Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2002, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 Tilvera DV Opin nótt í Hvassaleitisskóla: Vakað sér til skemmtunar „Oft er það þannig í haustferðalög- um og skíðaferðalögum að krakkarnir vilja helst vaka allar nætur, kynnast og skemmta sér og þaðan er hug- myndin eflaust fengin,“ segir Hafliði Kristinsson, kennari í Hvassaleitis- skóla og umsjónarmaður félagsstarfs þar á bæ. „Meiningin var auðvitað að sofna ekkert. Það var erfiðara en ýms- ir hugðu en allir skemmtu sér vel,“ heldur hann áfram. Þarna er hann að lýsa svokallaðri „opinni nótt“ sem haldin var í Hvassaleitisskóla fyrir skemmstu og stóð nemendum 8., 9. og Kúnstir Bjarni aö velta sér á dýnunni og Agnar er aö standa upp eftir kollhnís. Siguröur Þór, Guömundur Helgi, Jón Helgi, Eyrún, Kristrún og Sólveig kúra í fatahenginu. 10. bekkjar til boða. Þeir mættu i skól- ann sinn kl. 20 á föstudagskvöldi og yfirgáfu hann ekki fyrr en kl. 8 næsta morgun. Fjölbreytt dagskrá var í boði og má þar nefna videó, borðtennis, spil, íþróttir, kósíherbergi og diskótek og á miðnætti var pitsuveisla þar sem allir átu eins og þeir gátu í sig látið. Að sögn Hafliða er þetta í fyrsta sinn í sögu skólans sem þessi háttur er hafður á til skemmtanahalds og mæt- ing var mjög góð því 90 nemendur af 120 tóku þátt, auk kennara og fjöl- margra foreldra. -Gun. Alþjóðadagur fatlaðra er í dag: ✓ Atta fyrirtæki fa viður- kenningu fyrir gott aðgengi Alþjóðadagur fatlaðra er í dag og er hann að þessu sinni haldinn há- tíðlegur á tveimur stöðum. Fyrri at- höfnin verður i félagsheimili Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12, klukkan 17, þar sem Bókasafni Hafnarfjarðar og Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu, verða veittar viður- kenningar fyrir gott aðgengi. Önnur athöfn verður á Hótel Eld- hestum, Völlum í Ölfusi, klukkan 18, þar sem sex viðurkenningar verða veittar. Fjögur fyrirtæki á Selfossi fá viðurkenningu en það eru Árvirkinn ehf., Eyrarvegi 32, Húsasmiðjan, Eyrarvegi 42, Mið- Borgarbókasafnió í Reykjavík Eitt fyrirtækja sem fá viöurkenningu í dag. garður, Austurvegi 4 og Kjaminn, Austurvegi 3-5. Einnig fær Hjúkr- unarheimilið Ás í Hverahlíð 20, Hveragerði, viðurkenningu og Hótel Eldhestar í Ölfusi. í tilefni dagsins verður forsýnd jólamynd Disneys, Santa Clause 2, með Tim Allen. Forsýningin hefst kl. 19 í Kringlubíói og rennur allur ágóði sýningarinnar til styrktar Sjálfsbjörg. Einnig gefur Sjálfsbjörg út geisladiskinn Ástin og lifið en hann inniheldur 14 áður útgefin lög. Fjöldi hljómlistarmanna hefur lagt Sjálfsbjörg lið með útgáfu disksins. Fénu verður varið til endurnýjunar á íbúðum í Sjálfsbjargarhúsinu. Hljómplötugagnrýni____________________________ KK - Paradís ★★★ Góður andi Aðalsmerki KK er blússveiflan. Sökum þess er hann kannski amer- ískastur íslenskra lagasmiða. Þessi amerísku áhrif eru náttúrlega víða í vestrænni músík en eru sérlega sterk hjá KK. Hins vegar era textar hans svo innilega íslenskir að ekki er