Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 Fréttir jO"V Virkjanadeilur: Vegið að heiðri vísindamanna Halldóra Friöjónsdóttir, formaður stjórnar Bandalags háskólamanna, segist harma síöustu fullyrðingar sem fallið hafa vegna Kárahnjúka- virkjunar og vega að heiðri vísinda- manna í landinu. „Stjórnmálamenn og aðrir hafa verið óragir við að haldi því fram að niðurstöður rann- sókna ýmissa vísindamanna séu mengaðar af tilfinningum, pólitík eða öðrum annarlegum hvötum sem ekkert hafa með vísindaleg vinnu- brögð að gera og að gefnu tilefni samþykkti stjórn Bandalags há- skólamanna eftirfarandi ályktun á fundi stjórnar í nóvember. „Stjórn Bandalags háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að æðstu ráðamenn þjóðarinnar skuli ítrekað vega að heiðri sérfræð- inga og vísindamanna með niðrandi og oft á tíðum órökstuddum um- mælum um störf þeirra. Bandalagið minnir á að starfsheiður vísinda- manna byggir á hlutlægri öflun gagna og túlkun á niöurstöðum um leið og það bendir á þá staðreynd að menntun er forsenda þróunar og framfara i íslensku atvinnulífi." Hvorki PáU Skúlason, rektor Há- skóla íslands, né Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra vildu tjá sig um málið þegar DV hafði samband við þá í morgun. -Kip BBC myndar mótmælin Breska sjónvarpsstöðin BBC tekur upp mótmælafund á Austurvelli í dag þar sem hópur fólks vill vekja at- hygli á andstöðu þess við fyrirhugað- ar virkjunarframkvæmdir, ekki síst Kárahnjúkavirkjun. Fólkið hefur komið saman í stutta stund í hádeg- inu allar götur frá því í haust og læt- ur ekki deigan síga. Samkvæmt upp- lýsingum DV vaknaði fyrst áhugi sjónvarpsstöðvarinnar á því þegar Hildur Rúna Hauksdóttir, móðir Bjarkar, fór í hungurverkfall. -Ótt í fögru umhverfi Nesjavalla: Fúll pyttur rétt við húsgafl Nesbúðar Skólpmál við Nesbúð á Nesja- völlum í næsta nágrenni hinna miklu hitaveitumannvirkja Orku- veitu Reykjavíkur eru í verulegum ólestri. Þrátt fyrir annars vönduð og rándýr mannvirki á svæðinu rennur afrennsli frá Nesbúð óhindrað úr opinni skólplögn út í náttúruna. Nokkra tugi metra frá húsunum þar sem gestum hefur um árabil verið boðið upp á veitingar og gist- ingu hefur myndast dálaglegur skólppyttur en með bökkum hans liggur reiðleið hestamanna. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins þurfti fyrir stuttu að blása út lagn- irnar við Nesbúð vegna stíflu. Mun hafa verið miður geðslegt þar um að litast eftir þá aðgerð þar sem frárennslisrörið liggur út úr mold- arbarði rétt neðan Nesbúðar. Ein- hvern tima virðist hafa átt að koma þarna upp rotþró en brunnur þró- arinnar stendur nú opinn og þurr og í honum eru brotin plaströr og annað rusl. Er þetta í hrópandi andstöðu við yfirlýsta umhverfis- stefnu OR, en þar segir m.a.: Orkuveita Reykjavíkur vinnur í sátt við náttúruna á öllum sviðum. Stuðlað er að góðri nýtingu nátt- úruauðlinda, fegrun lands og um- hverfis. Skammt er síðan DV birti ógeös- legar myndir af seyru sem dælt var úr safnþró við Hótel Valhöll á Þingvöllum og ekið á tún þar ekki allfjarri. Hafði það viðgengist að sögn bónda sem sá um verkið í ein fimmtán ár án athugasemda. Eftir myndbirtingu DV af þessari seyru- dreifingu var verkinu þegar í stað hætt og hefur seyrunni síðan verið ekið til Reykjavíkur á tankbil einu sinni í viku. Búið er að taka ákvörðun um að setja upp hreinsi- búnað við hótelið sem leysa á mál- ið á þeim stað á næstu mánuðum. Virðist ekki síður þörf á að taka til hendi á Nesjavöllum þar sem fyrirmönnum erlendra