Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002
7
DV
Fréttir
Formannaráðstefna FFSÍ gagnrýnir stjórnvöld vegna kvótamálsins:
Slógu á útrétta hönd
hagsmunaaðila
- fórnað fyrir ávísun á áframhaldandi brask og óeðlilega viðskiptahætti
Formannaráðstefna Farmanna- og
fiskimannasambands íslands (FFSÍ)
harmar þá ákvörðun stjómvalda að
hafna samvinnu
við að hrinda í
framkvæmd sam-
eiginlegum tillög-
um allra hags-
munaaðila sjó-
manna og útvegs-
manna í ársbyrjun
2002. Með þeirri
ákvörðun köstuðu
stjómvöld frá sér
möguleika á því að ásættanlegur friður
skapaðist um stjórn fiskveiða. Stjóm-
völd slógu á útrétta hönd hagsmunaað-
ila atvinnugreinarinnar og komu
þannig í veg fyrir það sem getað hefði
orðið upphaf að sögulegri samvinnu
um lausn á einu helsta ágreiningsmáli
siðari ára varðandi stjórnun flskveiða.
Á grundvelli höfnunar stjórnvalda lýs-
ir ráðstefnan fullri ábyrgð á hendur
þeim varðandi það ófremdarástand
sem ríkt hefur og ríkja mun að
óbreyttu innan atvinnugreinarinnar
til varanlegs tjóns fyrir íslenskan þjóð-
arbúskap.
Ávísun á brask
í ályktun formannaráðstefnu
FFSÍ, sem haldin var í Hvalfirði
fyrir helgina, segir einnig að mögu-
leika til bættra samskipta aðila hafi
verið fómað í skiptum fyrir frum-
varp sem er ávísun á áframhald-
andi brask og óeðlilega viðskipta-
hætti.
„Mörg nýleg dæmi um alls kyns
misferli kalla á viðbrögð af hálfu
hins opinbera. Sá dráttur sem orð-
inn er á að uppfylla þau markmið
sem kveðið var á um í gerðardómi
varðandi verðmyndun helstu botn-
fisktegunda hefur leitt .af sér tekju-
tap fyrir sjómenn sem nemur ná-
lægt fimm hundruö miljónum
króna, sem í stað þess að nýtast sjó-
mannafjölskyldum til framfærslu
höfnuðu í fjárhirslum sægreifanna.
Ótækt er að einstaklingar og fyr-
irtæki í skjóli gallaðs kerfis geti
leigt frá sér kvóta og skip fyrir
hundruð miljóna átölulaust og við-
haldið þar með því ömurlega leigu-
liðakerfi sem er ein aðalmeinsemd
sjávarútvegsins. Á því ári sem nú
er langt liðið hefur mikið starf ver-
ið unnið til að þrengja að þeim sem
gera út á leigukvóta. Þar blasir við
sú staðreynd að allar rekstrarfor-
sendur eru mjög hæpnar ef nokkr-
ar.
Jafn augljóst er að ástæðan fyrir
þessum útgerðarmáta er sú að alltaf
finnst nóg af kvótaeigendum sem
leigja vilja frá sér. Það eru síðan
þessir sömu leigusalar sem sauma
vilja að leigjendunum. Þessi lýsing
sýnir í hnotuskurn á hvers konar
brauðfótum framsal aflaheimilda
stendur."
Ráðstefnufulltrúar hvetja stjórn-
völd til að beita sér nú þegar fyrir
fjárhagslegum aðskilnaði veiða og
vinnslu og stuðla þannig að því að
aðstæður skapist fyrir eðlilegri
verðmyndun á sjávarafla í gegnum
fiskmarkaði. -HKr.
V E I Ð I K L Æ R
VEIÐI-MATARGERO-NÁTTÚRA
Jólagjöf Veiðimannsins
Myndbandsspólan VEIÐIKLÆR
Fæst í Hagkaupum, Esso og betri ueiöibúöum.
” Skemmtileg tilbreyting frá venjunni og fróðleg."
Sæbjörn Valdimarsson mbl. 31.10.02
Nú eru að verða síðustu
möguleikarnir að fá myndatöleu
og staekkanir fyrir jól.