hægt að segja annað en honum hafi tekist að búa til tónlistarstefhu sem kalla mætti íslenskan blús. Annar slíkur er Magnús Eiríksson. Vissulega er nokkur munur á laga- smíðum þeirra félaga en báðum hef- ur tekist að láta bláu nótumar að vestan skjóta rótum í íslenskri dæg- urtónlist á fullkomlega eðlilega hátt. Sannarlega músíkalskt skyldir menn. Leiðinlegt yrði það til lengdar ef öll lögin væru i áðurnefndri sveiflu með gangandi bassa og að þessu sinni er bara eitt sem er akkúrat þannig og nefnist það Æöri máttur. Lagið Aleinn í heimi er t.d. i stíl við Óbyggðimar kalla og minnir á mús- ík frá Mexíkó, Nýju-Mexíkó og Texas. Svo em hér lög sem era bara hreinræktuð popplög; Sökkvandi skip, Morgunljóst, Stay Away, Englar himins grétu í dag og jafnvel Guðs náð. Þrátt fyrir að afgangur- inn af lögunum sé harla blússkotinn má eiginlega segja að meira af poppi og rokki sé að finna á þessari plötu en oft áður. Að venju skiptist á gaman og al- vara í textum KK. Það er góð blanda að gefa glettninni tækifæri, kannski einmitt þegar verið er að fjalla um alvarleg mál. Þótt textamir séu ekki miklar bókmenntir gegna þeir sínu hlutverki með sóma þannig að óhætt er að telja höfundinn í hópi söngvaskálda. Rímið kemur fyrir á eðlilegan hátt án áreynslu. Ljóðstöf- um er oftast sleppt enda er það einmitt með notkun þeirra sem mál- far texta og þar með sönghæfni get- ur orðið með stirðara móti nema færustu orðsins menn um véli. Það er úrvalshópur sem er KK til aðstoðar á Paradís; hljómborðsleik- aramir Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson, trommaramir Jóhann Hjörleifsson, Matthías Hemstock og Helgi Svavar Helgason, bassaleikar- amir Friðþjófur Sigurðsson, Þorleif- ur Guðjónsson, Birgir Bragason og Sölvi Kristjánsson (sonur KK), gít- arleikaramir Guðmundur Péturs- son og Magnús Eiríksson og auk þeirra Guðni Franzson, Axel.Áma- son, Þórann, Sigríður Guðnadóttir og Rut Reginalds. Þetta er enginn tímamótadiskur. Músíkin er afskaplega þægileg og átakalítil en samt svo rík af stemn- ingu, gáska og góðum anda að hún hlýtur að hitta í mark hjá landanum nú sem endranær. Ingvi Þór Kormáksson Harry Potter aftur á toppinn Það hafa öragglega verið markaðsmönnum hjá Disney mikil vonbrigði að nýjasta teiknimyndin, Treasure Planet, skyldi ekki fá meiri að- sókn en raunin er, vera aðeins fjóröa vinsælasta kvikmynd helgarinnar. Það þarf þó ekki að tákna að myndin hafi kol- fallið. Hún á eftir margar vik- ur í aðsókn og það hefur sýnt sig að Disney-teiknimyndir eiga sér lengri lífdaga en flest- ar aðrar kvikmyndir. Það var við ramman reip að draga þessa helgi. Það var NXÍa ekki nóg með að verið væri að keppa við aðra teiknimynd, Eight Crazy Nights, heldur voru Harry Potter og James Bond í mik- illi aðsókn og fór það svo að Potter náði aftur toppsætinu af Bond, en það munaði mjóu og má kannski segja að Bond hafi haft í fullu tré við Potter þar sem betri sætanýting Treasure Planet Disney-teiknimyndin náöi ekki aö skáka Bond og Harry Potter. var á Die Another Day heldur en Harry Potter and the Chamber of Secret. í þriðja sætinu er svo Santa Clause 2, sem verið hefur í góðri og jafnri aðsókn. Þess má geta að hún verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi. -HK HELGIN 29. NOV. - 1. DES. ALLAR UPPHÆÐIR í PUSUNDUM BANDARÍKJADOLLARA. SÆTl FYRRI VIKA TITIU INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖLDI BÍÓSALA O 2 Harry Potter and the Chamber... 