Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 21
20
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvsmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
AðstoAarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, simi: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
llátíð mannúðar
Jólahátíðin gengur í garð
á morgun með þeim fagra
og einlæga boðskap sem
henni fylgir. Hátíðin minnir
fólk á gildi sem lifa tíma og
menn, gildi sem mörg hver
virðast á nokkru undan-
haldi í hraða og ati samtím-
ans, gildi sem sum hver hafa gleymst í sókndirfsku manna
eftir lífsins gæðum og prjáli. Efnisheimurinn freistar hvar
sem farið er og orð dagsins eru miklu fremur „tilboð“ og
„verðfall“ fremur en ihygli og beiðsla um samhygð og frið.
Strikamerkin óma um heimsins ból.
íslendingar eiga auðvelt með að týna sér í vöruúrvali og
verslanamiðstöðvum. Á örfáum áratugum hefur þjóðin
horfið úr illa byggðum hreysum i vönduðustu híbýli jarð-
arinnar og kynnst því besta og mesta sem í boði er af þæg-
indum nútímans. Þessar öfgar hafa ef til vill sett svip á
þjóðina sem oft á tíðum sést ekki fyrir i ákafri og æsilegri
einstaklingshyggju. Þjóðin er nokkuð upptekin af eigin
skinni og er gjarnt að meta orðspor fólks eftir eignum,
umsvifum og glæsileika.
Á þessu harðaspani hefur íslenska þjóðin tileinkað sér
marga af verstu löstum milljónaþjóðanna þar sem fátækt
og örbirgð liggja inni í fúlum sundum firringarinnar.
Nægir þar að nefna fíkniefnaneysluna sem vaxið hefur
óskaplega á allra síðustu árum, ekki síst meðal ungmenna
sem mörg hver alast upp í vimu innbrota og óeðlis og eiga
vart annan bakgrunn þegar þau eru komin á fullorðinsár
en tapaða og tætta æsku. Þessi hópur fólks fer stækkandi
með hverju árinu sem líður.
Almennt virðist harkan vera að aukast til muna i ís-
lensku samfélagi og þar á meðal virðingarleysi fyrir eign-
um og friðhelgi alls almennings. í leiðurum DV á þessu
ári sem senn er á enda hefur oftlega mátt lesa um þessa
þjóðfélagsþróun sem illu heilli er að verða æ sýnilegri á
meðal fólks á hvaða tíma sólarhrings sem er. Þjófar spyrja
ekki lengur að stundu og stað. Gripdeildir eru stundaðar
fyrir opnum tjöldum. Síbrotamennirnir yppta öxlum og
sanka að sér brotum í kippum.
Fimm manns hefur verið banað á íslandi það sem af er
ári. í eitt skiptið var fórnarlambið barn. Aðeins einu sinni
fyrr hafa jafn margir íslendingar verið myrtir, en það var
fyrir tveimur árum. Lögregla, læknar, blaðamenn og aðr-
ir sem gerst þekkja til þess ofbeldis sem ríður húsum hér
á landi eru sammála um að ástæða þessarar fjölgunar á
manndrápum sé fyrst og fremst fíkniefnaharka; þessa
skuggalegu harmleiki megi rekja til vitfirrtrar neyslu og
æðisgenginnar keppni um næsta skammt.
Það er undarlegt að vel innan við þrjú hundruð þúsund
íbúar þessarar eyju við ysta haf geti ekki lengur verið ör-
uggir um sig á gangi eftir götum borgar og bæja. Æðið
sem virðist renna á marga landsmenn í drykkju og eitur-
brasi siðkvöldanna er meira en svo að þvi verði jafnað við
andrúmsloftið á torgum og stéttum stærstu borga heims.
Reykjavík er að verða heimsfræg fyrir drykkjuskap og
það ölæði sem gripur borgarbúa á sjö daga fresti allt árið
um kring. Sér er nú hver landkynningin!
Það er mikilvægt að gleyma sér ekki í amstri daganna.
Og enn mikilvægara er að tapa ekki áttum. Það er rétt að
minna á orð herra Karls Sigurbjörnssonar, biskups ís-
lands, sem sagði í DV i siðustu viku að kærleikurinn væri
dýrmætastur alls. „Boðskapur jólanna er alveg óháður
umbúðunum,“ segir biskup og minnir á að grundvallar-
þættir í perónu mannsins séu ástin, trúin og siðgæðið.
