Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 37 Ronaldo og Serena Reutersfréttastofan til- kynnti í gær hvaða íþróttamenn ársins hún hefði valið. Bandaríska tenniskonan Serena Willams og brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo urðu fyrir val- inu. 34 iþróttafréttamenn frá 27 löndum stóðu að kjörinu. Serena fékk 65 stig af 102 mögulegum og önnur í kjörinu varð Paula Radcliffe, heims- methafi í maraþoni. Ronaldo var fyrr í vikunni kosinn besti knattspyrnumaður heims og stóðu landsliðs- þjálfarar um allan heim að því vali. Ökuþórinn Michael Schumacher varð í öðru sæti. -JKS Rcifpostur: dvsport@dv.is íþróttamenn ársins hjá fötluðum: Kristín Rós og Gunnar valin Kristín Rós Hákonardóttir var í gær valin iþróttakona ársins hjá fótluðum og hjá körlunum varð Gunnar Öm Ólafsson fyrir valinu. Árangur Kristínar Rósar var frábær á árinu sem er að líða og setti hún alls fjögur heimsmet, tvö þeirra sett á heimsmeistaramótinu I Argentínu á dögunum og hin tvö á sundmeist- aramóti íslands fyrr á árinu. Krist- ín Rós á í dag sjö heimsmet í 50 metra laug og níu heimsmet I 25 metra laug. Að auki setti Kristín Rós sjö íslandsmet í 50 metra laug en sex þeirra voru sett á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Á opna danska meistaramótinu fyrr á árinu vann Kristín Rós til gullverðlauna í öllum sex greinun- um sem hún tók þátt. í sumar á opna breska meistaramótinu í Sheffield vann hún fem gullverð- laun og ein silfur- og bronsverð- laun. Á heimsmeistaramótinu i Argentínu, sem lauk um síðustu helgi, vann hún til þrennra gull- verðlauna og tveggja silfurverð- launa. I umsögn um Kristínu Rós í hófinu í gær kom fram að hún ætti glæsilegan feril að baki og hefur á undanfómum árum verið ókrýnd sunddrottning heimsins í sínum flokki, Gunnar Örn lét ekki sitt eftir liggja á árinu og var árangur hans einkar glæsilegur. Hann setti 27 ís- landsmet í 25 metra laug, 14 íslands- met í 50 metra laug, sjö heimsmet í í 25 metra laug og tvö heimsmet í 50 metra laug. Auk þess varð hann þrefqldur meistari á opna danska meistaramótinu og vann einnig til þriggja annarra verðlauna. Hann tók einnig þátt í breska meistara- mótinu þar sem hann vann til fimm verðlauna, tveggja silfur- og þriggja bronsverðlauna. Um Gunnar Öm er sagt að hann sé mjög metnaðarfull- ur og tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná árangri í sinni íþrótt. Hann sé góður félagi og öðru ungu sund- fólki góð fyrirmynd. Við sama tækifæri var Eddu Bergmann afhendur Guðrúnarbik- arinn. Þessi verðlaun hlýtur sú kona sem starfað hefur sérlega vel á árinu í þágu fatlaðs íþróttafólks. -JKS Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson íþróttamenn ársins 2002 úr rööum fatlaöra íþróttamanna viö athöfn af því tilefni á Hótel Sögu í gær. DV-mynd E.ÓI. „Brakandi snilld“ eða „fantavel skrifuð"? „Kolbrún Bergþórsdóttir flissar yfir bók og bókin fer í fyrsta sæti metsölulistans," sagði Guðbergur. í fyrra voru það upphrópanir eins og „ótrúlega vel skrifuð", „hörkuvel skrifuð", „mögnuð lesning", „frásögnin er hreinræktuð snilld", „brakandi snilld", „frábærlega samin", „afreksverk", „dúndurmerkilegt skáldverk". Nú í ár er hrópað: „Ofsalega skemmtileg", „ferlega vel skrifuð", „gríðarlega vel skrifuð", „algjörlega brillíant", „fantavel skrifuð", „undurfagur texti", „dáleiðandi og heillandi". (Úr grein eftir Jón Kalman í Lesbók Mbl. 14. desember 2002.) Höfundarsaga mín eftir Þorstein Antonsson er ein af þeim bókum sem ekki fer mikið fyrir þessa dagana. í bókinni rekur Þorsteinn m.a. samskipti sín við bókaútgefendur og gagnrýnendur á liðnum árum. Frásögn hans um samskipti þeirra Ragnars í Smára er „ofsalega skemmtileg", svo dæmi sé nefnt, og almennt má segja að Höfundarsaga mín sé „fantavel skrifuð" bók. Vestfirska forlagið mælir með Höfundarsögu Þorsteins Antonssonar fyrir hvern þann sem áhuga hefur á vel skrifuðum texta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.