ríkja er gjarnan boðið til að skoða afrakst- ur íslensks hugvits í virkjun jarð- hita. Sennilega hefur engum þeirra DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL Viö Nesbúö á Nesjavöllum Skammt neðan Nesbúöar getur aö líta miöur fallega fúla pytt sem stingur mjög í stúf viö fagurt umhverfi Nesjavalla. Hér má sjá enda skolplagnarinnar. þó verið sýnt það hugvit sem beitt er í frárennslismálum Nesbúðar. Nesbúð er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og að sögn veitinga- manns sem leigir húsakostinn af Orkuveitunni eru hús og frá- rennslismál á staðnum á ábyrgð eigenda. Hann segist því ekki vita hvernig frágangi sé nákvæmlega háttað á þeim búnaði. Alfreð Þor- steinsson, stjórnarformaður Orku- veitu Reykjavíkur, sagðist hafa talið að þarna ættu öll frárennslis- mál að vera í lagi. Hann sagði að menn frá Orkuveitunni yrðu sendir austur í dag til að kanna málið. -HKr. Metsölulisti DV vikuna 2.-8. desember: Tilhugalíf Jóns Baldvins er mest selda bókin Kolbrún Bergþórsdóttir. „Þetta var 9 mánaða með- ganga og það er ánægjulegt að fólk skuli taka eft- ir afkvæminu. Þetta er óneitan- lega mikil hvatn- ing og auðvitað er ég afskaplega glöð og ánægð fyrir hönd okkar Jóns Baldvins," sagði Kolbrún Bergþórs- dóttir, blaðamaður og bókmennta- gagnrýnandi, en bók hennar Til- hugalif, um Jón Baldvin Hannibals- son sendiherra, trónir efst á metsólu- lista DV sem byggður er á bóksölu hátt í 20 verslana um allt land dag- ana 2.-8. desember. Bók Kolbrúnar tekur risastökk úr 9. sæti listans. í 2. sæti, fast á hæla Kolbrúnu, er metsölubók síðustu viku, Brauðrétt- ir Hagkaupa eftir Jóa Fel bakara- meistara. Bókin er aðeins seld í verslunum Hagkaupa en rokselst þar. Rödd Arnaldar Indriðasonar fer úr öðru sæti í það þriðja og Reynir Traustason er með bók sína um Sonju í fjórða sæti eins og á síð- asta lista. Þá kemur Eyðimerkur- dögun eftir Waris Dirie í 5. sæti en hún hefur fallið á listanum. Öðru- vísi dagar eftir Guðrún Helgadóttur féll úr 5. sæti í það sjötta en Útkalls- bók Óttars Sveinssonar er í 7. sæti eins og síðast. Aðeins ein bók er ný í hópi 10 söluhæstu bókanna, í aldanna rás eftir niuga Jökulsson o.fl. Sú bók er enn fremur ný í hópi 20 best seldu bókanna eins og sést á meðfylgjandi lista. Alls eru sex bækur nýjar á listanum. Þeirra á meðal eru barna- bækurnar Njála eftir Brynhildi Þor- geirsdóttur í 15. sæti og Gallsteinar afa Gissa eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur í 20. sæti. Arnaldur Indriðason á einn tvær bækur á lista en kiljuútgáfa Mýrar- innar er í 19. sæti. Og ekki nóg með það. Bók Arnaldar, Grafarþógn, er næst inn á lista, í 21. sæti. Metsölulisti DV er birtur í sam- vinnu við eftirtaldar verslanir: Penninn-Eymundsson (12), Bóka- búðir Máls og menningar (6), Hag- kaup (7), Bónus (8), Samkaup (3), Nóatún, Selfossi (1) og Bókabúðina Hlöðum, Egilsstöðum (1). -hlh [ Metsölulisti Sala bóka 2. - 8. desember Jón Baldvin Tllhugalíf - Kolbrún Bergþórsdóttir O Brau&réttlr Hagkaujw- Jói Fel"_" 0 Röddln - Arnaldur Indrl&ason O Sonja - Reynlr Traustason 0 Ey&lmerkurdögun - Warls Dlrle O Ö&ruvísl dagar - Gu&rún Helgadóttlr O Útkall - Geysir er horflnn - Öttar Svelnsson O Artemls Fowl - Samsærlö - Eoin Colfer O Landnemlnn mlkll - Vlöar Hrelnsson <__) fsland f aldanna rás - lllugl Jökulsson o.fl. .-.©. KK - Þangaö sem vlndurlnn blœs - Elnar Kárason © Stollö frá höfundi stafrófslns - Davíö Oddsson © Jón Sigur&sson - Gu&jón Friðriksson U Nafnlausir vegir - Elnar Már Guðmundsson © NJála - Brynhildur Þorgelrsdóttlr © Stelpur f stu&l - Jacquellne Wilson © Kaftelnn Ofurbrók - Dav Pilkey © Gúmmí Tarsan - Ole Lund Kirkegaard © Mýrin (kllja) - Amaldur Indri&ason •¦wMxrwtw^. -. .