Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 Fréttir I>V Fjölskipaður dómur í 9 manna fíkniefnamáli tekur mið af drætti rannsóknar: Refsingar lækkaðar í tveggja ára máli - dómarar horfa til þrýstings og hótana vegna ákærðs stýrimanns Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulag Reykjavíkur staðfest: Nefnd skipuð til að móta tillögur Vatnsmýrina - ætlað að taka á ágreiningi um framtíð svæðisins eftir 2016 í gær var staðfest í Höfða í Reykja- vík nýtt svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins 2001-2024 og aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024. Fuiltrúar allra sveitarfélagsuuia á höfuðborgarsvæð- inu voru viðstaddir undirritunina ásamt ráðherra og embættismönnum umhverfisráðuneytisins. Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra tilkynnti við þetta tækifæri að skipuð hefði verið nefnd til að gera tillögur um umdeilt skipulagssvæði í Vatnsmýrinni, þar sem ReyKjavíkurflugvöllur er nú. „í svæðisskipulaginu sem við vorum nú að staðfesta ríkir nokkur óvissa um landnotkun í Vatnsmýrinni. Af þeim ástæðum og vegna óska frá samgöngu- yfirvöldum hef ég í dag skipað nefiid sem er ætlað fyrir 15. desember nk. (2003) að gera tillögur að landnotkun á umraeddu svæði fyrir tímabilið 2016 til 2024. í þessari nefnd þriggja manna er formaður Ingimar Sigurðsson lögfræð- ingur frá umhverfisráðuneytinu, en í nefiidinni eru einnig Helga Jónsdóttir borgarritari og Leifur Magnússon, verkfræðingur hjá samgönguráðuneyt- inu.“ Fjögur ár eru síðan ákveðið var að hefja þetta umfangsmikla verk sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins er. Samvinnunefhd um svæðisskipu- lag, skipuð tveimur fulltrúum frá hverju sveitarfélagi, hefur haft umsjón með verkinu. Formenn nefndarinnar voru þrír: Ámi Þór Sigurðsson og Stef- án Hermannsson frá Reykjavik og Sig- urður Einarsson frá Hafnarfirði. í svæðisskipulaginu er að fmna framtíðarsýn sveitarfélaganna átta á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu og þróun byggðar næsta aldarfjórðung- inn, frá og með Kjósarhreppi í norðri að Vatnsleysustrandarhreppi í suð- vestri. Sjáifbær þróun er ríkjandi hug- tak í svæðisskipulaginu og megin- markmiðið að þétta byggðina, tengja betur saman húsetu og atvinnu, efla al- menningssamgöngur og tryggja að höf- uðborgarsvæðið þróist áfram sem nú- tímalegt borgarsamfélag. Full samstaða er um þessi markmið þótt nýja svæðis- skipulagið innhaldi einnig ýmsar mála- miðlanir. í aðalskipulagi Reykjavíkur er Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur staðfest Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Siv Friöleifsdóttir og Magnús Jóhannesson árita aöalskipulagiö. DV-MYNDIR E.ÓL Svæðlsskipulag höfuöborgarsvæðis- ins staöfest Magnús Jóhannesson, ráöuneytis- stjóri í umhverfísráðuneytinu (lengst til hægri á myndinni), Siv Friöleifs- dóttir umhverfisráöherra og Árni Þór Sigurösson sjást hér staöfesta skipulagiö meö áritun sinni. mörkuð sú framtíðarsýn aö borgin verði öflug og gróskumikil höfuðborg landsmanna allra og forystuafl á sviði þekkingar og alþjóðavæðingar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir horgarstjóri sagði I stuttri tölu eftir undirritun aðal- skipulagsins að Reykjavík ætti að vera „Alþjóðleg borg á islenskum grunni". Lögð væri m.a. áhersla á eflingu mið- borgarinnar, endurskipulagningu at- vinnusvæða, þéttingu og blöndun byggðar, byggð í Vatnsmýri, vistvænar samgöngur, vemdun náttúrusvæða og tengsl íhúa við útivistarsvæði. -HKr. Átta menn voru sakfelldir en einn sýknaður í umfangsmiklu máli þar sem ákært var á ýmsan hátt fyrir innflutning á meira en tuttugu kíló- um af hassi í tveimur skipsferðum og einni flugferð sumarið 2000. í dóminum er tillit tekið til þess að rúm tvö ár eru liðin frá brotunum en lengdin á þeim tima sem rann- sóknin tók helgaðist af miklu magni ítarlegra gagna. Sævar Óskarsson fær þyngsta dóminn, tveggja ára