Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2002, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 27 Úrslitin í nótt: Boston-Phoenix.........94-103 Walker 31, Delk 18, Pierce 16 - Marion 32 (11 frák.), Johnson 19, Stoudemire 19 (12 frak.). New Jersey-Portland .. . .105-104 Kidd 27, Jefferson 22 (15 frák.), Harris 21 - Patterson 26, Pippen 16, Wells 13 (7 frák.). Philadelphia-Seattle ......88-92 Iverson 26, Van Hom 25 (7 frák.), Snow 13 (8 frák., 8 stoös.) - Payton 20 (6 stoðs.), Lewis 20, Barry 18. Cleveland-Toronto........96-83 Wagner 33, Davis 22, Boozer 12 - Lenard 24, Williams 17 (8 frák.), Peterson 15. Detroit-Atlanta .........91-80 Hamilton 32, Robinson 21, Williamson 16 - Rahim 21, Terry 15, Robinson 12. Milwaukee-Indiana.....119-126 Allen 26, Cassell 25, Thomas 19 - O'Neal 30, Tinsley 21, Mffler 20. Memphis-Denver.........96-93 Gasol 18, Williams 16, Person 14, Wright 14 - Harvey 8, Howard 22, Posey 14. San Antonio-Dallas.....111-104 Parker 32, Duncan 22 (13 frák.), Jackson 17, Robinson 16 (10 frák.) - Finley 36, Nash 21 (10 stoðs.), Van Exel 16. rrir leik KR irindvíkingurinn Erna er umkríngd af þrernur ngum, þeim Hafdfsi Gunnarsdóttur, Maríu Káradóttur og Hildi Siguröardóttur. r»V-mynd E.ÓI. Sterk endurkoma - sló meistara Grindavíkur út úr Kjörísbikarnum í gær Grindavík nær ekki að verja Kjörís- bikarinn sem liðiö vann í Hveragerði síðasta vetur og ljóst að það verður annaðhvort KR eða Keflavik sem hampar þessum bikar þetta árið. KR sigraði Grindavík á heimavelli í gær- kvöld með 10 stiga mun, 62-52, eftir að hafa haft frumkvæðið frá fyrstu mín- útu. Hildur Sigurðardóttir og Helga Þorvaldsdóttir voru allt í öllu hjá KR að þessu sinni og héldu liðinu á floti sóknarlega og skoruðu saman 42 stig. KR byrjaði leikinn af miklum krafti og var komið í 12-2 um miðjan fyrsta leikhluta. Ekkert gekk sóknarlega hjá Grindavík og hvert skotið af öðru geigaði. Denise Shelton braut loks ís- inn og Sólveig Gunnlaugsdóttir fylgdi eftir með góðri 3ja stiga körfu. Þær tvær áttu síðan eftir að vera þær einu sem fundu kórfuna eitthvað að ráði í leiknum. Staðan var 21-10 eftir 1. leik- hluta en í byrjun annars hluta fóru hjólin að snúast hjá gestunum. Grindavík skoraði níu fyrstu stigin í leikhlutanum og nú gekk ekkert hjá KR að skora. Grindavík hafði skipt yf- ir i svæðisvörn eftir fyrsta fjórðung- inn og var sú vörn eitthvað að vefjast fyrir KR-stelpum. Sólveig minnkaöi muninn fyrir Grindavík í eitt stig, 23-22, með 3ja stiga körfu metra fyrir utan 3ja stiga línuna en KR svaraði með sex stigum í röð. Staðan í hálfleik var 28-24 og átti seinni hálfleikur eft- ir að vera jafhsveiflukenndur og sá fyrri. KR byrjaði seinni hálfleikinn með því að skora sex stig af tveimur gest- anna og því KR-liðið komið átta stig- um yfir. Það forskot var þó fljótt að hverfa því að Grindavík gerði næstu 12 stigin i leiknum komst fjórum stig- um yfír, 34-38. Héldu þá margir að þetta væri kom- ið hjá Grindavík en KR-stelpur pössuðu sig að hengja ekki haus og héldu áfram að berjast. KR leiddi með einu stigi eftir þriðja leikhluta, 43-42, og allt í járnum. Fjórði og síðasta leik- hluti varð þó ekki eins spennandi og allt leit út fyrir og varð hann að ein- stefnu af hálfu KR. KR náði mest 13 stiga forskoti og var sama hvað Grindavík reyndi, ekkert gekk upp. Eftir slæma útreið á móti ÍS um síð- ustu helgi tók KR-liðið sig heldur bet- ur saman í andlitinu og spilaði vel í vörn og sókn, sérstaklega í vörn. Helga og Hildur báru þungann í sókn- inni en allir leikmenn liðsins skiluðu sínu hlutverki i vöm. Hjá Grindavík voru það þær Shelton og Sólveig sem spiluðu nálægt eðlilegri getu á meðan aðrir voru langt frá sínu besta. Þá virðist það henta liðinu illa að lenda undir og þá er eins og stemningin í liðinu verði ekki eins mikil. