Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2002, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2002 Menning *y%r Tilbrigði viö gamansögu Sögurnar i Stolið frá höf- undi stafrófsins minna um margt á sögurnar i fyrri bók Davíðs, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Líkt og þar fær lesandinn t.d. að fljóta með í opinbera heimsókn austur fyrir járntjald, hér fáum við einnig innsýn í heim valda- mestu manna heims í frá- sögn af fundi þeirra. Sögurnar eru fiestar tilbrigði við gamansöguna. Þær byggja á óvæntri uppljóstrun sem stundum er fremur fyndin en afhjúpandi. Sumar eru hrein- ar kímnisögur; teygðir brandarar þar sem mis- skilningur og pínlegar uppákomur leika lykilhlut- verk. Besta dæmið um þetta er sagan „Þetta er alltaf spurning um túlkun" þar sem lýst er raun- um borgarstjóra í opinberri heimsókn sem fær óvænta aðstoð við að segja gestgjafa sínum klám- sögur. Af svipuðum toga er sagan „Kolbeinn og kvenfyrirlitningin". Bókmenntir I öðrum sögum eru skop, ýkjur og írónísk fjar- lægð notuð tO að fjalla um erfiða reynslu eða sárs- auka án þess að verða tilfinningaseminni að bráð. Ein besta sagan í bókinni, „Lífsins lengsti dagur", er af þessu tagi, lýsir löngum degi í lífi ungs drengs upp úr miðri 20. öld. Hann er sonur ein- stæðrar fátækrar móður og þennan örlagaríka dag er hann sendur í sveit norður í land. Flest fer úr- skeiðis á hálfgróteskan hátt en þrátt fyrir það tekst að draga upp skýra mynd af strák sem er fremur litill í sér en staðráðinn í að láta á engu bera og láta heiminn ekki sjá veikleika sína. Síð- asta sagan í bókinni, „Frú Magnea Heiðlóa og menið dýra", er af sama toga, brosleg á yfirborð- inu en reynist á endanum fjalla um einstæðings- Rithöfundurinn Davíö Oddsson Sögur hans byggja á óvæntrí uppljóstrun sem stundum er fremur fyndin en afhjúpandi. skap og líf sem glatað hefur bæði tilgangi og merk- ingu. Davíð sýnir meiri fjölbreytni í stíl í þessari bók en hinni fyrri. Allar einkennast sögurnar þó af vönduðu bókmáli sem ásamt kímninni gerir per- sónurnar svolítið fjarlægar. Davíð Oddsson sýnir með þessu smásagnasafni að hann er lipur smá- sagnahöfundur. Sögurnar í Stolið frá höfundi staf- rófsins eru hvorki frumlegar né stórbrotnar en þær eru vandaðar og lúmskt fyndnar. Kápa bókarinnar er óvenjuglæsileg og vönduð í svörtum og skærappelsínugulum lit sem af ein- hverjum ástæðum er nákvæmlega sá sami og í flokksmerki Samfylkingarinnar! Jón Yngvi Jóhannsson Davíö Oddsson: Stoliö frá höfundi stafrófsins. Vaka-Helgafell 2002. Smellin hrukkudýr Harry Barton á vellauð- uga foreldra sem ferðast um heiminn og lifa í vellystingum úti í lönd- um. Hann sér þá sjaldnast og þegar hann kemur heim í jóla- og sumarfrí bíður hans andstyggileg barnfóstra sem hann kall- ar Gestapó-Lillý. Einn daginn farast foreldrar Harrys í slysi. Gestapó-Lillý rænir öllu sem er verðmætt og Harry er skilinn eftir, slyppur og snauður. Síðan er hann sendur til aldraðra ættingja sem honum líst ekki vel á. En Florrie frænka og Bridget frænka reynast ekki allar þar sem þær eru séðar og sama má segja um aldraða vini þeirra í nágrenninu. Þær virðast búa yfir ýmsum dularfullum hæfileikum sem fæstir tengja við gamlar konur og kalla sjálfar sig hrukkudýrin. Harry kann fljótt vel við sig en því miður eru samskipti hans við Gestapó- Lillý ekki enn á enda. Sögur um ljóta andarunga sem fá uppreisn æru eru áberandi um þessar mundir og hugs- anlega á galdrastrákurinn Harry Potter þátt í því. Harry Barton er einn þessara unga og annar er Molly Moon sem nú nýtur mikilla vinsælda. Þessar sögur eru oft ævintýralegar og lýsa því hvernig gleði tekur við af þjáningu og hinir síðustu verða fyrstir. Harry Barton má þola miklar hörmungar af hálfu Gestapó- Lillý sem er sadisti af guðs náð en að sama skapi er vist hans hjá gamla fólkinu ævintýri líkust: Góður matur á hverjum degi, húsdýr og gæludýr og hann má gera hvað sem hann lystir. Harry og hrukkudýrin fellur þvi aug- ljóslega í flokk nútímaævintýra. Hér er áherslan lögð á spennu og hraða