Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 20
24 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 M agasm DV Bíómolar Connery og Bergman efst á lista Leikaramir Sean Connery frá Skotlandi, og Ingrid Bergman frá Svíþjóö eru efst á lista þýska Funk Uhr-tímarits- ins yfir bestu leikara allra tima. Alls tóku 50 þúsund lesendur blaösins þátt í könnuninni og varð þetta niðurstaðan. John Wayne kemur næstur á lista karlanna á eftir Connery, þá Tom Hanks, Richard Gere, Humphrey Bogart, Clark Gable, Robert Redford, Kevin Costner, James Dean og Charles Bronson. Hjá konunum koma i næstu sætum Eli2abeth Taylor, Julia Roberts, Audrey Hepburn, Sophia Loren, Doris Day, Whoopi Goldberg, Grace Kelly, Marilyn Monroe og Jodie Foster. Weasley í eftirsetu Leikarinn sem leikur Ron Weasley, besta vin Harrys Pott- ers, þurfti að dúsa í eftir- setu daginn eftir heims- frumsýningu nýjustu myndarinnar, Leyniklef- anum. Hinn 14 ára gamli Rupert Grint hafði gleymt leikfimidóti sínu í þriðja skiptið og þurfti í refsiskyni að þrífa skápinn sem geymir iþróttabikara og -viöur- kenningar skólans. „Kennararn- ir eru ýmist í því að sleikja mig upp eða refsa mér,“ sagði kapp- inn í sjónvarpsviðtali. Tinni í bíóiö Leikstjór- inn Steven Spielberg hefur ákveö- ið að ráðast í það verkefni að koma æv- intýrum Tinna og fé- laga á hvíta tjaldiö. Hefur það veriö draumur hans i meira en 20 ár að gera Tinna-kvikmyndir og vill hann að gerð verði röð mynda um þá félaga og myndi Spielberg vera í hlutverki framleiðanda. Nú er næsta skref að fmna handrits- höfund til að snúa einni sögunni i kvikmyndahandrit í fullri lengd. Zucker leikstýrir Scary Movie 3 David Zucker, leikstjóri Airplaine! og Naked Gun mynd- anna, mun leikstýra þriðju Scary Movie myndinni sem hlot- ið hefur undirtitilinn Episode 1 - The Lord of the Brooms. Eins og má ráða af því heiti er í mynd- inni gert stólpagrín aö þremur þekktum kvikmyndum, Lord of the Rings, Harry Potter og Star Wars, en hún segir frá munaðar- leysingja sem leggur i mikinn leiðangur til að berjast gegn hinu illa í alheiminum. Þeir Wa- yans-bræöur, Keenen Ivory, Shawn og Marlon - sem allir komu við gerð fyrstu tveggja Scary Movie-myndanna, munu þó ekki verða með í þeirri þriðju en áætlaö er að tökur á henni heflist í mars næstkomandi. -esá Halle Berry leikur Bond-gelluna Jinx í Die Another Day: Brautryðjandi þeldökkra leikkvenna í Hollywood hennar hafi komist á loft eftir þá mynd. Á næstu árum lék hún ásamt Bruce Willis og Damon Wayans í The Last Boyscout, gegn Eddie Murphy í Boomerang, og árið 1993 fékk hún mikið lof gagnrýnenda fyr- ir frammistöðu sína i þáttaröð Alex Haley sem nefndist Queen. Þar lék hún unga stúlku í þrælahaldi og sýnir baráttu hennar við bág lífs- skilyrði þar. Fimm árum síðar, eftir að hafa leikið í myndum eins og The Flint- stones, Losing Isaiah og Executive Decision, ávann hún sér aftur hylli gagnrýnenda fyrir leik sinn í Bulworth, pólitískri háðsádeilu með Warren Beatty í aðalhlutverki. Árið 1999 var svo ákveðinn vendipunktur á hennar ferli þegar hún tók að sér að leika Dorothy Dandridge í heim- ildamynd HBO-sjónvarpsstöðvar- innar um þessa þeldökku leikkonu sem framdi sjálfsmorð 41 árs gömul eftir að hafa þurft að kljást við kyn- þáttahatur í Hollywood alla sína tíð. Hún var einnig fyrsta svarta leik- konan sem var tilnefnd tO ósk- arsverðlaunanna fyrir leik í aðal- hlutverki, og verður betur komið að því síðar. Berry fékk fyrir frammi- stöðuna sína fyrstu stóru viður- kenningu, Golden Globe-verðlaunin, og var hún þar með orðin ein af eft- irsóttustu leikkonum Hollywood. Dorothy Dandridge Síðan þá hefur hún leikið í þrem- ur myndum sem allar hafa gert það mjög gott, X-Men, Swordflsh og Monster’s Ball. Fyrir síðastnefndu myndina tók hún upp þráðinn þar sem Dorothy Dandridge hafði skilið hann eftir og vann óskarinn og braut þar með blað í sögu banda- rískra kvikmynda. í tilfinninga- þrunginni þakkarræðu tileinkaði hún verðlaunin konum eins og Dandridge, Lenu Home, Diahann Carroll og í raun öllum þeldökkum leikkonum sem allar þurfa að berj- ast gegn kynþáttafordómum af hvers konar tagi. Die Another Day er fyrsta mynd- in sem hún leikur í eftir óskarinn en framundan eru kvikmyndir eins og X-Men 2 og The Guide, þar sem hún leikur Jane Whitfield sem er aðalsöguhetjan í nokkrum þekktum skáldsögum