Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Fréttir I>V Svæðisskipulag höfuðborgarsvæöisins og aðalskipulag Reykjavíkur staðfest: Nefnd skipuð til að móta tillögur um Vatnsmýrina - ætlað að taka á ágreiningi um framtíð svæðisins eftir 2016 í gær var staðfest í Höfða i Reykja- vík nýtt svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins 2001-2024 og aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Fulltrúar allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu voru viðstaddir undirritunina ásamt ráðherra og embættismönnum umhverfisráðuneytisins. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra tilkynnti við þetta tækifæri að skipuð hefði verið nefhd til að gera tillögur um umdeilt skipulagssvæði í Vatnsmýrinni, þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú. „I svæðisskipulaginu sem við vorum nú að staðfesta rikir nokkur óvissa um landnotkun í Vatnsmýrinni. Af þeim ástæðum og vegna óska frá samgöngu- yflrvöldum hef ég í dag skipað nefnd sem er ætlað fyrir 15. desember nk. (2003) að gera tillögur að landnofkun á umræddu svæði fyrir tímabilið 2016 til 2024. í þessari nefnd þriggja manna er formaður Ingimar Sigurðsson lögfræð- ingur frá umhverfisráðuneytinu, en í nefndinni eru einnig Helga Jónsdóttir borgarritari og Leifur Magnússon, verkfræðingur hjá samgönguráðuneyt- inu." Fjögur ár eru síðan ákveðið var að hefja þetta umfangsmikla verk sem svæöisskipulag höfuðborgarsvæöisins er. Samvinnunefnd um svæðisskipu- lag, skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi, hefur haft umsjón með verkinu. Formenn nefndarinnar voru þrír: Árni Þór Sigurðsson og Stef- án Hermannsson frá Reykjavík og Sig- urður Einarsson frá Hafnarfirði. í svæðisskipulaginu er að flnna framtíðarsýn sveitarfélaganna átta á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu og þróun byggðar næsta aldarfjórðung- inn, frá og með Kjósarhreppi í norðri að Vatnsleysustrandarhreppi í suð- vestri. Sjálfbær þróun er ríkjandi hug- tak í svæðisskipulaginu og megin- markmiðið að þétta byggðina, tengja betur saman búsetu og atvinnu, efla al- menningssamgöngur og tryggja að höf- uðborgarsvæðið þróist áfram sem nú- tímalegt borgarsamfélag. Full samstaða er um þessi markmið þótt nýja svæðis- skipulagið innhaldi einnig ýmsar mála- miðlanir. í aðalskipulagi Reykjavíkur er Nýtt aðalsklpulag Reykjavíkur staöfest Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borgarstjóri, Siv Friöleifsdóttir og Magnús Jóhannesson árita aöalskipulagið. DV-MYNDIR E.ÓL Svæðissklpulag höfuðborgarsvæðis- ins staöfest Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri J umhverfísráðuneytinu (lengst til hægri á myndinni), Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra og Árni Þór Sigurðsson sjðst hér staðfesta skipulagið með áritun sinni. mörkuð sú framtíðarsýn að borgin verði öflug og gróskumikil höfuðborg landsmanna allra og forystuafl á sviði þekkingar og alþjóðavæðingar. Ingi- björg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri sagði í stuttri tölu eftir undirritun aðal- skipulagsins að Reykjavík ætti að vera „Alþjóðleg borg á íslenskum grunni". Lögð væri m.a. áhersla á eflingu mið- borgarinnar, endurskipulagningu at- vinnusvæða, þéttingu og blöndun byggðar, byggð í Vatnsmýri, vistvænar samgöngur, verndun náttúrusvæða og tengsl íbúa við útivistarsvæði. -HKr. Fjölskipaður dómur í 9 manna fíkniefnamáli tekur mið af drætti rannsóknar: Refsingar lækkaðar í tveggja ára máli - dómarar horfa til þrýstings og hótana vegna ákærðs stýrimanns Átta menn voru sakfelldir en einn sýknaður í umfangsmiklu máli þar sem ákært var á ýmsan hátt fyrir innflutning á meira en tuttugu kiló- um af hassi í tveimur skipsferðum og einni flugferð sumarið 2000. í dóminum er tillit tekið til þess að rúm tvö ár eru liðin frá brotunum en lengdin á þeim tíma sem rann- sóknin tók helgaðist af miklu magni ítarlegra gagna. Sævar Óskarsson fær þyngsta dóminn, tveggja ára