Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Skoðun DV Tekur þú þátt í laufabrauðs- bakstri fyrir jólin? Patrlk Ingl Heiöarsson: Hugsanlega en þaö yröi þá í fyrsta skipti. Finnur Kári Guönason: Nei, þaö er ekki venja hjá minni fjöl- skyldu. I Jón Jónsson: Nei, þaö er ekki siöur á mínu heimili en ég vildi aö svo væri. Katrín Júlíusdóttlr: Nei, ég er oröin ein og finnst ekki taka því. Guömunda Erlendsdóttir: Nei, ég hef aldrei prófaö þaö. Bogi Sigurður Eggertsson: Nei, þaö var gert í minni fjölskyldu fyrr á árum en nú kaupi ég laufa- brauöiö tilbúiö. Sjúklingar í afbrotum Fangi á Utla-Hrauni skrifar: Á Litla-Hrauni er að finna marga með sjúkdóm sem í daglegu tali er kallaður alkóhólismi. Þessi sjúkdómur hefur þann leiðinlega fylgikvilla að þeir sem þjást af honum eiga það til að hrjóta oftar af sér en aðrir og þá lenda þeir á endanum á Litla-Hrauni. Þegar svo er komið fyrir ein- staklingi mætti ætla að stjórnvöld reyndu að hjálpa honum með kerf- isbundinni meðferð, þannig að hann gæti snúið út í þjóðfélagið á ný sem nýtur þjóðfélagsþegn. Raunin er þó önnur. Refsigleði fangelsisyfirvalda er þvílík að þeim sem freistast til að láta und- an sjúkdómi sínum er umsvifa- laust refsað með einangrun frá fjölskyldu sinni og vinum svo mánuðum skiptir, stundum út alla refsivistina. Langtímameðferð á viður- kenndri stofnun er þessum mönn- um lífsnauðsynleg. Og ekki bara þeim, heldur þjóöfélaginu öllu, því ekki má gleyma því að ástæöan fyrir veru þessara manna á Litla- Hrauni er afbrot sem bitna á sak- lausu fólki. Að dæma veikan mann í fangelsi er eitt en að láta þann sama einstakling snúa aftur út í þjóðfélagið án þess að hjálpa honum til þess að ná sér af veik- indum sínum er vítavert kæru- leysi sem dæmist á Fangelsismála- stofnun og dómsmálaráðherra. - Veikir menn þurfa aðhald, stefnu og einhverja leið til að bæta sig. Ég get fullyrt að refsingar innan fangelsisins virka ekki og hafa aldrei virkað. Það eru alltaf sömu veiku mennimir sem er refsað svo mánuðum skiptir og á meðan stjóm fangelsismála heldur fast i stefnu sína mun sömu mönnunum vera refsað meðan þeir sitja inni og svo koma þeir jafnslæmir út i Litla-Hraun „Refsingar innan fangelsisins virka ekki.“ „Langtímameðferd á viður- kenndri stofnun er þessum mönnum lífsnauðsynleg. Og ekki bara þeim, heldur þjóðfélaginu öllu, því ekki má gleyma því að ástœðan fyrir veru þessara manna á Litla-Hrauni er afbrot sem bitna á saklausu fólki. “ þjóðfélagið á ný og halda áfram í afbrotum. Ef þú, lesandi góður, ert sáttur við að maður sem sleppur út úr fangelsi eftir tveggja ára inniveru brjótist inn heima hjá þér til þess að halda við fíkniefnavanda sem fangelsismálayfirvöld hefðu getað læknaö á þessum sömu tveimur árum - þá er allt i fínasta lagi. En ef svo er ekki þarft þú að láta dómsmálaráöherra vita að þú sért ekki sáttur. Refsing nær eins langt og hún nær. Við gætum náð lengra væri langtímameðferð innifalin. Þessi milljarður sem fer í fangelsismál mun hækka um helming, verði ekkert að gert, og það fljótt. Það hlýtur að vera ódýrara að senda veikan mann í langtímameðferð en að loka hann inni fyrir 4,5 milljónir á ári. Kunningjavæddir viðtalsþættir Halldór Kristjánsson skrifar:____________________________ Hvað er það sem gerir sjónvarp rik- isins svona ógnar vinsælt sem raun ber vitni? Eru það klipptu fréttimar, sem sífellt fara á toppinn í