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 21 (18 frák., 5 stolnir, 6 stoðs.), Helga Þorvalds- dóttir 21 (12 frák., 4 stoðs.), María Kára- dóttir 10, Hafdís Gunnarsdóttir 4, Tinna Sigmundsdóttir 3, Guðrún Sigurðardóttir 1 (9 frák.), HaUa Jóhannesdóttir 1 (7 frák.). Stig Grindavikur: Denise Shelton 23 (12 frák., 4 stolnir), Sólveig Gunnlaugs- dóttir 17 (7 frák., 4 stolnir), Guðrún Ó. Guðmundsdóttir 5, Petrúnella Skúladótt- ir 4, Erna Rún Magnúsdóttir 2, Sigríður Anna Ólafsdóttir 1. -Ben r titill í iii L Keflavik í úrslit Kjörísbikarsins þriðja áriö í röð eftir 60-85 sigur á ÍS Sonia Ortega skorar hértvö af 12 stigum sinum tyrir Keflavík gegn IS í 60-85 sigri Keflavíkur í undanúrslitaleik liöanna í Kjörísbikarnum. DV-mynd E.ÓI. Keflavík hefur verið sigursælasta kvennalið í körfunni undanfarin ár en það er þó einn bikar sem aldrei hefur komið í Keflavík og það er Kjörísbik- arinn. Keflavík komst í úrslitaleikinn um hann þriðja árið í röð með 60-85 sigri á ÍS í Kennaraháskólanum í gær og hefur þannig unnið alla 12 leiki tímabilsins. Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti og var komið í 12-2 eftir 6 mín- útur og var yfir 2CM1 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af hálfleikn- um. En ÍS kom sér inn í leikinn með frábærum lokakafla i fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 15 stig í röð og í hálf- leik munaði aðeins átta stigum. Tvær þriggja stiga körfur frá Meadow Over- street í upphafi seinni hálfleiks komu muninum niður í sex stig en þá skildi aftur leiðir og Keflavík vann að lokum öruggan 25 stiga sigur. Birna Valgarðsdóttir var engri lík í liði Keflavíkur og átti mjög góðan leik, 25 stig og 7 fráköst segja sína sögu en baráttan og grimmdin töldu líka mik- ið fyrir liðið. Þá var Erla Þorsteins- dóttir mjög sterk þegar ÍS sótti að Keflavík í upphafl seinni hálfleiks, Sonia Ortega spilaði einn sinn besta sóknarleik til þessa og Anna María Sveinsdóttir skilaði óaðfinnanlegum leik af bekknum. Hjá ÍS var Meadow Ovef street allt í öllu og átti frábæran leik. Hún fékk góðan stuðning frá Þórunni Bjarna- dóttur í fyrri hálfleik (Þórunn gerði 12 af 14 stigum sínum fyrir hlé) en þegar Keflavík tvídekkaði Overstreet í seinni hálfleik náðu félagar hennar í liðinu ekki að nýta sér aukið svigrúm. Stig ÍS: Meadow Overstreet 30 (7 stoðs., 5 fráköst), Þórunn Bjarnadóttir 14, Hafdís Helgadóttir 4, Lára Rúnarsdóttir 3, Kristín Óladóttir 3, Svandís Sigurðardóttir 2 (12 frá- köst), Rós Kjartansdóttir 2, Jófríður Hall- dórsdóttir 2. Stig Keflavikur: Birna Valgarðsdóttir 25 (7 fráköst, 3 stoðs., hitti úr 8 af 14 skotum), Anna María Sveinsdóttir 13 (5 fráköst, hitti úr 4 af 6 skotum á 19 mín.), Sonia Ortega 12 (9 fráköst, 5 stoðs., 5 stolnir, 4 varin, hitti úr 5 af 8 skotum), Erla Þorsteinsdóttir 10, Svava Ósk Stefánsdóttir 9 (6 frák.), Marin Rós Karlsdóttir 8, Kristín Blöndal 