Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2002, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 M agasm DV Fallegasta kona heims? Hin stórglæsilega Halle Berry var ánægð meö verðlaun sín og var vel að þeim komin. Tennisstjarnan Boris Becker afhenti Michael Jackson heiðursverðlaun hans fyrir framlag hans til tónllstarinnar. Til vinstri tekur Rudi Völler við Bambanum sínum úr hendi keisarans Franz Beckenbauers. Hin árlega Bambi-hátíð fór fram á dögunum í Berlín í Þýskalandi. Þessi mikla menningarhátíð er orðin mjög stór í sniðum og árlega streyma til Berlínar margar af þekktustu stjörnum heims- ins á hinum ýmsu sviðum menningar. Verðlaun eru veitt á hátíð- inni fyrir leiklist, tónlist, rit- list og íþróttir, svo eitthvað sé nefnt, og jafnan eins og geng- ur og gerist á stórhátíðum er afhending heiðursverðlauna hápunkturinn. Það var hinn bandaríski Michael Jackson sem var verðlaunaður sérstaklega á hátíðinni að þessu sinni. Vakti hann mikla athygli í Berlín og kannski ekki síst fyrir það hve óvarlega hann meðhöndlaði son sinn á svöl- um hótels síns fyrir hátíðina. Var hann gagnrýndur það harkalega fyrir kæruleysið að hann neyddist til að biðjast af- sökunar á framferðinu opin- berlega. Leikkonan Halle Berry, sem af fjölmörgum er talin fal- legasta kona heims um þessar mundir, fékk Bambi verðlaun- in fyrir leiklist enda hefur hún unnið hvert afrekið af öðru á árinu. Knattspymuþjálfarinn Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja vann verðlaunin í íþróttageiranum en undir hans stjóm náði þýska liðið öðru sæti á HM í Japan og Kóreu og kom það mörgum á óvart. Loks má nefna að söngkon- an heimsfræga, Anastacia, vann til verðlauna þegar kom að viðurkenningu fyrir frammistöðu í poppinu. Falleg og vinsæl. Söngkonan Anastacla vann til verðlauna sem besti alþjóðlegi popparinn á Bambi-hátíöinni sem fram fór í Berlín á dögunum í 54. skipti. Anastacia sést hér með verölaun sín. ♦ ♦•Mirtí-t'í'ííV tta $í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.