Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Fréttir I>^ Feðgar í hobbíútgerð fengu allan byggðakvóta Sigluf jarðar: Margir umsækjenda höfðu leigt frá sér kvóta Stuttar fréttir Þann 5. desember sl. kynnti sjávar- útvegsráðuneytið niðurstöðu sína varðandi úthlutun á byggðakvóta til einstakra landsvæða sem er um 1% af heildarkvóta landsmanna. Jamframt óskaði ráðuneytið eftir umsóknum að- ila er miðuðu að því að styrkja byggð á einstaka landsvæði. Heildarfjöldi er- inda var 554 en í mörgum þeirra stóðu fieiri en einn aðili að baki. Umsóknir voru flokkaðar eftir svæðum, farið yfir þær allar og metnar í samræmi við ákvæði reglugerðar þar sem seg- ir m.a. að „á fiskveiðiárinu 2002/2003 skal úthluta 2000 lestum af óslægðum botnfiski í þorskígildum reiknað til stuðnings sjávarbyggð- um sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi". Ekki hefur öllum byggðakvóta verið ráð- stafað á Húnaflóa, Norðausturlandi og Miðausturlandi, eða alls 356 tonnum. Mikla athygli hefur vakið að fyr- irtækið Árni og Sverrir ehf. fær þann kvóta sem til Siglufjarðar BílS«3K3E_ •*- -" ~2**&'*"' -'V".- sJ-í' ¦"**' - H r » y^.^zx"*r:j3T*^~- **"^ r »Jr*=- . mmM Frá Siglufiröi. kemur, 24 tonn. Eigendur eru Sverrir Sveinsson, rafveitustjóri á Siglufirði og fyrrum varaþingmað- ur Framsóknarflokksins, og sonur hans Árni, sem er starfsmaður Haf- rannsóknastofnunar sem stýrimað- ur á hafrannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni. Úthlutunin vekur miMa furðu á Siglufirði, og jafnvel reiði hjá þeim sem enga úthlutun fá en hafa atvinnu af sjósókn allan ársins hring. Árni Sverrisson var spurður um ástæðu þess að þeir feðgar fengu úthlutunina. „Þetta kom okkur á óvart en það er staðreynd að margir umsækjenda eru búnir að leigja frá sér kvóta og hafa því ekki lagt upp afla á Siglufirði í samræmi við kvótaeign. Líklega er út- hlutunin í samræmi við kerfið. Við munum landa aflanum hjá saltfisk- verkuninni Guðrúnu Maríu á Siglu- firði. Við keyptum fyrir tveimur árum 6 tonna bát og erum því byrj- endur í útgerð en keyptum einnig þriggja tonna kvóta. Upphaflega átti þetta að vera skemmtibátur sem gerði okkur fært að fiska í soðið, en þetta reyndist of dýrt gaman. En það hefur ekki verið hægt að kaupa kvóta, nema kaupa báta með og fara þar með út í brask. Við leigðum nokkur tonn á bát- inn til að drýgja tonnin sem við keypt- um. Leiguverð er 110 krónur á kg, en við gátum fengið 120 krónur fyrir kg hjá fískverkendum á Siglufirði. Við borguðum 600 krónur fyrir varanleg- an kvóta á sinum tíma en verðið er komið upp í 700 krónur í dag, fáist hann," segir Árni Sverrisson. Stærsta einstaka úthlutun er til Sandgerðisbæjar, 100 tonn og sama út- hlutun til hreppsnefndar Hríseyjar- hrepps f.h. fjögurra útgerða. Sú út- hlutun ætti að duga landvinnslunni í Hrísey allt árið um kring. Til Vest- mannaeyja falla 41 tonn til Godfhaab í Nöf, Hlíðardals og Aðgerðarþjónust- unnar Kútmagakots í samstarfi við Sæhamar vegna ms. Gjafars VE. -GG Europris: Jólatré á 1000 krónur Jólatrén í Europris kostuðu 1000 krónur um