Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 21
20 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aóalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahliö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Konan í aftursaetinu í tveggja klukkustunda löngum morgunþætti Rásar 2 í gærdag var umræðuefnið aðeins eitt; ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um að bjóða sig fram til Alþingis. Tveir tímar, eitt efni. Sama dag lögðu dagblöðin margar blaðsíður undir umfjöllun sina um framboð borgarstjórans og i eftirmiðdaginn voru spjallþættir útvarpsstöðvanna undirlagðir af margvísleg- um viðbrögðum alla vega sérfræðinga sem ræddu um áhrifm af þessari pólitísku vendingu hér á landi. Fólki er ekki sama hvar Ingibjörg Sólrún drepur niður fæti. Pólitísk ferð hennar skiptir máli í islensku samfé- lagi. Og þess hefur lengi verið beðið, sums staðar með óþreyju, að hún haldi af strætum borgarinnar út á þjóð- veginn. Hún er á meðal skeleggustu og vönduðustu stjóm- málamanna sem fram hafa komið hér á landi á siðustu áratugum og þar af leiðandi verður ákvörðun hennar um að bjóða sig fram til Alþingis að teljast meðal stærstu póli- tísku tíðinda á seinni tímum. En Ingibjörg stígur skrefið aðeins til hálfs. Athygli vek- ur að hún velur sér harla erfitt baráttusæti á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, sæti sem aðeins skilar henni inn á þing með miklum kosningasigri flokksins í borginni á vori komanda. Ingibjörg er vön að sitja i baráttusæti en ávallt þó sem leiðandi stjórnmálaskömngur sem fer fyrir flokki sínum og fylkingu. Núna bregður svo við að hún velur sér aftursætið og virðist ætla að halda sig fjarri gír- um og stýri sem öllu skipta i pólitik. Þetta er ekki sannfærandi. Ingibjörg er enginn aftur- sætismanneskja í islenskri pólitik. í leiðara DV í byrjun september var Ingibjörg Sólrún hvött til að taka slaginn af fullum þunga og taka áskorun um að hverfa af sviði borgarmála og leiða jafnaðarmenn landsins til sigurs í al- þingiskosningunum í mai á næsta ári. Kannanir sýndu þá að fumlaust framboð Ingibjargar myndi að styrkja þennan unga stjórnmálaflokk svo um mimaði. En Ingibjörg afréð að hrökkva fremur en stökkva i haust. í kastljósi fjölmiðlanna á miðvikudag átti Ingibjörg Sól- rún erfitt með að svara blaða- og fréttamönnum hvort hún væri i reynd að fara fram til Alþingis eða ekki. Hún átti erfitt með að svara í takt við ummæli formanns Samfylk- ingarinnar sem fyrr um daginn lét þau orð falla að Ingi- björg hefði þegið fimmta sætið á lista flokksins í Reykja- vikurkjördæmi norður. í spjallþætti síðla sama dag varð nánast að toga það út úr Ingibjörgu að hún væri að sækj- ast eftir sæti á löggjafarsamkundu landsmanna. Þetta er ekki sannfærandi. Svo virðist sem formaður Samfylkingarinnar og borgarstjórinn í Reykjavík hafi klúðrað upplögðu tækifæri til að kynna timabært framboð Ingibjargar Sólrúnar til Alþingis með þeim glæsibrag sem borgarstjóri á skilið. Eftir situr í huga fólks að Ingibjörg Sólrún er að skipta um vettvang en samt ekki. Eftir situr að Ingibjörg Sólrún vill fara á þing en þó ekki alveg. Og eftir situr særður borgarstjómarflokkur hennar við Tjömina sem veit ekki hvert skal stefna. Framboð Ingibjargar Sólrúnar til Alþingis skiptir sköp- um fyrir Reykjavíkurlistann. Það er án efa upphaf að endalokum