Hér verður tekið undir þessi orð um leið og landsmönn-
um er óskað gleðilegra jóla.
Sigmundur Ernir
37
DV
Skoðun
Arfurinn
Jólahald; svör og andsvör
Jakob Ágúst
Hjálmarsson
dómkirkjuprestur
Þegar jólahátíðin gengur í
garð hverfur hugurinn
ósjálfrátt til liðinna daga,
einkum bernskudaganna.
Það er af því að jólin eru
sérstök hátíð barnanna og
við lifum þau jafnan í
gegnum þær minningar
sem við eigum um
bernskujól okkar.
Við endurlifum eigin eftirvænt-
ingu í gegnum tilhlökkun bamanna 1
kringum okkur og miðum ailt að því
að gera þeim gleðileg jól. Jólin eru
hátið bamsins, bamsins í okkur og
barnanna okkar. Það undirstrika
þemu hátiðarinnar um gleði, friö-
semd og gjafmiidi. Við horfum á það
góða í lífrnu og jákvæða og hömpum
því, verðum meyr og sæt. Þakklætið
breiðir sig um brjóstið og vekur
notaleik. Við þökkum lifið, þökkum
ástvinina og allt gott sem okkur hef-
ur fallið i skaut.
Þegar við settum saman bú og héld-
um okkar fyrstu jól var þörf á samn-
ingaviðræðum í einhverri mynd.
Hvað áttum við að taka úr arfi hvors
um sig? Með tímanum urðu þannig til
okkar jólasiöir mismunandi fastmót-
aðir. Börnin okkar munu svo taka
með sér í sitt bú einhverjar þessara
hefða og skila þeim áfram.
Hvers konar fólk erum við?
En jólasiðirnir eru ekki eini arfur-
inn sem við þiggjum frá foreldrum
okkar og forfeðrum. Þeir eru
kannski fyrst og fremst tákn og ferj-
ur sem flytja hugsjónirnar og við-
„Það að ala upp böm snýst því ekki síst um að ala upp sjálfan sig. Ungt fólk með
böm þarf því að gefa því gaum og láta ekki skeika að sköpuðu um það verkefni. “
horfin milli kynslóða. Þegar skoðað
er kemur í ljós hversu bundin við
erum þeirri innrætingu sem við hlut-
um þegar við vorum í foreldrahúsum
og hjá ömmu og afa. Þessa vegna er
hollt að hugsa og nauðsynlegt að
gera sér grein fyrir þvi sem við skil-
um áfram til bama okkar og afkom-
enda: Hvers konar fólk emm við?
1 samskiptunum við bömin dylj-
um við ekkert. Allt kemst það upp
með einhverjum hætti og einhvern
tima hvers konar fólk við erum, og
allt hefur það áhrif í samræmi við
eðli sitt. Það að ala upp böm snýst
því ekki síst um að ala upp sjálfan
sig. Ungt fólk meö böm þarf því að
gefa því gaum og láta ekki skeika að
sköpuðu um það verkefni. Það þarf
að skoða vandlega arfinn sem því
var látinn eftir og taka afstöðu til
þess hvað af því er rétt aö bera áfram
til næstu kynslóðar. Svo erum við
líka oft tvö um þetta og komum
hvort úr sinni átt. Við höfum dýpt-
ina í myndinni vegna mismunandi
sjónarhoma.
Hafin yfir hversdagsleikann
Umræður okkar af þessu tilefni
eru oftar en ekki frjóar og einkar
ábatasamar. Helst er að þolinmæði
skorti til þess að komast í gegnum
þær svo verulegt gagn verði af. Líka
brestur oft á einurðina að láta nauð-
synlegar breytingar veröa, einkar-
lega á eigin háttsemi. Það er nefni-
lega jafnan erfiðast að takast á við
sjálfan sig. Og hvað svo með trú-
ararfinn? Þegar ég ræði við verðandi
brúðhjón kemst ég jafnan að því að
þau hafa talsvert hugsað um hann og
að hann skiptir þau máli. Hann verð-
ur hugstæðastur þegar hátíð er hald-
in eða þegar við eram af einhverjum
ástæðum hafin yfir hversdagleikann.