helgina. Matthías Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Europris, sagði í samtali við DV í gærkvöld að um 2000 tré hefðu selst. Hann sagði trén verða áfram á 1000 krónur en opið er til 11 í kvöld og til 14 á morgun, aðfangadag. „Þessu framtaki hefur verið mjög vel tekið og salan góð eftir því," sagði Matth- ías Sigurðsson._____________-ss Veðurstofustjóri: Rauð jól fátíð Magnús Jónsson veðurstofustjóri segir það mjög fátítt að rauð jól séu um allt landið, en að jafnaði séu rauð jól á höfuðborgarsvæðinu ann- að hvert ár. í það stefnir að desem- bermánuður verði sá hlýjasti síðan mælingar hófust, eða i liðlega 100 ár, og ekkert í „kortunum" sem bendi til kólandi veðurs á næstu dögum. Á Vestfjörðum gæti snúist til norövestanáttar og hitastigs nið- ur undir frostmark sem gæti þýtt einhvern éljagang, varla snjókomu. „Það er ekki einu sinni mikill snjór í fjöllum en oftast er það þannig að einhver hluti landsins er hvítur, þá helst Vestfirðir eða Norð- urland. Þess eru dæmi að það hafi kyngt niður snjó í logndrífu á að- fangadag, en varla nú," segir veður- stofustjóri. -GG DV-MYND SIG. JOKULL FJögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut, á móts við Garðheima í Reykjavík Haröur árekstur varð um sexleytiö ígærkvöld. Bílstjóri og farþegi eins bílsins voru fluttir á sjúkrahús en meiösl þeirra voru aö sögn lógreglu talin minni háttar. Þá var barnshafandi kona flutt á kvennadeild Landspítalans. Líkur taldar á sameiningu SÍF og SH: Ekkert vit i •• ii ru en að sameinast - segir Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaöur SH Góðar líkur eru nú taldar á sam- einingu SÍF og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eftir að stjórnir Amerískur hvíldarstóll Óírúlega þœgilegur! \ (Þú veist ekki fyrr en þú hefur prófaö!) Róbert Guöfinnsson. fyrirtækjanna til- kynntu á föstudag að ákveðið hefði verið að hefja við- ræður um sam- einingu. Ástæðu þess er m.a. að finna í rekstrar- umhverfi fyrir- tækjanna, en verslunarkeðjur sem eru við- skiptavinir beggja sölusamtakanna sjá mötuneytum fyrir fiski og þau hafa verið að stækka og vilja einnig fá vöruna á hagstæðara verði. Þau vuja fá tryggingu fyrir því að varan sé ávallt til hjá framleiðendum og söluaðilum. Sameinað fyrirtæki SÍF og SH hefur meira bolmagn til þess að uppfylla þessar kröfur. Einnig skapar sameining mögu- leika á aukinni hagræðingu, lækkun kostnaðar og þannig aö auka rekstr- arhagnað. Með stækkun aukast einnig möguleikar á hagstæðara lánsfé og þannig má lækka fjár- magnskostnað. Hvor tveggja sölusamtökin hafa undanfarin ár verið að auka umsvifin með því að kaupa upp erlenda keppi- nauta, s.s. i Frakklandi, Spáni og Kanada. Friðrik Páisson. Friðrik Páls- son, stjórnarfor- maður SÍF, segir stöðuna vera ná- kvæmlega þá að þau óformlegu samtöl sem hafa átt sér stað upp á síðkastið hafi leitt til þess að formleg ákvörðun hafi verið tekin að hefja viðræður um sameiningu. Næstu skrefin séu að ákveða aðferða- fræðina og timarammann, en Friðrik telur það liggja h'óst fyrir áður en árið er á enda. Róbert Guðfmnsson, stjórnarfor- maður