þessa merkilega samstarfs sem varað hefur í nærfellt áratug undir dyggri og traustri forystu Ingibjarg- ar. Það eru að verða kaflaskil í íslenskri pólitik. Þau ger- ast þó með öðrum hætti en búast hefði mátt við. Samfylk- ingin mun styrkjast til muna í aðdraganda komandi þing- kosninga og hugsanlega bæta við sig kjörfylgi. R-listinn mun veikjast og verður vart hugað líf. Sigmundur Ernir 21 DV Skoðun Tyrkland og Evrópa Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingiskona Hvers eiga Tyrkir aö gjalda? Á Kaupmannahafn- arfundi leiötoga Evrópu- sambandsins var ákveöiö að slá enn á frest ákvörö- uninni um að hefja aðildar- viðræður ESB og Tyrklands. Nú á aö athuga stöðuna aftur í des- ember 2004 en 1. maí sama ár er ráð- gert að tiu ný riki hljóti formlega að- ild að Evrópusambandinu sem þá verður 25 ríkja bandalag. Stækkun ESB mun enn frekar ýta undir þá þróun aö það verði samnefnari Evr- ópu, ekki síst á vettvangi alþjóða- stjómmála. í því ljósi m.a. er í hæsta máta vafasamt af leiðtogum ESB að halda Tyrkjum í biðstöðu en tyrk- nesk stjórnvöld lögðu fram umsókn um aðild árið 1987. Landafræðin... í umfjöllun fjölmiðla um stöðu Tyrklands gagnvart Evrópu hefur mikið verið gert úr því að Tyrkland sé í raun ekki Evrópuríki, landa- fræðin sanni það, og því sé tómt mál að tala um aðild þess að ESB. Enn meiri áhersla hefur þó verið lögð á trúarbrögð meirihluta tyrknesku þjóðarinnar, sem játar íslam, og þá staðreynd að Tyrkir em nú um 66 milfjónir og þeim fer ört fjölgandi, ólikt íbúum Vestur-Evrópu. Undirtónn þessarar umfjöllunar er illa dulbúin útlendingaandúð gagn- vart þjóðinni sem boðin var velkom- in til Evrópu á sjötta og sjöunda ára- tugnum svo að tannhjól efnahagslífs- ins gætu farið að snúast á ný. Hræðslan við íslam hefur náð nýjum hæðum á Vesturlöndum ■' eftir hryðjuverkaárásir * al-Kaída á Bandarikin. j Samasemmerki hefur verið sett milli trúar og öfga; hryðjuverkasam- taka og heilu þjóðanna. í þessu andrúmslofti eiga múslímar vægast sagt erfitt uppdráttar. ... og trúarbrögðin Fáir virðast gera sér grein fyrir því að Tyrk- land er ekki íslamskt ríki. Skýr skil em á milli ríkis og kirkju en sú skipting var grund- völluð af Kemal Ata- turk, föður þess þjóð- skipulags sem ríkt hef- ur í Tyrklandi frá því á þriðja áratug síðustu aldar. íslendingar ættu e.t.v. að ihuga að skilin á milli ríkis og kirkju hér á landi eru ekki jafn skýr og í Tyrklandi. Tyrkland var meðal stofnríkja OECD, gekk í Evrópuráðið árið 1950 og í NATO 1952. í Atl- antshafsbandalaginu verið Ty útveróirnh-0 PrÓ/stemn á samskipti tveggja ólikra menningarheima, þess kristna austri og færa má giid og þess íslamska. Nánari og öflugri samskipti og frjáls viðskipti á þeh-ralnnan^NATOgeti mi^1 þossara tveggja heima geta öðru fremur stuðlað að friði og styrkst enn frekar á stöðugleika í suðausturhluta Evrópu og vestasta hluta Asíu. “ komandi árum. í ljósi alls þessa er skiljanlegt að vonbrigði Tyrkja séu mikil vegna af- greiðslunnar sem þeir fengu í Kaup- mannahöfn. Enginn dregur dul á þá staðreynd að tyrkneska þjóðin á langt í land á ýmsum sviðum, ekki síst á sviði mannréttinda. Kúrdar hafa verið kúgaður minnihluti í Tyrklandi áratugum saman. í aðild- arviðræðum við tyrknesk stjómvöld væri hins vegar hægt að gera mjög skýrar kröfur um fuil mannréttindi kúrdíska minnihlutans í