Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 M agasm DV Árinu eldri Gunnar Frióriksson, fv. forstjóri, er 89 ára 28. nóvember. Gunnar rak lengi Vélasöl- una í Ána- naustum í Reykjavík og flutti m.a. inn mörg togskip. Ættir sínar rek- ur Gunnar í Látur í Aðalvík á Hornströndum. Hann var lengi forseti SVFÍ. Þráinn Bertelsson kvikmynda- leikstjóri er 58 ára 30. nóvember. Verka Þráins sér víða stað, svo sem í rit- störfum og útvarpsmennsku, en best þekktur er hann fyrir myndir sínar, svo sem Lífs- myndirnar og Magnús, sem vöktu ailar athygli. Ari Trausti Guömunds- son jarðfræð- ingur er 54 ára 3. desem- ber. í gegnum árin hefur Ari skrifað marg- ar bækur um náttúruvísindi - og annast veð- urfréttir á Stöð 2. Þá er hann farinn að láta að sér kveða á skáldaþingi með sagnaskrifum. Ármann Reynisson er 51 árs 2. des- ember. Hann rak fjár- mögnunar- fyrirtækið Ávöxtun, sem síðar varð gjaldþrota. I seinni tíð hefur hann fengist við ritstörf, svo sem að setja saman vinjett- ur, það er örsögur, og gaf ný- lega út bók. Arngrim- ur Her- mannsson er 49 ára 1. des- ember. Hann er meðal stofnenda og eigenda Æv- intýraferða, sem hafa verið í vexti. Fátt heillar fólk meira en ferðir um fjöll og firnindi og fá adrenalín- ið til að streyma, eins og Arn- grímur býður í ferðum sínum. Einar K. Guöfinnsson þingmaður er 47 ára 2. desember. Einar nam stjórnmála- fræði en sneri síðan aftur á heimaslóð í Bolungarvík og varð útgerðar- stjóri hjá fjölskyldufyrirtæk- inu. 1991 var hann kjörinn á þing - og síðan hafa vaxið virð- ing hans og völd. Sif Kon- ráðsdóttir lögmaður er 42 ára þann 4. desember. Hún þykir einn af snjall- ari lögmönn- um landsins og er sérlega kappsöm í mála- fylgju sinni í þeim efnum er snúa að barnavernd hvers kon- ar. Logi Berg- mann Eiós- son frétta- maður er 36 ára 2. desem- ber. Hann hefur í áraraðir ver- ið eitt af helstu andlitum fréttastofu Sjónvarps. Þykir bæði góður fréttamaður, en ekki síður hef- ur hann notið hylli sakir kyn- þokka - og hins tvíræða bross síns. Esther Finnboga- dóttir er 33 ára 30. nóv- ember. Hún er verðbréfa- drottning hjá Kaupþingi og starfar hjá greiningardeild fyrirtæksins. Hún hefur oft verið fengin sem álitsgjafi í ýmsum þeim málum er snúast að völundarhúsi viðskipalífsins - og af snjöllum svörum hennar að dæma er hún á heimavelli þar sem verðbréf og viðskipti eru. Mín markmiö í skólastarfi eru aö búa vel aö yngstu nemendunum og vanmeta ekkl getu þeirra, segir Edda Huld Jónsdóttir. Hún stýrir Skóla Isaks Jónssonar sem átti 75 ára afmæli á sl. skólaári. Er þess minnst á ýmsa lund, m.a. með samningi viö sjö af stærstu fyrirtækjum landsins um aö vera máttarstólpar skólans. Magasín-mynd GVA Að falla í stafi fyrir feguriinni - segir Edda Huld Sigurbardóttir, skólastjóri ísaksskóla Nafn: Edda Huld Sigurðardóttir. Aldur: 37 ára. Maki: Jakob Kristinsson. Börn: Flóki og Líneik. Starf: Skólastjóri í Skóla ísaks Jónssonar. Bifreið: Volvo 940 turbo. Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn hjá foreldrum mínum er hrein snilld, þess utan er erfitt að velja eitt- hvað eitt: humar, sushi, lambahryggur og margt fleira. Fallegasti maður sem þú hefur séö utan maka: Sleppi að svara þessu. Uppáhaldssöngvari: Randy Crawford. Fallegasti staður á Islandi: Ég fór á Austfirði í fyrsta skipti fyrir þremur árum og féll alveg í stafi yf- ir fegurðinni. Mér þykir líka faliegt á Selatanga og í Mývatnssveit og víðar. Þar sem mér líður vel, þykir mér yfirleitt mjög fallegt, þó landslagið á hverjum stað sé ekki endilega mjög stórbrotið. Uppáhaldsstaður erlendis: Santa Rosa, Sangolqui í Ecuador, kannski af því að það er hæpið að ég fari þangað aftur. Með hvaða liði heldur þú í íþróttum: Völsungum V__________________________________________________ á Húsavík. Hvað gerir ísaksskóla að góðum skóla: Gott starfsfólk sem kann til verka og er vel samstillt. í skól- anum eru tæplega 250 börn á aldrinum 5 til 8 ára. Þetta er litið samfélag þar sem ailt starfsfólkið lætur sig nemenduma varða. Hver eru markmið þín í skólastarfi: Að búa vel að yngstu nemendunum, mæta þeim þar sem þeir em staddir og vanmeta ekki getu þeirra. Uppáhaldsrithöfundar: Velma Wallis, Sigrid Und- set og Böðvar Guðmundsson. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór: 10 og 11 ára gömul ætlaði ég að verða skæruliði í Suður- Ameríku þegar ég yrði stór en á undan því tímabili ætlaði ég að verða búðarkona og fá að pakka inn. Hvert yrði þitt fyrsta verk yrðir þú skipuð ein- ræðisherra á íslandi: Að endurskoða virkjanamál landsins og bæta hag öryrkja og þeirra sem minna mega sín. Eitthvert sérstakt markmið fyrir veturinn: Að ná betri samningi viö borgina og fara fyrr heim úr vinnunni. -sbs _________________________________________________) Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.