Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002
Fréttir
T**iy
Kynjaskipting á Alþingi miðað við úrslitin 1999 og þá lista sem fyrir liggja:
Konum á Alþingi fækkar
í mesta lagi um eina
- hlutur kvenna í Samfylkingunni rýrnar hlutfallslega mest
Konum á Alþingi fækkar 1 mesta
lagi um eina í næstu þingkosning-
um miðað við úrslit síðustu þing-
kosninga. Hjá þeim þremur flokk-
um sem gengið hafa frá velflestum
framboðslistum er útlit fyrir að
hlutur kvenna í þingflokki Samfylk-
ingarinnar rýrni hlutfallslega mest.
Alls er útlit fyrir að tólf karlar af
fjörutíu og einum sem tók sæti á Al-
þingi siðast verði þar ekki eftir
næstu kosningar. Á sama hátt er út-
lit fyrir að fjórar konur af samtals
tuttugu og tveimur verði ekki á
þingi að ári. Endumýjunin er
einmitt í þessum sömu hlutföllum: í
staðinn fyrir þetta fólk koma tólf
nýir karlar og þrjár nýjar konur,
miðað við úrslit sfðustu kosninga
og fyrirliggjandi framboðslista.
Enn er óvíst hver skipar 3. sæti á
lista Framsóknarflokksins í Norð-
austurkjördæmi, sem gera má ráð
fyrir að sé þingsæti. Komi það í hlut
konu er ekki útlit fyrir að það fækki
um eina einustu konu á Alþingi eft-
ir næstu kosningar; þær veröi tutt-
ugu og tvær rétt eins og eftir síð-
ustu kosningar.
Forsendur
Við þennan samanburö verður að
bera epli saman við epli en ekki
appelsínur. Þess vegna er miðað við
þá sem voru kjörnir á þing í síðustu
kosningum - ekki þá sem tekið hafa
sæti á þingi á miðju kjörtímabili.
Þingsæti Sigríðar Ingvarsdóttur
telst þannig ekki „tapaö kvenna-
sæti“ þótt ekki séu líkur á að hún
nái kjöri, vegna þess að hún náði
ekki heldur kjöri 1999; hún tók sæti
séra Hjálmars Jónssonar þegar
hann lét af þingstörfum á kjörtíma-
bilinu. Á sama hátt er haldið til
haga árangri Ingibjargar Pálmadótt-
ur; hún var kjörin á þing í síðustu
kosningum og telst því til þeirra
kvenna sem hverfa af þingi nú, þótt
hún sitji ekki á Alþingi í dag.
Miðað er við þá framboðslista
sem fyrir liggja og aö úrslit kosning-
anna verði þau sömu og 1999.
Framsóknarflokkur
Samkvæmt þessu verða fjórir
karlanna sem náðu kjöri fyrir
Framsóknarflokkinn síðast ekki á
þingi, þeir Finnur Ingólfsson, ísólf-
ur Gylfi Pálmason eða Hjálmar
Ámason (eftir því hvor skipar 2.
sæti í Suðurkjördæmi), Ólafur Örn
Haraldsson og Páll Pétursson. Ein
kona hverfur á braut, Ingibjörg
Pálmadóttir.
í staðinn koma tvær konur, þær
Jónína Bjartmarz (ef hún skipar 1.
sæti í Reykjavík-suður) og Herdís Á.
Sæmundardóttir, og möguleiki er á
þriöju konunni í Norðausturkjör-
dæmi eins og fyrr segir. Nýir karlar
eru þeir Magnús Stefánsson og Páll
Magnússon.
Samkvæmt þessu eykst hlutur
kvenna í þingflokki Framsóknar úr
25% í 33%. Kttutfallslega er þetta
33% aukning. Og hún verður enn
meiri ef kona skipar 3. sæti í Norð-
austurkjördæmi.
Samfylking
Hjá Samfylkingunni hverfur að-
eins einn karl á braut, Sighvatur
Björgvinsson (Karl V. Matthíasson
tók sæti hans á kjörtímabilinu).
Tvær konur hverfa hins vegar af
sjónarsviðinu, þær Sigriöur Jó-
hannesdóttir og Svanfríður Jónas-
dóttir. í staðinn koma þrír karlar,
þeir Björgvin G. Sigurðsson, Helgi
Hjörvar og Mörður Ámason, og ein
kona, Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Eins og sést af þessu bætir flokkur-
inn við sig einum þingmanni vegna
kjördæmabreytingarinnar.
Samkvæmt þessu lækkar hlutur
kvenna í þingflokki Samfylkingar-
innar úr 53% í 44%. Hlutfallslega er
þetta 16% lækkun.