Gallup- könnunum, eða allir íslensku þættirn- ir, leikritin og spumingaþættirnir ásamt hinni síungu og íhaldssömu Spaugstofu, sem rífur sundur allt kvikt sem skeði í vikunni sem leið? Kannski nýi þátturinn hans Gísla Marteins sem fangar núverandi eða fyrrum starfsbræður á Sjónvarpinu og mærir þá upp úr öllu jarðbundnu? - Eins og skeði sl. laugardag þegar tveir starfsmenn Sjónvarps fóru á kostum við að upphefja sjálfa sig. Ein kona sem var einnig þáttakandi - „Það er ekki af engu að í leiðara Mbl. er farið að brydda á því sjónarmiði að kannski sé nú einni sjón- varpsstöðinni ofaukið (rík- issjónvarpinu), allt það efni ráði frjálsar stöðvar á markaðnum við, og geri miklu betur. “ svona í restina - hún komst aldrei að, því sjónvarpsdrengirnir hlógu svo dátt að afrekum sínum. Er það nú ekki gengið of langt af Sjónvarpinu aö vera með þessa starfs- menn sína, núverandi eða fyrrver- andi, sem viðfangsefni í viðtölum? Það fmnst mér, og það fmnst mörgum sem ég hef hitt og ræða sjónvarpsefni. Það er ekki heilbrigt að ná í sjón- varpsmenn til að horfa á sjálfa sig! „Fín útkoma," segja þeir svo þegar gamalli myndbandsupptöku lýkur. Já, hvílíkt sjónvarpseftii! Það er ekki af engu að í leiðara Mbl. er farið að brydda á því sjónar- miði að kannski sé nú einni sjón- varpsstöðinni ofaukið (ríkissjónvarp- inu), allt það efni ráði frjálsar stöðvar á markaðnum við, og geri miklu bet- ur. - Eru tilneyddir áskrifendur að Sjónvarpinu ekki sammála? Garri Bestur eins og Búkolla Hingað til hefur verið talið að hlutfall fram- sóknarmanna i þjóðfélaginu haldist í hendur við hlutfall þeirra sem þurfa að nota geðdeyfð- arlyf. Hefur það því valdið sérfræðingum miklum áhyggjum hversu vinsæll Guðni Ágústsson mældist í síðustu vinsældakönnun Gallups. „Þetta boðar ekki gott,“ segir Halldór Finnsson, prófessor við Háskóla íslands. „Ní- undi áratugurinn var áratugur Steingríms Hermannssonar, hann var gífurlega vinsæll og síðan hefur andlegt ástand legið niður á við.“ Obbobobb „Nefndu mér þrjú atriði sem Guðni hefur gert i embætti og hverju þeir breyttu fyrir ís- lenskan landbúnað," sagði Halldór. „Jamm,“ sagði Garri og hugsaði. „Hann hélt ræðu á Hólahátíð. Hann kyssti kú í heimahéraði sínu. Hann bannaði mönnum að flytja út meira kindakjöt.“ „Jájá,“ sagði Halldór, „og hverju breytti þetta?“ „Hverju breytti þetta?" át Garri upp eftir Halldóri, „Obbobobb. Tja, þar sem eitt spumingamerki endar setningu, þar er spuming. Ég var orðinn nokkuð gamall þegar ég kynntist Guðna. Og Guöni Ágústsson er góður eins og íslenska kýrin. Það er gamall og góður sveitasiður að halda upp á framsóknar- menn." Volare! „Og hver var númer tvö?“ spurði Halldór Garra. „Númer tvö var Geir H. Haarde," svar- aði Garri. „Já, Geir H. Haarde var númer tvö. Hefurðu einhvem tíma heyrt Geir H. Haarde tala um pólitík?“ Garri hugsaði sig vel um. „Nei, sagði hann, „en hann söng Volare í þættinum hjá Steinuni Ólínu. Hann hvatti menn í heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu til að mæta á kjörstað í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Hann tiltók reyndar ekki hvem fólk ætti að kjósa eða hvers vegna. En hann er kvæntur Ingu Jónu. Hún liggur nú ekki á skoðunum sínum. Hún er pólitísk." „Já, Bjöm Bjamason er pólitískur en samt er Rut ekki ráðherra," sagði Halldór. „Nei,“ tók Garri undir með Halldóri, „en hann er samt krútt og söng Volare