Tyrklandi. Evrópuráðið hefur á liðnum ára- tug tekið þá stefnu að hleypa löndum Austur-Evrópu, Kákasus og Rúss- „Samskipti Evrópusambandsins og Tyrklands eru að sumu leyti landi, inn í ráðið. Rökin fyrir þessari stefhu hafa verið þau helst að betri árangur náist við uppbyggingu lýð- ræðis og mannréttinda með ríkin innan ráðsins en utan þess. Svipuð- um rökum má beita gagnvart aðild Tyrklands að ESB. Tveir menningarheimar Samskipti Evrópusambandsins og Tyrklands em að sumu leyti próf- steinn á samskipti tveggja ólíkra menningarheima, þess kristna og þess íslamska. Nánari og öflugri samskipti og frjáls viðskipti á milli þessara tveggja heima geta öðm fremur stuðlað að friði og stöðug- leika í suðausturhluta Evrópu og vestasta hluta Asíu. Einnig má minna á að Tyrkir em ekki einu múslímamir í Evrópu. Að því leyti til eru þau nauðsynleg í pólitískum skilningi. Ummæli manna eins og Valery Giscard d’Estaings, fyrrverandi Frakklandsforseta, um að aðild Tyrklands að ESB myndi ríða sam- bandinu að fullu, bera ekki bara vott um fordóma og hroka, heldur einnig viðsjárverðan dómgreindarbrest um framtíðarþróun Evrópu - og Evrópu- sambandsins. Bjart er yfir... Coca Cola Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur Þessi grein átti ekki að fjalla um vandamál. Hún átti að vera nokkurs konar heimasíða friðar og fegurðar og snúast um gleðina í lífinu, um sólina bak við skýið, uppstyttuna eftir élið. Ekkert skyldi gagnrýnt, ekkert kvartað, ekkert fjargviðrast. Ætli það sé gerlegt? spurði ég sjálfan mig, orðinn þreyttur á illsku- púkunum sem ryðjast fram til að skeyta skapi sínu á öllu milli himins og jarðar, vitandi að auðveldara er að lasta en lofa, að form samfélags- rýnisins allt að því krefst hins fyrr- nefnda. Víti til varnaðar Það var að vísu ekki heiður him- inn þegar ég hóf að skrifa þessa grein síðla kvölds. Það var él. En ég sat uppi í rúmi og mér til beggja handa sváfu ungir synir mínir vært. Gott og vel, himinninn er ekki stjörnubjartur, hugsaði ég, en heimsljósin mín tvö eru þó innan seilingar og skína skært. Fyrir mér er enginn munur á þeim og guðssyn- inum, fyrir mér eru þeir fagnaðarer- indi, gott ef ekki kraftaverk, og veita mér auk þess aðgang að ýmsu sem Jesús hafði enga reynslu af prívat og persónulega. Samt vissi hann að barnanna væri guðsriki og þess vegna hlýtur maður að draga þá ályktun að hjá þeim sé að finna vaxtarbrodda alls þess besta sem mannkynið býr yfir. Það er því merkilegt að í meðfór- um okkar sem fullorðin erum skuli þessir eignarhaldsmenn guðsríkis oft og iðulega upplifa paradísarmissi og lenda jafnvel í því síðar meir að koma illa fram við böm eins og heimurinn hefur ítrekað horft upp á hjá „Guðs útvöldu þjóð“ undanfarin misseri. í landinu helga, sem nú hef- ur verið rækilega afhelgað, ríkir Gamla testamentið ofar hverri kröfu og samkvæmt því ætti maður að segja á víxl: Gott á gyðingana, gott á Palestinumennina, þegar látið er auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Af- drif Krists eru skiljanlegri í því samhengi, hann vildi ekki láta stjómast af frumstæðum hvötum og lét sig hverfa úr ofbeldisfullum heimi. Ekki að það hafi breytt neinu; all- ar götur síðan hafa verið háðar hat- rammar trúarbragðastyrjaldir og nú stendur t.d. yfir heimsstyrjöld milli múhameðstrúarmanna og George Bush. Þó að við séum alltaf að reyna, viröist siðmenntun af þvi kaiíberi sem Kristur sá fyrir sér enn þá vera manninum ofviða og svo hlálega vill til að það sést best í meintu heimalandi hans. Þar hljóta böm andleg og líkamleg örkuml ef þau eru ekki hreinlega myrt. Þokka- ,Þar var birtan sem sakn- að er yfir Betlehem um þessar mundir.