Sjálfstæðisflokkur
Útlit er fyrir að frmm karlar sem
náðu kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn
verði ekki á þingi fyrir flokkinn að
ári. Þetta eru Árni Johnsen, Guðjón
Guðmundsson, Hjálmar Jónsson,
Kristján Pálsson og Vilhjálmur Eg-
ilsson. Ein kona hverfur að líkind-
Fréttaljós
Ólafur Teitur
Guðnason
blaðamaður
Hlutur karla og kvenna á Alþingi 2003 miðað við úrslit kosninga 1999
Framsóknarflokkur Karlar Konur % konur Enn óvíst Alls
1999 9 3 25,0% 12
2003 7 4 33,3% 1 12
Breytlng -2 + 1 0
Samfylkingin Karlar Konur % konur Enn óvist Alls
1999 8 9 52,9% 17
2003 10 8 44,4% 18
Breyting + 2 - 1 + 1
Sjálfstæðisflokkur Karlar Konur % konur Enn óvíst Alls
1999 18 8 30,8% 26
2003 20 7 25,9% 27
Breyting + 2 - 1 + 1
Samtals þessir 3 flokkar Karlar Konur % konur Enn óvíst Alls
1999 35 1 20 36,4% 55
2003 37 19 33,3% 1 57
Breyting +2 -1
Ef þingsætið sem enn er óvíst um kemur í hlut konu verður hlutur kvenna: 35,1%
um á braut, ann-
aðhvort Katrín
Fjeldsted eða
Lára Margrét
Ragnarsdóttir,
eftir því hvort
flokkurinn fær
jöfnunarsæti í
suður- eða norð-
urkjördæmi í
Reykjavík. í stað-
inn fyrir þessa
sex þingmenn
koma sjö nýir
karlar, þeir Birg-
ir Ármannsson,
Bjami Benedikts-
son, Böðvar Jóns-
son, Guðjón Hjör-
leifsson, Guð-
laugur Þór Þórð-
arson, Kjartan
Ólafsson og Sig-
urður Kári Krist-
jánsson. Eins og
sést af þessu bæt-
ir flokkurinn við
sig einum þing-
manni vegna
kjördæmabreyt-
ingarinnar eins
og Samfylkingin.
Hlutur kvenna
í þingflokknum
lækkar þó hlut-
fallslega minna
en hjá Samfylk-
ingunni, eða úr
31% í 26%. Hlut-
fallslega er þetta
15,7% lækkun.
Niðurstaöa
Hlutur kvenna
á Alþingi rýmar
því nánast ekkert
- og jafnvel alls
ekki neitt - í næstu kosningum,
miðað þær forsendur sem fyrir
liggja. Framsóknarflokkurinn sér til
þess, en hlutur kvenna rýmar nokk-
uð bæði í Samfylkingunni og Sjálf-
stæöisflokki.
Eftir síðustu kosningar voru kon-
ur á þingi tuttugu og tvær af sextíu
og þremur. Ef gert er ráð fyrir að
Frjálslyndi flokkurinn komi ekki að
þingmanni - en það hefði hann ekki
gert í nýrri kjördæmaskipan miðað
við úrslit síðustu kosninga - og að
hlutfall kvenna og karla í þingflokki
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs verði óbreytt, bendir allt
til þess að tuttugu og ein kona verði
á þingi eftir næstu kosningar - og
tuttugu og tvær ef margumtalað 3.
sæti Framsóknar í Norðausturkjör-
dæmi kemur í hlut konu.
Nætursjónaukar Landhelgisgæslunnar:
Bræður gáfu rúma milljón
- til minningar um móður sína
Séö út um nætursjónauka
Nætursjónaukarnir þykja afar mikilvægir við leit og björgun.
Ástþór Magnússon:
Engin kæra á
hendur DV
- segir lögreglan
„Hingað hefur engin formleg
kæra borist frá Ástþóri Magnús-
syni á hendur DV eða starfsmönn-
um þess,“ segir Geir Jón Þórisson,
yfirlögregluþjónn í Reykjavík, við
DV. Hann segir þetta hafa verið
rætt f gær meðal starfsmanna lög-
reglunnar en enginn kannist við
kæru frá Ástþóri sem kvaöst í
samtali við Stöð 2 um helgina hafa
kært DV eða starfsmenn þess
vegna mótmæla eða hótana sem
hann segir að hafi borist sér eftir
aö því var mótmælt að hann eða
fólk á hans vegum væri að senda
mikið af tölvupósti sem enginn
hefði áhuga á.
Geir Jón yfirlögregluþjónn seg-
ist sjálfur hafa fengið 89 tölvu-
pósta tengda Ástþóri og starfs-
menn embættisins hafi fengið
mismarga. Á DV var ekki óalgengt
að það tæki blaðamenn og aðra
talsverðan tíma að eyða hátt í 200
tölvupóstum sem borist hafa utan
úr heimi - allt málefni tengd Friði
2000 eða Ástþóri Magnússyni.
Svipaða sögu er að heyra frá öðr-
um fjölmiðlum, embættisfólki og
fleirum. -Ótt
Bræðurnir Leifur Jónsson, Jón,
Ríkharður og Ólafur Magnússynir
hafa gefið eina milljón og tvö hund-
ruð og fimmtán þúsund krónur í
söfnun Landhelgisgæslunnar fyrir
nætursjónaukum. Gjöfin er til
minningar um móður þeirra Krist-
ínu Finnbogadóttur, og látna bræð-
ur þeirra, þá Finnboga og Pálma
Magnússyni. Bræðurnir eiga það
allir sameiginlegt að hafa einhvern
tímann verið skipstjórar.