Ef |aú ætl ar að fá dugar ekki
að panta núna keldur
STRAX
I öllum ofckar myndatökum
eru innifaldar fullunnar stæfcfcanir.
Ljósmyndastoían Mynd
sími 565 4207, www.ljosmynd.is
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 3020
Passamyndir alla daga.
Sumarlokanir Leikskólanna í Reykjavík:
Upplýsingar um sparnað
ekki á reiðum höndum
- að mati framkvæmdastjóra atvinnulífsins
„Ég tek eftir því að menn hafa ekki
á reiðum höndum upplýsingar um
hversu mikið eigi að spara. Mér finnst
það sérkennilegt ef
það er ekki skýr
fjárhagslegur
grundvöllur fyrir
ákvörðuninni,"
sagði Ari Edwald,
framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnu-
lífsins, vegna boð-
aðra lokana Leik-
skóla Reykjavíkur
einn mánuð í sum-
ar. Tillaga þess efnis liggur nú fyrir
borgarstjómarfundi sem haldinn verð-
ur nk. fímmtudag.
Ari Edwald.
Ari sagði að leikskólar væra mikil-
vægar þjónustustofhanir, fyrst og
fremst fyrir böm og foreldra en einnig
fyrir atvinnulíflð. Ekki lægi fyrir
hvemig að lokunum leikskólanna yrði
staðið eða hvaða tímasetning yrði val-
in. Hvort tveggja skipti miklu máli.
Einnig væri mikilvægt að fólk ætti eitt-
hvert val um hvaða fjórar vikur sam-
fellt yrði fri í viðkomandi leikskóla.
„Ég er ekki að gera lítið úr því að
leikskólamir þurfl að spara,“ sagði
Ari. „Mér frnnst eðlilegt að einhver
formfesta sé á leyfúm. Einnig að fyrir
hvert bam sé tiltekinn tími þar sem
ekki er kostur á leikskóla yfir sumarið.
Hins vegar hljóta menn að þurfa að
gera skýra grein fyrir því hvaða ávinn-
ingi er náð með þessum aðferðum og
hvort hann tapist við eilítið meiri
sveigjanleika í framkvæmdinni. Þess
má geta að vetrarfrí og starfsdagar í
skólakerfmu almennt og á milli skóla-
kerfis og leikskóla hafa verið án sam-
ræmis. Það hefúr örugglega valdið fjöl-
skyldum og atvinnulífi verulegu óhag-
ræði og er jafnframt ömgglega til
trafala í jafriréttismálum. Fólk getur
þurft að sæta því að komið sé meira
skikki á frítökur og lokanir á þjónustu-
stöðum eins og leikskólamir em. En ég
hef áhyggjur af því að þessi nálgun feli
í sér meiri röskun heldur en þyrfti að
vera ef einhver sveigjanleiki væri í
þessu.“ -JSS
Góð kaup! @
Renault Mégane Beriine
Nýskr.03.1999,
1600cc vél,
5 dyra, svartur,
Sjálfskiptur,
ekinn 53.þ,
->990/j.
575 1230
Opið mán-fos 09-18 og Inu 10-16
Grjóthálsi 1
bilaland.is
AHtfyfitóherberaið
Isturtuklefi 90x90 cm. Rúnnað sturtul
BaSkarshlíf, h!40 L85 cm.
Sturtuhorn, 80-90 cm.
fró kr. 122.650,- 4-6mm öryggisgl., hvítt/króm 4-6mm öryggisgl., hvítt/króm 5mm öryggisgl., hvítt/króm
Verð ffrá kr. 35.800,- Verð f rá kr. 19.750,- Verð frá kr. 14.900,
Sturtukleft
iturtuhorn
BaÖkarshlífar
, 80-90 cm.
iii ii
Þrískipt baSkarshlíf,
hl40 L125 cm.
5 mm öryggisgl., hvítt
Verð kr. 16.900,-
Baðkarshlíf milli veggja,
hl40 L160-200 cm.
4 mm öryggisgl., hvítt
Verð fró kr. 26.850,-
»T . '
Hitastýrð blöndunartæki
Verðfrákr. 8.900,-
Smáatriðin í lag!
Fgðlbreytt úHml
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18,
ffylgihluta á ffrábæru verði laugardaga í des. 10-16