Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 12
12 Fréttir FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 DV Orkuveitan flytur! Afgreiðsla Orkuveitunnar opnar á nýjum stað mánudaginn 23. desember í glæsilegum húsakynnum að Bæjarhálsi I. Afgreiðslan er opin frá kl. 8.30 -16.00 alla virka daga Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.or.is Nýtt símanúmer 5166000 Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi I -110 Reykjavík Enn er Tyrkinn kominn að hliðum Evrópu: Tvískinnungur leiðtoga ESB Frá Kaupmannahafnarfundi leiötoga ESB. Forseti Evrópuþingsins, Pat Cox, brosir breitt framan í Abduilah Gul, forsætis- ráöherra Tyrklands, sem var tekiö meö yfirborösiegum fögnuöi af leiötogun- um þótt þeir kæröu sig lítiö um félagsskap hans. Aö baki standa þrír forsæt- isráöherrar: Schröder frá Þýskalandi, Duao frá Portúgal og Miller frá Póllandi. Eftir að tlu nýjum ríkjum var lof- að aðild að Evrópusambandinu í Kaupmannahöfn fyrr í desember- mánuði eru sumir famir að velta vöngum yfir þvi hvort útþenslu sambandsins séu engin takmörk sett. Til viðbótar ríkjunum tíu munu Rúmenía og Búlgaría fá inn- göngu nokkru síðar og umsókn Króatíu um aðild er tekið með mikl- um velvilja, enda efast enginn um að þar í landi búi evrópsk þjóð. En höfuðverkurinn mikli er Tyrkland. 40 ár eru síðan Tyrkir bönkuðu fyrst upp á hjá EBS og ýjuðu að því hvort þeim yrði ekki vel tekið í tollabandalagið mikla. En umsókn þeirra hefur ávallt verið hafnað. Nú knýja þeir fastar dyra en nokkru sinni fyrr og er svo komið að farið er að ræða við þá um væntanlegar aðildarviðræður þótt þær hafi ekki verið timasettar. Þetta þykir andstæðingum aðild- ar Tyrkja hið mesta óráð og segja að nú sé búið að rétta þeim litla putt- ann og þá taki þeir alla höndina o.s.frv. Tyrkjum þykir súrt í brotið að vera gjaldgengir í Nató og láta land undir ratsjárstöðvar sem þóttu nauðsyn í kalda stríðinu, þar sem hægt var að skima yfir suðurhluta Sovétríkjanna, og herflugvelli í námunda við landamæri höfuðóvin- arins sem þá var. Núna telja þeir Bush og Blair að Tyrkland sé nauð- synlegur stökkpallur í fyrirhuguðu striði við vonda karlinn, Saddam, enda hefur Bandarikjaforseti fyrir- skipað ESB á sinn venjubundna og hógværa hátt að taka nær 70 millj- ónir Tyrkja í opinn faðminn til að efla vígstöðu sína gegn sjálfri ver- aldarillskunni. Ákalli hans var þeg- ar í stað svarað frá Kaupmannahöfn og hann vinsamlegast beöinn að gera Mexíkó að bandarísku ríki. Önnur viðbrögð forystuliðs EBS voru svipuð. Adildarumsókn Tyrkja er vandrœðamál sem helst má ekki rœða. Pólitískur rétttrúnaður bannar leið- togum þjóða ESB að nefna það að þeir vilji ekki fjölmenna þjóð múslíma í sínar raðir og eru logandi hrœddir við að vera sakaðir um ras- isma og andúð á íslömsk- um trúarbrögðum ef þeir segja hug sinn, nema undir rós. Menn í ábyrgðarstöðum tala ógjaman hreinskilnislega um að þeir kæri sig ekkert um að samein- ast múslímunum í gamla Ottóman- veldinu. Þó eru undantekningar. Giscard d’Estaing, fyrrverandi Frakklandsforseti og núverandi for- maður stjórnlaganefndar ESB, stað- hæflr að innganga Tyrkja mundi þýða endalok Evrópusambandsins. Fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka, Hubert Védrine, segir opin- skátt að Tyrkland sé ekki í Evrópu heldur Litlu-Asíu og ef ekki verði sett skýr landamæri þar á milli muni meðlimaþjóðir ESB brátt verða 40. Edmund Stoiber, leiðtogi þýsku stjómarandstöðunnar, stað- hæfir að innganga Tyrkja muni riðla eðlilegum landamærum Evr- ópu. Mogens Lykketoft, nýkjörinn formaður danska Jafnaðarmanna- flokksins, varar við yfirburðastöðu Tyrkja vegna þess hve fjölmennir þeir eru. Fái Tyrkland inngöngu í ESB verður það næstfjölmennasta ríkið á eftir Þjóðverjum og má geta nærri hver áhrif það hefur þegar landa- mærin opnast upp á gátt. Stór biti að kyngja Eftir stórsigur Framfara- og rétt- lætisflokks Tayvips Erdogens í vet- ur hefur pólitískur svipur Tyrk- lands breyst, að minnsta kosti á yf- irborðinu. Flokkurinn er íhalds- samur og byggist á múslímskri trú- arskoðun en hefur lýðræðislega stefnuskrá. Hafa pólitíkusar utan Tyrklands