Leifur sagði við afhendingu gjaf-
arinnar að þá bræður hafi langað
að veita einhverju málefni lið til
minningar um móður þeirra og
bræður. Þeim hafi fundist vel við
hæfi að gefa fé til fjármögnunar
nætursjónaukum hjá Landhelgis-
gæslunni enda minnast þeir móður
sinnar þannig að hún hafi ávallt
lagt sig fram um að aðstoða aðra og
veita þeim hjálp og liðsinni sem á
þurftu að halda. Þá voru bræður
þeirra heitnir, þeir Finnbogi og
Pálmi, skipstjórar en sjónaukarnir
auka öryggi og geta skipt sköpum
við björgun sjófarenda að nóttu til
og í slæmu skyggni.
Leifur minntist þess er hann var
formaður björgunarsveitarinnar
Bjargar á Hellissandi og varð vitni
að því er áhöfn þyrlu Landhelgis-
gæslunnar TF-SIF bjargaði áhöfn
Barðans, samtals 9 manns, er skip-
ið hafði strandað við Hólahóla á
Snæfellsnesi árið 1987. Björgunar-
sveitarmönnum fannst hart að geta
ekki gert neitt til hjálpar og horfa
upp á stýrishúsið fyllast af sjó og
mennina í bráðri hættu. Tilfinning-
in breyttist er þeir sáu TF-SIF
koma fljúgandi í suðvestanveðri og
éljagangi.
Það voru þeir Leifur, Jón og Rík-
harður sem afhentu gjöfina en Ólaf-
ur var á sjó og gat því ekki verið
viðstaddur. -aþ
Solargan
qjíivat'ÍuJJ
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólaiiag í kvöld 15.44 15.05
Sólarupprás á morgun 10.53 11.02
Síódeglsflóð 17.33 22.06
Árdegisflóð á morgun 06.00 10.33
Sunnan 8-13 á Austur- og
Norðurlandi en 13-18 sunnan- og
vestanlands. Skúrir á Suöur- og
Vesturlandi, rigning fram á kvöld
austanlands en úrkomulítið á
Noröurlandi. Hiti 5 til 10 stig.
Bjart fyrlr austan
Suðvestan 8-15 og skúrir
suðvestan og vestan tii en mun
hægari vindur austan og norðaustan
til og bjart veöur.
Hiti 0 til 6.
Laugardagur
ó 6 Á
Hiti 4‘
til 9° til 5° til S°
Vindun Vindur: Vindun
18-23"/s 8-12 “>/»
l^ t t
Suðaustan Fremur hæg Fremur hæg
18-23 m/s og suðlæg eða suölæg eöa
rigning sunnan- breytileg átt og breytileg átt og
og vestanlands skúrir en skúrir en
en hægari úrkomulítið á úrkomulítið á
vlndur og Norðurlandi. Noröurlandi.
úrkomulítið Heldur kólnandi Heidur kólnandi
norðaustan til. ibili. í bili.
Hiti 4 tll 9 stig.
Logn m/s 0-0,2
Andvari 0,3-1,5
Kul 1,6-3,3
Gola 3,4-5,4
Stinnlngsgola 5,5-7,9
Kaldi 8,0-10,7
Stinningskaldi 10,8-13,8
Allhvasst 13,9-17,1
Hvassviðri 17,2-20,7
Stormur 20,8-24,4
Rok 24,5-28,4
Ofsaveður 28,5-32,6
Fárviðri >= 32,7
AKUREYRI rigning 6
BERGSSTAÐIR alskýjaö 6
BOLUNGARVÍK rigning 3
EGILSSTAÐIR rigning 9
KEFLAVÍK rigning 7
KIRKJUBÆJARKL. rigning 6
RAUFARHÖFN alskýjaö 7
REYKJAVÍK rigning 6
STÓRHÖFÐI rigning 7
BERGEN skýjaö 4
HELSINKI alskýjaö -5
KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 5
ÓSLÓ alskýjaö 0
STOKKHÓLMUR 1
ÞORSHOFN alskýjað 8
ÞRÁNDHEIMUR heiöskfrt -4
ALGARVE heiöskírt 9
AMSTERDAM alskýjaö 6
BARCELONA
BERLIN þokumóöa 4
CHICAGO snjókoma -4
DUBLIN léttskýjað 5
HALIFAX snjókoma 0
HAMBORG þokumóöa 4
FRANKFURT skýjaö 6
JAN MAYEN rigning 4
LONDON alskýjaö 7
LÚXEMBORG rigning 4
MALLORCA léttskýjaö 12
MONTREAL léttskýjaö 12
NARSSARSSUAQ alskýjaö -13
NEW YORK alskýjað 3
ORLANDO heiöskírt 10
PARÍS léttskýjað 3
VÍN rigning 4
WASHINGTON hálfskýjaö 4
WINNIPEG heiöskírt -24
I ii iHI |l|'| |M