“ Hefur Coca Cola eignað sér jólin? legt guðsríki það, hugsaði ég og leit enn á syni mína, svo saklausa og friðsæla að mig langaði hálft i hvoru til að vekja þá. Vopnahlé Alla daga er maður bombarderað- ur af skilaboðum sem gera mann leiðan eða reiðan ef ekki beinlinis grimman. Fréttimar, hvort heldur er af stríðsrekstri í fjarlægum heimshlutum eða vélráðum ís- lenskra valdamanna og viðskipta- jöfra, hafa þau áhrif að suma daga kærir maður sig varla um að fylgj- ast með hinum ytri heimi, kærir sig ekki um það sálarástand sem slíkar fréttir kalla fram. Mannleg sam- skipti virðast alltof oft ganga út á leyndan og Ijósan hanaslag þar sem sá slægasti fer með sigur af hólmi; það er dulbúið stríð, í besta falli sið- menntað stríð. Þess vegna skal engan undra þótt sumir telji friðinn ekki jaröneskan frekar en fegurðina. Biblían sjálf er full af stríðstali. Samskipti manns- ins við náttúrana, í sjálfum sér eða eldfjöllunum, eru á stundum svo margþætt og misheppnuð að friður og fegurð vilja fara fyrir lítið í amstri dagsins; reiðin, leiðinn, stressið og snobbið kæfa iðulega viðkvæmari kenndir. Og þvi hefur mér ekki tekist að fást við friðinn einan og sér, hvað þá búa hann til; hann tekur mið af ófriðnum og er kannski ekki til nema í slagtogi við hann. Ef til vill er réttast að líta á friðinn sem hlé á ófriðnum, fegurðina sem hlé á ljót- leikanum, jólin sem hlé á vopna- skaki, þó að trúlega fái maður eng- in bjartsýnisverðlaun út á slíka lífs- sýn, enda kemur svo sem ævinlega í ljós að fyrr en varir þarf að jafha einhverja reikninga. Þegar hér var komið mundi ég eftir jólalest Coca Cola sem farið hafði um hverfið mitt fyir um dag- inn, upplýst og ómandi eins og ver- ið væri að boða komu sonarins ein- getna. Þar var birtan sem saknað er yfir Betlehem um þessar mundir. Sandkom Sœkir Sturla um? Staða Helga Hallgrímssonar vega- málastjóra hefur verið auglýst laus til umsóknar. Skipað verður í embættið 1. mars 2003 og eru laun samkvæmt úr- skurði kjaranefndar. Sterkur orðróm- ur hefur verið síðan í sumar um að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra taki við þessari stöðu. Jakob Falur Garðarsson aðstoðarmaður ráðherra segir raunar að ekki sé flugufótur fyr- ir þessum orðrómi. Umsóknarfrestur í Ummæli Eftirá að hyggja ... Ég er þess fullviss að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer ekki í framboð til Alþingis. [...] Ástæða þess að ég tel nær útilokað að Ingibjörg Sólrún fari fram til Alþingis er einfóld. Skýrar yfirlýsingar hennar um hið gagn- stæða í borgarstjórakosningunum í vor. Það eru ekki aðeins pólitískir andstæðingar sem viiji höggva í trú- verðugleika hennar sem spyrja hvort þær yfirlýsingar standi ekki, heldur einnig margt af harðasta stuðnings- fólki hennar. Þessi spuming skiptir lykilmáli þar sem pólitískur styrkur Ingibjargar Sólrúnar byggist ekki síst á trúverðugleika.“ Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi í grein í Morgunblaöinu 7. desember 2001. Engin frétt „Af fréttum síðdegis i gær mátti ætla að stórtíðindi hefðu gerst því allir fréttatímar og spjallþættir fylitust af umfjöllun um að sjálf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ætlaði að gefa kost á sér í komandi þing- kosningum. Þó er það nú svo að þetta ætti ekki að vera nokkrum manni tiðindi - nema ef til vill þeim sem hafa trúað því að orö Ingibjargar séu þess virði að tekið sé mark á þeim.“ Vefþjóöviljinn á Andríki.is. sandkorn@dv.is stöðu vegamálastjóra er til 15. janú- ar. Þær hæfniskröfur era gerðar að viðkomandi hafi háskólapróf og eða víðtæka reynslu af stjómunarstörf- um. Þótt hingað til hafi starfið ver- ið taliö henta verkfræðimenntuðum best eru hæfniskröfur samt ekki taldar útiloka Sturlu. Hann er með B.Sc.-próf i byggingatæknifræði frá Tækniskóla íslands frá 1973 og mikla reynslu í stjómunarstörfum, bæði í sveitarstjóm og sem ráð- herra ... Smæð hugans „Ljóst er að þeir [forystumenn Framsóknarilokks og Vinstrigrænna] hafa kosið að kasta hagsmunum Reykvíkinga fyrir róða og taka hagsmuni eigin flokka þar fram yfir. Þeirri ákvörðun ræður smæö hug- ans og algert skilningsleysi á því hlut- verki stjómmálaflokkanna að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni þjóðar- innar en ekki eigin rass, eigin völd eða valdaleysi og/eða öfund í garð þeirra sem eitthvað hafa fram að færa í stjómmálum." Eiríkur Bergmann Einarsson á Kreml.is. Katastrófa „Dagurinn í gær [miðvikudagur], sem átti að verða dýrðardagur í lífi Ingibjargar Sólrúnar og tilvist Sam- fylkingarinnar, varð pólitísk katastrófa. Ingibjörg hef- ur á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá borgar- stjómarkosningunum tekist - upp á sitt eigið eindæmi - aö valda pólitísku orðspori sínum meiri skaða en andstæðingar hennar hafa samanlegt gert á tuttugu ára ferli hennar í pólitík. Rótin að þessum óförum Ingibjargar virðist vera sú að þvert á það sem allir héldu þá hefur hún ekki það sem til þarf sem leiðtogi. Vandræöagangur hennar or- sakast fyrst og fremst af kjarkleysi og ákvarðanafælni. Allir vita að þeir eigjnleikar eru hvað síst eftirsóknar- verðir i alvöru foringjum." Ritstjórn Deiglunnar.is. Borgarstjórinn okkar - in memoriam Armann Jakobsson íslenskufræöingur Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hverfur nú úr sæti borgarstjóra á sérstæðan hátt. Eftir gærdaginn liggur fyrir að hún nýtur ekki lengur trausts tveggja af þeim þremur flokkum sem mynda kosningabandalagið Reykjavíkurlistann. Ákvörðunin er þó í raun hennar en ekki þeirra. Engin von var til þess að samstarfsflokkar Samfylk- ingarinnar í borgarstjórn leyfðu borgarstjóra að sitja áfram en vera um leið í „stórskotaliði" Samfylk- ingarinnar í alþingiskosningum. Ef Framsóknarmenn og Vinstri- grænir hefðu leyft borgarstjóra að sitja áfram eins og ekkert hefði í skorist hefðu þeir verið að senda kjósendum röng skilaboð: Þau að Samfylkingin byöi fram manneskju sem gæti orðið sameiningarafl þess- ara þriggja flokka og væntanlegt stjómarsamstarf ætti að snúast um. Það er nú aldeilis öðru nær. Eftir glæsilegan átta ára feril sem sam- einingartákn er Ingibjörg Sólrún skyndilega orðin sundrungartákn á miðjunni. Frambjóðandi allra flokkanna Þegar flokkamir þrír hófu við- ræður um endurnýjun Reykjavíkur- listans á seinasta ári kom fram að bæði Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin - Grænt framboð kusu helst að boðinn yrði fram