átt erfitt með að átta sig á hvers konar flokkur er nú við völd í því sem eftir er af tyrkneska heimsveldinu og hvers má vænta af honum í framtíðinni. Nýja forsætisráðherranum, Abdullah Gul, var tekið með kost- um og kynjum á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn og hann settur nið- ur með öðrum þjóðaleiðtogum ESB, en satt best að segja mun honum lít- ið hafa orðið ágengt í þeirri við- leitni að fá að hefja samningavið- ræður um inngöngu sem fyrst. Aðildarumsókn Tyrkja er vand- ræðamál sem helst má ekki ræða. Pólitískur rétttrúnaður bannar leið- togum þjóða ESB að nefna það að þeir vflji ekki fjölmenna þjóð múslíma í sínar raðir og eru log- andi hræddir við að verða sakaðir um rasisma og andúð á íslömskum trúarbrögðum ef þeir segja hug sinn, nema undir rós. Það er útbreidd skoðun að inn- ganga nær 70 milljóna Tyrkja í ESB sé fullstór biti að kyngja, bæði frá pólitískum sjónarhóli og efnahags- legum. Samkvæmt könnunum er mikill meirihluti almennings í ESB-lönd- um á móti inngöngu Tyrkja. Það sem einkum er tilgreint gegn aðild þeirra er að þeir séu múslímar sem deili ekki evrópskri lífssýn með öðr- um þjóðum innan sambandsins. Stjórmálaástand og réttarkerfi Tyrkja er ekki þeirrar gerðar að viðunandi sé í evrópsku samfélagi. Framfara- og réttlætisflokkurinn hefur ekki verið við völd nema skamman tíma en stórsigur sinn vann hann í kosningum 3. nóv. sl„ þegar gömlu flokkunum var nær út- rýmt. Enn er þeirri spurningu ósvarað hvemig nýjum leiðtogum Tyrklands tekst að samræma stjóm- arstefnuna íslömskum rétttrúnaði og vestrænu lýðræði með tilheyr- andi mannréttindum. En Erdogan og trúaöir fylgismenn hans telja að það sé vel samrýmanlegt og treysta auðsjáanlega mjög á það frjálslega umburðarlyndi sem Evrópumenn teija sjálfa sig búa yflr. Tortryggnin gagnvart Tyrkjum er ekki alveg ástæðulaus. Landsmenn þekkja varla annað en harðstjórn gegnum tíðina. Endureisnin og hug- sjónir frönsku byltingarmannanna náðu aldrei til Tyrklands. Lýðræðið sem Kemal Ataturk stóð fyrir á fyrri hluta síðustu aldar hefur ávallt staðið á brauðfótum og meira og minna spilltir pólitikusar hafa ríkt í skjóli hersins og brogaðs rétt- arkerfis. Nútimasagan sýnir að her- inn á auðvelt með að taka völdin hvenær sem honum ber svo við að horfa. Hvort Framfara- og réttlætis- flokkur múslíma er vænlegur til að leiða Tyrkland inn í sameinaða Evr- ópu er vafamál sem stjómmálaleið- togar, múlbundnir pólitískum rétt- trúnaði, eiga erfitt með að svara. Nýir þjóðflutningar Ekki er talin mikil hætta á að herinn taki völdin i Tyrklandi eins og oft áður en miklu fremur að hers- höfðingjamir beiti þrýstingi til að hafa áhrif á ráðandi stjórnmála- menn. Skert réttindi Kúrda eru mikill þyrnir í augum þeirra sem krefjast lýðréttinda i Tyrklandi. Um árabil hefur stappað nærri borgara- styrjöld milli Kúrda og liössveita stjórnarinnar í Ankara. Á meðan slíkt ástand varir kemur varla til mála að hleypa Tyrkjum inn í ESB. Þá efast fáir um að fái Tyrkir sömu réttindi og aðrar ESB-þjóðir muni hefjast þjóðflutningar vestur jdir af áður óþekktri stærð. Það er ekki síst það sem almenningur í Vestur-Evrópu óttast meira en hvemig lýðræðinu er háttað í gamla Ottómanveldinu. Því fer fjarri að efnahagsástand Tyrkja standist þær kröfur sem gerðar eru til aðildarþjóða ESB. Hitt kann að vera enn erfiðara að efla trúna á lýðræði og mannréttindi en að reisa efnahagslífið við þótt þar verði við ramman reip að draga. Nýju valdhafarnir lofa öllu fogru og heita sakaruppgjöf íjölda póli- tískra fanga og t.d. að um tíu þús- und stúdentar fái leyfi til náms, en þeir voru útilokaðir frá háskólum vegna saka eins og þeirra að hafa skrifað undir áskoranir um að rétt- indi Kúrda verði virt. Eins og málum er nú háttað geta leiðtogar ESB í hvorugan fótinn stigið þegar umsókn Tyrkja um að- Od er til umræðu. Þeir geta ekki gert sig bera að fordómum í garð ís- lamskrar þjóðar og alls ekki þykjast of góðir til að bindast Tyrkjum nán- um böndum en gera samt lýðum ljóst að þeir muni aldrei gera þá aö samlöndum sínum. (Heimild m.a. Weekendavisen)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.