eftir Thomas Perry. -esá Halle Berry og Pierce Brosnan sem njósnararnir Jinx og James Bond. Það eru fáir kvenmenn á hvíta tjaldinu í dag sem eru laglegri en Halle Berry sem leikur Bond-gell- una og njósnarann Jinx í Die Another Day, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun. En það skal hins vegar enginn efast um leik- hæfileika hennar, og hefur hún ósk- arsstyttuna til marks um þá - var hún fyrsta blökkukonan sem vann slíka styttu fyrir leik í aðalhlut- verki. Halle fæddist í Cleveland í Ohio 14. ágúst 1968 og er því orðin 34 ára gömul. Faðir hennar, sem er svart- ur, yfirgaf fjölskyldu sína þegar Halle var 4 ára og hefur hún engin tengsl við hann í dag. Hún ólst því upp með systur sinni og hvítri móð- ur, fyrst í borginni sjálfri en síðar meir í úthverfi Cleveland þar sem svertingjar voru í miklum minni- hluta. Allt í öllu Móðir hennar starfar enn þann dag í dag sem hjúkrunarfræðingur og tókst henni alla tíð að sjá dætr- um sínum farborða. Halle mátti þó alltaf þola áreiti, sérstaklega i skóla vegna hörundslitar síns og jafnvel fegurðar - sem stafaði þá aðaúega af öfundsýki annarra stúlkna. En henni gekk þó afar vel í skóla enda segist hún ávallt leggja sig af fremsta megni fram við hvað sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún var einnig virk í félagslífmu og var til að mynda formaður nemendafélags- ins, ritstjóri skólablaðsins og var klappstýra svo eitthvað sé nefnt. Hún var svo á sínu lokaári í skól- anum kjörin „prom queen“, eins og tíðkast þar vestra, eftir mikla og harða kosningabaráttu við skóla- systur sína. Það fór svo að varpa þurfti hlutkesti og bar Halle sigur úr býtum. Á næsta ári, 1986, tók hún svo þátt í forkeppni fegurðarsam- keppni Bandaríkjanna í sínu ríki sem hún vann svo án nokkurs vafa. Hún lenti svo í 2. sæti í keppninni sjálfri og tók þátt í Ungfrú heimur það árið og var þar með fyrsti full- trúi Bandaríkjanna í þeirri keppni sem var dökkur á hörund. Þessi reynsla varð til þess að hún fór að starfa sem fyrirsæta sem á endanum myndi leiða til þess að hún leiddist út í leiklistina. Hún Þreif sig ekki Hennar fyrsta hlutverk kom til sögunnar árið 1989 í gamanþætti sem entist reyndar ekki lengi á skjánum en eftir það lék hún í eitt ár í sápuóperu. Það var umtalað hversu mikið hún legði sig fram en oft hélt hún sig í hlutverkinu milli takna og undirbjó sig af kostgæfni. Árið 1991 lék Halle í sinni fyrstu kvikmynd, Jungle Fever i leikstjóm Spike Lee, þar sem hún lék eitur- lyfjasjúkling og kærustu Samuel L. Jackson. Til að undirbúa sig fyrir það hlutverk sleppti hún því að þrífa sig í marga daga, jafnvel vik- ur, og virðist sem það hafi borgað sig, þvi óhætt er að segja að ferill haföi þó til að byrja með áhuga á fjölmiðlum og nam fjölmiðlafræði við háskóla í Ohio en þó svo að Halle hafi aldrei starfað á þeim vett- vangi hefur það vissulega hjálpað henni að venjast myndavélinni og að koma fram strax á ungum aldri. Dómar Changlng Lanes „ Stórkostleg mynd. “ -HK í skóm drekans ★★★ „Einlœg og opinská upplifun ungrar konu sem skoóar veröld sem henni er fullkomlega framandi." -SG Harry Potter og leyniklefinn ★*★ „Önnur myndin um galdrastrákinn knáa, Harry Potter, er betri en sú fyrsta." -SG One Hour Photo „Túlkun Williams á hinum brothœtta Sy er háskalega góö. “ -SG Red Dragon ★★★ „Nœrvera Anthonys Hopkins er ógn- vekjandi þótt hann sé megnió af mynd- inni á bak við lás og slá og ósjálfrátt er beóió eftirþviað hann birtist."HK Road to Perdition ★★★ „Samleikur Hanks og Newmans er eft- irminnilegur, látlaus á yfirborðinu en mettaöur tilflnningum. “ -SG The Importance of being... ★★* „Vel heppnuð kvikmynd eftir leikriti sem hefur staðist tímans tönn." -HK Sweet Home Alabama ★★ „1 Sweet Home Alabama er rómantík- in ekki nógu rósrauó og gamanið ekki nœgilega fyndió." -SG Monster ★★ „..flengist milli þess að vera fáránleg og yfir í hrein leiðindi". -HK Master of Ðisguise „Leiðinlegt grín." -HK Væntanlegt 29. nóvember JB 007: Die Another Day ....... Pierce Brosnan / Halle Berry Possession......Gwyneth Paltrow 6. desember Juwanna Man . .. Vivica A. Fox o.fl. The Santa Clause 2....Tim Aflen 13. desember Ghost Ship .......Gabriel Byme Knockaround Gyus......Vin Diesel Like Mike..........Lil’ Bow Wow Trapped ............Kevin Bacon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.