Jólin snúast um vonina jafnt og
liðna tíð, þau birta kærleikann og
innihald þeirra grundvallast á trú
okkar. Gefum gaum að þessu um
komandi jól. Hver var hann þessi
litli sveinn í jötunni? Frelsarinn -
frá hverju? Drottinn - i hvaða skiln-
ingi? Mætti hugsjón hans leiða okk-
ur frá því sem bindur lágt og lyfta
okkur til sigurs með honum. - Gleði-
leg jól!
Birgir Tjörvi
Pétursson
lögfræöingur
Fyrir tæpum tveimur vik-
um fylgdist ég með
tvenns konar jólahaidi í
Kaupmannahöfn. Það var
söngur og Ijósadýrð í
Tívolí, jólaglögg og epla-
skífur um stræti og torg,
hlaðborð veitingastaða
svignuðu undan dönskum
jólamat og nóg var um
að vera á Strikinu.
Dönsk jólastemning í sinni bestu
mynd, eftir því sem ég kemst næst.
Ég gat þvi miður ekki gefið mig
mikið að þessu því ég fylgdist
grannt með annars konar jólahaldi.
í Bella Center var boðið upp á aðild-
arsamninga við ESB og vinaleg bros
vestur og austur í myndavélamar.
Þetta var út af fyrir sig hin notaleg-
asta sýning. Þrátt fyrir að margir
hefðu óttast deilur á fundinum féll
allt í ljúfa löð að lokum og leiðtog-
amir gátu skálað með Margréti Þór-
hildi fyrir háttatíma eins og vonir
stóðu til.
Eyrun í Brussel
Á meðan leiðtogamir fóðmuðust
og kysstust í kóngsins tók ég þátt í
ráðstefnum og sat fundi um Evrópu-
mál í borginni. Þar hitti ég meðal
annarra nokkra þingmenn Evrópu-
þingsins og gafst færi á að ræða við
þá, auk fólks sem starfar að Evrópu-
málum í Brassel. Samtöl mín við
þetta fólk staðfestu rökstuddan
grun minn um að ef ísland gengur í
ESB er dregið úr möguleikum ís-
lendinga til að taka þátt í að móta
samfélagið sitt. Kannski finnst ein-
hverjum erfitt að ná eyrum ís-
.....
„í fyrirspumatíma í Stórþinginu norska sagði
Bondevik enn fremur eftirfarandi: „Kjósendur geta ver-
ið alveg vissir um að við stöndum við það sem við höf-
um lofað í þeirri stefnu sem við nú fylgjum, þ.e.a.s. að
við stöndum við EES-samninginn og segjum nei við
ESB-aðild. Málið er ekkert flóknara. “
lenskra stjómvalda í dag. En viljiði
prófa Brussel!
Langt í lýðræðið
Það verður orðið ansi langt að fara
til að hafa áhrif á mótun samfélagsins
ef ísland er aðili að ESB. Við getum
ekki látið óánægju eða ánægju okkar
í ljós gagnvart framkvæmdastjóm-
inni í Brassel með sama hætti og
gagnvart íslensku ríkisstjóminni.
Framkvæmdastjóm ESB byggist ekki
á lýðræðislegu umboði og þangað er
auk þess langt að fara. Við getum ekki
tekið þátt í kosningum í Þýskalandi
og Frakklandi til að velja þá leiðtoga
sem flestu ráða innan ráðherraráðs
ESB. En við munum geta kosið 3 ís-
lendinga á rúmlega 700 manna Evr-
ópuþing (eftir stækkun). Gallinn er sá
að Evrópuþingið er einmitt sú stofn-
un sem ræður minnstu í ESB. Þegar
ég spurði fólkið frá Brassel: Munum
við hafa einhver áhrif? var bara hleg-
ið að mér. Auðvitað ekki. Kannski á
einhver smáatriði, einhvem tíma. En
engar grundvallarákvarðanir munu
lúta okkar vilja, nema fyrir tilviljun.
Það er fullkomin tálsýn að halda öðra
fram. Það er vissulega rétt að það er
ekkert sérstakt fyrir okkur að vera í
þeirri stöðu að hafa lítil áhrif á EES-
gerðir. En að leysa það vandamál með
því að ganga í ESB og framselja allt
vald í hendur sambandsins er eins og
að ætla að slökkva eld með olíu.