at- burðarás en galdrar og yfrrnáttúrleg fyrirbæri koma ekkert við sögu. Spennan helst nær alla söguna en reyndar er lokauppgjörið i lengsta lagi og lesandi orðinn hálfþreyttur á hasarn- um undir það síðasta. Harry er hefðbundinn ljótur andarungi; viðkunnanlegur drengur sem blómstrar þegar hann kemst í rétt um- hverfi. Frænkur hans rvær eru ansi skemmti- legar; Bridget er frábær persóna, útspek- úleruð og kaldhæðin, og Florrie myndar and- stæðu hennar, bleik og mjúk. Vinirnir eru ellismellir af ýmsum toga, hver með ákveðna hæfileika. nimenni sögunnar eru allsvakaleg og full- komin andstæða við góða fólkið. Athyglisvert er hvernig Gestapó-Lillý er gerð óaðfmnanleg í útliti en reynist svo flagð undir fögru skinni. Útlitið segir því ekki allt um persónur; gömlu hrukkudýrin reynast ævintýralegri en orð fá lýst og fallega unga konan er grimmlynd, 111- gjörn og gráðug. Hjá Priestley ofursta fara hins vegar útlit og eðli saman; hann er þrek- inn með eldrautt andlit og honum líkt við svin (88) og eðli hans er svo sannarlega svínslegt. Harry og hrukkudýrin er að grunni til hefð- bundin og heimsmynd hennar svart-hvít, en hún er ansi smellin. Jaðarhóparnir æska og elli fá ný og óvænt hlutverk: Börn og gaml- ingjar þurfa að taka hóndum saman til að ráða niðurlögum miðaldra fólksins sem ræður allt of miklu í þessum heimi. Vafalaust geta margir tekið undir það. Katrín Jakobsdóttir Alan Temperley: Harry og hrukkudýrin. Guðni Kolbeinsson þýddi. Æskan 2002. Tónlíst Samhljómur borganna Síðastliðið fóstudagskvöld var fluttur i Hall- grímskirkju síðari hluti Jólaóratoríunnar eft- ir Johann Sebastian Bach, 4.-6. hluti. Flytj- endur voru sem fyrr Sinfóníuhljómsveit ís- lands, Mótettukór Hallgrimskirkju og ein- söngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran, Monica Groop alt, Gunnar Guðbjörns- son tenór og Andreas Schmidt sem bassi. Án þess að hafa gert á þvi visindalega könn- un þá skal fullyrt að á sama tíma og gestir sátu og nutu flutningsins í Hallgrímskirkju þá sátu gestir í kirkjum um alla Evrópu og hlýddu á sama verk; i öllu falli sátu nokkrir frændur okkar danskir í kirkju einni í höfuð- borg sinni á föstudagskvöld og sameinuðust okkur í Hallgrímskirkju í andanum - án þess sennilega að vita nokkuð af þvi. Hitt skal líka fullyrt hér að það hefur í fáum af þessum kirkjum, ef nokkrum, heyrst jafn góður óbóleikur, jafn þéttur og hreinn fagott- og kontrabassaleikur og jafn góður altsöngur. Ekki er heldur víst að í nema fáum af þessum kirkjum hafi heyrst jafn glæsilegur kórsöngur þegar best tókst til. Glíma tónlistarflytjenda við hljóminn í kirkjunni verður til þess að það rifjast upp að einhvem tíma stóðu menn fyrir mótmælum og jafnvel hótunum vegna þessarar byggingar. Ef þeir hefðu þekkt hljóminn þá er allt eins vist að þeir hefðu ekki látið sitja við orðin % V n DV-MYND E.ÓL. Monica Groop alt Hitt skal líka fullyrt hér aö þaö hefur í fáum af þessum kirkjum, efnokkrum, heyrstjafn góöur óbóleikur, jafn þétturog hreinn fagott- og kontrabassaleikur ogjafn góöur altsöngur. tóm. Sá góði hljómur er þannig að þó svo að eyrað nemi samleik og samsöng þannig að flytjendur virðist staðsettir með grunnhryn sinn á mismunandi stöðum innan sekúndunn- ar þá er alls ekki víst að svo sé. Mögulegt er í þessu húsi að lenda í þannig sæti að margföld endurómunin ruglist svo rækilega saman við uppruna sinn að ekki heyrist munur á haus eða sporði. Bach gat verið vægðarlaus við söngvara. Á stundum skrifar hann linur sem bera svo sterkt svipmót af línum fyrir léttleikandi hljóðfæri eins og flautur að það jaðrar við að rétt væri að stíga skrefið til fulls og leika þessar línur hreinlega á viðeigandi hljóðfæri í stað þess að nota manns- röddina. Þannig virtist á föstudagskvöld að betra hefði verið í bassaaríunni í fimmta hluta - Lýs þú ávallt hrelldum huga - að sleppa bara bassan- um. Skýrleiki óbóraddar og fagotts var í hróp- legu ósamræmi við þann hrærigraut sem varð úr skölum og brotnum hljómum frömdum af mannsröddinni í þessu umhverfi. Einnig má nefha