listi þar sem hver einasti frambjóðandi væri á vegum tiltekins flokks, þar á meðal Ingibjörg Sólrún fúlltrúi Sam- fylkingarinnar. Þetta aftók borgar- stjóri. Niðurstaðan varð sú að hún er boðin fram af öllum flokkunum sameiginlega og hefur allt aðra stöðu en borgarfulltrúar flokkanna. Þannig koma varamenn sex borgar- fulltrúa Reykjavíkurlistans úr sama flokki og viðkomandi borgarfulltrúi. Varamenn Ingibjargar Sólrúnar koma úr öllum flokkunum þremur. Burtséð frá þeim orðum sem hún lét falla við íslenska kjósendur sem voru býsna skýr haföi borgarstjóri sem leiðtogi kosningabandalagsins ákveðnar skyldur gagnvart öllum þremur flokkunum. Það var að hennar eigin ósk. Það lá því fyrir að hinir flokkamir myndu ekki geta sætt sig við að hún færi í þingfram- boð fyrir Samfylkinguna og þetta hlýtur borgarstjóri að hafa vitað. Þrátt fyrir orð hennar hverfur hún í raun að eigin ósk úr embætti sínu. Þeim sem hún haföi áöur sagt að hún hygðist ekki fara í þingfram- boð árið 2003 fyrirgefst vonandi að þeir taki mátulegt mark á orðum hennar almennt í framtíðinni. Reykjavíkurlistinn á lífsvon Þýðir brotthvarf Ingibjargar Sól- - - ■ „Þrátt fyrir orð hennar hverfur hún í raun að eigin ósk úr embœtti sínu. Þeim sem hún hafði áður sagt að hún hygðist ekki fara í þingframboð árið 2003 fyrirgefst vonandi að þeir taki mátulegt mark á orðum hennar almennt í framtíðinni.“ rúnar endalok Reykjavíkurlistans? Ekki endilega. Það er eindreginn vilji Vinstrigrænna og Framsóknar- flokksins að halda samstarfinu áfram. Það hefur í fór með sér að finna þarf nýjan borgarstjóra sem nýtur trausts allra aöila. Gera má ráð fyrir að Samfylkingin taki vel í viðræður um endurskoðun sam- starfsyfirlýsingar flokkanna og brátt verði hafist handa við að finna nýj- an borgarstjóra. Ekkert hefur breyst í málefnum Reykjavíkurborgar. Forsendur sam- starfsyfirlýsingarinnar hafa hins vegar breyst og hjá því verður ekki komist að endumýja hana. Vita- skuld er aðferðin sem Ingibjörg Sól- rún valdi til að skipta um vettvang til þess fallin að auka misklíð og deilur. Það þarf þó ekki að standa samstarfi vinstri- og miðjuflokk- anna í borgarmálum fyrir þrifum þegar til lengri tíma er litið. Glæsilegum ferli lokiö Það er ástæða til að óska Ingibjörgu Sólrúnu vel- farnaðar á nýjum ferli. Hún hyggst nú auka fylgi Samfylkingarinnar í öðru Reykjavíkurkjördæminu í 45%, vissulega glæsilegt og metnaðarfullt markmið. Það hefði verið óskandi að ferill þessa ágæta stjóm- málamanns í landsmálun- um hefði getað verið með meiri reisn - og að kjós- endur hefðu getaö tekið á móti henni sem oröheldn- um stjómmálamanni sem nyti virðingar út fyrir rað- ir eigin flokks. En hvað sem því líður er hér hæfi- leikakona á ferð sem sum- um samfylkingarmönnum er svo annt um að fá á þing að þeir stofna meirihluta- samstarfi í Reykjavik í tví- sýnu. Hið liðna verður ekki aftur tekið. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir var í átta og hálft ár farsæll borgarstjóri og glæsilegt sameiningartákn vinstri- og miðjuflokkanna í Reykjavik. Hún vann ásamt félögum sínum í Reykja- víkurlistanum einstakt afrek fyrir átta árum og þrátt fyrir þessi frem- ur leiðinlegu endalok á borgar- stjóraferlinum var hann einstakur og margir samstarfsmenn hennar munu muna hann meö hlýju og virðingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.