**mmmmmmmm0lm © Gallsteinar afa Glssa - Krlstín Helga Gunnarsdóttlr A® y o yo o YO YO o AO A® YO Á© y © A© ii y© >í .\vwsw.dv.iSj..... er hægt að farainn i sroaaiKJIj siuqaí.is. Þar eru jólakveðjur sem hægt er að senda vinum og settingjum. Á Aklirn i i emm við að sjálfsögðu með sm&uglýrágaþjónustu ^H^riaii^'aiigsstratliJ___lsUii)r]iarer46X30QQ,____ Stuttar fréttir Stefnir á alþjóðavettvang Söngkonan unga Jóhanna Guðrún stefnir að því að gefa út plötu á alþjóðleg- um markaði á næsta ári. Söngkonan dvel- ur erlendis þessa dag- ana en haft er eftir umboðsmanni henn- ar, Maríu Björk Sverrisdóttur, á mbl.is að viðræður hafi staðið yflr við útsetj- ara og lagahöfunda sem unniö hafa með stórstjórnum á borð við Britney Spears, Jennifer Lopez og Celine Dion. Læknadeilan óleyst Tveir heimilislæknar sem höfðu ráðið sig aftur til starfa á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja hættu á föstudag við að mæta til vinnu. Aðrir heimilis- læknar sem sögðu upp störfum sínum munu ekki sætta sig við þau kjör sem eru í boði. Vegabréfiö í Köben Islenskir ferðalangar sem ætla að leggja leið sína til Danaveldis á næstu dógum þurfa að hafa vegabréfið með- ferðis. Ástæðan er leiðtogafundur Evr- ópusambandsins sem fram fer i Kaup- mannahöfn. Nýtt raforkulagafrumvarp Nýtt frumvarp um raforkulög verður tekið fyrir á auka- fundum stjórnarþing- flokkanna í dag en frumvarpið var kynnt á ríkisstjórn- arfundi í gær. Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist í samtali við mbl.is. vera bjartsýn á að samkomulag náist en i frumvarpinu er fólgin heild- arendurskoðun á löggjöf um vinnslu, flutning, dreifingu og sölu raforku. Sprengt fyrir göngum íslenskir aðalverktakar og norsk- sænska fyrirtækið NCC hefja í dag framkvæmdir við Kárahnjúka með því að sprengja fyrir aðkomugöngum. Göngin liggja frá munna á vestur- bakka Jökulsár á Dal, neðan við vænt- anlega stíflu í Hafrahvammsglúfrum. Húsaleigan hækkar Dæmi eru um 34% hækkun húsa- leigu hjá Félagsbústöðum í kjölfar þess að leiguverð var jafnað um síðastliðin mánaðamót og 12% vaxtahækkunar. 100 sóttu um starf Rúmlega 100 sóttu um starf sjúkra- flutninga- og slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Stöðurnar voru auglýstar í nóvember. Karlar voru í miklum meirihluta um- sækjenda en aðeins 5 konur sóttu um. Að loknu fyrsta mati eru 60 eftir í hópnum - þar af fjórar konur. -aþ Haldiö til haga Vegna tæknilegra mistaka við vinnslu blaðsins láðist að geta höfund- ar Ritstjórnarbréfs sem hirtist í síðasta Helgarblaði DV. Ritstjórnarbréfið, sem bar yfirskriftina Hindrunarhlaup kvenna, er eftir Ólaf Teit Guðnason blaðamann. Fráritstjórn í fyrirsögn fréttar DV um aukinn fjölda kvenna sem leitar til neyðar- móttöku Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss, eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi eða nauðgun út- lendinga, voru dregnar of víðtækar ályktanir út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Hitt er hins vegar ljóst að það er orðið æ algengara að konur verði fyrir áreitni erlendra ferðamanna og verði fórnarlömb al- varlegs kynferðislegs ofbeldis. Langt er hins vegar frá því að hægt sé að fullyrða um að samhengi sé á milli of- beldisins og auglýsinga þar sem land og þjóð eru kynnt. -ritstj. ________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.