og synir og í svörtum fótum svo ég nefrti nú ein- hverja úr þessum hópi. Miðað við höfðatöluna víðfrægu er fiöldi góðra listamanna hér ótrúlega mikill. Og þessu fólki eigum við auðvitað að gefa aukin tækifæri, til dæmis til að koma hugverkum sínum á framfæri erlendis. Þar hefði ég viljað sjá stuðning af hálfu sfiómmálamanna með einhverjum að- gerðum. Það felst mikið í þessu lista- fólki. Við þurfum að gefa þvi aukin tækifæri," segir Bjami, sem viður- kennir að alltaf búi i brjósti sínu draumurinn um að geta einbeitt sér að tónlistinni, heill og óskiptur. Það tæki- færi hafi hins vegar ekki komið enn, enda þótt verkefnin séu mörg. „Fyrir mörgum áram fór ég út til Bandarlkjanna í prufu í skemmtana- borginni Las Vegas. Hún skilaði engu. í sjálfu sér er draumurinn svo sem ekki að slá í gegn erlendis, heldur miklu frekar að geta helgað mig tónlist- inni. Og þá er helsta forsendan fyrir ár- angri að vera sáttur við verk mín,“ seg- ir Bjami. Óskiljanlegir undrakraftar Um dagana hefur tilvera Bjama Ara- sonar verið allavega, eins og gerist hjá okkur öllum. Hann hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla, eins og sagt er þó þeir hafi heldur ekki verið honum verri en hverjum öðrum. En reynslan hefur hins vegar mótað hann, eins og hann viðurkennir sjálfur. „Ég trúi á ein- hveija forsjón og ekki er verra að vita af karlinum þama uppi,“ segir hann. „Fyrir fáeinum árum var ég úti að skokka í Garðabænum og þar sem ég stóð á götuhorni að kasta mæðinni með hendur á hnjám vissi ég ekki fyrr en bíll stefndi að mér á nokkrum hraða. Ég fraus á staðnum og taldi mína síð- ustu stund ranna upp. 1 sjónhendingu rann ævin öll í svipmyndum í gegnum hugsun mína. En með einhverjum óskiljanlegum undrakrafti hentist ég tfi um einhverja metra og út að næsta húsvegg. Mér er hulin ráðgáta hvemig þetta gerðist, það er eins og tekið hafi verið í axlimar á mér. Þar sem ég lá þama utan I veggnum fór bíllinn fram- hjá. Hvemig get ég útskýrt þetta öðru- vísi en svo að hér hafi verið yfirskilvit- legir kraftar að verki?" Fuglar hafa flogið framhjá Bjami Arason er hamingjusamlega giftur maður og nafn nýju plötunnar, Er ástin þig kyssir, er vel við hæfi. Sem fyrr segir eru tvö laganna þar eftir hann; annað þeirra samdi hann i sum- arhúsi fyrir austan fiall i ágúst síðast- liðinn en þangað fór hann gagngert til að leika sér við lagasmíðar. „Mig langar að fást meira við að setja saman lög i framtíðinni. Það sem ég hef samið hingað til er eins og fugl- ar sem hafa flogið framhjá, eitthvað sem ég hef fangað á stundinni. Vonandi gefst mér tækifæri til þess í framtíð- inni að sinna tónsmíðum," segir Bjarni. Frá fyrsta til sí&asta reits Fjöldi valinkunnra hljóðfæraleikara leggur Bjama lið á nýju plötunni hans, svo sem kappar á borð við Friðrik Karlsson, Gunnlaug Briem og Jóhann Ásmundsson, liðsmenn Mezzoforte, og ýmsir fleiri. Þórir Úlfarsson upptöku- sfióri skilaði sínu vel og vandlega,. og sá ég ekki eftir því að fá hann í verk- ið. Björgvin Halldórsson kom að þess- ari plötu einnig, hann stjómaði upptök- um á söng í fióram lögum. Diddú syng- ur með mér eitt lag og Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Ein- arssonar söng með okkur Silju í laginu Up where we belong. í rauninni hef ég fengið að vera þátttakandi í þessu ferli alveg frá fyrstu hugmyndavinnu og um daginn var ég að raða plötunni í hulstr- in áður en hún fór í verslanir. Ég hef sem sagt komið að þessu alveg frá fyrsta til siðasta reits í ferlinu sem er mjög skemmtilegt. Ekki síst þegar mað- ur er að gefa út það sem maður er mjög sáttur við, eins og raunin er með þessa plötu, Er ástin þig kyssir." -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.