fangelsi, fyrir að hafa staðið aö því að skipuleggja innflutning á 20 kílóum af hassi í öllum ferðunum þremur. Annar maður er sakfelldur fyrir að hafa átt þátt í innflutningi á 15 kílóum af hassi. Þriðji skipuleggjandinn, sem einnig fékk dóm í apríl síðastliðn- um fyrir skjalafals og önnur auðg- unarbrot, fær 18 mánaða fangelsi en þar er tekið tillit til dómsins fyrr á árinu og hann dæmdur með. Maður- inn er sakfelldur fyrir innflutning á 5 kílóum en hlutdeild í innflutningi á 10 kílóum. Stýrimaður sem réð sig sérstak- lega á Mánafoss til að flytja inn fikniefni fær 12 mánaða fangelsi. Hann henti pakka í sjóinn við Eng- ey en eftir það stóðu ýmsir úr hópi áttamenninganna ásamt honum að því að reyna að finna pakkann, m.a. með köfun. Það tókst þó ekki. Mað- urinn var síðan sakfelldur fyrir að hafa sótt annan pakka, um 10 kíló af hassi, um borð í Goðafoss, sem nú heitir Skógafoss. Athyglisvert er að dómaramir þrír taka sérstaklega tillit til þess að umræddur stýri- maður hafi verið beittur þrýstingi við brotið sem átti sér stað varðandi Goöafoss. „Þá má ætla að honum hafi í raun verið ljóst að lögregla fylgdist með ferðum hans og því væri útilokað að honum tækist að komast undan með fiknkefnin," seg- ir dómurinn, en maðurinn lýsti því yfir í réttarhöldunum að honum hefði létt mjög þegar lögreglan handtók hann. Einnig kom fram fyr- ir dóminum að maðurinn haföi ver- ið beittur hótunum. Tugir köfunarferða voru famir norð- ur fyrir Engey til að reyna að finna fíkniefhapakkann sem hent var í sjóinn. Maður sem fór eina ferð, án þess þó að kafa, fékk tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að hafa siglt þangað á báti. Tveir menn fengu fjögurra og sex mánaða fangelsi óskilorðsbundið en ní- undi maðurinn var sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Málskostnað vegna hans greiðir ríkið en hinir mennimir átta eru dæmdir til að greiða lögmönn- um sínum samtals rúmar þijár milljón- ir króna í málsvamarlaun. -Ótt VAGNHÖFÐA 23 • SÍMI 590 2000 • WWW.BENNI.IS H REYKJAVÍK AKUREYRI Sólariag í kvöld 15.31 14.45 Sólarupprás á morgun 11.22 11.38 Sí&deglsflóö 20.58 00.31 Árdegisflóð á morgun 09.18 13.51 Veörið í Viða rigning eða slydda Hæg austlæg eða breytileg átt veröur með kvöldinu. Víða verður rigning eöa slydda. Sunnan- og suðvestanátt, víða 3 til 8 m/s, og úrkomulítiö. Rigning víðast hvar Víöa verður rigning og suðaustlæg átt, 5-13 m/s. Úrkomulítið verður norðanlands en skýjað með köflum á jóladag. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur © ý? HHi 1“ Hrti 0° Hiti 0° tíl 8“ til 8° til8° Vindun Vindur: Vindur: 5-13 5_13m/. 5_13ny* * * Suóaustlæg Ve&ur fer Útlrt er fyrir átt veröur heldur austlæga átt rikjandi og kólnandi. meö vætu í dálítll rlgning flestum e&a skúrir. landshlutum Skýjaö ver&ur og fremur meö kóflum rnildu ve&ri. nor&an tll. ! Vindhraöi m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stlnningskaldl 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassvi&ri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 Veðriö kl. 12 AKUREYRI alskýjað 3 BERGSSTAÐIR alskýjað 2 BOLUNGARVÍK rigning 5 EGILSSTAÐIR súld 1 KEFLAVÍK rigning 4 KIRKJUBÆJARKL. rigning 4 RAUFARHÖFN þokumóöa 4 REYKJAVÍK rigning 4 STÓRHÖFÐI rigning 5 BERGEN skýjaö -2 HELSINKI léttskýjað -8 KAUPMANNAHÖFN skýjaö -2 ÓSLÓ léttskýjaö -10 STOKKHÓLMUR -8 ÞÓRSHÖFN rigning 7 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -10 ALGARVE þokumóöa 15 AMSTERDAM alskýjað 7 BARCELONA skýjaö 16 BERLÍN CHICAGO hálfskýjaö -3 DUBLIN súld 10 HALIFAX skýjaö 1 HAMBORG alskýjaö 0 FRANKFURT rigning 9 JAN MAYEN snjókoma -2 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG rigning 9 MALLORCA skýjaö 16 MONTREAL alskýjaö 2 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -7 NEW YORK skýjaö 5 ORLANDO skjjaö 10 PARÍS rigning 14 VÍN þoka 1 WASHINGTON alskýjaö 3 WINNIPEG -7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.