Rök óskast
Svanfríður Jónasdóttir alþingis-
maður skrifaði grein í DV á dögunum
þar sem hún gerði því einmitt skóna
að við myndum hafa einhver áhrif
innan ESB. Ég bara botna ekkert í
því hvemig henni dettur það í hug.
Áhrif okkar á mótun íslensks samfé-
lags geta aldrei annað en minnkað
við aðild að ESB. í grein sinni veltir
Svanfríður því líka fyrir sér hvort við
séum jafnvel efnislega meiri aðilar að
ESB nú þegar en Bretar og Danir af
því að þeir hafi svo margar undan-
þágur! Ékki fæ ég meiri botn í þessi
skrif Svanfríðar en hin fyrri. Ég verð
að óska eftir því að hún rökstyðji
þetta nánar.
Norðmenn kjurir
í grein sinni fjallaöi Svanfríður
loks um að nú væri allt að gerast í
Noregi í Evrópumálum. Að Bondevik,
forsætisráðherra Noregs, væri tilbú-
inn að endurskoða afstöðu sína til aö-
ildar Noregs að ESB. Enn fremur að
viðræður Norðmanna við ESB, sem
hefjast í janúar og varða EES-samn-
inginn og stækkun ESB, gætu þróast
út í að verða aðildarviðræður Noregs
að ESB. Þarna var ég alveg hættur að
skilja í Svanfríði því Bondevik sagði
að málið yrði kosningamál 2005 og að
hugsanlega yrði þjóöaratkvæða
greiðsla um aðild fyrir 2010 í Noregi.
í fyrirspurnatíma á norska Stórþing-
inu sagði Bondevik enn fremur eftir-
farandi: „Kjósendur geta verið alveg
vissir um að við stöndum við það sem
við höfum lofað í þeirri stefnu sem
við nú fylgjum, þ.e.a.s. að við stönd-
um við EES-samninginn og segjum
nei við ESB-aðild.“ Málið er ekkert
flóknara.
Svar viö svari
Ég tel rétt í lok þessarar greinar að
nota tækifærið og svara gagnrýni á
gagnrýni. í grein í DV fyrir hálfum
mánuði gagnrýndi ég Eirík Bergmann
Einarsson stjórnmálafræðing fyrir
það að gefa sig út fyrir að vera hlut-
laus sérfræðingur í Evrópumálum. Ég
gagnrýndi sömuleiðis fiölmiðla fyrir
að gera því skóna að hann væri hlut-
laus þegar viðtöl era tekin við hann
um mál sem eru pólitískt umdeild og
hann hefur ákveðna pólitíska afstöðu
til. Ég gerði þetta „grímulaust", eins
og Eiríkur orðaði það í svargrein
sinni. Eiríkur tók þessu öllu mjög per-
sónulega, gagnrýndi mig og reyndi að
mála mig sem „ómálefnalegan". Ég
taldi þetta vera mjög málefnalega
gagnrýni af minni hálfu og tel enn því
hún á við rök að styðjast. Ég tók
dæmi máli mínu til stuðnings og vísa
tO þeirra en greinina er að finna á vef
Heimssýnar (www.heimssyn.is). Ég
tel að Eiríkur Bergmann Einarsson sé
eins mikill stuðningsmaður aðOdar og
ég er andstæðingur, sem er gott og
blessað. Við getum báðir lagt gott tO
málanna, eins og ég sagði í greininni
minni, en veit ekki hvort Eiríkur
hirti um að lesa. Afstaða okkar á ekki
að útOoka okkur frá því að taka þátt í
umræðunni. En þegar við viðram
skoðanir okkar eigum við ekki að
vOla á okkur heúnOdir heldur tjá okk-
ur grímulaust.
Sandkom
Davíð í Ármúlanum
Flestum er eflaust í fersku minni
hörð gagnrýni Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra á Kaupþing í tengslum
við einkavæðingu Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins. Hafa margir haft á tO-
finningunni síðan að fyrirtækið væri
ekki i sérstöku uppáhaldi hjá Davíð.