ágætlega." Garri er ekki tilbúinn til að trúa svona sög- um jafnvel þótt hann hafi teyst Halldóri fyrir geðumsýslu sinni síðustu árin. „En ég er sjálf- ur framsóknarmaöur," sagði Garri við Hall- dór, „og ég treysti Guðna afskaplega vel sem ráðherra." „I rest my case,“ sagði Halldór, „I rest my case“. Cifkrrl Verslunar- og skrifstofuhúsnæði Til leigu - til sölu! Tap á stórum fasteignum? Þðroddur skrifar: Það er af sem áður var, þegar ekki var hægt að fá húsnæði til leigu í Reykjavík fyrir verslun og skrif- stofur. Nú er versl- unar- og skrifstofu- húsnæði auglýst um allan bæ, í mið- borginni sem og í úthverfum. Þetta veit á illt, fínnst mér. Eru Kópavogur og nærsveitarfé- lögin kannski búin að taka þessa starfsemi að sér að mestu? Varla verslunina þó. Það virðist vera veru- legur samdráttur í nýtingu alls hús- næðis í Reykjavík nema íbúðarhús- næði, þar er búið í hvaða holu sem laus er, djúpt í jörðu niðri og hana- bjálkum, hvar sem það finnst. Það er því mikil ofþensla í stóru skrifstofu- húsnæði hér í borg, og margir tapa á slikum fasteignum í dag. Drukkinn ökumaður í Keflavík Grétar Geirsson hringdi: Ég var nýlega staddur síðdegis í fyrirtæki við Tjarnargötu í Keflavík er ég sá dauðadrukkinn mann undir stýri bíls. Bíllinn var í gangi og mað- urinn greinilega í hættulegu ástandi. Borgaraleg skylda mín var að hringja í lögreglustöðina. Þar var skiptiborðið lokað. Síðan hringdi ég í neyðarlín- una en engin kom lögreglan. Síðan sá ég lögreglubíl koma akandi en sá stöðvaði við bókabúð ofar í götunni en skipti sér ekkert af þessari ábend- ingu minni um ökumann sem var hrein ógn við samborgarana. Mér finnst það einkennilegt í stórum kaup- stað eins og Reykjanesbæ ef svona út- kalli er í engu sinnt. Of margar frétt- ir koma um afskiptaleysi lögreglunn- ar á ýmsum stöðum landsins. Ógn- valdurinn, sem er kunnur vandræða- maður er hefur „flöskuna undir kodda“, ók síðan af stað í skrykkjum og veit ég ekki meira um ferðir hans. Ég veit líka um annan mann sem hringdi út af þessu sama tilviki. Ekk- ert var gert. í flugstjórnarklefanum. Öryggiö í fyrirrúmi? Öryggi í Flugleiðavélum? Magnús Einarsson skrifar: Undanfarið hafa óhöpp í flugvélum hjá Flugleiðum verið fréttaefni. Ég minnist flugvélar sem lenti í erfiðleik- um við Ósló og nú nýlega er Flug- leiðaþota lækkaði flug skyndilega yfir austurströnd Bandaríkjanna. Enhver mistök virðast hafa verið á ferðinni í báðum tilvikum eftir fréttum að dæma. í fyrra tilfellinu voru flugmenn kyrrsettir um stundarsakir meðan á rannsókn stóð, en í því síðara, sem er i höndum rannsóknamefndar flug- slysa, er lagt til fyrir Flugmálastjóm að yfirfara leiðbeiningar i svokallaðri flugrekstrarbók Flugleiða, m.a. um vinnureglur í flugvélum félagsins, og hvemig þjálfun flugmanna er háttað varðandi slys eða óvænt atvik í flugi. Maður hélt að þjálfun flugmanna Flugleiða og allar handbækur þar að lútandi væru með því besta sem gerð- ist í heiminum. Eða svo var ávallt sagt hér á árum áður þegar gömlu flugfélögin, Flugfélag íslands og Loft- leiðir vom okkar stolt í samgöngum í lofti. - Augljóslega hefur eitthvað breyst á seinni árum hvað þetta varð- ar. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn T síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.ls Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíö 24,105 Reykfavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.