Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 Sport____________________________________________________________________________pv Duglegir foreldrar Foreldrafélagið Þrumur og eld- ingar stendur fyrir Legó heims- meistaramótinu og reyndar fyrir tveim öðrum knattspymumótum líka sem haldin eru á ári hverju. Þetta er griðarlega öflugt foreldra- félag sem var stofnað fyrir fjórum árum þar sem krakkar undir 12 ára í Mosfellsbæ gátu ekki æft neina sérstaka íþrótt heldur voru þeir skikkaðir til þess að fara í íþrótta- skóla þar sem jöfh áhersla er lögð á margar íþróttir. Það þótti mörgum foreldrum í bænum ósanngjamt, enda misjafn smekkur krakkanna, og ekki allir sem vilja taka þátt í sliku og kjósa heldur að æfa eina ákveðna íþrótt eins og fótbolta. I kjölfarið var for- eldrafélagið stofnað sem síðan held- ur aifarið utan um knattspyrnuna í þessum aldursflokki í Mosfellsbæ. Að sögn Hönnu Símonardóttur, félaga í Þrumum og eldingum, mæltist stofnun félagsins mjög vel fyrir og hafa fleiri hundruð hyrjað að stunda fótbolta eftir stofnun fé- lagsins. „Þetta hefur mælst mjög vel fyr- ir og er mjög jákvætt andrúmsloft í kringum foreldrafélagið," sagði Hanna. „Það em alltaf að bætast við fleiri foreldrar og það liggur aldrei neinn á liði sínu þegar kem- ur að því að þurfa að gera eitthvað en við höfum tekið ýmislegt að okkur og það vantar aldrei hjálpina enda fmnst okkur þetta svo skemmtiiegt “ -HBG Skemmtilegir taktar og voru 200 í hverjum flokki eða sam- tals 600 krakkar. Fyrirkomulag móts- ins er þess eðlis að öllum liðum keppninnar er úthlutað nafni lands- liðs og leika strákarnir undir merkj- um þess landsliðs allan tímann. Ég vil vera Ronaldo Það sem gerir þetta allt enn meira spennandi er að allir strákarnir fá að vera ákveðnir leikmenn og er oft handagangur í öskjunni þegar kemur að því að tryggja sér leikmann. Flestir í enska landsliðinu vilja vera Beckham og Owen á meðan flestir í brasilíska landsliðinu vilja vera Ron- aldo. Eiður Smári er einnig vin- sælastur í íslenska liðinu. Svo allir verði nú sáttir þá fá allir að vera sá sem þeir vilja og því voru nokkrir „Ronaldoar" og „Owenar" á vellinum í Mosfellsbæ. Því heita liðin í þessu móti ekki A, B og C eins og venja er þótt liðin sem spila innhyrðis séu í sama getuflokki. Leikgleöin í fyrirrúmi Það er ávallt mikið fjör að fylgjast með strákunum spila því allir lifa sig af öllu hjarta inn í leikinn og trúa því að þeir geti sýnt sömu snilldartilþrif og stjörnurnar. Á milli leikja var síð- an líf á hliðarlínunni og uppi í stúku er skeggrætt var um glæsitilþrifm hjá Ronaldinho og markvörsluna hjá Kahn. Öll voru þessi tilþrif ekki síðri en hjá hinum raunverulega leikmönnum á HM. Allir sigra Ekki er gert mikið úr úrslitunum á mótinu þar sem það er fyrst og fremst hugsað sem skemmtun fyrir strákana. Því er öllum leikmönnum gefinn kubbakassi frá Legó að móti loknu sem eru vel þegin verðlaun hjá strákunum og eru þeir ófáir sem hafa byrjað að tjasla kubbunum saman inni í klefa áður en haldið er heim á leið. Öflugt starf Það eru „Þrumur og eldingar“, sem er foreldrafélag yngri flokka hjá Aftureldingu, sem stendur að þessu móti en það var nú haldið i fjórða sinn eins og áður segir. Mótið er að- eins einn af fjöldamörgum vinsælum og vel heppnuðum liðum sem urðu til við stofnun þessa öfluga foreldrafé- lags. Eftir að foreldrafélagið var stofnað hefur iökendafjöldi í yngri flokkum knattspyrnudeildarinnar margfald- ast og hefur fjöldi virkra foreldra í starfsemi félagsins einnig aukist mikið. Góöur andi „Markmið félagsins er að fá for- eldra til að koma á æfmgar og leika og styðja við bakið á börnunum sín- um í fótboltanum," segir Hanna Sím- onardóttir hjá Þrumum og eldingum. „Það hefur tekist ákaflega vel og er mjög góður andi innan foreldrahóps- ins og ávallt fjöldamargir tilbúnir að koma til starfa þegar foreldrafélagið ræðst í framkvæmdir af ýmsu tagi,“ sagðiHanna að móti loknu. Og það heppnaðist afar vel að þessu sinni enda foreldrarnir komnir með nokkra reynslu af því að halda slíkt mót þótt það sé tímafrekt og útheimti dugnað og elju. En allt er það þess virði þegar krakkarnir halda heim á leið brosandi með minningar sem eiga vafalítið eftir að geymast lengi. -HBG Þótt allir séu sigurvegarar á mótinu er ekki þar meö sagt ab strákarnir leggi sig ekki alla fram og einbeitingin skein úr andliti hvers leikmanns. DV-mynd Hari Það vantaði ekki tiþrifin hjá strákunum á mótinu og hér sjáum við ungan Mosfelling sýna fína boltameðferð. DV-mynd Hari í byrjun desember fór fram Legó- heimsmeistaramótið í fótbolta á Varmá. Á því móti keppa strákar í 5., 6. og 7. flokki en þetta er fjórða árið í röð sem þetta vinsæla mót er haldið. 600 þátttakendur Mótinu er skipt í þrjá hluta og 7. flokkur spilar fyrir hádegi á laugar- deginum, 6. flokkur spilar eftir há- degi á laugardeginum og 5. flokkur lýkur svo mótinu á sunnudeginum. Það komast 24 lið að hverju sinni - á Legó-heimsmeistara- móti í Mosfellsbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.