Starfsmenn ráku því upp stór augu í
siðustu viku þegar það spurðist að hann væri væntan-
legur í heimsókn í höfuðstöðvarnar i Ármúla tO þess að
lesa upp úr nýrri bók sinni, „Stolið frá höfundi stafrófs-
ins“. Mun það hafa verið í boði fyrirtækisins. Davíð
mætti á föstudaginn var og var gerður ágætur rómur að
k
sandkorn@dv.is
heimsókn hans, þótt ekki muni hann
hafa reytt af sér brandarana eins og
stundum við slík tækifæri...
Bœttur skaðinn
Ummæli
Þvert á móti!
„Það er ekkert sem segir að framboð Ingibjargar tO
þings muni leyða [sic] tO verri útkomu Framsóknar og
Vinstri grænna. Jafnvel þvert á móti. Ef Ingibjörg kemur
hreyfingu á kjósendur býður það upp á sóknarfæri fyrir
afla - líka Framsókn og Vinstri græna."
Gunnar Smári Egilsson í Fréttablaðinu á föstudag, sama dag og DV
birti skoðanakönnun sem sýndi aö Ingibjörg Sólrún næði kjöri í
Reykjavík en Halldór Ásgrímsson ekki.
Smámenni og fífl
„Þenn er vorkunn, smámennunum sem þessa dagana
engjast yfir þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, að gefa kost á sér í
fimmta sæti framboðslista Samfylkingarinnar í öðru
hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Þeim er vorkunn af því
að þeir finna svo tilfmnanlega fyrir vanmætti sínum
gagnvart borgarstjóra að þeir skirrast ekki við að gera
sjálfa sig að fifli ítrekað í því skyni að koma í veg fyrir
að þessi frambærOegasti stjómmálamaður landsins sækist
eftir meiri áhrifum en borgarstjórastóUmn i Reykjavík
veitir." Magnús Árni Magnússon á Kreml.is.
Á framabraut
„Menn mega ekki gleyma því að það er hennar ákvörð-
un sem setur málið í þennan farveg. Hún ákveður að
Hagyrðinga skortir ekki yrkisefhi
um þessar mundir. Jóhannes Sig-
mundsson brást svona við fréttum af
þingframboði borgarstjóra:
Imba sagði: „Ei skal víkja. “
Er nú bœði að Ijúga og svíkja.
En Reykjavík fær stork í staðinn;
stórlega er bœttur skaðinn.
skipta á borgarstjómarstólnum og frama sem varaþing-
maður Samfylkhigarinnar."
Huginn Freyr Þorsteinsson á vef Ungra Vinstrigrænna.
Glundroði
„Um leið hlýtur borgarstjóri að sjá að vera hennar í
embætti mun héðan af aðeins valda sundrungu og glund-
roða. Ef henni er annt um Reykjavíkurlistann hverfur
hún brátt úr stóli.“
Stefán Pálsson á Múrnum.is.
Volg kveðja
„Tvennt stendur upp úr við ákvörðun
Ingibjargar Sólrúnar. Annars vegar hef-
ur hún gengið svo berlega á bak orða
sinna að hún stendur sködduð eftir.
Hins vegar kallar framkoma Samfylk-
ingarinnar fram spumingar um hæfhi
hennar tfl samstarfs við aðra stjóm-
málaflokka. Þetta tvennt verður Samfylkingunni tO
vandræða i komandi þingkosningum.
Ingibjörg Sólrún á fullt erindi í landsmálin, en þá
verður hún að fóma borgarstjórastólnum. Það hafa orð-
ið þáttaskO. Nú lít ég á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur
sem hvem annan andstæðing mirm í pólitík. Því kveð
ég hana sem samherja og þakka fyrir samstarfið."
Valgerður Sverrisdóttir á vef sínum.
Sögulegur afleikur Ingibjargar
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrverandi
alþingismaöur
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir hefur valiö að taka
svonefnt baráttusæti á
framboðslista Samfylking-
arinnar í Reykjavík. Með
því gengur hún ekki að-
eins á bak orða, sem
féllu fyrir fáeinum mánuð-
um, heldur setur hún
samstarfið innan Reykja-
víkurlistans í uppnám.
Óraunsætt er að hún geti stund-
inni lengur haldið stöðu borgar-
stjóra og leikið þannig tveim skjöld-
um. Sjálfstæðisflokkurinn mun nú
leita eftir samstarfi við aðra flokka
um stjóm Reykjavíkurborgar og
trúlegt að dagar R-listans verði brátt
taldir. Fari svo byrjar Ingibjörg af-
skipti sín af landsmálum á nýjan
leik með sviðna jörð að baki sér,
ekki ósvipað og þegar hún greiddi
Kvennalistanum náðarhöggið fyrir
um það bfl áratug.