32.117 200.159 3682 o 1 Die Another Day 31.010 101.379 3324 o 4 The Santa Clause 2 12.133 113.587 2526 o _ Treasure Planet 12.083 16.599 3227 o _ : Elght Crazy Nights 9.434 14.045 2503 o 3 Friday After Next 7.363 25.048 1621 o _ Solaris 6.752 9.418 2406 o 5 8 Mile 5.758 107.393 2498 o 6 The Ring 5.261 119.780 1912 © _ They 5.144 7.553 1615 © 8 My Big Fat Greek Wedding 3.985 210.585 1257 0 7 The Emperor's Club 3.523 9.316 811 © _ Extreme Obs 2.233 3.069 1800 © 10 Frida 2.125 15.201 755 © 11 Far From Heaven 1.639 5.506 284 © 9 Half Past Dead 1.333 14.732 990 © 15 Bowling For Columbine 966 11.914 217 © 16 El crimen de padre Amaro 700 2.509 108 © 17 Star Wars: Attack of the Clones 631 308.786 54 © 12 Jackass: The Movie 568 63.397 725 Vinsælustu myndböndin Njósnarinn Austin Powers Það var mikið um útgáfu á nýjum myndum I síðustu viku og fara þrjár þeirra ofarlega á listann. Austin Powers in Goldmember fer beint í efsta sætið. Framtiðarþriller Stevens Spielbergs, Minority Report, nær þriðja sætinu og í fimmta sæti er gamanmyndin Scoo- by-Doo. Gamanleikarinn Mike Myers hef- ur slegið eftirminnilega í gegn í Austin Powers myndunum. Sú þriðja, Goldmember, lítur nú dags- ins ljós hjá okkur eftir að hafa verið sýnd í Bandaríkjunum við metað- sókn á síðustu vikum. Sem fyrr bregður Mike Myers sér í hin ýmsu gervi þótt tvö þeirra séu mest áberandi, sjálfur ofumjósnarinn Austin Powers og Mr. Evil. Mike Myers skrifar einnig handrit- ið en lætur Jay Roach um að leikstýra eins og í fyrri myndunum tveimur. Auk Myers leika í myndinni Michael Caine, sem leikur foður Austins Powers, og Beyonce Knowles. Auk þeirra má koma auga á þekktar stjömur í litl- um hlutverkum, tU dæmis, Danny DeVito, Gwyneth Palthrow, Kevin Spacey, Britney Spears, Quncy Jones og Ozzy Osboume. -HK VIKAN 25. NOV. . 1. DES. FYRRI ViKUR SÆTl ViKA TTTILL (DREIFINGARAÐILI) ÁUSU © _ Austin Powers.... (myndformj 1 0 1 About a Boy (sam myndböndi 2 © _ Mlnority Report (skífan) 1 O 2 The Scorpion King (sam myndböndj 2 © _ Scooby-Doo (sam myndbönd) 1 © 5 Monster's Ball (myndform) 4 0 6 40 Days and 40 Nlghts <sam myndbönd) 6 © 3 Star Wars II: Attack.... (skífanj 3 © 7 Resident Evil (sam myndbönd) 2 © _ Stuart Little 2 (skífan) 1 © 4 Spider-Man (skífan) 4 © 9 Showtime (sam myndbönd) 6 © io The Accidental Spy (skífani 2 © 8 My Blg Fat Greek Wedding imyndform) 9 © _ Novocaine (sam myndböndi 1 © 11 John Q (myndform) 5 © 12 Mothman Prophecies <sam myndbönd) 8 © 13 What the Worst Thlng... (skífan) 9 © 15 Ali G Indahouse (sam myndböndi 8 © 16 Hart’s War iskífan; 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.