Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 nv ÁsmoGdnv ■■ KR^NAN KOSTAR MINNA STRÁX NOATUN úrval Fréttir Frumkvööull árslns 2002 Stofnandi og framkvæmdastjóri Altech, Jón Hjaltaiín Magnússon, tekur viö veröiaunum í fyrradag úr hendi Vaigeröar Sverrisdóttur, iönaöar- og viöskiptaráöherra. íslenska fyrirtækið Altech JHM hf. á miklum skriði: 230 milljóna samningur við álver í Venesúela - er 21. álverið sem kaupir tæki frá Altech íslenska fyrirtækið ALTECH JHM M. hefur gengið frá samning- um við VENALUM-álverið í Puerto Ordaz í Venesúela um kaup á nokkrum vélasamstæðum og útbún- aði til að endurbæta skautsmiðju ál- versins. Verðmæti samninganna er 230 miljónir króna. Verið er að end- umýja þetta álver og bæta fram- leiðni þess og umhverfismál. Venal- um er 21. álverið sem kaupir tæki frá Altech. í fyrradag fékk Jón Hjaltalín Magnússon, framkvæmdastjóri Al- tech JHM M, viðurkenningu Við- skiptablaðsins, Stöðvar 2 og DV sem frumkvöðull ársins 2002. Þar kom fram að tæknifyrirtækið Altech JHM hefur frá árinu 1987 þróað tæknibúnað fyrir álver, einkum í skautsmiðjur þeirra. Fyrirtækið hefur nú þróað um 30 mismunandi tæki og kerfi og selt þau til álvera um allan heim. Á haustmánuðum gerði fyrirtæk- ið sinn stærsta samning til þessa um að hanna, framleiða og setja upp allan tækjabúnað og flutningskerfi í skautsmiðju nýs álvers Aldoga í Ástralíu. Nemur heildarverðmæti samningsins um 2,7 mUljörðum ís- lenskra króna. Meðal þeirra vélasamstæðna sem Venalum í Venesúela kaupir nú er svokölluð gaffalréttivél til að rétta bogna skautgaffla, sem er ein af nýj- ustu vélum fyrirtækisins, og hefur Altech selt fjórar slíkar vélar á einu ári, en þær byggjast á nýrri tækni sem fyrirtækið hefur þróað. Altech á núna í viðræðum við flestöll álver í heiminum um sölu á einhverjum af sínum þrjátíu mismunandi tækj- um og kerfum og auk þess við funrn álver um nýjar skautsmiðjur og tíu eldri álver um verulegar endurbæt- ur á skautsmiðjum þeirra til að auka afköst og bæta umhverfi og ör- yggi starfsmanna. Átján tæknimenn starfa hjá Altech en fyrirtækið skapar auk þess fjölda ársverka viö framleiðslu tækjanna hérlendis hjá vélsmiðjum og rafmagnsverkstæð- um. -HKr. DV-MYND GVA Jólalegt á Grund Ljósadýröin er mikil hjá vistmönnum elliheimilisins Grundar. Eins og mörg fyrri ár hefur kveöjan „gleöilegjór veriö sett upp meö Ijósaseríum. Hjálparstarf kirkjunnar: Búið að safna fyrir rúm- lega hundrað brunnum Hjálparstarf kirkjunnar hefur safnað fyrir alls 116 brunnum í Afr- íku en hver brunnur er sagður geta séð alls 1000 manns fyrir vatni í ára- tugi og því búið að tryggja um 116 þúsund manns vatnsbirgðir í nán- ustu framtíð. Þá er stefnt að því að ná fyrir 34 brunnum í viðbót en söfn- unin stendur fram í janúar. Fjöldi fólks hefur óskað eftir því að greiða hærri framlög en stendur á út- sendum gíróseðlum og sumir greiða jafnvel fyrir heilan brunn. Gjafir hafa borist frá nemendum og kennur- um ýmissa skóla sem hafa safnaö fé fyrir vatni í stað þess aö gefa hvert ööru gjafir eða látið andvirði far- símanotkunar í einn dag renna til vatnsverkefna. Anna M. Ólafsdóttir upplýsinga- fulltrúi segir að samstarf Hjálpar- starfs kirkjunnar og fólksins sem nýt- ur aöstoðar við að grafa brunn og út- vega hreint vatn ýti undir lýðræðis- leg vinnubrögð og efli þekkingu og fæmi sem býr áfram með fólkinu. „Hreint vatn forðar fólki frá ýmsum sjúkdómum sem smitast meö óhreinu vatni. Konur og stúlkur sækja vatn í hefðbundin vatnsból en þegar brunn- ur er kominn í þorpið þurfa þær ekki lengur að ganga margra kílómetra leið eftir vatni og verja til þess mörg- um klukkustundum á dag. Stúlkur hafa þá tíma til að sækja skóla og konur geta betur sinnt bömum, rækt- un og öðrum verkum," segir Anna M. Ólafsdóttir. -ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.