Ekki verður annað séð en hér sé
um sögulegan afleik af hennar hálfu
að ræða. Hver getur treyst stjóm-
málamanni tO frekari forystu sem
gengur jafn rækOega á bak orða
sinna? Nóg var fyrir Samfylkinguna
að hafa Össur á oddinum með þann
ótrúverðuga blæ sem lengi hefur
fylgt honum sem stjómmálamanni,
þótt meinsæri Ingibjargar bættist
ekki við í áru flokksins.
Illa sviðsett leikrit
Aðalskýring Ingibjargar á
kúvendingu sinni nú er að brýnt sé
að koma málefnum Reykjavikur
sem sveitarfélags meira á dagskrá á
Alþingi. „Borgarmálavettvangurinn
er að flytjast sífeOt meir yfir á þing-
málavettvanginn", sagði hún í fjöl-
miðlum kvöldið sem hún tOkynnti
um ákvörðun sína. Hvers konar
rugl er þetta? Telur Samfylkingin að
breyta eigi Alþingi meira en hingað
tO í togstreituvettvang mOli sveitar-
stjóma í landinu og hræra öOu í
einn graut, sveitarstjómarmálum og
landsmálum? Telja menn þá stefnu
Sjálfstæðisflokksins tO eftirbreytni
að hafa Gunnar Birgisson og Björn
Bjamason í tvöfeldu gervi sem al-
þingismenn og sveitarstjórnarmenn
- og hirða jafnframt tvöföld laun? Er
öO gagnrýni á kjördæmapot gleymd
og grafin ef höfuðborgarsvæðið á í
hlut?
ÆskOegast væri að lögleiða bann
við því að alþingismenn gegni öðr-
um verkefnum samhliða þing-
mennsku, bæði setu í sveitarstjóm-
um og ráðherrastarfi. Ætli sé ekki
nóg að Reykjavík hafi sem kjör-
dæmi 22 þingmenn að loknum
næstu alþingiskosningum, þótt ekki
bætist við að borgarstjórinn í
Reykjavík sé í þeirra hópi?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. - „Ekki verður annað séð en hér sé um
sögulegan afleik af hennar hálfu að rœða. Hver getur treyst stjómmálamanni til
frekari forystu sem gengur jafn rœkilega á bak orða sinna?“
Otrúverðugur samstarfsaðili
Ingibjörg leggur á það áherslu að
aflur munur sé á hvort hún skipi 1.
eða 5. sæti á lista Samfylkingarinn-
ar. Einnig það er tilraun tO sjón-
hverfinga. Ljóst er að henni verður
teflt fram í komandi kosningabaráttu
sem aðaltrompi og leiðtogaefni Sam-
fylkingarinnar. össur fær að vera
með sem leikbrúða enn um skeið, en
í reynd er hann að afhenda svilkonu
sinni lyklavöldin í flokknum.
Fari svo að Ingibjörg nái kjöri
hefur Samfylkingunni á Alþingi
bæst eindreginn talsmaður fyrir að-
Od íslands að Evrópusambandinu.
Einmitt Evrópumálin urðu á sínum
tíma tOefni hennar tfl að skOja sig
frá öðrum forystukonum í Kvenna-
listanum og ganga þvert gegn yfir-
lýstri stefnu eigin flokks. Nú kynnir
Össur hana tfl leiks tO að undir-
rstrika að Samfylkingin standi fyrir
stefnu sem sé sérstaklega hliðhofl
þéttbýlinu, hinu er sleppt á kostnað
hvers sú áhersla muni verða.
Síðustu leikfléttur forystu Sam-
fylkingarinnar eru varla tfl þess
fallnar að auka trú manna á flokkn-
um sem landsmálaafli. Fólk sem
hleypur frá hátíðlegum yfirlýsing-
um getur varla vænst þess að verða
tekið alvarlega þegar á reynir um
samstarf. Það kæmi því ekki á óvart
að sól Samfylkingarinnar færi lækk-
andi í kjölfar síðustu atburða.