SH, sagði á aðalfundi SH sl. vor að hann teldi að hagnaður af sameiningu fyrirækjanna gæti numið um 500 milljónum króna eft- ir skatta. „Þetta hefur lengi verið mitt áhugamál, enda hef ég séð hvernig mál eru að þróast víða um heim. Það er ekkert vit í öðru," seg- ir Róbert Guðfinnsson. Um er að ræða tvö stærstu fyrirtæki landsins. Velta SÍF var 60,8 milljarðar króna á siðasta ári og velta SH 55,4 milljarðar króna. Næst kemur Baugur með 42 milljarða króna veltu. -GG Aldrei fleiri kveöjur Lestur jólakveðja í Ríkisútvarpinu hefst í dag klukkan 13. Aldrei hafa jafn margar kveðjur ver- ið seldar og er búist við að Gerður G. Bjarklind og aðrir þulir RÚV verði við kveðjulestur í ríflega tólf stundir. Vilja vín i verslanir Um helmingur fólks 20 til 67 ára vill að léttvín og bjór verði selt í matvöru- verslunum. Andvig eru 37,6%. Þetta kemur fram í könnun sem var gerð fyr- ir fyrir SVÞ, sem segir þetta vitna um frjálsræöi í viðhorfum til áfengissölu. Allir á Netinu Um 98% íslenskra fyrirtækja nota tölvur við starfsemi sína og 92% fyrir- tækja eru með tengingu við Netið. Heimasíða hefur verið sett upp hjá 64% íslenskra fyrirtækja og mörg önnur hafa áætlanir um að koma slíkri upp. Tveir harðir árekstrar Tveir harðir árekstrar urðu um á Akureyri um níuleytið í gærkvöld. Annar áreksturinn varð á hring- torgi við Hlíðarbraut og Borgar- braut þegar tveir fólksbílar skullu saman. Engin slys urðu á fólki en bílarnir skemmdust mikið þó svo hægt var að keyra þá í burtu. Þá skullu tveir bílar saman á gatna- mótum Strandgötu og Glerárgötu. Engin meiðsl urðu á fólki. i þriðja sæti ísland er í 3. sæti OECD-ríkja hvað varðar útgjóld til rannsókna og þró- unar. Svíþjóð og Finnland eru í efstu sætunum. í fréttabréfi Rannis kemur fram að útgjöld til rannsókna og þró- unar voru í fyrra 3,01% af vergri landsframleiðslu. Endar meö yfirtöku Verðbréfamiðlar- ar í Lundúnum fylgj- ast vel með fjárfest- ingum Baugs á breska markaðnum. Þettageraþeirafþvi að nánast öll fyrir- tæki sem íslending- arnir fjárfesta í end- uðu með yfirtökutilraunum. Mbl.is hefur þetta eftir The Guardian. Styrkja Reykjadal í stað þess að senda viðskiptavin- um jólakort færði íslandsbanki á dög- unum Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra styrk vegna starfsemi Reykja- dals, en þar er boðið upp á dvöl fyrir fótluð börn og unglinga í sumarbúða- staríi. Vilja trúverðugleika Reiknað er með að rekstur mála- flokka Húsavíkurbæjar á næsta ári verði 98% af tekjum. Fulltrúar minni- hluta bókuðu á síðasta fundi að þetta samþykktu þeir ekki og.vilja að fjár- hagsáætlun næstu ára verði trúverðug. Ibúum í Árborg fjölgar íbúum í Árborg hefur fjölgað um 983 á síðustu tíu árum, eða um 19%. Þá hefur Sunnlendingum á sama tímabili, það er frá árinu 1992, fjölgað um 802 eða um 3,9%. Fjölgun íbúa Ár- borgar er því 181 umfram fjölgun á öllu Suðurlandi. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum Hagstofu ís- lands sem birtar voru fyrir helgina. Sunnlendingar voru 21.473 fyrsta des- ember. -sbs/NH/ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.