6, Rann- Tíunda umferðin hefst í kvöld 10. umferð Intersportdeildar- innar í körfubolta hefst í kvöld með tveimur leikjum, Haukar taka á Grindavík á Ásvöllum og Valur fær Tindastól í heimsókn. Hinir fjórir leikirnir fara siðan fram á föstudagskvóld og þá leika Hamar-Skallagrímur, Keflavík-Breiðablik, Njarð- vík-KR og ÍR-Snæfell. Allir leik- irnir hefjast klukkan 19:15. VINTERSPtRT ÐEÍLDIN Flest stig skoruð í leik: Keftavík ..................99,7 Hamar ...................93,2 Grindavík.................90,4 Breiðablik.................90,3 KR ......................90,0 Fæst stig á sig 1 leik: KR (1.) ...................77,8 Grindavík.................78,8 Snæfell...................79,4 Njarðvík..................79,6 Haukar...................79,6 Grófasta liðið (flestar villur): ÍR.......................24,4 Hamar ...................23,0 Breiðablik.................23,3 KR ......................23,0 Prúðasta liðið (fæstar villur): Grindavík.................18,2 Snæfell...................18,3 Haukar...................18,4 Flestar „fiskaðar" villur: Hamar ...................25,6 ÍR.......................24,4 Njarðvík..................23,4 Grindavík.................21,6 KR ......................21,4 Besta skotnýting: KR.....................48,0% Kefiavík.................47,8% Haukar .................46,6% Slakasta skotnýting: Skallagrúnur.............38,1% Snæfell .................38,9% Valur...................39,8% Slakasta skotnýting mótherja: KR.....................36,1% Njarðvík ................37,2% Grindavík ...............40,6% Besta vítanýting: Grindavfk ......79,0% (21,7 í leik) Haukar.............73,7% (19,9) SkaUagrimur.........72,8% (21,7) Breiðablik...........72,7% (24,4) ÍR.................72,1% (29,1) Besta 3 stiga skotnýting: Keflavik.................39,2% Grindavík ...............38,0% Breiðablik...............36,6% Flestar 3 stiga körfur í leik: Keflavík ..................11,9 Grindavík..................9,3 Skallagrímur ...............8,8 Fæstar 3 stiga körfur í leik: Valur.....................5,1 KR (2.), ÍR (.), Breiðablik (.) .... 5,4 Njarðvík...................5,6 Hæsta hlutfall frákasta: KR............55,9% (45,9 i leik) Njarðvik............53,4% (41,4) Snæfell.............53,2% (39,2) Lægsta hlutfall frakasta: Hamar .............41,5% (34,1) Valur ..............44,8% (35,1) Skallagrímur.........46,6% (33,7) Flest sóknarfráköst í leik: Breiðablik.................16,1 Tindastóll.................14,9 Keflavík ..................14,6 Fæst sóknarfráköst f leik: Hamar ..'.................10,7 Skallagrímur...............11,3 Grindavík.................11,4 Fæst sóknarfráköst mótherja: Haukar...................11,6 ÍR.......................11,8 Skallagrímur...............11,9 Flest sóknarfráköst mótherja: Hamar ...................16,4 Grindavík.................14,7 KR ......................14,4 Flestir þvingaðir tapaðir boltar: Keflavík..................23,2 ÍR.......................21,3 KR ......................16,8 Haukar...................16,8 Skallagrímur...............16,1 Flest varin skot: KR .......................7,3 Tindastóll..................5,1 Njarðvík...................5,0 Flest varin skot mótherja: Breiðablik .................6,9 ÍR........................4,6 Grindavik..................4,4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.