Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Utlönd s>v Norður-Kórea fjarlægir eftirlits- myndavélar Norður-Kórea sagðist í gær vera byrjuð að fjarlægja eftirlitsmynda- vélar og annan slíkan búnað frá Sameinuðu þjóðunum sem eiga að hafa eftirlit með kjarnorkustarfs- semi landsins Alþjóða kjarnorkustofnunin sagði áð búnaður hefði verið tekinn úr sambandi í kjarnorkuverinu í Yong- byon en SÞ halda því fram að þar hafi verið búið til plútóníum sem hægt sé að nota í sprengjuodda. Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea sögðust harma þetta ástand mjög. írakar svara ásökunum Bandaríkjamanna um lélega skýrslu: Reiðubúnir að svara öllum spurningum Amir al-Saadi, forsetaráðgjafi 1 írak, sagði á blaðamannafundi í gær að írakar væru reiðubúnir að svara öllum þeim spurningum sem Banda- ríkjamenn og Bretar kynnu að hafa en þeir hafa gagnrýnt undanfarna daga skýrslu íraka um vopnaeign GLANSANDI BILL GLANS TJ ÞVOTTASTOÐ DALVEGI 22 S. 515 2722 OPIÐ MÁN.-FÖS. 8.00-22.00 ÞORLÁKSMESSA. 8.00-23.00 AÐFANGADAGUR 8.00-15.00 JOLADAGUR LOKAÐ ANNARIJÓLUM LOKAÐ GAMLÁRSDAGUR 8.00-15.00 NYARSDAGUR LOKAÐ Gleöileg jól og farsælt nýtt ár þeirra. „Við myndum jafnvel bjóða fulltrúa CIA, bandarísku leyniþjón- ustunnar, velkominn til að benda vopnaeftirlitsmönnum á þá staði sem þeir telja grunsamlega," sagði al-Saadi. Bandaríkjamenn höfðu lýst skýrslunni sem skýru broti á álykt- un Öryggisráðs SÞ og samkvæmt því höfðu þeir heimild til að ráðast inn í landið með hervaldi. Tugir vopnaeftirlitsmanna kemba nú land- ið í leit að kjarnorku-, efna- eða sýklavopnum en stjórnvöld í Banda- ríkjunum hafa gert deginum ljósari þá skoðun sína að þau hafi aflað nægra sönnunargagna sjálf til að réttlæta hernaðarlegar aðgerðir. Hans Blix, formaður vopnaeftir- litsnefndar SÞ, hefur gagnrýnt Bandaríkin fyrir að láta þeim ekki í té allar þær upplýsingar sem þau búa yfir en talið er að þau muni þó gefa upp allt að 5 staði sem teljast grunsamlegir. Jafnframt telja menn að Bandaríkjamenn muni ekki á næstunni láta allra viðkvæmustu upplýsingarnar af hendi. Al-Saadi bætti þvi við að írakar mundu halda áfram að vinna með vopnaeftirlitsmönnum og að listi yf- ir iraska vísindamenn yrði afhentur áður en árið er úti. En hvort iraska ríkisstjórnin myndi leyfa vísinda- mönnunum og fjölskyldum þeirra að yfirgefa landið til að svara spurn- ingum vopnaeftirlitsmanna er ann- að mál og sagði hann að leysa þyrfti ýmis mál til að það yrði að veru- leika. ísraelar hafa að undanförnu und- irbúið sig fyrir árás Bandaríkja- manna og Breta á íraka. Heræfingar hafa verið skipulagðar með banda- rískum herdeildum og börnum kennt að nota gasgrímur. Sífellt fleiri bandarískir hermenn koma til Persaflóa og er undirbún- ingur fyrir stríðsrekstur þar rnikill. Dekkjaviðgerðarsett kr. 5.990 Vagnhöffia 23 • Slml 590 2000 • www.benni.is REUTERS Buslað f ísköldu vatni Maöur baöar fjögurra mánaða gamlan son sinn í ísköldu árvatninu nálægt Almaty í Kasakstan. Margir trúa því að meö því aö bada sig í köldu vatni verði maður heilbrigður og ónæmur fyrir kulda. Menn ársins hjá Time Magazine: Uppljóstrarar