fangelsi, fyrir að hafa staðið aö því að skipuleggja innflutning á 20 kílóum af hassi í öllum ferðunum þremur. Annar maður er sakfelldur fyrir að hafa átt þátt í innflutningi á 15 kilóum af hassi. Þriðji skipuleggjandinn, sem einnig fékk dóm í apríl síðastliðn- um fyrir skjalafals og önnur auðg- unarbrot, fær 18 mánaða fangelsi en þar er tekið tillit til dómsins fyrr á árinu og hann dæmdur með. Maður- inn er sakfelldur fyrir innflutning á 5 kílóum en hlutdeild í innflutningi á 10 kílóum. Stýrimaður sem réð sig sérstak- lega á Mánafoss til að flytja inn fikniefni fær 12 mánaða fangelsi. Hann henti pakka i sjóinn við Eng- ey en eftir það stóðu ýmsir úr hópi áttamenninganna ásamt honum að því að reyna að finna pakkann, m.a. með köfun. Það tókst þó ekki. Mað- urinn var síðan sakfelldur fyrir að hafa sótt annan pakka, um 10 kíló af hassi, um borð í Goðafoss, sem nú heitir Skógafoss. Athyglisvert er að dómararnir þrír taka sérstaklega tillit til þess að umræddur stýri- maður hafi verið beittur þrýstingi við brotið sem átti sér stað varðandi Goðafoss. „Þá má ætla að honum hafi í raun verið ljóst að lögregla fylgdist með ferðum hans og því væri útilokað að honum tækist að komast undan með fiknkefnin," seg- ir dómurinn, en maðurinn lýsti því yfrr í réttarhöldunum að honum hefði létt mjög þegar lögreglan handtók hann. Einnig kom fram fyr- ir dóminum að maðurinn hafði ver- ið beittur hótunum. Tugir köfunarferða voru farnir norð- ur fyrir Engey til að reyna að finna fikniefnapakkann sem hent var í sjóinn. Maður sem fór eina ferð, án þess þó að kafa, fékk tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að hafa siglt þangað á báti. Tveir menn fengu fjögurra og sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið en ni- undi maðurinn var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Málskostaað vegna hans greiðir ríkið en hinir mennirnir átta eru dæmdir til að greiða lögmönn- um sínum samtals rúmar þrjár milljón- ir króna í málsvarnarlaun. -Ótt Sölargangur £ ijíiyarÍiJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld Sólarupprás á morgun Síödegisflóö Árdegisflóo á morgun Veðrið í kvöl 15.31 14.45 11.22 11.38 20.58 00.31 09.18 13.51 ¦1 Víða rigning eða slydda Hæg austlæg eöa breytileg átt verður meö kvöldinu. Víða verður rigning eða slydda. Sunnan- og suðvestanátt, víða 3 til 8 m/s, og úrkomulítið. © Rigning víðast hvar Víða verður rigning og suðaustlæg átt, 5-13 m/s. Úrkomulítið verður norðanlands en skýjað með köfium á jóladag. Veðriðn SÍJJ",ik(|Í2J Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur HHil° «18° Vindur: 5-13 n>/8 Suöaustlæg átt verour ríkjandl og dáiftll rigning eoa skúrir. Skýjaft verour meö köfium noroan til. HHiO° «18° Vindur: 5_13 m/, Ve&ur fer heldur kólnandi. Hiti 0° «18° Vtndur: 5-13»"/» Utlltorfyrir austlæga étt me&vætui flestum landshlutum ogfremur mlldu veðri. ---------- Vindhraðí m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi Stinningskaldl Allhvasst Hvassvi&ri Stormur Rok Ofsaveður Fárviöri 8,0-10,7 10,8-13,8 13,3-17,1 17,2-20,7 20,8-24,4 24,5-28,4 28,5-32,6 >= 32,7 alskýjaö Veðrið W. 12 AKUREYRI 3 BERGSSTAÐIR alskýjaö 2 BOLUNGARVÍK rigning súld rigning rigning þokumóða 5 EGILSSTADIR KEFLAVÍK 1 4 KIRKJUBÆJARKL. RAUFARHÖFN 4 4 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI rigning skýjað léttskýjaö 5 -2 -8 KAUPMANNAHÖFN skýjaö -2 ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÖRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö rigning léttskýjaö þokumóöa alskýjað skýjað hálfskýjaö -10 -8 7 -10 ALGARVE AMSTERDAM BARCaONA BERLÍN CHICAGO 15 7 16 -3 DUBLIN HAUFAX HAMBORG FRANKFURT JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG súld skýjaö alskýjað rigning snjókoma skýjað rigning skýjað alskýjaö léttskýjaö skýjaö skýjaö rigning þoka alskýjað 10 1 0 9 -2 12 9 16 2 -7 5 10 14 1 3 -7 BYCGT A UPPLVSINGUM FRA VEDURSTOFU ISLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.