í þessu sambandi tenóraríuna Ég aðeins þér og einum lifi, en þar er líka við Bach að sakast. Línan liggur lágt, efniviðurinn ekki nógu áhugaveröur og fiölusamleikurinn við- kvæmur. Reyndar var flutningur á fjórða hluta allur heldur slappur, en tekið fastar í tauminn með hröðum flutningi á upphafskór fimmta hluta. Eins og áður sagði var margt mjög vel gert. Víst er að bæði við sem á hlýddum á flutning Jólaóratoríunnar hér í Hallgrimskirkju og þeir sem nutu verksins annars staðar í heiminum búum að því alla jólahátíðina. Sigfríður Björnsdóttir Umsjón: Sllja Aoalsteínsdóttir silja@dv.is Skapandi eldamennska Guðbjörg Gissurardóttir hönnuður heldur op- inn fyrirlestur á morgun kl. 12.30 í Listaháskóla Islands, stofu 113 í Skipholti. Þar skoðar hún eldamennskuna út frá skapandi ferli listamanns- ins og hvernig hægt er að nýta sér eldhúsið í skapandi þroska, elda oftar eins og listamaður frekar en tæknimaður og gera eldamennskuna skemmtilegri og auðveldari um leið. Einnig kynnir hún bók sína Hristist fyrir notkun - skapandi matargerð með því sem til er í eldhús- inu. Blóðspor I blóðsporum skálds eftir Benedikt S. Lafleur er smá- sagnasafn í þremur hlutum, mikið að vöxtum eða alls tæp- ar 400 bls. í þvi eru 39 smásög- ur, 13 í hverjum hluta, ásamt myndskreytingum eftir höf- und. Fyrsti hluti er samnefnd- ur bókinni, þá kemur Blóðið bak við grímuna og loks Blóðs upplýsing. Lafleur gefur bókina út en Háskólafjölritun annast prentun hennar. í fréttatilkynningu kemur fram að Benedikt Lafleur hefur undirritað samning við franska út- gáfufyrirtækið La société des Ecrivains um út- gáfu bókar sinnar á frönsku: Du Cactus aux Etoi- les. Er sú bók væntanleg í marsbyrjun á næsta ári. Benedikt skrifar á þremur tungumálum, ís- lensku, frönsku og ensku. ísstelpan Bjartur hefur gefið út barnabókina ísstelpuna eftir danska rithöfundinn Bent Haller í þýðingu Helga Gríms- sonar. Þetta er safn fimmtán sagna sem eiga það sameigin- legt að bregða óvenjulegu ljósi á tilveru barna og fullorðinna. Lesendur kynnast meðal ann- ars Ökku frænku sem er heimsins glaðasta kona og þykir hættulega gott að borða sælgæti, ísstelp- unni sem finnst helblá úr kulda einn sólbjartan sumardag og lifsleiða afanum sem getur ekki dáið. Bent Haller er einn fremsti barnabókahöfund- ur Danmerkur og hefur einnig getið sér gott orð fyrir kvikmyndahandrit. ísstelpan hlaut Nor- rænu barnabókaverðlaunin 1999 og hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Hellaþjóðin Ekki hefur farið fram hjá aðdáendum Jean M. Auel að út er komin ný bók eftir hana á íslensku, Hellaþjóðin, sjálf- stætt framhald bókanna um stúlkuna Aylu sem hófst með Þjóð bjarnarins mikla. Nú eru þau Jondalar komin heim til þjóðar hans. Hún heillast af fólkinu og flestir taka vel á móti henni - en ekki allir. Vaka-Helgafell gefur út. Bert, Emanúel og Svanur Aðdáendur bóka Sórens 01- sons og Anders Jacobssons geta líka fagnað því að nú eru komnar út hjá Skjaldborg fjórar nýjar bækur eftir þá félaga í þýðingu Jóns Daníelssonar. í Bert babyface er Bert boðinn í heim- sókn til ríka frænd- ans Janna í New York. Þar bíður hans sannkallað lúxuslíf, límúsína og hvaðeina. Svo kynnist hann sykursætustu stelpu sem hann hefur séð - og hún er auðvitað kölluð „Sug- ar"! í Bert og bakteríurnar hefur Bert hræðilegar áhyggjur af að verða veikur um jólin þvi hann er alltaf að snýta sér en það er auðvitað 100% bann- að að vera veikur á aðfangadagskvöld! Emanúel er alveg jafnskemmtilegur grallari og Bert, munurinn er bara sá að hann er svolít- ið eldri og leyfist ýmislegt fleira. Það gengur á ýmsu hjá Emanúel í nýju bókinni, Hatur og ást, en hann bregst við öllu á sinn sérstaka hátt. Svanur með heilabilun segir frá þvi hvernig Svanur missir skyndilega allt vit frammi fyrir því sem er óhugnanlegt, hættulegt eða vand- ræðalegt. Þá er gott að eiga ráðagóða vinkonu eins og Soffíu. Happdrættið Dregið hefur verið í happdrætti Bókatíðinda fyrir 10. des.: 6.154. ....., ..... W I ¦ I f"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.