fá uppreisn æru Þrjár konur hafa verið valdar menn ársins hjá hinu virta tímariti, Time, sem hefur tilnefnt mann árs- ins undanfarin 75 ár. í ár voru það uppljóstrarar innan þriggja fyrir- tækja og stofnana sem urðu fyrir valinu. Tvær þeirra, Sherron Watkins og Cynthia Cooper, komu upp um risa- bókhaldssvik í þeim fyrirtækjum sem þær unnu hjá, Enron og WorldCom, sem bæði urðu gjald- þrota í kjölfarið. Sú þriðja, Coleen Rowley, er starfsmaður FBI, banda- risku alríkislögreglunnar, sem skrifaði 13 blaðsíðna bréf til Roberts Muller, forstjóra FBI, þar sem hún útskýrði hvernig yflrmenn hennar í Minneapolis í Minnesota, hunsuðu athugasemdir hennar og beiðni um að rannsaka Zacarias Moussaoui, einn hryðjuverkamannanna sem lét PersonsoftheYeae i HV Whjstlcblowors Stuttar fréttir T0nne fannst látinn Tore Tonne, fyrr- verandi heilbrigðis- ráðherra Noregs, fannst í gær látinn en hans hafði verið saknað í nokkra daga. Er jafnvel talið að hann hafi framið sjálfsmorð en hann hafði verið gagnrýndur mikið fyrir að vera á biðlaunum ráðherra á sama tíma og hann gegndi ráðgjafarstörfum fyrir Kjell Rokke, norskan viðskiptafrömuð. Margir ekki í al-Qaeda Tugir fanga eru enn í fangabúð- um Bandaríkjanna í Guantanamo- flóa í Kúbu sem hafa engin tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda, segir í frétt LA Times í gær. Kosið í Litháen Valdas Adamkus fær yfirburða- fylgi í forsetakosningum landsins sem fram fóru um helgina, 40,7 pró- sent, samkvæmt útgönguspám. Hann mun því að öllum likindum gegna starfi forseta áfram. 141 milljarður í lottói Hið árlega jólalottó Spánar fór fram i gær og íognuðu margir þegar rúmum 141 milljarði króna var út- deilt í 19 þusund misstórum vinn- ingum. 9 farast í Brasilíu 9 manns létust í aurskriðum I fjallabæ nærri Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Óttast er að enn fleiri hafi grafist undir aurnum. Chavez er bjartsýnn Forseti Venesú- ela, Hugo Chavez, sagðist í gær vera bjartsýnn á að rík- isstjórn hans tækist fljótt að binda enda á þriggja vikna verkfall olíuiðnað- arins í landinu sem hefur haft mikil áhrif á almenna starfsemi í landinu. Þrjú börn drepin í Kasmír Múslimskir uppreisnarmenn eru grunaðir um að hafa drepið þrjú börn i indverska hluta Kasmírhér- aðsins í gær. Sigur forsetaf lokksins Flokkur Marcs Ravalomanana, sem settist í forseta- stól í Madagaskar í júlí í ár eftir átök við þáverandi for- seta, vann yfir- burðasigur í þing- kosningum lands- ins sem haldnar voru fyrr í mánuð- inum. TIM-fiokkurinn vann 95 af 160 þingsætum. Ábending rannsökuð Þýsk yfirvöld rannsaka nú ábend- ingu sem þeim barst þess efnis aö öflug 50 manna deild al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna væri að undirbúa hryðjuverkaárásir á sendiráð, banka og alþjóðleg fyrir- tæki víðs vegar um Evrópu. Menn árslns. til skarar skríða 11. september 2001, nokkrum vikum fyrr. Páfi talar gegn efnishyggju Jóhannes Páll páfi annar talaði gegn efnishyggju í gær, þremur dög- um fyrir jól, og minnti fólk á raun- verulega þýðingu jólanna og trúar- legt gildi þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.